Morgunblaðið - 02.11.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.11.1955, Blaðsíða 2
Miðvikudagur 2. :rióv: 1955 á MORGVNBLAÐ1Ö Vas’fSar-fu'nduriim Framh af blg. i íjögum.'.Bauð hann þá .siðan yci- komna til átarfa innan Sjálf- étæðisflokksins. Þá flutti fráfarandi formaður skýrslu félagsstjórnar. Samtals voru haldnar 18 opinberar sam- komur í félaginu á starfsárinu og.voru þær allar ágætlega sótt- ar. Rúmir 300 nýir félagar bætt- ust í félagið, og er heildarfélaga- talan nú 3080 manns. Félags- stjórnin hafði unnið að bættu j innra s.kipulagi félagsins með góðum árangri. í febrúar næst- komandi á Varðarfélagið 35 ára afmæli. Af því tileíni efnir félagið til happdrættis og mun ágóðanum mikið og gott starf í þágu félagsT ins. Skýrði hann síðan frá því, að fráfarandi stjórn hefði lagt til að honum yrðu veittar fimm þúsund krónur í verðlaun fyrir einstaka trúmennsku í starfi. Var sú tillaga samþykkt með sam- hljóða atkvæðum. Bjarni Sigurðsson þakkaði þann sóma, sem sér væri sýndur og óskaði félaginu allra heilla. Jóhann Hafstein fundarstjóri lét að lokum í ljós þá ósk, að íélagið mætti halda áfram að eflast og vaxa. Bjarni Sigurðsson framkvæmda- stjóri. — Heiðraður fyrir 25 ára trúmennsku í starfi. af því varið til nýs húsnæðis fyrir það. Birgir Kjaran þakkaði rneðstjórnendum sínum og öllum félögum Varðarfélagsins fyrir ágæta samvinnu þau 3 ár, sem hann hefur verið formaður fé- lagsins. Hvatti hann til stöðugt þróttmeira starfs, sem leiða rnætti Sjálfstæðisstefnuna fram til sigurs. IÞAKKIR FUNDARSTJÓRA Jóhann Hafstein þakkaði frá- farandi formanni mikið og gott starf í þágu Varðar. Félagið væri iiú í stöðugum vexti og gætti starfsemi þess mjög í bæjarlíf- inu. Þá las gjaldkeri félagsins, Magnús Sigurðsson skólastjóri, reikninga þess. Hafði efnahagur þess batnað mjög á árinu. Nema cignir félagsins nú tæpum 23 |jús. krónum. En á síðasta aðal- fundi skuldaði það rúmar 18 þús. kr. Reikningar voru síðan bornir vpp og samþykktir. WAVÍÐ ÓLAFSSON KJÖRINN FORMABUR Síðan var gengið til stjórnar- kosninga, og var Davíð Ólafsson fiskimálastjóri, kjörinn formað- ur. Flutti hann stutt ávarp og þakkaði það traust, sem sér liefði verið sýnt. Hann kvað mörg verkefni bíða félagsins í -f ramtíðinni. Þá voru kosnir 6 meðstjórn- endur og hlutu kosningu þeir Barði Friðriksson lögfræðingur, Magnús Sigurðsson skólastjóri, Páll Björnsson stýrimaður, Sig- tirður Jónasson trésmíðameistari, Sigurður Pétursson gerlafræð- ingur og Sigurjón Jónsson járn- fsmiður. í varastjórn voru kjörnir Sveinn Björnsson verzlunarmað- ur, Þorkell Sigurðsson vélstjóri !cg Sveinn Helgason stórkaup- xnaður. Endurskoðendur voru kosnir Elís Ó. Guðmundsson og Guttormur Erlendsson. Varaend- urskoðandi var kjörinn Már Jó- hannsson. Þá voru kjörnir 30 fulltrúar í Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélag- anna. BJARNI SIGURÐSSON HEIÐRAÐUR j Þá tók Birgir Kjaran fráfar- | andi formaður til máls og minnt- jist 25 ára starfs Bjarna Sigurðs- 'sonar framkvæmdastjóra Varð- ' árfélagsins. Þakkaði hann Bjarna Áðaífundur Bridge- félags Keflavíkur KEFLAVÍK, 31. okt. — Aðal- fundur Bridgefélags Keflavíkur var haldinn sunnudaginn 30. okt. í Sjálfstæðishúsinu og voru í stjórn kosnir þeir Gunnar Sigurjónsson form., Þórólfur Sæmundsson ritari og Sæmund- ur Einarsson gjaldkeri. Vara- maður Gestur Auðunsson. Almennur áhugi ríkti á íund- inum um að fá meiri fjölbreytni í starfsemi félagsins, t. d. með ýmsum keppnum, og jafnframt gangast fyrir spilaheimsóknum frá öðrum byggðalögum. Stjórn in hefir ákveðið, að hin árlega bikarkeppni héfjist sunnudaginn 6. nóv. —Ingvar. RœBast við PARÍS, 1. nóv. — Pinay, utan ríkisráðherra Frakka, flaug í dag frá Genf til Parísar til að ræða við Ben Jússef soldán sem er nýkominn þangað. — Ekki er vitað með vissu, hvert umræðu- efnið var, en fréttamenn eru jafnvel þeirrar skoðunar, að rætt hafi verið um það, að soldáninn taki aftur við embætti í Marokkó. Eins og kunnugt er hefir Ben Jússef verið í útlegð á Mada- gaskar undanfarið. —Reuter. Með keðjur yf ir Hellisheiði í gær í GÆRMORGUN sáust fyírstu bílarnir með snjókeðjur á götum bæjarins á þessum vetri. Þetta voru bílar, sem komu austan úr Árnessýslu. Á Hellisheiði var stórhríð, svo að bílstjórarnir .urðu að fylgja vegbrúninni með því að hafa rúðu opna. Ófærð var engin á heiðinni, þó að mik- inn snjó setti niður. — Hér í Reykjavík var slydda í gær- morgun. 11 fjarðar seffur HAFNIRFIRÐJ, 1. okt. — Barna- skólinn var settur í dag í Þjóð- kirkjunni við hátíðlega athöfn. Var kirkjan þéttsetin börnum, foreldrum þeirra og fleirum. Fyrst var sunginn sálmur og lék Páll Kr. Pálsson á orgelið en börnin sungu. Því næst flutti skólastjórinn, Þorgeir Ibsen, setningarræðu. Þá flutti sóknar- presturinn, séra Garðar Þor- steinsson, bæn og las upp úr ritningunnii. Síðan flutti hann skólanum árnaðaróskir. í vetur verða rúmlega 700 börn í skólanum og er það nokkuð fleira en í fyrra. 22 kennarar verða við skólann, en kennt er í 28 bekkjum. —-G. E. LUNDÚNUM, 1. nóv.—Nokkr- ar róstur urðu á Gazasvæðinu í dag, þegar 50 Egyptar réðust inn Ivrir landamæri ísraels. Armas forseti Guatamala er enn í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. í dag var hann í Washington. Til uppþota kom í dag í borginni Patras, þegor stúdent ar gengu um götur borgarinn- ar og kröfðust þess, að Kýpur yrði sett undir stjórn Grikkja. Lögreglan skarst í leikinn. —Reuter. Myndin er af fyrstu nemendum Matreiðslu- og veitingabióna- skólans ásanit skólastjóranum, Tryggva Þorfinnssyni (t. h.) og Signrði B. Gröndal (t. v.), sem verður kennari. Ljósm. Mbl. Ól.K.M. skóSinn settur s Bíll, þvottavél og roi- magnssteikarofn eru í happdrætti til að búa upp ,Jitlu, hvítu rámin í Barnaspítalaimm44 J T GÆH var Matsveina- og veitingaþjónaskólinn settur í Stýri* Jt. mannaskólanum í fyrsta skipti, að viðstöddum menntamála- ráðherra, Bjarna Benediktssyni, sem flutti ávarp, nemendum og nokkrum gestum. Skólinn á að starfa í þremur deildum: fram- reiðslu, matreiðslu og deild fyrir nemendur, sem hyggjast starfa á fiski- og flutningaskipum. í vetur verða 16 nemendur í skól* anum, 6 í framreiðslu og 10 i matreiðslu. Námstíminn hjá þeim fyrrnefndu er 3 ár, en 4 hjá hinum síðarnefndu. — Skólastjóri er l Tryggvi Þorfinnsson, en auk hans kennir Sigurður B. Gröndal auk nokkurra stundakennara. HAFA MIKILVÆGU HLUT- VERKI AÐ GEGNA í ávarpi sínu rakti mennta- málaráðherra nokkuð tildrög að stofnun skólans. Gat hann þess, að lög um hann hefðu verið sett fyrir nokkrum árum, en í fyrra hefði verið tekin ákvörðun um j að skólinn hæfi starfsemi sína; á þessu ári og fé veitt í því skyni.; Því næst .ræddi ráðherrann; nokkuð um hið mikilvæga hlut- | verk, sem matreiðslu- og veit-! ingaþjónastéttin hefir að gegna. | Væri ekki lítils virði að matar-; æði væri í góðu lagi, en til þess að svo mætti verða, væri ekki lítið atriði, að við hefðum á að skipa mönnum, sem hefðu góða þekkingu í matreiðslu og væru hæfir i starfi sínu. Þá minntist ráðhevrann nokkuð á tsland sem ferðamannaland, og gat hann í því sambandi um mikilvægi þess, að hér væru hæfir framreiðslu- menn. Að lokum óskaði mennta- málaráðherra skólanum gæfu og gengis. Auk ráðherrans flutti Lúðvík Hjálmtýsson, formaður skóla- nefndar ávarp, og sagði m. a., að tilganginum með stofnun skólans væri náð, ef nemendur hans lærðu það, sem þar væri fram fært. ! KVENFÉLAGIÐ Hringurinn efnir nú til myndarlegs happ- drættis til ágóða fyrir barna- spftalasj óðinn. Aðalvinningurinn verður Mercedes-Benz (gerð 220) auk þess Thor-þvottavél, flugfar til Hamborgar og rafmagnssteik- arofn. Bygging barnaspítalans er nú hafin. Hann verður á tveimur efri hæðum í vesturálmu hinnar nýju byggingar Landspítalans. Er kjall ari þeirrar byggingar þegar full- steyptur, og verður brátt hafið að steypa hæðirnar. f barnaspítal- anum verða 56 rúm, og verður ekkert til sparað að gera spítal- ann svo vel úr garði sem unnt er. SERSTOK BARNADEILD TIL BRÁÐBIRÐA Innan skamms mun þó til bráðabirgða verða hægt að opna sérstaka barnadeild í húsakynn- um þeim í gamla spítalanum, sem Hjúkrunarkvennaskólinn hefur yfir að ráða, en hann verður bráð lega fluttur í sitt nýja hús á lóð Landsspítalans. Til þessarar nýju barnadeildar leggur barnaspítala- sjóður rúm og búnað, sem síðar verður flutt í barnaspítalann. í upphafi var það ætlun Hrings ins að reisa sérstaka byggingu fyrir barnaspítalann. En fyrir nokkrum árum tókust samningar við heilbrigðismálaráðuneytið um að spítalinn yrði reistur í sambandi við Landsspítalann. Þótti þetta mikið hagræði, enda hefði það orðið næstum ókleift að hafa jafnan sérstaka ljóslækn- ingadeild, skurðlækningastofu o. fl. í sambandi við fyllstu kröfur á hverjum tíma. Með þessu fyrir- komulagi leggur Landsspítalinn þessar deildir að sjálfsögðu til. SÖFNIJNIN MIKIL Reykvíkingar hafa frá önd- verðu sýnt barnaspítalamálinu einstakan velvilja og örlæti. Á síðasta reikningsári nam söfnun- in alls kr. 365.454,00, eða rúmlega 1000 kr. á dag að meðaltali. Nam sjóðurinn þá samtals kr 3.238.061 auk æðardúns og sængurfata, sem gefið hefur vei'ið sérstaklega. Nær allt þetta fé hefur safnast hér í Reykjavík. „FJÖLSKYLDU-MIÐAR“ í trausti þess áhuga, sem al- menningur hefur jafnan sýnt barnaspítalasjóðnum er nú fjár- söfnun hafin á nýjan leik með happdrættinu. Nokkrar fjölskyld ur hafa þegar tekið saman hönd- um um að kaupa einn miða (50,00 kr.) á mánuði sameiginlega, þang að til dregið verður. Er þess að vænta, að fleiri hópar manna bindist samtökum með svipuðu sniði. „Hjálpumst öll að búa upp litlu hvítu rúmin í barnaspítalan- um“, er kjörorð Kringsins. MARGAR KENNS LUGREINIR Skólastjórinn, Tryggvi Þor- finnsson, flutti síðan setningar- ræðu. Þakkaði hann öllum þeim, sem unnið hefðu að skólamálum matreiðslu- og framreiðslu stétt- anna. Það væru nú 10 ár liðin — Breiki togarfnn Frauui. af bia. í ana og Stafnes með síðu þess og tókst 10 skipverjum að komast yfir í Viviana og sigldi framhjá. Síðar tókst tog arinn sökk um leið og Stafnes siglid framhjá. Síðar tókst tog aranum Cape Portland að bjarga tveimur skipverjum. — Fimm mönnum tókst ekki að bjarga. VORU FLUTTIR UM BORÐ í BREZKA EFTIRLITSSKIPIÐ Um klukkan þrjú í dag kom togarinn Stafnes, en á honum er íslenzkur skipstjóri, Sverrir Eb- J eneserson, hingað til ísafjarðar, I og voru skipbrotsmenn af Barry Castle settir hér á land. — Hinir j togararnir tveir iögðust við fest- ( ar á Prestabugt ásamt brezka eft- irlitsskipinu Romula, en yfir í : það flutti lóðsbáturinn hér alla skipbrotsmennina af Barry Castle. Togarinn var byggður 1942 og var 142 lesta skip. — Jón Páll. Bjarni Benediktsson mennta-« málaráðherra flytur ávarp viðl setningu Matreiðsiu- og veit« ingaþjónaskólans. síðan hinir fyrstu nemendup luku sveinsprófi hér á landi í þeim atvinnugreinum, og var prófið tekið í Valhölí á Þingvöllum. Áður hefðu þeip nemendur, sem luku prófi í matx reiðslu- og framreiðslu, stundaií bóklega námið í Iðnskólanum, Kennslugreinir væru margar, m, a. íslenzka, danska enska, franska, reikningur og fleira. Að lokum bað skólastjóri nemenduí! stunda námið vel í vetur. Þá hvatti sér hljóðs Theodófl Ólafsson, framreiðslumaður. —. Færði hann skólanum að gjöf hnífasett frá fyrstu nemendun-. um, sem luku námi j matreiðslu- og framreiðslu á Þingvöllum árið 1945. iTifnii OSLÓ, 1. nóv. — Egypzka stjórn« in fór þess ekki alls fyrir löngu á leit við norsku stjórnina, að hún skipaði mann í hlutlausa nefnd sem hafa á eftirlit með kosningum í Súdan. Á Nú hafa Norðmenn lýst yfif því, að þeir muni ekki skipa neinn fulltrúa í nefnd þessa, Geta má þess, að Bretar lögðit einnig að Norðmönnum að skipii fulltrúa í nefndina. —Reuter. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.