Morgunblaðið - 02.11.1955, Page 1

Morgunblaðið - 02.11.1955, Page 1
42 árgangnr 250. tbl. — Miðvikudagur 2. nóvember 1955 PrentsmlSja Morgunblaðsins Margrét prinsessa i * a ' •' mrvi ifi9i prmsessuna og riddarann fékk raunsæjan endi Margrét prinsessa „fórnaði hamingju sinni á altari brezka heimsveldisins" Lundúnum 1. nóv. IDAG hefur samúðarskeytum bókstaflega rignt yfir Margréti prinsessu vegna þeirrar ákvörðunar hennar að giftast ekki Pétri Townsend, höíuðsmanni. Enginn er lengur í vafa um, að þau elska hvort annað og fórn þeirra er meiri en hægt er að krefjast. — Mörg blaðanna eru ánægð yfir þessum málalokum og segja að hugrekki Margréiar hafi verið mikið og hún hafi unnið landi sínu ómetaniegt gagn. Em allt brezka heimsveldið hafa stjórnmálaleiðtogar fagnað ákvörðun Margrétar, en benda jafnframt á, að samveldislöndin hafi ekki þvingað hana til að taka þessa ákvörðun. EITTHVÆÐ BOGID VIÐ ÞAÐ í Evrópulöndum hefir ákvörð- un prinsessunnar verið tekið mis- jafnlega, en flest vestur-evrópu- blöðin hafa þó mikla samúð með þinni ungu, lífsglöðu prinsessu. Parísarblöðin komast m. a. svo að orði, að prinsessan hafi fórnað hamingju sinni á altari Brezka heimsveídisins, hún hafi hugs- að meira um velferð og kröf- ur ríkisins en eigin sálarró. Blað kristilegra demókrata í Berlín, Der Tag, segir, að nú sé lokið æfintýrinu um prinsess- una og riddarann — og auðvitað hafi það fengið raunsæjan endi. Berlingur í Kaupmannahöfn segir, að eitthvað hljóti að vera bogið við það, þegar þeir sem unnast eru skildir að. LÖG FKÁ 1772 Sir Ænthony Eden sagði í Neðri málstofunni í dag, að ekki hefði verið leitað álits brezku íhaldssljórnariunar í þessu máli. Forsætisráðherrann var að svara fyrirspurnum þess efnis, hvort ekki væri rétt að* breyta lögunum um hjónabönd kcnungs fóiks frá 1772. Ráðherrann kvaðst hafa haft mál þetta til athugun- ar, en ekki mætti rasa um ráð fram, enda snerti þetta ekki að- eins Bretlandseyjar heldur allt brezka heimsveldið. Þykir líklegt, að málið verði rætt, þegar allir forsætisráðherr- ar Brezka samveldisins koma saman iil funda í Lundúnum í júní n. k. Sendiherra Ungverja- lands afhendir Irúnaðarbréf HR. JOZEF HAJDU, sendiherra TJngverjalands afhenti í gær for- seta íslands trúnaðarbréf sitt við hátíðlega athöfn að Bessa- stöðum að viðstöddum utanríkis- ráðherra. □----------------------□ Brezkur togari sökk í gær í mynni ísafjarðar, 5 fórust Búlit við góðum árantjri í dag • LUNDÚNUM, 1. nóv. — Hlé var í dag á fundum utan- ríkisráðherra fjórveldanna. — Dulles skrapp til Madríd og hefir í dag rætt við leiðtoga Spánar. Kann sagði í dag, að fundir utanríkisráðherranna hafi gengið eftir áætlun og ekki sé ástæða til annars en vona, að árangur þeirra verði jákvæður. Pinay tók i sama streng í París í dag. | — Reuter. Verið var að draga skipið til Isaf jarðar er það sökk -15 b jargað ísafirði, 1. nóv. BREZKI togarinn Barry Castle frá Grimsby sökk um hádegis- bilið í gær í mynni ísafjarðardjúps og fórust þar með honum fimm menn af áhöfn togarans, en 14 var bjargað af nærstöddum brezkum togurum. Mjög slæmt veður var og illt i sjóinn, og hríð þegar sjóslys þetta varð. LEKINN KOM UPP í KOLABOXUNUM Það var í fyrrakvöld milli kl. 10 og 11, sem togarinn Barry Castle sendi út kall, um að leki hefði komið að skipinu. Bað það nærstödd skip að halda sig í námunda við sig og fylgjast með Á 4. þúsund manns í Varðarfélaginu Davið Óiafsson fiskimálastjóri kjörinn formaður jbess AFJÓRÐA ÞÚSUND manns eru nú í Landsmálafélaginu Verði. Hafa yfir 300 manns gengið í félagið á siðastliðnu starfsári. Skýrði Birgir Kjaran, fráfarandi formaður Varðarfélagsins, frá þessu á aðalfundi félagsins í gærkvöldi. Á þeim fundi var Davíð Ólafsson fiskimálastjóri, kosinn formaður félagsins, þar sem Birgir Kjaran baðst undan endurkosningu. En hann hefur verið formaður lélagsins s.l. 3 ár. Stendur starfsemi félagsins nú með blóma. Gengu rúmir 70 nýir félagar í það í gærkvöldi. Var aðalfundurinn agætlega sóttur og fór hið bezta fram. SKYRSLA FRÁFARANDI FORMANNS Birgir Kjaran setti aðalfund inn, sem haldinn var í Sjálfstæð-*1 ishúsinu og tilnefndi Jóhannj, Hafstein alþm. sem fundarstjóra.^ Las fundarstjóri fyrst inntöku-^ beiðnir frá rúmum 70 nýjum fé-V OKKUR vantar nú þegar börn og unglinga til að bera blaðið til kaupenda víðsvegar um bæinn. Látið ekki dragast að koma á afgreiðsluna og ráða ykkur í starfið. □-------------------t-----□ Frh. á bls. 2. ferðum sínum. Eftir því, sem nær dró mið- nætti, fór lekinn vaxandi, en hann var í kolaboxum skipsins og ógerningur mun það hafa ver- ið fyrir skipsmenn í vonzku veðri að ryðja boxin. BAÐ UM HJÁLP Leið svo fram til klukkan að verða 3 um nóttina. Þá bað skip- stjórinn á Barry Castle togarann Princess Elisabeth að koma sér til hjálpar. Það mikill sjór væri kominn í vélarúm skipsins að stöðva yrði þær og hleypa af kötlunum. DRÁTTARVÍRARNIR SLITNUÐU Princess Elisabeth kom þá að togaranum, og voru dráttarvírar settir á milli skipanna og haldið áleiðis til ísafjarðar. Munu skip- in þá hafa verið stödd um sjö sjómílur undan Rit. En björgun skipsins átti ekki að takast. — Tvívegis slitnuðu dráttarvírarnir og sóttist. ferðin seint. FJÓRIR MENN TÝNDUST Klukkan 11,30 skutu skip- verjar á Barry Castle upp flugeldum til merkis um að björgun væri árangurslaus. — Hægði þá dráttarskipið ferðina og skipíi það engum togum: Barry Castle sökk á auga- bragði. Um leið og skipið sökk, renndu togararnir Vivi- Frh. á bls. 2. 125 þúsund Austur-Pjóðverjor huiu flúið undun ósljórn konunúnistu ú þessu úri Flóttamannastraumurinn hefir aukizt mjög síðustu mánuði Berlín, 1. nóv. ITILKYNNINGU flóttamannastjórnar Vestur-Berlínar, sem út var gefin í dag, segir, að nýtt met hafi verið sett í október s.l., þvi að þá komu 21.500 flóttamenn til borgarinnar. Er það um 3000 flóttamöiinum fleira en í september. Birgir Kjaran 533 ÚR ALÞÝÐULÖG- REGLUNNI Meðal þeirra flóttamanna sem komu í október til Vestur-Berlín- ar voru 533 menn úr svo nefndri alþýðulögreglu; af þeim voru 25 liðsforingjar. Þessar tölur eru heldur lægri en í septembermán- uði, því að þá komu 550 alþýðu- lögreglumenn til V.-Berlínar og leituðu þar hælis sem pólitískir flóttamenn. SAMA ÓSTJÓRNIN Loks má geta þess, að allt árið 1954 komu rúm- lega 107 þús. flóttamenn til borgarinnar, en það sem af er þessn ári eru austur-þýzkir flóttamenn í Berlín orðnir 125 þús. Má af því marka, hve mjög' fíóttamannastraum urinn hefir aukizt síðustu mánuðina, enda er ekkert lát á óstjórn kommúnista í Austur-Þýzkalandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.