Morgunblaðið - 02.11.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.11.1955, Blaðsíða 1
vmmMdbi 16 síður 42: árgangur 250. tbl. — Miðvikudagur 2. nóvember 1955 PrentsmiSJa Morgunblaðshu Margrét prinsessa Æfiiitýrið um prinsessuna og arann fékk raunsæjan endi Margrél prinsessa „fórnaSi hamingju sinni á altari breika heimsveldisins" Lundúnum 1. nóv. IDAG hefur samúðarskeytum bókstaflega rignt yfir Margréti prinsessu vegna þeirrar ákvörSunar hennar að giftast ekki Pétri Tovvnsend, höfuðsmanni. Enginn er lengur í vafa um, að þau elska hvort annað og fórn þeirra er meiri en hægt er að krefjast. — Mörg blaðanna eru ánægð yfir þessum málalokum og segja að hugrekki Margréíar hafi verið mikið og hún hafi unnið landi sínu ómetanlegt gagn. . Um al!t brezka heimsveldið hafa stjórnmálaleiðtogar fagnað ákvörðun Margrétar, en benda jafnframt á, að samveldislöndin hafi ekki þvingað hana til að taka þessa ákvörðun. EITTHVAÐ BOGID VIÐ ÞAÐ í Evrópuiöndum hefir ákvörð- un prinsessunnar verið tekið mis- jafnlega, en flest vestur-evrópu- blöðin hafa þó mikla samúð með hinni ungu, lífsglöðu prinsessu. Parisarblöðin komast m. a. svo að orði, að prinsessan hafi fórnað hamingju sinni á altari Brezka heimsveldisins, hún hafi hugs- að meira um velferð og kröf- ur ríkisins en eigin sálarró. Blað kristilegra demókrata í Berlín, Der Tag, segir, að nú sé lokið æfintýrinu um prinsess- una og riddarann — og auðvitað hafi það fengið raunsæjan endi. Berlingur í Kaupmannahöfn segir, að eitthvað hljóti að vera bogið við það, þegar þeir sem unnast eru skildir að. LÖG FRÁ 1773 Sir Anthony Eden sagði í Neðri málstofimni í dag, að ekki hefði verið leitað álits brezku íhaldsstjórnariunar í þessu máli. Forsætisráðherrann var að svara fyrirspurnum þess efnis, hvort ekki væri rétt að* breyta lögunum um hjónabönd kcnungs fóiks frá 1772. Ráðherrann kvaðst hafa haft mál þetta tíl athugun- ar, en ekki mætti rasa um ráð fram, enda snerti þetta ekki að- eins Bretlandseyjar heldur allt brezka heimsveldið. Þykir líklegt, að málið verði rætt, þegar allir forsætisráðherr- ar Brezka samveldisins koma saman lil funda í Lundúnum í júní n. k. Sendiherra Ungverja- lands afhendir frúnaðarbréf HR. JOZEF HAJDU, sendiherra Ungverjalands afhenti í gær for- seta íslands trúnaðarbréf sitt við hátíðlega athöfn að Bessa- stöðum að viðstöddum utanríkis- ráðherra. ?--------------------? OKKUR vantar nú þegar börn og unglinga til að bera blaðið til kaupenda víðsvegar um bæinn. Látið ekki dragast að koma á afgreiðsluna og ráða ykkur í starfið. ?----------------------------1---------?¦ Brezkur togari sökk í gær í mynni Isafjarðar, 5 fórusf ~* mú iii aranp s oag 9 LUNDÚNUM, 1. nóv. — Hlé var í dag á fundum utan- ríkisráðherra fjórveldanna. — Dulles skrapp til Madríd og hefir í dag rætt við leiðtoga Spánar. Kann sagði í dag, að fundir utanrikisráðherranna hafi gengið eftir áætlun og ekki sé ástæða til annars en Verið var að draga skipið til ísaf jarðar er það sökk -15 bjargað ísafirði, 1. nóv. BREZKI togarinn Barry Castle frá Grimsby sökk um hádegis- bilið í gær í mynni ísafjarðardjúps og fórust þar með honum fimm menn af áhöfn togarans, en 14 var bjargað af nærstöddum brezkum togurum. Mjög slæmt veður var og illt í sjóinn, og hríð þegar sjóslys þetta varð. LEKINN KOM UPP í KOLABOXUNUM Það var í fyrrakvöld milli kl. 10 og 11, sem togarinn Barry vona, að árangur þeirra verði Castle sendi út kall, um að leki jákvæður. Pinay tók í sama hefði komið að skipinu. Bað það streng í París í dag. | nærstödd skip að halda sig í — Reuter. námunda við sig og fylgjast með úsund manns oarfélaginu Davlo Olafsson fiskimálastjóri kjörinn tormabur Jbess AFJÓRBA ÞÚSUND manns eru nú í Landsmálafélaginu Verði. Hafa yfir 300 manns gengið í félagið á siðastliðnu starfsári. Skýrði Birgir Kjaran, fráfarandi formaður Varðarfélagsins, frá þessu á aðalfundi félagsins í gærkvöldi. Á þeim fundi var Davíð Ólafsson fiskimálastjóri, kosinn formaður félagsins, þar sem Birgir Kjaran baðst undan endurkosningu. En hann hefur verið formaður iélagsins s.l. 3 ár. Stendur starfsemi félagsins nú með blóma. Gengu rúmir 70 nýir félagar í það í gærkvöldi. Var aðalfundurinn agætlega sóttur og fór hið bezta fram. ferðum sínum. Eftir því, sem nær dró mið- nætti, fór lekinn vaxandi, en hann var í kolaboxum skipsins og ógerningur mun það hafa ver- ið fyrir skipsmenn í vonzku veðri að ryðja boxin. BAÐ UM HJÁLP Leið svo fram til klukkan að verða 3 um nóttina. Þá bað skip- stjórinn á Barry Castle togarann Princess Elisabeth að koma sér til hjálpar. Það mikill sjór væri kominn í vélarúm skipsins að stöðva yrði þær og hleypa af kötlunum. DRÁTTARVÍRARNIR SLITNUÐU Princess Elisabeth kom þá að togaranum, og voru dráttarvírar settir á milli skipanna og haldið áleiðis til ísafjarðar. Munu skip- in þá hafa verið stödd um sjö sjómílur undan Rit. En björgun skipsins átti ekki að takast. — Tvívegis slitnuðu dráttarvírarnir og sóttist. ferðin seint. F.IORIR MENN ÍNDUST SKÝRSLA FRÁFARANDI FORMANNS Birgir Kjaran setti aðalfund inn, sem haldinn var í Sjálfstæð-*1 ishúsinu og tilnefndi Jóhann*. Hafstein alþm. sem fundarstjóra.f Las fundarstjóri fyrst inntöku-" beiðnir frá rúmum 70 nýjum fé-»? Frh. á bls. 2. 1 Klukkan 11,30 skutu skip- verjar á Barry Castle upp flugeldum til merkis um að björgun væri árangurslaus. — Hægði þá dráttarskipið ferðina og skipti það cngum togum: Barry Castle sökk á auga- bragði. Um leið og skipið sökk, renndu togararnir Vivi- Frh. á bls. 2. 125 þúsund Austur ^áðverjar hufu flúið undun óslfárn kommúnistu ú þessu úri Flóttamannastraumurinn hefir aukizt mjög síbustu mánubi Berlín, 1. nóv. ITILKYNNINGU flóttamannastjórnar Vestur-Berlínar, sem út var gefin í dag, segir, að nýtt met hafi verið sett í október s.l., því að þá komu 21.500 flóttamenn til borgarinnar. Er það um 3000) flóttamönnum fleira en í september. Birgir Kjaran. 533 UR ALÞYÐULOG- « REGLUNNI jj Meðal þeirra f lóttamanna sem' komu í október til Vestur-Berlin- . ar voru 533 menn úr svo nefndri* alþýðulögreglu; af þeim voru 25 liðsforingjar. Þessar tölur eruj heldur lægri en í septembermán-1 uði, því að þá komu 550 alþýðu-" lögreglumenn til V.-Berlínar og( leituðu þar hælis sem pólitískirj flóttamenn. • SAMA ÓSTJÓRNIN I Loks má geta þess, að' allt árið 1954 komu rúm- lega 107 þús. flóttamenn til borgarinnar, en það sem af er þessu ári eru , austur-þýzkir flóttamenn í Berlín orðnir 125 þvis. Má af því marka, hve mjög flóttamannastraum urinn hefir aukizt síðustu mánuðina, enda er ekkert lát á óstjórn kommúnista í Austur-Þýzkalandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.