Morgunblaðið - 28.10.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.10.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 28. okt. 1955 Ekki med vopnum veg/ð EFT!R SIMENON Framhaldssagan 27 Framhjá Maigret fór hin furðu legasta skrúðganga, tveir úlfald- ar og ungur fíll, sem notaðir voru til auglýsingar fyrir umferða- circus, sem slegið hafði upp tjald- búðum sínum á Place de la Vict- oire. í einni nýlenduvöruvc"zlun- inni kom Maigret auga á r.ióður rauðhærða drengsins, þar sem hún var að birgja sig upp með vistum og enn sem fyrr varð hún að halda í hönd sonar síns, til þess að missa hann ekki út í veð- ur og vind um leið og hún liti eitthvað af honum. Skammt þaðan má@tti umsjón- armaðurinn Jean Métayrr og málaflutningsmanninum, sem gengu hægt eftir götun"i og ræddust við, mjög alvarleýr á- sýndum. Um leið og þeir gengu frmhjá Maigret, heyrði hann að lögfræð- ingurinn sagði: „Þeir verða að stoppa ávísun- ina....“ Þeir veittu ekki umsiónar- manninum neina athygli. en héldu áfram ferð sinni og stefndu til Comptoir d’Escompte. Maigret hélt nú til prents niðj- unnar, þar sem Journal de Moul- ins var prentað. Skrifstofnrnar stóðu framan við prentsmiðjuna, en til þess að komast inn í sjálf- an vélasalinn þurfti maður að ganga eftir dimmum stíg, þar sem dynurinn í snúningsvélinni yfir- gnæfði allan annan hávaða. f skítugum vinnusal sátu menn í vinnufötum við há borð, en í öðrum enda salarins brakaði og snarkaði í hinum tveimur fasta- letursvélum, eins og þar væri stöðug vélbyssuskothríð. „Gæti ég fengið að tala við verkstjórann?" spurði Mrigret fyrsta manninn, sem varð á vegi hans. Hann varð beinlínis að hrópa eins hátt og hann mögulega gat, vegna hins mikla skarkala og vélaskrölts, en lykt af bleki og prentsvertu fyllti vit hans. Lágvaxinn maður í bláum vinnufötum, sem stóð þar í nánd, bar hönd upp að eyra sér. eins og til þess að heyra betur Mai- gret gekk til hans: „Eruð þér verkstiórinn?" „Ég er letursetjarinn". Magifret tók úr skjalahylki sínu miðann, sem valdið hafði dauða greifafrúarinnar af Saint- Fiacre. Maðurinn tók upp stálspangar- gleraugu og setti þau á sig. Síðan rýndi hann í miðann og skildi auðsjáanlega ekki hvað það var sem fyrir Maigret vakti. „Er þetta blað héðan?“ „Hvað voruð þér að segja?“ Menn hlupu út og inn fr^mhjá þeim, með stóra stafla af dag- blöðum í fanginu. „Ég var að spyrja að því, hvort þessi miði myndi hafa verið prentaður hérna í þessari prent- smiðju". „Við skulum koma út“. Það var mikið betra að talazt við úti í garðinum. Þar var að vísu kalt, en þar gat maður a.m.k. talað í eðlilegri tónhæð. „Hvað var það, sem þér voruð að spyrja að?“ „Kannist þér við þetta letur?“ „Já, það er Cheltenham". „Er það prentað í prentsmiðj- unni hérna?“ j „Það er erfitt að fullyrða nokk- uð um það. Það getur verið um marga aðra staði að ræða“. „Hérna í Moulins?" „Nei, ekki hérna í Moulins .. En í Nevers, Bourges, Chateau- roux, Autum og....“ „Er nokkuð sérstakt við þessa * úrklippu?" „Hún er prentuð á dálítið sjald gæfa vél . . Þeir hafa viljað láta yður halda, að hún væri klippt út úr einhverju dagblaði, þykist ég skilja. Einu sinni var ég beð- inn um að gera hið sama, svona í gamni.... “ „Já, einmitt það?“ „Já, það eru nú a.m.k. fimmtán ár síðan það vildi til .. það var þegar við settum fréttablöðin með höndunum einum saman.. “ „Og þessi miði gefur yðar enga bendingu um uppruna sinn?“ „Nei, flest blöðin hérna í ná- grenninu eru ákaflega lík í öllu ytra útliti .. Þetta er þýzkur pappír .. En þér verið að fyrir- gefa, nú verð ég að fara....“ „Þekkið þér Jean Métayer?" Maðurinn uppti öxlum: „Já, það held ég að maður kannist við hann“. „Og hvaða álit hafið þér á hon- um?“ „Ef nokkuð væri að marka það sem hann sjálfur segir, þá kynni hann meira til viðskipta og annarra starfa en við flestir aðrir. En þetta er mesti aulabárður og það er bara vegna vináttu greifa- frúarinnar og yfirmannsins hérna, að hann hefur fengið að vasast um hérna í verkstof- unni....“ „Kann hann að meðhöndla f astaletursvél? “ „Ja, hvað skal segja? Hann lætur sjálfur sem hann kunni bæði það og annað“. „Haldið þér t.d. að hann hefði getað prentað það, sem stendur á miðanum, sem ég sýndi yður?“ „Sennilega, ef hann hefði haft alveg ótakmarkaðan tíma til um- ráða og æft sig svona tíu sinnum á því að prenta sömu orðin.... “ „Hefur hann nokkuð fengizt við fastalestursvélina núna ný- lega?“ „Hvernig ætti ég að vita það? Hann kemur og fer og skapraun- ar okkur öllum og þreytir með asnastrikum sínum .. En nú verð ið þér að afsaka mig .. Lestin bíður ekki og ég á margt óunnið enn þá....“ j Þetta voru allt saman harla léttvægar upplýsingar, fannst Maigret og hann var að hugsa um að líta aftur inn í verkstofuna, en aðgangurinn og allur ysinn ' þar öftruðu honum frá því að gera það. Þar var hver mínúta ; mikils virði. Þar var hver maður ' á harðahlaupum, fram og til baka. Enginn hafði tíma til að staldra við eitt andartak. Og um- sjónarmaðurinn ákvað að láta hér staðar numið. En samt tókst honum, að ná sambandi við einn iðnnemann og skiptist á við hann nokkrum orð- um. „Hvað verður um blýræmurn- ar, þegar búið er að nota þær?“ „Þær eru þá bræddar niður“. „Og hvað er það gert á margra daga fresti?" „Alltaf annan hvern dag .. Sjáið þér, þarna er bræðslupott- urinn, þarna úti í horninu .. Farið varlega. Hann er mjög heitur.... “ Maigret gekk aftur út, ofurlítið þreyttur og e.t.v. líka ofurlítið kjarkminni. Nú var orðið alveg dimmt og gangstéttirnar voru auðséðari en venjulega, vegna kuldans. Utan við eina klæðaverzlunina stóð kallari, sem draga skyldi við skiptavinina að, skjálfandi af kulda og stappandi fótunum nið- ur í stéttina, milli þess sem hann reyndi að vekja eftirtekt þeirra sem framhjá fóru: „Þykkir og skjólgóðir vetrar- ) frakkar .. Fyrsta flokks enskt. efni, frá tvö hundruð frönkum .. j Gerið svo vel og skoðið sjálf og j þér munið sannfærast .. Komið og skoðið, enginn er þvingaður til að kaupa....“ Skammt þaðan, framan við Café de Paris, kom Maigret auga á hinn gula vagn greifans. Hann gekk inn, leit allt í kring- um sig, en gat þó hvergi komið auga á Maurice de Saint-Fiacre Indíánarrair koma 2 Þá var Ameríka lítt könnuð og menn því sólgnir í að kanna landið til þess að vita hvað það hefði upp á að bjóða. Eins og nú, var ævintýraþráin mjög mikil hjá hinum hvítu . rnönnum, sem komu alla leið frá Evrópu til að setjast að íj þessari ókönnuðu heimsálfu. ! Faðir Jaks litla átti mjög annríkt þessa dagana. Hann ■ hafði ekki verið heima hjá sér nema í eina viku af síðustu 12 vikum. Allan þennan tíma hafði hann dvalizt í Lundúna- borg, þar sem hann stjórnaði herdeild, sem senda átti innan skamms til Ameríku til liðveizlu við enskar herdeildir þar í bardögunum á móti Frökkum. Nú lá nefnilega mikið við að hraða heræfingunum því að upp á síðkastið hafði Frökk- um veitt heldur betur í bardögunum. ! Og svo var það skömmu eftir að heræfingunum lauk í maímánuði vorið 1750, að faðir Jaks litla, sem hét Sesilíus, fékk að skreppa heim til fjölskyldu sinnar, en hún átti heima í allreisulegu húsi um 50 kílómetra frá Lundúnaborg. Jak ivar 12 ára og næstelztur af þremur systkinum: Dorothea i 118 ára og Sue yngst, aðeins fjögurra ára. Sesilíus var, þrátt [fyrir sinn unga aldur (41 árs), orðinn ofursti í her Breta og í miklu áliti á meðal hermanna sinna, sem báru mikið traust jtil hins unga foringja síns. Hann átti myndarlega konu, sem ‘ jhann unni hugástum. Voru þau hjónin mjög samhent í stóru sem smáu í öllu sem laut að uppeldi barnanna, sem þau elskuðu mjög heitt, enda voru börnin þrjú hin myndarleg- ustu. — Nú átti fyrir fjölskyldunni að hggja að yfirgefa ætt- land sitt og taka sér búsetu í nýrri heimsálfu — þar sem hættan beið þeirra á hverju leiti. 4 Til þvotta á kven- sokkum og öllum öðrum viðkvæmum þvotti úr silki, perlon, ny- lon og öðrum gerfiefnum, er KEI óviðjafnanlegt. REI varnar lykkjuföllum, skýrir liti — og allur REI-þveginn þvottur þornar fljótar. Notið því HELDUR REI! Ileildsölubirgðir: V. Sigurðsson & Snæbjörnsson h.f. wmm kæliskáparnir komnir Vcrð kr. 6.Ö75.00 .F. Austurstræti 14 Sími 1687 „llmurinn er indæll og bragðið eftir því‘ O. Johnson & Kaaber h.f. Hetbergi helzt nálægt miðbænum, óskast til leigu nú þegar ;1 fyrir danska stúlku. Tilboð óskast send Sambandi ísl. samvinnufélaga Deild 1 5 rsu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.