Morgunblaðið - 02.11.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.11.1955, Blaðsíða 7
|~ Miðvikudagur 2. nóv. 1955 MORGVJSBLAÐIÐ f __J\venl?jó(\in oy -^JJeimiiiÉ Um somkvæmisvenjur og siði VETUR er genginn í garð og þá fer samkvæmislífið að hefjast. — Eiginkonur og heimasætur kaupa sér nýja samkvæmiskjóla og skó og töskur. Allar vilja þær revna að slá hverja aðra út hvað klæða- burð og útlit snertir og það er líka gott og blessað. Einhver sagði einhverntiman að konur í- klæddust ekki skarti til þess að ganga í augun í karlmönnunum heldur gei'ðu þær það til þess að „ergja“ kynsystur sínar. SENDIÐ BODSKORT En það er ekki nóg fyrir heima sætur og eiginkonur að vera vel klæddar í samkvæmum, heldur er einnig mjög nauðsynlegt að kunna sig vel í öllum samkvæm- isvenjum. — Hér á landi eru samkvæmi oftast nær ekki eins formleg og í öðrum löndum, hér er vanalega ekki haft svo mikið við að senda út boðskort, ef um venjulega miðdegisveizlu er að ræða og þykir slíkt, ef það er gert, jafnvel benda til „snobb- háttar“ og stórbokkaskapar. En þetta er hinn mesti mis- skilningur. Einmitt það að senda út skemmtileg boðskort í mið- degisveizlu er mjög viðeigandi í alla staði. — Þá er eitt, sem er- lendis tíðkast, að þegar gestirnir koma er herrunum fengið kort sem á stendur hvaða dömu þeir eigi að leiða til borðs. — Má þá mjög gjarnan skrifa einhverja skemmtilega persónulega athuga semd á kortið og e.t.v. festa lítið blóm á það. — Hér tíðkast þó að hafa borðkortið við hvern disk við matborðið og má segja að slíkt sé óhjákvæmilegt, a.m.k. þegar margir gestir eru. EKKI BÍÐA EFTIR ÞEIM SÍÐBÚNU Ef framreiða á „cocktaila" á undan matnum er ekki rétt að bíða með þá þangað til allir gest- irnir eru komnir. Þvert á móti á húsmóðirin að koma í veg fyrir að gestirnir veroi vandræðalegir og þegjandalegir, að þeim leiðist á meðan þeir bíða eftir matnum. — Bezt er að hafa biðtímann sem stvtztan og alls ekki er rétt að bíða lengur eftir síðasta gestin- um en í 20 mínútur, nema að það sé heiðursgesturinn eða einhver þjóðhöfðingi. FORÐIST MATARLYKT f STOFUNNI Þá er eitt, sem er mjög áríð- andi, þegar þér haldið matar- veizlu. Inni i stofu má ekki undir neinum kringumstæðum vera vís- bending um hvernig matseðil’inn verður — matarlykt. Gestirnir, íem koma að utan eru sérlega Margt ungt fólk kann ekki einfötdustu umgengnisvenjur. Grundarkirkja í Eyjafirði 50 ára Akureyri, 31. október. SÍÐASTLIÐINN sunnudag var fimmtíu ára afmælis Grundar- kirkju í Eyjafirði veglega minnzt með hátíðaguðsþjónustu. Dreif mikinn mannfjölda að, víðsvegar úr héraðinu og var hvert sæti í kirkjunni skipað. Veður var hið fegursta. Kirkjan var blóm- um skreytt og fór guðsþjónustan mjög hátíðlega fram. lvktnæmir, ágætt ráð er að steinka íbúðina með ofurlitlu kölnarvatni áður en þeir koma. Húsmóðurin ætti að gefa sér góðan tíma til þess að klæða sig um og snyrta. (H.ér er gert ráð fyrir að hún hafi hjálparstúlku í eldhúsinu). Rétt áður en gest- irnir koma er of seint, þvi oftast er húsbóndinn á síðustu stundu og teppir þá baðherbergið og eng- inn kemst að. EFTIRLÁTIÖ ÖÖMUNUM SVFFNHERBERGIÐ Ágætur siður er að kvenfólkið fái að leggja kápur sínar frá sér inni í svefnherberginu. Þá geta þær fengið að laga á sér hárið og púðra nefið áður en þær ganga til stofu. Ein húsmóðir var meira að segja svo hugsunarsöm að hún hafði á snyrtiborðinu sínu púð- urdós, dyftvendi, sem hún hafði búið til úr bómull og bundið mis- lit silkibönd utan um, greiðu og handspegil, pappírsþurrk- ur og ilmvatn, þannig að þær dömur, sem e.t.v. höfðu gleymt einhverju af þessu heima, gátu snyrt sig rækilega. Þetta er mjög vinsælt meðal kvenna og engin fyrirhöfn fyrir húsmóður- ina, þ.e.a.s. ef hún hefur það mikið húsrúm að hún hafi sér- herbergi fyrir börnin, ef þau eru einhver. legra að hafa mörg smá gesta- handklæði heldur en að hafa eitt stórt. KUNNIÐ ÞÉR AÐ KYNNA? Margir, sérlega meðal yngra fólks, kunna ekki að kynna fólk. Ef verið er að kynna karlmann fyrir konu á að nefna nafn kon- unnar síðast, ef það er ungur maður og gamall, sem verið er að kynna er nafn þess eldra nefnt síðast, ef um er að ræða unga stúlku og roskinn, háttsettan mann, er nafn mannsins nefnt á eftir. Þetta liggur í því, að það Frh. á bls. 12 MISLITAR, LITLAR GESTAHANDÞURRKUR í baðherberginu er mjög skemmtilegt að koma fvrir litlum gestahandþurrkum, í faliegum, mismunandi litum. Þau getur maður saumað sjálfur (bezt að hafa þau á stærð við stóran karl- mannsvasaktút). Það er skemmti Tweed-efni eru enn mjög vinsæl í kápur og dragtir. — Myndin sýnir tweed-frakka fyrir vetur- inn. Tvíbökur eru vinsælar með kvöldkaffinu TVÍBÖKUBAKSTUR er dálítið tafsamur en ef við förum eftir kúnstarinnar reglum fáum við líka afbragðs góðar tvíbökur. — Úr tvíbökudeiginu á að búa til frekar litlar bollur, baka þær við vægan hita, skera þær síðan í sundur og leggja þær saman tvær og tvær þannig að annað sárið snúi niður og hitt upp, og þurrka þær síðan við vægan hita. — Með því móti komast helmingi fleiri á plötuna í einu. — Þær eru sérlega góðar með kardemommum eða sitrónuberki. Hér fara á eftir tvær ágætar tvíbökuuppskriftir. PROFESSORATVIBOKUR 250 gr. hveiti, 1 sléttf. tesk. lyftiduft, 120 gr. smjör, 70 gr. svkur, Vz þevtt egg, % dl. kald- Fyrirferðamikil armbðnd ur í'jómi, 3 tesk. kardemommur. Hveitið og lyftiduftið er sigt- að vel, smjörið er mulið saman við. Sykrinum er blandað sam- an við ásamt egginu og karde- mommunum og allt er hnoðað mjög vel. | Búnar eru til pylsur úr deiginu sem síðan eru skornar niður og hnoðaðar litlar bollur, sem eru látnar á velsmurða plötu og bakast við vægan hita í 7 mín. Þær eru aðeins látnar kólna en síðan skornar í sundur með brauðsög eða tómathníf og því næst latnar aftur á plötuna og látnar vera inn i ofninum við vægan hita þar til þær eru Ijós- brúnar. ÐANSKAR TVIBOKUR 1 250 gr hveiti, 114 tsk. lyfti- duft, 85 gr. smjörl., 110 gr. ljós púðursvkur, 1% dl. köld mjólk, kardemommur eða rifinn börk- ur af 1 sítrónu. Deigið er búið til á sama hátt Stór og fyrirferðarmikil armbönd eru nijög í tízku nú. Myndin Qg hér ofan er jýgt ______ munið sýnir hvernig þau taka sig út. Armböndin þykja fegurst þegar þau 1 ag ef þer notið mjólk eða rjóma eru fyrirferðarmest og niður úr þeim eiga að hanga ýmsir skraut- í uppskrift ásamt lyftidufti skal hlutir. hvorttveggja véra kalt. Viðstaddur guðsþjónustuna var vígslubiskupinn í Hólabiskups- dæmi hinu forna, séra Friðrik J. Rafnar, Akureyri, auk sex prests- vígðra manna annarra. PRESTAR FÓRU SKRÚB- GÖNGU TIL KIRKJU Athöfnin hófst með því, að prestarnir gengu skrúðgöngu til kirkjunnar meðan samhringt var. Bæn í kórdyrum flutti séra Stef- án Snævarr, prestur að Völlum í Svarfaðardal, en séra Pétur Sig- urgeirsson á Akureyri þjónaði fyrir altari. Á undan prédikun flutti sóknarpresturinn, séra Benjamín Kristjánsson ávarp og sagði frá vígslu kirkjunnar fyrir hálfri öld síðan. Rakti hann sögu hennar á þessu tímabili. Minntist liann Magnúsar bónda Sigurðs- sonar, sem af óvenjulegum stór- hug og höfðingsskap bvggði þessa kit-kju fyrir eigið fé og einnig minntist hann presta þeirra sem þjónað höfðu kirkj- unni á undan honum. Að lokum fór hann með kafla úr hinni fögru og áhrifamiklu ræðu er séra Jónas Jónasson prófastur á Hrafnagili flutti á sama stað fyr- ir 50 árum síðan. HÁTÍ9LEG ATHÖFN Að því búnu flútti séra Sigurð- ur Stefánsson, prófastur á Möðruvöllum, prédikun út af guðspjalli dag'sins. Eftir prédik- un þjónaði séra Kristján Róberts- son, prestur á Akureyri, fyrir altari, en séra Bjartmar Krist- jánsson, prestur að Mælifelli, flutti útgöngubæn. Söngflokkar Grundar-, Möðru- valla- og Saurbæjarsókna önnuð- ust kirkjusönginn undir stjórn kirkjuorganistans, frú Sigríðar Schiöth, og voru sungir hinir sömu sálmar og sungnir höfðu verið er kirkjan var vigð. Fór athöfn þessi mjög hátíðlega fram. ÞAKKADI FYRIR HÖND KIRKJUEIGENDA í lok guðsþjónustunnar kvaddi sér hljóðs Ragnar Davíðsson, hreppstjóri á Grund. fjárhalds- maður kirkjunnar, og þakkaði fyrir hönd kirkjueigenda gjafir þær er kirkjunni höfðu borizt og minntist látinna afkomenda Magnúsar á Grund, Aðalsteins og Valgerðar, er bæði höfðu búið á Grund við miklar ástsældir og bað kirkjugesti að rísa úr sætum til að heiðra minningu þeirra. Síðan bauð hann öllum viðstödd- um til kafíidrykkju heima á staðnum. Var þar veitt af mikilli rausn og fóru fram ræðuhöld undir borðum. HINN EIGINLEGI KIRKJUDAGUR GRUNÐAR Smíði Grundarkirkju var hafin 15. júní 1904, en lokið 11. nóv- ember 1905, daginn áður en kirkjan var vígð. Bar þann vígslu dag, samkvæmt kirkjuárinu upp á 21. sunnudag eftir þretmingar- hátíð og verður sá sunnudagur því að teljast hinn eiginlegi kirkjudagur Grundar. EIN AF FEGURSTU KIRKJUM LANDSINS Frumteikningu að kirkjunni gerði Sigtryggur Jóhannsson, timburmeistari á Akureyri, í sam ráði við kirkjueigandann Magnús Sigurðsson, sem mestu réð um út- lit og alla gerð kirkjunnar og sparaði þar til engan hlut að hún vrði sem veglegust. Yfirsmiður við bygginguna var Ásmundur Bjarnason frá Eskifirði. Var svo ágætlega vandað til byggingar- innar, að Grundarkirkja var lengi og er jafnvel enn í dag talin vera ein af fegurstu kirkj- um landsins. Hefur henni ávallt verið vel við haldið af erfingjum og afkomendum Magnúsar, sem veitt hafa henni frábæra umhirðu og gefið til hennar marga góða gripi og fagra. VEGLEGAR GJAFIR KIRKJUEIGENDA Sóknarpresturinn skýrði frá þvi í ræðu sinni, að nýlega hefði frú Margrét Sigurðardóttir á Grund og maður hennar Ragnar Davíðsson, gefið kirkjunni vand- aðan skírnarfont, en frú Aðal- steina Magnúsdóttir, yngsta dótt- ir Magnúsar á Grund, forkunn- arfagran altarisdúk er hún hafðí sjálf saumað. Þé skýrði hann frá því, að nú hefðu þessir sömu kirkjueigendur gefið kirkjunni fallega bundna gestabók, enda mundu fleiri gestir innlendir og útlendir hafa lagt leið sína að Grund undanfarna hálfa öld én til flestra annarra staða á land- ADRAR G.TAFIR Þá hafa hjónin á Grund frú Pálína Jónsdóttir og Snæbjörn Sigurðsson gefið klrkjunni hag- leca útskorna söngtöílu, mikinn kjörgrip er gort hefur Jón Bergs- son frá Ólafsfirði, frú Rósa Páls- ; dóttir Stefánsson tvo dýrnveta kertastiaka til minninear um fvrri mann sinn, Aðalstein Magn- ússon á Grund, kvenfélag sóknar- innar fagran messuskrúða, rykký* h'n og hökul, er fyrst var tekinn til notkunar þennan dag, og enn- fremur bárust kirkjunni þennan dag 5 búsund krónur frá Hólm- geiri Þorsteinssyni á Hrafnagili og dætrum hans. til minningar um frú Valeerði Magnúsdóttur frá Grund. Var bað huemynd gef- enda, að fé þetta vrði byrjur til sTÓðsmvnduriar er varið skvldi til raílýsingar kirkjunnar begar ’-af- masn verður lagt um héraðið. — Einnig b.ámst kirkjvmni fleiyi peningagjafir þennan dag. — Jénas. járn lieíst hðfldíi pegn ólöfjlegum hvalveitiun! Onassis Eftirlitsmennirnir reknir EFTIRLITSMENNIRNIR frá Panama, sem undanfarin tvö ár hafa gegnt störfum um borð.í hvalveiðimóðurskipi Onassis, „Olympic Chalienger“, hafa nú fengið fyrirmæli um að bætta j störfum. Eins og menn 11110x1 minnast fengust nýlega ótvíræðar sannanir fyrir þvi, að gríski út- gerðarmaðurinn og olíukóngur- inn hefði látið þetta hvalveiði- móðurskip sitt stunda ólöglegar hvalveiðar. Voru eftirlitsmenn- irnir tveir sakaðir um að hafa vitandi vits gefið rangar skýrslur til að koma í veg fvrir, að upp- vísl vrði vim ólöglegar hvalveiðar. Á dögunum sendi norska utan- rikisráðuneytið stjórn Panama 1 nákvæmar vipplýsingar um sann- anir þær, er lægju fyrir um ólög- | legar hvalveiðar móðurskipsins, | en Norðmenn eiga þarna mikilla hagsmuna að gæta. Stjórn Pan- ama hefir enn ekki svarað ákær- um utanrikisráðuneytisins, en hinsvegar skýrt svo frá, að málið sé í rannsókn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.