Morgunblaðið - 02.11.1955, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.11.1955, Blaðsíða 12
w MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 2. nóv. 1955 Er rélt að staðselja ráðhúsið í Tjörninni! NÚ stendur yfir borun ein mikil á horni gömlu KR-lóðarinnar, er þar daglega borað með handbor, og er mér tjáð að verið sé að kanna hve djúpt sé niður á fastar undirstöður fyrir væntanlega ráðhúsbyggingu Reykjavíkur. Er furðulegt að hugsa sér að jafn mætir menn, og vel að sér, eins og verkfræðingar og forráða- menn Reykjavíkur, skuli hvergi geta hugsað sér stað fyrir vænt- anlegt ráðhús Reykjavíkur í framtíðinni nema að klessa því niður í Tjörnina. — Með því að hyggja ráðhús fyrir Reykjavík við Vonarstræti, sem auðvitað verður stórbygging með nauðsyn- legri uppfyllingu fyrir bílastæði, verður að skerða Tjörnina stór- lega, en það vilja bæjarbúar ekki láta gera, vegna fuglalífs þar. og þess yndisauka sem Tjörnin er jyfirleitt i landslagi höfuðborgar- innar. Stórbygging sem þessi myndi enganvegin njóta sín þarna, en hún myndi með öllu loka útsýni frá Miðbænum yfir Tjörnina til suðurs, og enn ræki- legar myndi þetta koma í Ijós eftir að búið er að fjarlægja gamla Góðtemplarahúsið og Alþingishússgarðurinn hefur ver- ið opnaður almenningi alla leið suður að Vonarstræti. Og svo vil ég spyrja: Getur ekki stórbygging þarna verið hættuleg flugi í sambandi við Reykjavíkurflugvöllinn? Það er leitt til þess að vita, að Reykjavík, sem byggð er á svo mörgum fallegum hæðum, skuli ekki í augum þeirra manna sem hér ráða mestu um, eiga neina hæð, fyrir væntanlegt ráðhús, þar sem því gæti verið staður biiinn til prýðis umhverfinu, og þar sem það sæist vítt að. Ég hef éður nefnt Arnarhól sem stað fyrir ráðhús, en nú vil ég tilnefna hæðina (litlu Eskihlíð) þar sem Golfskálinn stendur við Bústaða- veg, sem stað fyrir ráðhús Reykjavíkur, og með tilliti til þess hvernig Reykjavík hefur byggzt og byggist i framtíðinni, og svo þegar Kópavogskaupstað- ur hefur sameinast Reykjavík, eins og hugir margra þar suður- frá standa til, yrði ráðhúsið alls ekki ílla staðsett þarna, og óneit- anlega er byggingarstæðið fag- urt. En hvað sem menn vilja um þetta allt segja, þá vona ég í lengstu lög, áður en stórfram- kvæmdir hefjast með byggingu xáðhúss Reykjavíkur i Tjörninni við Vonarstræti, að þá hefði leiftri brugðið upp í vitund þeirra manna, sem þarna standa á bakvið, og að þeim af æðri máttarvöldum, hefði verið vísað til betri staðar með ráðhúsið, þar sem það mætti byggjast öllum til álits og frægðar. Kjartan Ólafsson. Yestmannaeyin J revna Larsen J Vestmannaeyjum, 26. okt.: — TILRAUNIR þær til síldveiði í flotvörpu, (Larsensvörpu) sem þeir Kjartan Friðbjarnarson og Jóhann Sigfússon, útgm. hér hafa staðið fyrir, s.l. tvo mánuði, er nú að ljúka. Dönsku skipstjór- arnir, sem kennt hafa tveim ís- lenzkum skipstjórum notkun og veiðiaðferðir með þessa síldar- vörpu, Frank Marquartsen og Anders Christiensen, frá Skagen, eru nú á heimleið. SKÝRT FRÁ ÁRANGRI Á FUNDI Á fjölmennum fundi, sem hald- inn var í Útvegsbændafélagi Vest mannaeyja um daginn, með þátt- töku skipstjóra og sjómanna hér, skýrðu þeir Frank Marquartsen og Anders Christiansen fundar- mönnum frá gerð þessa veiðar- færis, og þeim árangri sem náðst hefir á þessum tíma, og svöruðu fjölmörgum spurningum fundar- manna. FRÁSÖGN ÞORSTEINS SKIPSTJÓRA Þorsteinn Gíslason, skipstjóri, sem tekið hefir þátt í þessum síldveiðitilraunum, taldi dönsku skipstjórana hafa sýnt bað, að þeir gætu veitt síld í Larsens- vörpu á öllu dýpi frá 8 föðmum niður í 80—90 faðma. Mesta veiði sem fengizt hefir hingað til eru ca. 160 tunnur í einu togi, eða 18 pokar, eftir ca klukkutíma tog. FYRIR NORÐAN OG SUNNAN Það er enginn vafi á því að með þessu veiðarfæri má veiða bæði við súður og norðurströnd landsins milljóna verðvæti, en bæði hefir tíðarfar hér verið með afbrigðum óstillt, og síldin i ár haldið sig átiltölulega litlu svæði við Reykjanes, sem erfitt hefir verið að komast á vegna rekneta. I&y braut- ) i una f|iróttir Framh. af bls. 11 Barnsley 15 4 6 5 17:27 14 Middlesbro 13 4 5 4 21:31 13 West Ham 14 5 3 6 32:23 13 Doncaster 14 4 5 5 28:33 13 Nottm For. 13 6 0 7 20:26 12 Notts C. 15 3 6 6 23:28 12 Rotherham 15 3 4 8 19:31 10 Bury 15 3 4 8 23:40 10 Plymouth 15 3 2 10 13:30 8 Hull City 14 1 2 11 13:37 4 Það væri mjög æskilegt ef hægt væri að halda þessum veiðitil- raunum áfram. Þær hafa þegar gefið góða raun, en það má búast við betri árangri, þegar líður á haustið, og síldin er í béttari torfum. Hér lóðast oft mikil síld í janúar og febrúar, en á tíma- bilinu frá október til janúarloka, eru allir bátar hér bundnir við bryggju, og því mjög æskilegt ef hægt væri að finna hagnýt verk- efni fyrir bátaflotann einmitt yfir þá mánuði. — Bj. Guðm. Hrútarerðlattti í Kjéí VALDASTÖÐUM í Kjós, 25. okt. — Pétur Sigurðsson áður bóndi á Hurðarbaki í Kjós, sem fluttist héðan s.l. vor hefur afhent fjár- ræktarfélaginu að gjöf verðlauna skjöld, sem skal afhendast eig- anda bezta hrútsins í sveitinni. Skjöldinn gerði Ríkharður Jóns- son í hinn bezta við. Er hann farandgripur. Á hann er greipt hrútsmynd og eru á honum 10 sléttir fletir, sem ætlaðir eru fyrir málmþlötur, sem á skal greipa hverju sinni, hver hrútur hafi heiðursverðlaunin hlotið. Að þessu sinni hlaut verðlaun koilóttur þriggja vetra hrútur þeirra bræðra Gísla og Odds Andréssona á Neðra Hálsi. Aðal- dómari var Halldór Pálsson ráðu nautur í sauðfjárrækt en með- dómendur Ólafur Andrésson og Hannes Guðbrandsson. — St.G. lartda Brasilía Frh. af bls. 9 ar ,,þjóðkjörnu“ ríkisstjórnir hafa orðið þaulsætnar um of. — Það er því von að menn spyrji hvernig herinn sé stemmdur hér í landi um þessar mundir. Manni þætti líklegt að þeir fylgdu eftir sigrinum yfir Vargas í fyrra. Nú hafa yfirmenn hersins lýst yfir, að þeir ætli ekki að skipta sér af kosningunum að öðru leyti en því að sjá um, að allt gangi fyrir sig með ró og spekt. Þeir hafa tilkynnt að sérhver löglega kjör- inn forseti skuli virtur af hern- um. Þeir svartsýnu segja að her- inn geti alltaf fengið átyllu til að véfengja kosningu, ef þeim sýnist svo, en vonandi halda her- foringjarnir orð sín. Sao Paulo, 22. sept. 1955. Ingvar Emilsson. HONALULU, 1. nóv. — Fulltrú- ar 8 SEATO-landa eru nú á fundi hér til að skipuleggja varnir Suð-Austur-Asíu bandalagsins. Tilgangur með viðræðunum er: 1. að treysta friðinn í álfunni og slá skjaldborg um frelsi Asíuþjóða. 2. styrkja varnir þeirra þjóða sem búa við lýðræðislegt þjóðskipulag í Asíu og hefta útbreiðslu kommún- ismans í álfunni. 3. að bæta lífskjör almenn- ings í Suður-Asíu. Ráðstefnuna sitja fulltrúar eft- irtalinna landa: Thælands, Pak- istans, Filipseyja, Ástralíu, Nýja Sjálands, Frakklands, Bretlands og Bandaríkjanna. Úr daglega IfflnB Framb af bls. 8 bæði þessi bréf mjög athyglis- verð, hvort á sína vísu. Minning Sigfúsar þjóðsagnaþuls FÖSTUDAGINN 26. f. m. var á kvöldvökunni minnzt Sigfúsar þjóðsagnaritara Sigfússonar frá Eyvindará, í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því að hann fæddist. — Flutti Benedikt Gíslason frá Hofteigi snjallt er- indi um Sigfús og prýðilega sam- ið. Rakti Benedikt helztu ævi- atriði Sigfúsar, gerði góða grein fyrir skapgerð hans og lýsti hinu langa og merkilega starfi hans í þágu íslenzkrar þjóðfræði. — Þá voru lesnar upp nokkrar þióð- sögur, er Sigfús hefur skráð og Ríkharður Jónsson flutti nokkr- ar sagnir af Sigfúsi og sagði frá kynnum sínum af honum. — Var kvöldvaka þessi hin skemmtileg- asta, enda var Sigfús sérstæður maður í samtíð sinni og hinn merkasti. Önnur dagskráratriði AF ÓÐRUM dagskráratriðum vil ég nefna gagnmerkt erindi Stef- áns Einarssonar prófessors um íslenzk helgikvæði á miðöldum (fyrra erindi), og ágætan kór- söng ungra stúlkna í Hamborg, er sungu íslenzk lög (hljóðrituð ytra) við íslenzka texta, er þær báru sérstaklega vel fram. Því miður gat ég ekki hlustað á leikritið „Miklabæjar-Solveig", eftir Böðvar frá Hnífsdal, sem flutt var s.l. laugardagskvöld. -Kvennasfóð Kaffi Nýbrennt, og malað, f lofí- þéttum sellophanumbúðum. Verzl. Halla Þórarins Vesturg. 17, Hverfisg. 89, Framh. af bls. 7 á alltaf að segja þeim, sem er þýðingarmeiri fyrst hver hinn að ilinn er. — Þá er einnig sjálfsagt að forðast setningar eins og t.d. „má ég kynna.... “ og aðrar á- líka. Það er hægt að kynna fólk á einhvern skemmtilegri hátt. Þegar gesturinn kemur inn í stofuna á hann fyrst að heilsa húsmóðurinni og síðan húsbónd- anum. Það er algerlega rangt að heilsa einhverjum af gestunum á undan húsbændunum. Þess vegna ætti húsmóðirin að halda sig í námunda við dyrnar þangað til allir gestirnir eru komnir. HÚSMÓÐIRIN Á AÐ SLAPPA AF Og að lokum er enn eitt, sem er mjög áríðandi fyrir húsmóð- irina. Það er að hún láti gestina ekki finna að hún sé taugaóstvrk og áhyggjufull yfir því, hvernig allt gengur til í eldhúsinu. Hús- móðirin á að skemmta sér með gestum sínum, hún á að slappa af, þá getur hún verið viss um að gestirnir gera það einnig. en engum, hvorki húsmóðurinni né gestunum getur liðið vel, ef ein- hver er spenntur á taugum. GERIÐ IIEIMILI YKKAR VINSÆL Vonandi móðgast enginn þó hér sé verið að skrifa um sam- kvæmissiði. Vitanlega eru hér flestir sem „kunna sig“, en þó eru fleiri illa að sér um góða sam- kvæmissiði, en nokkurn grunar. Við a?ttum alltaf að hafa það hug fast að kurteisi kostar ekki neitt og galdurinn að vera vinsæl hús- móðir er einfaldlega í því fólg- inn að láta gestum sínum líða vel. Til þess þarf dálítinn undir- búning og gott hugmyndaflug og umfram allt eigum við ekki að hafa veizlur okkar eða samkvæmi með köldum blæ eða stífum, þá fáum við aldrei orð fyrir að vera góðar húsmæður og heimili okk- ar verða aldrei vinsælir sam- komustaðir góðra vina. — A. Bj. — Velvakandi Framh. af bls. 8 mig ekki fá út á miðann minn, þar sem þú ert að selja óskammt- aða mjólk? Spurði ég þéttings- fast. — Hvaða miða? segir hún. Spyr sá, sem ekki veit. — Skömmtunarsceðilinn minn, leiðbeindi ég. Þá setur hún bara upp þrjózkusvip og svarar engu meir. En ég sagðist mundi láta hana svara til gjörða sinna með því, að klaga hana fyrir samsölunni. Hrygg og sár, gekk ég þarna út, ekki af því, að ég fékk enga mjólk, því að ég hafði oft orðið að líða sárari vöntun. Heldur vegna þeirrar grimmdar og mannhaturs, sem birtist mér x þessari ungu stúlku, sem átti allt lífið með þess möguleikum fram- undan. Og, ef hún hefur vitað sig vera að vinna húsbændum sínum þægt verk með þessari framkomu sinni, frá upphafi til enda, þá virðist mér að árangur strits og menningar bænda og búaliðs sé í óheillavænlegura höndum. Anna frá Moldnúpi. j- ! JACK TP.’ES RÍANTIC&U.Y TO H tU ■ fv,l WtOOt-E TH5 CJMBEaSOME > ' í á; '■"/J&'r-'i {•" I BOAT ACROSS THS BAY ESZfc&Si ®E®BSSS@az=3S 1) Birna er alvarlega særð ogfKobbi rcynir að róa þunguml 2) En nú skellur stormurinn ájmóti feiknarkrafti stormsins og jbátnum yfir sundið. I og veikir armar hans geta lítið j bylgjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.