Morgunblaðið - 03.11.1955, Page 16

Morgunblaðið - 03.11.1955, Page 16
Yeðurúflif í dag: A og NA hvassviðri. Úrkomulítið. I 251. tbl. — Fimmtudagur 3. nóvcmbcr 1955 I Argentínu Sjá blaðsíðu 9. Bátagjaidcyris-fyrirkomulagið var valið fyrir ósk útvegsins Álagið befur nú numið 300 milfj. kr. Skipfist nærri til helminga milli sjómanna og til útgerða rko sfnaða r BÁTAGJALDEYRISÁLAG frá upphafi og .til ágústloka í ár hefur numið 306,3 millj. kr. Frá þessa árs byrjun til ágústloka lefur það numið 49,5 milljónum króna. Frá þessu skýrði Ólafur Thors forsætisráðherra, er hann svaraði fyrirspurnum á Alþingi í gær. SKIPTING ®-------------------- ANDVIRÐISINS Þá var spurt hversu mikið af bátagjaldeyrisálagningu færi til útvegsmanna og hversu mikið til sjómanna. Svaraði Ólafur því til að þegar bátagjaldeyrisálagið bættist við, þýddi það hærra fiskverð, sem sjómenn fengju í sinn hlut. — Þannig hefði bátagjaldeyrisálagið 1951—1953 hækkað fiskverðið þannig, að slægður þorskur með haus hækkaði úr 75 aurum kíló- ið í 96 aura og síðar 1,05 kr. kg. Árin 1954 og ’55 hefði báta- gjaldeyrisálagið hækkað fisk- verðið úr 85 aurum í 1,22 kr. og í tveimur verstöðvum í kr. 1.25. Nú mun þessu vera svo háttað að um það bil helming- ur bátagjaldeyrisálagsins fer beint tii sjómanna, en hinn helmingurinn til að standa undir öðrum rekstrarkostnaði bátanna. I.ÖNG BIÐ ÚTVEGSMANNA Sjómcnn fá þennan hluta fiskandvirðisins greiddan við lok vertíðar. Útvegsmenn þurfa hins vegar að bíða lengri tíma eftir að fá báta- gjaldeyrisálagið, sem sést m.a. af því að nú er ekki búið að se!ja öll bátagjaldeyrisskír- teinin frá árinu 1954 og ekki byrjað að selja bátagjaldeyris- réttindi af þessa árs afla. — Þeíta sýnir að útvegsmenn þurfa að bíða eftir greiðslu í 1—1*4 ár. HVORA LEIÐINA VELJA SKYLDI Pólitískum vangaveltum og gagnrýni fyrirspyrjandans, svar- aði ráðherra á þá leið, að það l>afi alltaf verið nokkur ágrein- ingur í þinginu um bátagjald- eyrisfyrirkomulagið. Sumir hafa viljað fara aðra leið til að tryggja rekstur bátaflotans, þ. e. að 'ieggja sérstakan skatt á ýmsar innflutningsvörur. Bátagjaldeyr- is-fyrikomulagið hefði frekar vérið valið, vegna óska útgerðar- aianna, sem fremur hafi kosið að rijóta þessara fríðinda á nokkr- tim hluta þess gjaldeyris, er þeir draga í þjóðarbúið, heldur en una því að tollar væru lagðir í sérstakan sjóð, er síðar væri Varið til greiðslu á hallarekstri útvegsins. ALIT UTGERDARMANNA Útvegsmenn teldu, að ef síðari hátturinn væri við hafður myndu aienn freistast til að draga þá ályktun, að þeir væru styrkþeg- ar almennings. Þeirra sjónarmið væri aftur á móti, að gjaldeyr- irinn væri tekinn af þeim undir sannvirði, almenningi til fram- dráttar. Ýmsir bera nú kvíðboga fyrir því að þær vonir, sem tengdar voru við þetta kerfi rætist ekki að fullu og er það mál í athugun, sagði Ólafur Thors að lokum. Skipbrotsmenn- irnir komu í gær í GÆRDAG kom hingað til Reykjavíkur brezka eftirlitsskip- ið Romula og voru með því skip- brotsmenn af brezka togaranum Barry Castle, sem sökk í mynni ísafjarðar í fyrradag. Skipbrotsmenn voru ílla klædd ir er þeir gengu í land, en á bryggjunni stóðu bílar, sem Geir Zoega, umboðsmaður brezkra tog araeigenda hér, var með. Flutti hann mennina, en sumir þeirra voru meiddir, í Hótel Skjald- breið. Varð umboðsmaðurinn að kaupa alfatnað handa mönnun- um, en þeir fara héðan flugleiðis til Bretlands á laugardaginn. Sagt var í blaðinu í gær, að fimm hefðu farizt með togaran- um, en það yar ekki rétt, — f jórir fórust. Það, sem olli manntjóninu er togarinn fórst, var hversu skjót- lega það bar að höndum. Þilið milli kolageymslunnar og fisk- lesta mun hafa sprungið, að því er skipbrotsmenn telja, en við það fór togarinn um leið á hlið- ina og fáeinum andartökum síð- ar stakkst skipið á framendann í djúpið. Kompásaspírinn: Einn í sjúkrahúsi Þrír veiktust í gærkvöldi í GÆRMORGUN var einn maður fluttur í sjúkrahús vegna eitrun- ar er stafaði frá kompásaspíra- drykkju. Var maður þessi all- mikið veikur. Hafði hann drukk- ið hinn eitraða spíra með Óskari heitnum Lárussyni. Þá tók rannsóknarlögreglan til yfirheyrzlu í gærmorgun þrjá menn aðra, sem hún hafði grun um að eitthvað myndu hafa ver- ið við spíradrykkju með hinum látna manni og þeim sem nú er í sjúkrahúsi. Menn þessir, sem allir eru í tölu áfengissjúklinga og eiga hvergi höfði sínu að að halla, þrættu fyrir það að hafa bragðað kompásspírann hjá Óskari. En í gærkvöldi var götulögregl unni tilkynnt um að þessir þrír menn væru veikir orðnir af völd- um spíradrykkju í veitingastofu cinni hér í bænum. Var strax brugðið við. Voru þá þar inni tveir mannanna, en hinn þriðji var stokkinn burtu. Voru þessir tveir fluttir í sjúkrahús, en þar var ekki talin ástæða til þess að leggja þá inn. Aftur á móti skaut lögreglan skjólhúsi yfir þá í nótt, svo að þeir þyrftu ekki að vera að þvæl- ast á götunum eða um borð í bátum við höfnina. Lögreglan ætlaði að leita að þriðja mann- Spáð er vonzku- veðri í dají VEÐURSTOFAN spáir vonzku- veðri um land allt í dag, — eða öllu heldur áframhaldandi hvass viðri. — Fárviðri var í gær í Vestmannaeyjum. í gærkvöldi var snjókoma á Akureyri Þá var vitað um að Öxnadalsheiðin væri ófær að verða. Þar sat vöruflutn- ingabíll fastur í Klifinu. Fuiitrúar Islands cg Hondúras ræðast við Mynd þessi er tekin áður en fundur hófst í pólitísku nefnd Sam- einuðu þjóðanna fyrir sköinmu. Thor Thors aðalfulltrúi íslands ' hjá S. Þ. ræðir við Dr. Tiburcio Carias, fulltrúa Honduras, sem er aðalfulltrúi sinnar þjóðar lijá samtökunum. — Ljósm. S. Þ. Niðurgreiðslur ú síld 9 millj. kr. í úr ú múti 1,7 millj. sl. úr Uppl. forsœtisráðh. á þingfundi í gœr SVO virðist sem ríkissjóður muni greiða milli 8 og 9 milljónir króna til niðurgreiðslu á síld til útflutnings á þessu ári. Endanlegar tölur liggja að vísu ekki enn fyrir. — Forsætisráð- herra rakti þetta lauslega sem svar við fyrirspurn á Alþingi i gær. Yfirlit hans var sem hér segir: í 3 liðum til úrbótu ú vutnsskortinum í bænum VATNSVEITUSTJÓRI, Jón Sig| urðsson, hefur sent bæjar- yfirvöldunum skýrslu um störf vatnsveitunefndar á s. 1. ári. Hefur nefndin kynnt sér ýtar- lega allt varðandi Vatnsveituna og vatnsskort þann, sem gert hefur vart við sig undanfarið. í Þessari skýrslu bendir vatnsveitu stjóri á þrjár leiðir til að auka aðrennslið til bæjarins frá Gvend arbrunnum. ★ Vatnsveitunefndin var sam- mála um, að auka þurfi aðfærslu vatns til bæjarins. Til þess eru hugsanlegar ýmsar léiðir og sam- þykkti nefndin að láta kanna 3 þeirra og gera samanburð á þeim. Þessar leiðir eru: Að byggð verði dælustöð við Gvendarbrunna til að auka flutn ingsgetu þeirra aðalæða, sem fyrir hendi eru. Að leggja nýja aðalæð til bæj- arins á svipaðan hátt og gert hefur verið hingað til. ★ Að byggður verði steyptur stokkur frá uppsprettunum nið- ur undir Blesugróf. Þessi stokk- ur komi í stað aðalæðanna á þessu svæði og á að geta ílutt mun meira vatn en þær. í sam- bandi við þessa lausn er gert ráð fyrir vatnsmiðlun, vatns- geymum, við neðri enda stokks- ins, en þar hefst dreifikerfi Benzínsölurnar vatnsveitunnar, ef þessi leið verður farin. Þessar leiðir, sem nú hafa ver- ið nefndar, er verið að athuga, og er unnið að nauðsynlegum mælingum. ★ Allar athuganir vatnsveitu- nefndar benda í þá átt, að dreifi- | kerfið sé víða ófullnægjandi og því nauðsynlegt að taka það til ýtarlegrar endurskoðunar. Nefnd in taldi rétt, að láta gera áætl- anir um endurbætur á dreifi- kerfinu. Fyrsti þáttur í þessum áætlunum hefur þegar verið gerður um aðaldreifiæð fyrir vesturbæinn, suðvesturbæinn og byggðina á Seltjarnarnesi. Laus- leg kostnaðaráætlun sýnir, að aðalæð fyrir þetta svæði muni kosta um 5 milljónir króna. Aftakaveður á ur ALLLENGI hefur staðið til að láta benzínsölurnar, sem eru í Miðbænum, vikja þaðan og taka þessi benzínsölustæði undir bíla- stæði. — I umferðanefnd hefur þetta iðulega verið rætt, og fvrir nokkru var framkvæmdastjóra nefndarinnar, Valgarði Briem, falið ásamt þeim Gunnari Ólafs- syni, skipulagsstjóra, og Jóni Oddgeir Jónssyni, fulltrúa, að rannsaka heppilega staði í út- hverfunum, sem hægt væri að láta olíufélögunum í té. Bofnleðja Hývalns Siglufirði SIGLUFIRÐI, 2. nóv. — í nótt gerði hér norðaustan stórviðri, mikið rok og sjógang. Má heita að ekki hafi verið mannstætt á götunum er mest gekk á. Nokkr- ar skemmdir urðu á húsum, þak- plötur fuku og einrug urðu skemmdir á allmörgum girðing- um. Veðrinu hefur slotað í dag. •—Fréttaritari. SKÚTUSTÖÐUM, Mývatnssveit, 2. nóv. — Undanfarna daga hefir Tómas Tryggvason, jarðfræðing- ur, verið að rannsaka botnleðju í Mývatni, mæla dýpt hennar og taka sýnishorn. Þetta er gert vegna vinnslu á krísuleir. — J. Undir eind myndir.............. Paasikivi — slyngur diplómat. Churchill hefir verið á listanum síðan árið 1950. Eiin ófundinn SKÝRT var frá því fyrir nokkr- um dögum að ungur maður hefði orðið fyrir því óhappi, að bíll hans var brotinn upp, honum stolið og síðan velt. — Við það skemmdist bíllinn svo, að hann er ónýtur. Skeði það á Sólevjar- götunni við Aldamótagarðinn. — Það hefur ekki tekizt að finna þjófinn. Það eru vinsamleg til- mæli til allra þeirra er gefið gætu upplýsingar er leiða mættu til handtöku þjófsins, að þeir geri rannsóknarlögreglunni viðvart. Samið var um 100 kr. niður- greiðslu á tunnu af Suður- landssíld, allt að magninu 55 þús. tunnur. Það gerir sam- tals 5,5 millj. kr. Þá var samið um 75 kr. nið- urgreiðslu á 20 þús. tunnur og þar fram yfir. Gerir það sam- tals 1,5 millj. kr. Einnig var samið um að 'greiða 400 kr. á smálest fyrir allt að 2000 smálestum a£ frystri síld til útflutnings. — Það gerir samtals 800 þús. kr. NÆRRI 9 MILLJ. í ÁR — 1,7 MILLJ. í FYRRA Þetta gerir samtals 7,8 millj. kr. verðuppbætur. Er síld komin á lar.d upp í það afla- magn. En veiðar eru enn stund aðar og greiðir ríkissjóður á- fram 75 kr. á uppsaltaða tunnu og taldi Ólafur, að það gæti enn numið um 1 millj. kr. í niðurgreiðslur. Svo að alls mætti áætla niðurgreiðsl- ur á þessu ári nærri 9 rnijlj. kr. — Jafnframt gat hann þess að niðurgreiðslur á síld til út- flutnings, hefðu í fyrra numið 1,7 millj. kr. Tveir bátar gela i lenf TVEIR vélbátar úr Ólafsvík, Bjarni Ólafsson og Glaður, hafa ekki getað tekið land í Olafsvík undanfarinn sólarhring, vegna óveðurs þar v.estra. í gærkvöldi voru bátarnir enn úti, því sama veður var í Ólafs- vík. En með tilliti til hinnar slæmu veðurspár, voru nærstödd skip, en bátarnir voru undir Jökli í gærkvöldi, beðin að fvlgj- ast með þeim og aðstoða ef með þyrfti. Síðdegis í gær var haft samband við bátana. Skipstjór- arnir sögðu allt í lagi hjá sér og biðu þess eins að veðrinu slotaði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.