Morgunblaðið - 02.11.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.11.1955, Blaðsíða 16
Veðurúllií í dag: NA-stormur. Úrkomulitið. 250. tbl. — Miðvikudagur 2. nóvembcr 1955 Forsetakosningarnar í Brazilíu. — Sjá grein á bls. 9. Naiur drskk kompásaspíra og lézt af afleiðingum fiess Ekki vitað kvDrf tieiri drukku mei fionum SVO hörmulega tókst til, svo sem reyndar var átfazt, a® spírinn af kompásunum, sem stolið var í fyrrinótt, var drakkinn og varð manni að bana hé- í bænum í gær. Var Jjaffi elnn fiinna um- kcmuiausu áfengissjúklinga, sem þvælast hér £ gStiím bæjarins, sem hinn eitraði vökvi varð að bana. VAB í HEGNINGABHÚSINU Á mánudagsmorguninn tók lögreglan mann að naf.ii Oskar Lárusson ölvaðan á götum bæj- arins. Var hann fluttur í hegn- ingarhúsið á Skólavörðustíg og geymdur þar allan mánudaginn og þar til í gærmorgun. FLÚTTUR í SJÚKRAHÚS Ekkert bar á neinum rjúkdóms einkennum hjá manni þessum á mánudaginn. Það var í gær- morgun er rannsóknariögreglan íór að yfirheyra mann þennan, að í ljós kom, að hann hafði stolið báðum áttavitunum. Hann kvaðst hafa drukkið hinn eitr- aða spí.ra. Var þá þegar farið með Óskar í sjúkrahús, en þá var eitrunin í líkama mannsins orðin það mikil, að lííi hans varð eigi borgið. Lézt hann síðdegis í gær. DRUKKU FLEfKl HINN BANVÆNA VÖKVA? Það er ekki vitað hvar Óskar var með áttavitana, því að hann kvaðst hafa verið ölvaður er hann stal þeim og ekki muna hvar hann hafi verið, né heldur með neinni vissu, hvort hann hafi drukkið vökvann einn eða með öðrum. Óskar heitinn Lárusson var maður um 'immtugt. Rannsóknarlögreglan vill brýna það fyrir þeirn,, er kynnu að hafa neytt þessa banvæna vökva af áttavitunum eða hafa hann undir höndum, að gera sér þeg- ar viðvart. Eins eru þeir, sem’ kynnu að hafa s63 eða finna áttavitana, beðnir að gera rann- sóknariögreglunni viðvart. I Nokkur ár eru nú liðin frá því að komkásaspíri hefur orðið mannsbani hér í Reykjavík. Þannig liggur gríska fiskflutningaskípið Titika á klöppunum við mynni Keflavíkurhafnar. — ErU litlar líkur taldar fyrir að bjarga megi skipinu, því að leki er kominn að því. Ljósm. Jón Tómasson. I , Ein hvellhetta >essi mynd var tekin af norsku blaðamönnunum, er þeir komu hingað með flugvél Loftleiða til Reykjavíkur í fyrrakvöld. Þeir eru frá vinstri: Björn Johanson frá Dagen, Alf Madsen frá Morgenavisen, Per Dahl frá Bergens Arbeiderblað, Kjell Pedersen frá Bergens Tidende, Per Háland frá Gula Tidend og Th. Bernhoft- Asa frá norska Ríkisútvarpiriu. — Ljósm. Mbl. Ól. K. M. Hmsku hiuðamenuirnir haiéa austur í éag IFYRRAKVÖLD komu 6 norskir blaðamenn hingað til Reykja- yíkur og dveljast þeir hér í 5 daga. Blaðamennirnir eru frá dagblöðunum í Björgvin cg fréttaþjónustu norska Ríkisútvarpsins. í gær skoðuðu þeir Hitaveituna, Þjóðminja- og Listasafnið, og iátu veizlu bæjarstjórnarinnar í Reykjavík. í GÆRMORGUN var haldið áfram að leita að. dynamithvell- hettunum, sem drengirnir köst- uðu frá sér á Njálsgötuleikvell- inum, eftir að slysið varð þar í fyrradag. Fundust allar þær sprengjur, sem saknað var, að einni undanskyldri. í sambandi við frásögn af slysinu, hefur Mbl. verið bent á það, að í frásögninni hafi stað- ið að lögreglan hafi flutt dreng- inn til læknis, en það er á mis- skilningi byggt, því að drengur- inn kom sjálfur inn á Bíó-bar í Austurbæjarbíói og bað starfs- stúlkurnar þar um að hjálpa sér að komast hið bráðasta til læknis. Þær náðu í bíl handa drengnum með því að stöðva næsta bíl á götunni. Og maður sá er hon- um ók, flutti drenginn í lækna- varðstofuna, en áður hafði ein af stúlkunum í matbarnum hringt þangað og gert boð á und- an drengnum. Stúlkurnar í barn- um segja að drengurinn hafi sýnt undraverða stillingu Mcmnbjörg — ekki hjargað Skipinu verður sennilega — Ekki fil á skrá Lloyds Keflavík, 1. nóv. ‘M klukkan 7 í morgun strandaði gríska skipið Titika, er verið var að taka það frá hafnargarðinum. Á skipinu var 20 manna áhöfn, þar af ein kona, og var skipbrotsmönnum öllum bjargað í land án þess að nokkurn sakaði. u* HAFBI LESTAÐ SKREIÐ Skipið er 717 nettórúmlestir að stærð. Hafði það lestað hér um 1200 pakka af skreið og var á leið til Hafnarfjarðar. VÉLARNAR BILUÐU Þegar skipið strandaði, var allhvasst af austan. Hafnsögu- maðurinn var með skipinu. Er festar skipsins höfðu verið le.vst- ar og sigla átti því frá, biluðu vél arnar skyndilega. Skipti engum togum, að skipið tók þegar að reka undan veðrinu í átt að land- inu. Þrettánda þing Hafnarfirði á ÞRETTÁNDA þing Sambands ungra Sjálfstæðismanna verður haldið í Hafnarfirði um næstu helgi. Þingið sitja fulltrúar samtaka ungra Sjálfstæðismanna úr öllum kjördæmum landsins. Á þinginu marka ungir Sjálfstæðismenn stefnu sína í þjóðmálum, ræða skipulagsmál samtakanna og kjósa stjórn S.U.S. — Þingið verður sett í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði n.k. föstudag kl. 10 árd. Mun þá formaður samtakanna, Magnús Jónsson alþingismaður, fiytja skýrslu stjórnarinnar. Að lokinni skýrslu formanns fara fram nefndakosningar. HEIMSOKN ENDURGOLDIN Um fvrri helgi fóru 3 íslenzkir blaðamenn til Björgvinjar í boði Loftleiða í því tilefni að flug- íélagið hóf nýja ílugleiS íil borg- arinnar. Koma norsku blaða- mennirnir hingað í boði flug- félagsins J sama tilefni. í Björgvin, sem er meir en helmingi stærri bær en Reykja- vík, koma út fimm dagblöð. Hið stærsta þeirra er Bergens Tid- ende, sem er gefið út í um 55 þúsund eintökum. SNJÓR í NOREGI í gær sátu norsku blaðamenn- irnir ■'íðdegisveizlu í íorska sendiráðinu. Fréttamaður blaðs- ins fæddi stuttlega við þá þar. Enginn þeirra hefir áður til ís- lands komið, og kváðust þeir fagna því tækifæri sem þeim hefði boðist að ferðast ingað. Þótt kalt væri hér í Reykjavík í gær var veðrið þó enn verra í Björgvin er þeir lögðu upp í ferðina, og var snjór í skóvörp á Flesland flúgvellinum, er þeir stigu upp í flugvél Loftleiða. AUSTUR £ DAG Nórsku blaðamennirnir :.nunu heimsækja ýmsar stofnanir og merkisstaði hér í bæ og í ná- grenninu næstu daga og rita greinar um ferðalagið í blöð sín. í dag býður Ferðaskrifstofan norsku blaðamönnunum íil Þing- vaila og Sogs og austur undir Eyjafjöll, en á heirhleiðinni verða gróðurhúsin ' Hveragerði skoðuð. Það er ánægjulegt, að svo stór sendinefnd norskra biaðamanna skuli nú hafa komið hingað til lands, og því fremur, sem þeir koma frá hinum gamla viðskipta og vinabæ íslendinga, Björgvin. fluttar stuttar ræður og einnig verða ýmiss skemmtiatriði. Á sunnudag kl. 2 e. h. hefst síðasti fundur þingsins. Á þeim fundi fer m. a. fram stjórnar- Milli kl. 2 og 5 síðd. er gert ráð fyrir að nefndir starfi, en kl. 5 hefst fundur að nýju og verða þá tekin fyrir álit nefnda. Á föstudagskvöld verður full- trúum boðið til kaffidrykkju af kjör. stjórn F. U. S. Stefnis og mun Reynt hefur verið að vanda þá Ingólfur Flygenring, alþingis- allan undirbúning þingsins eins maður og Stefán Jónsson, bæjar- og kostur hefur verið á og hefur fulltrúi flytja ávörp; einnig mun stjórn F. U. S. Stefnis séð um einn Stefnisfélagi,- Sigurður undirbúning þingsins í Hafnar- Björnsson, syngja einsöng. Á firði. þessari kvöldsamkomu munu Hefur m. .a verið gert ráð fyrir fulltrúar félaganna flytja skýrslu því, að þeir fulltrúar, sem þess um starfsemi einstakra samtaka. óska, geti fengið keyptan mat í Á laugardaginn hefst fundur Hafnarfirði á meðan þingið kl. 10 árd., verður þá haldið áfram að ræða nefndarálit, og ganga frá afgreiðslu mála. Um hádegið verður fundarhlé en eft- ir hádegi mun fundi verða hald- ið áfram til kl. 7 síðd. stendur, Líklegt er, að þetta þing ungra Sjálfstæðismanna verði eitt fjöl- mennasta í sögu samtakanna. Sjálfstæðisæskan mun þar marka | stefnu sína og treysta samtök sín Á laugardagskvöld verður sam og fylkja liði til ba.áttu fyrir koma fyrir fulltrúa í Sjálfstæðis- framgangi Sjálfstæð’sstefnunn húsinu í Reykjavík. Verða þar ar. SKIPBROTSMÖNNUM BJARGAÐ ÁLAND Rak skipið um 200 metra og tók það niðri á klöppum neðan undir Fiskiðjunni. Björgunar- sveit Slysavarnafélagsins kom brátt á vettvang. Var skipbrots- mönnum bjargað á land á bátum. TELJA SKIPIÐ ÓNÝTT Skipið Ijggur því nær á bak- horðshliðinni á klöppunum og snýr stefni í land. Sjór er um miðjan skut. Hér syðra telja menn allar horfur á því að þetta gríska fisktökuskip sé með öliu ónýtt. Titika var áður í eign Norð- manna og hét þá Óttar jarl. Var skipið frá Þrándheimi. Skipið var upphaflega byggt sem farþega- og vöruflutninga- skip. Voru vistarverur farþega mjög vistlegar, m.a. var í brúnni stór salur fyrir farþega, búinn beztu husgögnum og ennfremui* voru þar hljóðfæri til skemmt- unar farþegum. Lestar skipsins voru útbúnar með kælitækjum. — Ingvar. ★ ★ ★ Fréttastofa Reuters í Lundún- um skýrði svo frá, að skip þetta sé ekki til á skrá hjá hinu heims- kunna fyrirtæki Lloyds! Mun það einsdæmi. , Aðalfundiir Varð- ar á Aki yri 1 FYRIR skömmu var haldinn aðalfundur Varðar, Félags ungra Sjálfstæðismanna á Akureyri. Var fundurinn fjölsóttur og gekk í félagið margt ungt fólk. Formaður félagsins, Sigurður Jónasson, var endurkiörinn for- maður og með honum í stjórn voru kosnir: Ragnar Steinbergs- son, Magnús Björnsson, Jóhann Egilsson, Kristján Pálsson, Jósep Þorgeirsson og Óli Friðbjörnsson. í varastjórn voru kosnir: Bjarni Sveinsson, Ingvar Loftsson og Jónas Elíasson. Mikill áhugi var meðal félags- manna um að halda uppi öflugri félagsstarfsemi nú í vetur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.