Morgunblaðið - 28.10.1955, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.10.1955, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIB Föstudagur 28. okt. 1955 | Brynningartæki ■ : nýkomin : | Kristjáii G. Gístason & Co. h.f. I : Hverfisgötu 4 — sími 1555. : m TIL LEIGIl Vil skifta á tveggja herb. íbúð, í Hlíðunum, fyi’ir eitt herbergi og eldhús, í eða við Miðbæinn. Tilb. sendist blað inu fyrir laugard., mei’kt: „Ibúðaskifti — 211“. : : — Morgmnbfaðið með morgunkaitinu — I BEZT 4Ð AVGLfSA t MOfíGVJSBJ.AÐim f O. Johnson & Kaaber h,f. DIF hreinsar auðveldlega flest óhreinindi. DIF er fljótvirkt, auðvelt í notkun og betra en allt, sem þér hafið áður reynt. DIF er ómissandi á öllum vinnustöðvum og á hverju heimili. PB-U-9 nso þvær áva/t og kostaryíur minna Sá árangur, sem þér sækist eftir, verður að veru- leika, ef þér notið Rinso — raunverulegt sápuduft. Rinso kostar yður ekki aðeins minna en önnur þvottaefni og er drýgra, heldur er það óskaðlegt þvotti og höndum. Hin þykka Rinso froða veitir yður líndursamlegan árangur og gerir allt nudd þarflaust, sem skemmir aðeins þvott yðar. Óskaðlegt þvotti og héndum Þorsteinn Arnason trésmíða- meistari í Kefiavík sjötugur VAFALAUST mundi það vekja undrun margra, sem komið hafa inn á trésmíðavinnustofu Þor- steins Árnasonar x Keflavík, ef' þeir vissu, að hann hefir í dag fyllt sjöunda tug ævi sinnar. — Hin snöru og öruggu handtök, ásamt óbilandi starfsorku, benda sízt til þess að þar sé sjötugur maður að starfi. En þótt ótrúlegt megi virðast, þá er hér um að ræða óhrekjandi staðreynd. Þorsteinn er borinn og barn- fæddur Suðurnesjamaður. Hann fæddist að Gerðum í Garða- hreppi. — Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Ingjaldsdóttir og Árni Árnason, búendur þar. Þeir bræðurnir eru þrír, og er Þor- steinn þeirra elztur. Árið 1908, hinn 28. febrúar, gftkk Þorsteinn að eiga Guðnýju Helgu Vigfúsdóttur, sem ættuð var norðan úr Skagafirði Þau hjónin bjuggu í Gerðum til árs- ins 1928, en þá fluttust þau hing- að til Keflavíkur. Þeim hjónum v-arð 10 barna auðið, og komust þau öll til fullorðinsára. Einn sonur þeirra, Ingólfur, lézt af slysfórum árið 1938. Hin eru öll á lífi og búsett í Keflavík, að einum bróður undanskildum, sem býr í Reykjavík. Það lætur að líkum, að ekki hafa þau hjónin alltaf setið auð- um höndum, á meðan þau voru að koma þessum stóra barnahóp upp. Enda voi'u þau samvalin og samhent dugnaðarhjón, sem börð ust hlið við hlið í blíðu og stríðu. En þau uppskáru líka ríkuleg laun erfiðis síns. Þegar börnin uxu upp, þá gat þar að líta glæsi- legan hóp, sem í hvívetna varð foreldrum sínum til sóma og gleði Framan af ævinni var Þor- steinn harður sjósóknari, enda var hann formaður bæði á eigin bátum og annarra um margra ára skeið. En á þeim árstímum, sem ekki var stundaður sjór, þá var hann sívinnandi við hvers konar tx’ésmíðar, enda dverghag- ur. — Eftir að fjölskyldan fluttist til Keflavíkur, þá lagði Þorsteinn sjómennskuna að mestu leyti á hilluna, en helgaði sig smíðun- um eingöngu. Og um margra ára skeið hefir hann rekið trésmíða- xærkstæði með miklum myndar- brag og þar starfar hann enn af slíkum þrótti, sem margur æsku- maðurinn mætti vera hreykinn af. — Hinn 8. janúar 1943 skyggði ský fvrir sólu í lífi Þorsteins, en þá andaðist Guðný, kona hans. Næstu árin á eftir hélt hann heimili með ráðskonum, en 22. júlí 1950 gekk hann að eiga Ing- veldi Pálsdóttur, sem þá var barnakennari í Keflavík. Og hafa þau hjónin eignazt tvo drengi. Það má óhikað fullyrða, að Þorsteinn hefir verið gæfumaður í lífi sínu. Ekki þó fyrir þá sök, að lánið hafi leikið við hann öðr- um fremur, heldur vegna hins að hann hefir kunnað að hagnýta sér þann skerf, sem honum hefir x-erið í hendur lagður og löngum hafa hinar björtu hliðar lífsins verið honum hugstæðari heldur en hinar dekkri. Méð alúð og hlýju hefir hann hlúð að þeirri hamingju, sem honum hefir fallið í skaut, og því brosir hún við honum enn þann dag í dag og slíkt hið sama mun hún vafalaust gera um ófarna ævidaga. Enda þótt Þorsteinn hafi jafnan verið víkingur á vinnustað og vinnudagurinn oft æði langur, þá befir hann gefið sér góðan tíma til að sinna margs konar hugðar- efnum, sem liggja utan hins dag- lega verkahrings. Hann hefir jafnan fvlgt Sjálfstæðisflokkn- um að málum og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á þeim vett- vangi. Þá hefir bindindisstarfsem ín verið hans hjartans mál, enda hefir hann lagt henni það lið, er hann mátti. í byggingarnefnd Keflavíkur hefir hann átt sæti frá upphafi, og jafnan í’eynzt bæði raunhæfur, réttsýnn og ráð- hollur. Hér hafa verið dregin fram í dagsljósið örfá og sundurlaus brot úr sjötíu ára ævidegi. Þessi ósamstæðu brot eru hrifin af handahófi út úr mikilli starfs- sögu stórra og djarfra átaka. —• Söguhetjan þar er enn í þeirra hópi, sem allir geta treyst, —■ þar er á ferðinni vammlaus vin- ur vina sinna. Að endingu vil ég svo sérstak- iega minnast eins þáttar í lífi Þorsteins, en það er sönghneigð- in. Hann var ungur að árum, þegar hann læi’ði að leika á orgel og árið 1903, þá aðeins 17 ára, gerðist hann organisti við Út- skálakirkju og því starfi gegndi hann til ársins 1916. Frá því að hann kom til Keflavíkur hefir hann svo sungið í kirkjukórnum þar. Söngur Þorsteins er að því leyti sérstæður, að hann býr yfir sigurvissu. Það er svo auðheyrt, að þar er túlkað hið hulda mál hjartans. Enda er guðsþjónustan honum heilagt alvörumál. Kefla- víkurkirkja og söfnuður skulda honum vissulega mikla þökk fyr- ir fórnfúst starf í þágu safnaðar- söngsins. Þorsteinn var glaður og reifur að vanda, þegar ég hitti hann að máli og fór að spyrja hann spjör- unum úr um liðna daga. En þeg- ar hann minntist á síðasta þátt ævi sinnar, þá sagði hann aðeins: „Ég veit ekki hvar ég væri stadd- ur, ef ég hefði ekki núna góða konu mér við hlið“. Heill og hamingja fylgi þér, kæri vinur, héðan í frá eins og hingað til. B. J. ilarnBaus hjón óska eftir að fá gefins barn, eigi eldra en 5—6 mánaða. Tilboð merkt: „32-38 — 210‘ sendist afgr. Mbl. N. S. U.- til sölu. — Upplýsingar í síma 5379, milli 2—5. Austin 10 SendiferðabifreiB til sölu og sýnis í dag. Bif- reiðin er í mjög góðu standi BIFREIÐASALAN Njálsgötu 40 Sími 5852. A BEZT AÐ AVGLTSA A f I MORGVmLAÐim “

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.