Morgunblaðið - 04.11.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.11.1955, Blaðsíða 1
16 síður Iðúfrife 4JL árgangur 252. tbl. — Föstudagur 4. nóvember 1955 PrentsmiSja Morgunblaðsint Rússnesku vopnasölurnar kveikja í púðurSunrcunni Styrjöld brýzt út milli Gyðinga og Egypta BlóSu^ir bardagar í Gaza-eyðimörkinni Frá bœjarstjórnarfundi í gœr: Sjálfstæðismenn vilja að auknar krofur verði gerðar til bifreiðastfóra og refs- ing við ölvun við akstur verði þyngd ®- Umferðarnefnd vinnur mikib og margþætt starf MIKLAR umræður urðu á bæjarstjórnarfundi í gær út af umferðarmálum. Geir Hallgrímsson bftr. flutti ýtar- lega ræðu um umferðarmálin, störf umferðarnefndar og þær ráðstafanir, sem gera þyrfti í þeim málum. G. H. og Jóhann Hafstein báru fram svohljóðandi tillógu: „Bæjarstjórn Reykjavíkur beinir því til nefndar þeirrar, er nú vinnur að endurskoðun umferðarlöggjafarinnar, 1. Að strangari kröfur verði gerðar til hæfni þeirra, er J fá leyfi til að stjórna ökutækjum. 2. Að í sambandi við takmörkun á gildistíma ökuleyfa sé eftirlit haft með því við endurnýjun leyfanna, að leyfishafi fullnægi þá öllum hæfniskröfum. 3. Að refsiákvæði vegna ölvunar við akstur verði þyngd og afgreiðslu slíkra mála flýtt." Geir Hallgrímsson gaf margar upplýsingar um umferðarmál. Gerði hann grein fyrir störfum umferðarnefndar, en verkfræð- ingur hefur verið ráðinn til bæj- arverkfr. til að sinna umferðar- málum sérstaklega. Ennfremur hefur nefndin ráðið sér fram- kvæmdastjóra. Væri mikils virði fyrir nefndina að hafa starfs- mann til að koma tiilögum nefnd arinnar í framkvæmd og hafa í því sambandi milligöngu við aðra aðila, bæjarstofnanir, félög, lóða- eigendur og aðra einstaklinga. — Umferðarnefnd hefur mikið verksvið og fjölda mála með höndum. Ráðstafanir umferðar- ækkun rafmagns- r við súgþyrrkun Þingmenn Sjálfstæðisflokksins telja þá leið hagkvæmari fyrir ríkissjóð en þurfa að greiða styrki eftirá vegna óþurrka ÞRÍR þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Jón Pálmason, Jón Sigurðsson og Sigurður Bjarrason, flytja þingsályktunartil- lögu varðandi þá nauðsyn að lækka raforkukostnað við súgþurrkun. Telja flutningsmenn, að það væri nær fyrir ríkisvaldið að veita þannig beina og óbeina aðstoð til heyþurrkunar, heldur en að þurfa þegar allt er komið í óefni að greiða margfalt stærri upp- hæðir til að bjarga frá vandræðum. Tillagan er á þessa leið: Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta athuga, hver ráS séu tiltækilegust til að lækka svo raforkukostnað til súgþurrkunar á heyi, að bændum verði almennt fært að taka upp þá verkunaraðferð, og að athugun lokinni séu gerðar ráðstafanir til framkvæmda í þessu efni í samráði við Rúnaðarfélag íslands. í greinargerð segja flutnings- menn m.a.: LEITA ÞARF ALLRA RÁÐA Þau vandræði, sem orsakazt hafa af hinu hörmulega tíðarfari, er var svo mánuðum skipti á síð- asta sumri í tveimur landsfjórð- ungum, knýja mjög á um það að leita allra tiltækilegra ráða til varnar gegn því, að slík vand- ræði endurtaki sig. Veit og eng- inn, hvar örðugleikarnir verða mestir næst. Er augljósara þjóðinni nú en oft áður, að allur okkar landbúnaður er í mikilli hættu Frh. á bls. 2. trS _._.__ f£-J> 0U TAaueo XpBÁttUTA* V. .¦.-__¦ "_______1 ¦ ' A / V * 5 nefndar væru ýmsar ráðstafanir, sem langan aðdraganda þyrfti til að framkvæma og nefndi hann eftirfarandi sem dæmi: 1. Umferðarljós, samþ. á 1 stað, undirbúningur og kostnaðar- áætlun á 11 tilteknum stöðum. 2. Bifreiðastæði bæði í Miðbæn- um og nýskipulögðum svæð- um. 3. Umferðarmiðstöð sérleyfis- og þungavörubifreiða verði í út- , hverfi svo að stærri bifreiðar eigi síður erindi í Miðbæinn. j 4. Flutningur bifreiðastöðva úr Miðbænum, en liður í því er dreifing bílanna á bílasíma. Frh. á bls 2 Þéttstrikaða svæðið á efra kort- inu sýnir hið hlutlausa belti á landamærum fsraels og Egypta- lands. Krossinn sýnir staðinn þar, sem stórskotaliðsviðureignin átti sér stað i fyrrinótt. Friðlýsta svæðið má sjá innan ferhyrnings- ins, sem dreginn er við El Auja á neðra kcrtinu. a fær friSarverölaun óbels OSLO, 3. nóv. — Norska stór- þingið ákvað í dag að veita yfirmanni flóttamannastofn- unar S. Þ. Hollendingnum dr. van Heuven Goedhart friðar- verðlaun Nóbels fyrir árið 1954. Þingið ákvað að fresta ákvörðun um verðlaun 1955 til næsta árs. , Starfsemi stofnunarinnar er að veita vernd nönnum ;;em feafa orðið að ftýja föðnrland sltt af ötta ^ið prétittskar of- sófltnir. Hún leitast við að skapa flóttaitwtrminum nýtt tiehniti í cðrnm lóndum og veita þeim atvinmi. —Reuter. Tel Aviv, Kairo og London 3. nóv. Einkaskeyti írá Reuter. MEÐAN utanríkisráðherrar f jórveldanna sitja í Genf og ræða um hvernig koma eigi á friðsamlegri sambúð þjóðanna, sáust í dag afleiðingarnar af þeirri ákvörðun Rússa að selja Egyptum og Arabaþjóðunum ótakmarkað magn af vopnum. Hefur styrjöld brotizt út á ný milli Gyðinga og Egypta. Stóðu orustur með skriðdrekaáhlaupum og stórskotahríð stanzlaust alla tunglskinsbjarta nóttina og langt fram á kvöld á landamærum ísraels og Egyptalands. Talið er að nokkur hundruð manns hafi fallið. 1 Bardagarnir urðu við El A ija, hlutlausa beltið sem sáttanefnd S. Þ. hafði komið á. Hvor styrj- aldaraðilinn um sig þykist hafa borið sigur af hólmi í orustum j þessa fyrsta dags. i FRÁSÖGN ÍSRAELS-MANNA Herstjórn ísraels-manna skýr- \ ir þannig frá atburðum, að fyrir átta dögum hafi egypzkt herlið | farið inn á hlutlausa svæðið og komið sér þar upp hervirkjum þvert ofan í fyrirmæii Samein- uðu þjóðanna. ísraels-hermenn lögðu því til atlögu í nótt til að reka Egypt- ana af hlutlausa beltinu. Segja þeir, að það hafi þeim tekizt. 400 manna lið var sent til áhlaups ins. Segja þeir, að í áhlaupinu hafi 50 Egyptar fallið en 40 ver- ið teknir höndum. Manntjón Gyðinga hafi verið 4 fallnir og 19 særðir. FRÁSÖGN EGYPTA Egyptar segja frá atburðunum með nokkuð öðrum hætti. Þeir kveða að 3000 ísraels-hermenn vopnaðir þungum fallbyssum, sprengjuvörpum og með bryn- varða vagna hafi snemma í nótt gert áhlaup á virkið Sabha, sem sé á egypzkri grund. Þar voru aðeins 125 Egyptar til varnar, en þeir hafi snúizt hraustlega við. Þá þegar um nóttina barst liðsauki til virkisins og með birtu hófu Egyptar allsherjar gagnsókn með sveitum fótgöngu- liðs, skriðdrekum og hernaðar- flugvélum. Hröktu þeir Gyðing- ana til baka er á leið daginn. Egyptar segjast hafa fellt 200 Framhald á bls. 2. Sendiherra Banda- ríkjanna afhendir Irúnaðarhréf sitt HERRA JOHN J. MUCCIO, af- henti í gær forsetanum trúnað- arbréf sitt sem ambassador Bandaríkjanna á íslandi við há- tíðlega athöfn að viðstöddum utanríkisráðherra. (Frá skrifstofu forseta íslands). Fundiir utanríkisráðlierr- anna 1 gær arangursiaus Allt strandar á því að Molotov vill ekki fallast á frjálsar kosningar í öllu Þýzkalandi Genf, 3. nóv. Einkaskeyti frá Reuter. FUNDUR utanríkisráðherra fjórveldanna í dag varð árangurslaus. Stóð málaþref og þrætur í fjórar klukkustundir um Þýzka- landsmálin. TILLAGA MOLOTOVS ÞYÐIR ÁFRAMHALD SUNDRUNGU Fundurinn hófst með,því að Dulles, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hvatti Molotov til að fallast á tillögur, sem miðuðu að sameiningu Þýzkalands með frjálsum kosningum. Sagði Dulles að tillaga Molo- tovs, sem hann lagði fram í fyrra- dag, miðaði ekki að því að sam- eina landið, heldur væri þar byggt á því að Þýzkaland væri tvö ríki, þ.e.a.s. þar væri stefnt að áframhaldandi skiptingu Þýzkalands. ÞJÓÐVERJAR RÁÐA SJÁLFIR FRAMTÍD SINNI Þótti honum undarleg þau við- horf Molotovs, að vera mótfall- inn frjálsum kosningum „vegna þess að við vitum aldrei, hvernig úrslit þeirra geta orðið". Við eig- um að lofa þýzku þjóðinni sjálfri að ráða framtíð sinni, sagði Dulles. SAMSTARF ÓHUGSANDI Pinay, utanríkisráðh. Frakka, gagnrýndi einnig tillögu Molo- tovs. Hann sagði að það væri undarlegt, að eftir að rússneski fulltrúinn hefði viðurkennt að mikið djúp væri staðfest milli vestur-þýzku og austur-þýzku stjórnarinnar, þá skyldi hann í næsta orði leggja til að þessir tveir aðiljar mynduðu eins konar samsteypust j órn. Svo virðist sem Molotov vilji ekki með nokkru móti sætta sig við frjálsar kosningar í öllu Þýzkalandi, af því að kommún- istaflokkurinn þar myndi bíða mikið afhroð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.