Morgunblaðið - 02.11.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.11.1955, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 2. nóv. 1955 MORGUNBLAÐIB 9 ingvar Emiisson segir frá forselakosningum í Brasilíu RÚMT ár er nú liðið síðan at- burðir þeir gerðust er urðu þess valdandi að Getulio Vargas íyrr- um einræðisherra og síðar þjóð- kjörinn forseti Brasilíu var neyddur til þess að segja af sér völdum og framdi sjálfsmorð nokkrum klukkustundum síðar. Síðkvöld eitt í ágúst i fyrra var blaðamaður nokkur að nafni Carlos Lacerda á leið heim að loknu dagsverki, ásamt vini sín- um, háttsettum manni í flughern- 1 um, sem þó var ekki einkennis-' klæddur. Er þeir komu að húsi blaðamannsins réðust á þá vopn-1 aðir menn. Skothríð hófst og áður en árásarmennirnir flúðu, var flugmaðurinn fallinn í valinn og blaðamaðurinn mikið særður. Strax daginn eftir var það al- manna rómur, að hér myndu hafa orðið einhver mistök og að blaða- maðurinn en ekki flugforinginn hefði verið sá, sem koma átti fyrir kattarnef. Hefði árásar- mönnunum tekizt það sem til var ætlazt, hefði vafalaust ekkert stórkostlegt gerzt. Blöðin hefðu mótmælt morði á góðum starfs- manni og heimtað, að sökudólg- arnir yrðu fundnir. En hin borg- aralega iögregla myndi varla hafa aðhafst neitt, sem komið gæti upp um þá, sem á bak við árásina stóðu, fremur en vana- lega, því að þetta er því miður ekki í fyrsta skipti,. sem at- burðir þessu líkir gerast, án þess, að sökin yrði nokkurn tíma upp- vís. RANNSÓKN HERSINS En í þetta skiptið höguðu ör- lögin því svo til, að háttsettur maður úr flughernum var myrt- ur. Herinn fékk því tækifæri, eins og af himnum sent, til að nota sér lagalega heimild og grípa inn í rannsókn málsins. Þar með var skriðan hlaupm af stað og hið langþráða tækifæri var kom- ið og skyldi notað, hvað sem það kostaði. Rannsókn var rétt byrjuð, þeg- ar böndin bárust að mönnum, sem hátt stóðu í hinu pólitíska samstirni Vargas forseta. Eftir eltingaleik í myrkviðum hinna stórfenglegu Orgelfjalla í ná- grenni Rio, sem minnti óneit- anlega talsvert á enskar refa- veiðar, tókst að handsama for-' ingja árásarmannanna. Hann var liðþjáiii úr iífverði forsetans sjálfs, og kvaðst hafa ætlað að framkværna skipun yfirmanns sins, en verið svo óheppinn, að skjóta flugmanninn í mis- gripum. Plinio Salgado var sá frambjóð- endanna, sem minnst hafði sig í frammi. Hann er þó þeirra bezt- ur ræðumaður. Herirm mæltist nú til þess að forsetinn bæðist lausnar meðan á rannsókninni stæði og að sonur hans og bróðir yrðu sviftir þing helgi urr. stund. „Héðan munuð þið aldroi hafa mig lifandi", svar- aði forsetinn. Hann baðst form- lega lausnar að ráði vina sinna, en stóð þó við orð sín, eins og kunnugt ei. VANDAMÁL HVERSDAGSINS Varafarsetinn, Joao Café Filho, tók við völdum og tókst með rólegri og öruggri framkomu sinni að bera vatn á eldinn, og brátt sneri fólkið sér að vanda- málum hversdagsleikans, dollara skorti, verðfalli á kaffimarkað- inum, íátækt og fáfræði. Vargas hafði löngum nefnt sig föður hinna fátæku og verndara hinna v.anmát.tugu. Hann átti því marga áhangendur, sem áttu erfitt með að sætta sig við hvarf hans. Hins vegar var hann hataður af þeim, sem vildu leiða fólkið fram til Juares Tavora er upprunninn í norðurhéruðunum, sem eru heitust og fátækust. Honum tókst að safna nokkru íylgi einnig í Suður- ríkjunum. þroska og betra lífs eftir leiðum iýðræðis og réttlætis, en vildu ekki hylma yfir getuleysi og spill ingu stiórnarvaldanna með slag- orðum og lýðskrumi einu saman. DÝRKUN EINSTAKLINGA Stjórnkerfi Brasilíu — eða Bandaríkja Brasilíu Œepublica dos Estados Unidos do Brasil), eins og rikjasambandið heitir réttu nafni — er að miklu leyti sniðið eftir stjórnarháttum Banda ríkja N -Ameríku, og hefur for- setinn líka aðstöðu gagnvart þingi og stjórn eins og þar. Hann er kosinn til fjögurra ára með beinu þjóðaratkvæði. Núverandi kjörtímabil rennur út um næst- komandi áramót og eiga því kosn ingar að fara fram 3. október. Kosningabaráttan ster.dur því í algleymingi nú um þessar mundir milli þeirra fjögurra sem í fram boði eru. Stjórnmálaflokkar eru margir hér í landi en áhrifa þeirra gætir fremur litið, enda eru þeir mjög litaðir af persónu- leika foringjanna. Yfirleitt er það einkennandi, hve mjög öll stjórnmál snúast um dýrkun eða hatur á ýmsum írammámönnum. Vafalaust má hér um kenna skorti á félagshyggju og þegn- lyndi, sem mjög verður vart meðal hárra sem lágra. Vel má vera að persónudýrkunin eigi einnig ’-ætur sínar að rekja til dýrlinga kaþólskunnar. ADEMAR HINN AUÐUGI Sá frambjóðandinn sem mestur styrinn stendur um og á sér lengstan feril á stjórnmálabraut- inni, Ademar de Barros, var handgenginn Getulio Vargas, þegar á einræðistímabilinu. Hann þykir hafa auðgas+ grunsamlega meðan hann hafði trúnaðarstörf með höndum. Eftir að hafa verið fylkisstjóri í Sao Paulo-fylki um skeið, var hann kominn í tölu auðjöfra á brasilíanskan mæli- kvarða, en þá eiga menn vel fyr- ir einni messu. Hann var í fram- boði við síðustu fylkiskosningar í Sao Paulo, en féll, þrátt fyrir gífurlega áróðursvél, og vonuðu andstæðingar hans, að þar með hefði auðurinn allur runnið í áróðurskostnað og atkvæðakaup. En Ademar var ekki af baki dottinn enn, því að nú stjórnar hann áróðursvél, sem ekki á sinn líka hér í landi. Hann^á sér marga fylgjendur meðal stærri og smærri iðnrekenda, og annarra sem í daglegum störfum fást við verkleg vandamál. Þeir benda á þá staðreynd, að framkvæmdir hafi aldrei meiri verið af hálfu hins opinbera, en þegar hann sat við völd í Sao Paulo-fylki. Hins vegar er andstæðinga hans aðal- lega að finna meðal mennta- manna og frjálslyndra hugsjóna manna, sem bera til hans djúpa fyrirlitningu vegna óheiðarleika og fjármálaspillingar. FRAMB.IÓÐANDI ÚR NORÐUR FYLKI Andstæðingar Ademars sam- einast um annan frambjóðanda, sem lítt hefur haft sig í frammi í stjórnmálum áður. Sá heitir Juarez Távora og er herforingi. Hann er upprunninn að norðan og á því sína sterkustu stuðnings- menn í norðurfy'ikjunum. And- stæðingar hans eiga erfitt með | að finna á hann salcir, vegna' þess hve lítt hann hefur haft sig. í frammi. I Juarez hefur fengið í lið með sér einn mesta lýðskrumara lands ins, Janio Quadros núverandi fylkisstjóra Sao Paulo fylkis. — Janio hefur fengið lausn frá störf, um, meðan á kosningabaráttunni stenduu, og ferðast nú með Juarez' Fylgismenn Ademars de Barros fjölmenntu á kosningafundi til að hylla hinn mikla framkvæmdamann. En 11 vörubilar gátu orðið honum dýrkeypt spaug. og heldur þrumandi ræður gegn einræði og spillingu. Samkvæmt lögum er ólæsu fólki óheimilt að neyta atkvæðis og kosning utan kjörstaðar, ekki leyfð. Þetta rýrir mjög líkurnar fyrir að Juarez nái kosningu, vegna þess að hlutfallstala ólæsra er langsamlega hæst í norður- fylkjunum og auk þess vinnur mjög margt fólk að norðan hér í suðurfylkjunum og hefur auð- vitað engin tök á að íerðast 4 þús. kíiómetra til þess að kjósa. Eina von Juarez til að ná kosn- ingu er því, að honum ta'kist að safna fylgi í suðurfylkjunum. Brasilíumenn líkja ’-íkjasam- bandinu við járnbrautarlest með 20 vögnum, þar sem Sao Paulo er dráttarvagninn, en norður- fylkin þyngstu vagnarnif, og þar að auaki með öll hjólin föst.Fylgj endur Ju.arez benda á, að hann sé líklegastur til að fá hjólin þar norður frá til að snúast og létta þannig þungri byrði af suðurfylkjunum, sem Jengra eru á veg komin með a'ila hluti. FRAMBJÓÐANDI VARGAS- MANNA Þriðji frambjóðandir.n, Juscel- ino Kukitsek de Oliveira var í fyrra kosinn fylkisstjóri í Minas Gerais, nágrannafyiki Sao Paulo. Hann sagði af sér embætti til að gerast forsetaefni. Flesta af fylgjendum hans er að finna meðal Vargas-manna, enda átti hann mikil skipti við Vargas síð- ustu mánuði stjórnar hans.And- stæðingum hans hefur tekizt að hengja á hann kommúnistalit, en sá flokkur er bannaður með lögum hér í landi, þótt allir viti að hann starfar, enda með ólík- indum, ef svo væri ekki. Fylgj- endur segja, að hann hafi aldrei verið riðinn við nema fjár- glæframál og mæla með því, að allir andstæðingar Ademars sam- einist um Juscelino, í stað þess að eyðileggja atkvæði sitt á Ju- arez. Sá frambjóðandinn zem hefur sig minnst í frammi í kosninga- áróðrinum he.' Eftir styrjöld. mjög hljótt um marga aðra af hans um allan nefnilega einn um fasistahi: stóð á bak vio til að velta Va stríð. Plínio er t maður af fjór sæmilegastur höfðingjans. fleiri fylgjendu ar, og gæti j á óvart. ir Plínio Salgado. ía hefur verið hann, eins og svo sk oðan abræðrum heim. Hann var af íorvígismönn- jyfingarinnár og margar tilraunir gas af stóli fyrir alinn beztur ræðu nenningunum og í embætti þjóð- ilann á sjálfsagt en margan grun ,ví komið öllum STAL — STAL EKKI Segja má, að opnin, sem barizt er með, séu öl) heldur af lélegra taginu. Hæst 1 er þó „stal, stal ekki“, og er það helzt Ademar, sem fær að kenna á því. Hann hefur fengið tíc r kvaðningar frá hæstarétti :aú I miðri kosninga- hriðinni út af máli, sem risið hef- ur vegna nokkr ra vörubíla, sem honum áskotnsðist meðan hann. var fylkisstjóri Sao Paulo fyrir 5 árum síðan. : etta vörubílamál átti drjúgan þá t i að fella hann í fyrra, og væri það sannkölluð kaldhæðni örlaganna, ef þessir 10 vörubílar æ tu eftir að gera enda á hans póhtísku fjallgö'ngu, ekki sízt, þar ;em hann getur stært sig af þv:, a5 hafa opnað hinn nýja akveg milli Sao Paulo og Santos, sem ■ r eitthvert mesta vegamannvirki ' Suður-Ameríku. Um úrslit kos.ninganna 3. okt. er erfitt að spá. Almenningsálitið er mjög á reiki cg íólk hefur lítil tök á að gera sér grein fyrir hvern það vill í forsetaembætti. Lítil - „Vjomba“ á s'ðustu stundu gæti gerbreytt illum spám. HERINN HLU Lýðveldi Su löngum verið stjórnarbylting það yfirmenn : síðast í órgenr ið þörf hjá sé í stjórnarsölun 'LAUS ur-Ameríku hafa bekkt fyrir tiðar ar. Venju'iega eru : .ersins, eins og nú únu sem hafa fund ■ til að breyta íil um, einkum ef hiu Frh. á bls. 12. » i að stjóinmáB þar snúa&t um rfýrkuni eða hatur á framámönnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.