Morgunblaðið - 04.11.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.11.1955, Blaðsíða 16
Veðurúílil í dag: Allhvass eða hvass NA. Skýjað. 252. tbl. — Föstudagur 4. nóvember 1955 Fallbyssurnar druna Sjá blaðsíðu 9. Vegna breytinga í sam- göngumálum er óhjá- kvæmilegt að endur- skoða skipulag skipaútgerðarinnar Ella fer rekslrartapfö stöðugt vaxandi, segir Gísli Jónsson ÞEGAR Skipaútgerð rikisins keypti strandferðaskipið Heklu, var mikið um það talað, að stærð skipsins væri slík, að það væri samkeppnisfært og myndi standa undir rekstrarkostnaði. Nú er það kunnugt af reikningum fyrir s.l. ár að af rekstri þessa eina skips varð tæplega 3 millj. kr. tap og af Esju, sem er lík að stærð varð rúmlega 3 milljón kr. tap á s.l. ári. Þannig mælti Gísli Jónsson í framsöguræðu í Sameinuðu þingi í gær. Og hann bætti við: — Á sama tíma var einnar milljón kr. tap af minni skipunum Skjaldbreið og Herðubreið hvoru fyrir sig. Fyrir hallagreiðslur með Esju og Heklu hefði því mátt reka 6 skip af sömu stærð og Breiðarnar. Dettur engum í hug, að slíkt hefði ekki gefið betri þjónustu. ATHUGUN A BREYTTRl SKIPAN Gísli mælti þetta í sambandi við þingsályktunartillögu um að kosin verði fimm manna nefnd til þess að athuga, hvort hægt sé með breyttri skipan strand- ferða að draga verulega úr sí- aúknum rekstrarhalla strand- ferðaskipanna. Benti ræðumaður á það, að Eysteinn Jónsson fjármálaráð- herra hefði getið þess í fjárlaga- ræðu sinni, að hækka yrði fram- iag til Skipaútgerðarinnar um 4 V‘2 milljón. Væri það þó lægra en forstjóri Skipaútgerðarinnar hefði áætlað. BREYTTAR AÐSTÆÐUR Með þessum ummælum sagði Gísli að fram hefði komið fyrr en svartsýnustu menn ætluðu, að tap Skipaútgerðarinnar hlyti að fara stórkostlega vaxandi, ef skipulagi hennar væri ekki breytt. Við endurskipulagningu væri óhjákvæmilegt að taka til- ilit til þeirra breytinga sem orðið hafa vegna samkeppni við önnur skipafélög um siglingar innan- lands og þá ekki síður að síaukn- ar flugferðir og stórbættar sam- göngur á landi hafa dregið úr "farþegaflutningum með Ríkis- skip. Eins og Skipaútgerðin væri nú rekin væri ekki tekið neitt tillit til slíkra stórfelldra breyt- inga á rekstursgrundvellinum, heldur allt látið danka áfram niður í æ meiri hallarekstur. RÍKISSKIP OG FLÓABÁTAR Þá minnti Gísli Jónsson á það, að þegar starf Skipaútgerðarinn- ar var síðast skipulagt, hafi verið um það talað, að því yrði svo hagað, að hægt yrði að draga úr framlagi til Flóabáta. Nú er það hins vegar sýnt að Skipaútgerðin hefur ekki getað komið í stað siglinga Flóabátanna og framlög til þeirra því hækkað líka. Spurði ræðumaður, hvort það mætti ekki einmitt færa þetta til betri vegar við endurskipulagningu Skipaútgerðarinnar. UNDARLEGT FYRIRKOMULAG Að lokum minntist ræðumaður á upplýsingar þær sem Guð- mundur Gíslason forseti bæjar- stjórnar Vestmannaeyja hefði gefið í grein í Morgunblaðinu í gær. En þar kæmi fram að Ríkis- skip safnaði vörum til flutnings með öðrum skipum en sínum eigin og missti þannig 500 þús. kr. tekjur. Gefur greinin ástæðu til gaumgæfilegrar athugunar, sagði Gísli Jónsson að lokum. Fjölmennt þing S.U.S. sett í dng Þingið hnldið i HninorSirði ÞRETT'ÁNDA þing Sambands ungra Sjálfstæðismanna verður sett kl. 10 í dag. Þingið er haldið í Hafnarfirði að þessu sinni. 170 fulltrúar úr Reykjavík og víðsvegar að af landinu, sækja þingið. í dag flytur Magnús Jónsson alþm. formaður sambandsins skýrslu stjórnarinnar. Síðan verður kosið í nefndir og áttu þær að starfa í dag. Sýning sexmenninganna í Listamannaskálanum hefur nú verið opin í 12 daga. Hefur aðsóknin verið góð, og 16 myndir selzt. — Fer nú að verða hver siðastur að sjá þessa fjölbreyttu sýningu, sem er að því Ieyti óvenjuleg að þar gefst mönnum tækifæri til að sjá „abstrakt“-list og „realistiska“ hlið við hlið. Meðfylgjandi mynd er á sýningunni, „Ávcxtir", eftir Kristínu Jónsdóttur. Tillögum um leikvelli verði hraðað Á FUNDI bæjarstjórnar í gær var samþykkt tillaga um, að leikvallanefnd hraði því að gera tillögur um hinar mest aðkail- andi framkvæmdir í sambandi við leikvelli í bænum og leggi fram áætlanir sínar áður en fjár- bagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár komi til framkvæmda. Lítill snjór SAMKVÆMT upplýsingum frá Norðurieiðum h.f. í gærkvöldi, hafa ekki enn orðið neinar tafir eða erfiðieikar á áætlunarferð- um norður í land. Lítill sem eng- inn snjór er á Ieiðinni og vegur- inn því vel greiðfær. VÍÐA AF LANDINU í gær voru allmargir fulltrúar þegar komnir í bæinn frá félög- um ungra Sjálfstæðismanna um land allt, m. a. frá Akureyri,Vest- rnannaeyjum, ísafirði og Kefla- vík. í dag starfa 10 nefndir og 'fjalla þær um marga málaflokka og undirbúa tillögur, sem verða lagðar fyrir þingið á morgun. HÓFí KVÖLD í kvöld býður félag ungra Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, „Stefnir“, sambandsfulltrúum til kaffidrykkju í Góðtemplarahús- inu í Hafnarfirði. Flytja þar xæður Ingólfur Flygenring alþm. og Stefán Jónsson bæjarfulltrúi. Þing þetta er eitt hið fjölmenn- asta, sem ungir Sjálfstæðismenn Itafa hingað til haldið. Fer það fram í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði. FERDIR í DAG Þingfulltrúum verður séð fyrir ferð frá Iðnskólanum gamla til Hafnarfjarðar kl. 9.30 f. h. til þingsetningar- Ársháfíð Sjálfstæðis- félaganna f Keflavík SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Kefla vík halda árshátíð sina í Ung- mennafélagshúsinu í Keflavík laugardaginn 12. nóv. n.k. Dagskrá hefur ekki enn verið endanlega ákveðin, en verður til- kynnt síðar. Gríska sfeipil laliS gcrónýtf KEFLAVÍK, 3. nóv. — Gríska skipið Titika, sem rak hér upp snemma á þriðjudagsmorgun, er nú mjög illa farið, Þegar það strandaði, kastaðist það á stjórn- borðshliðína og rifnuðu þá hliðar þess mjög og botninn. en nú liggur það á bakborðshlið. Þar eru nú einnig orðnar miklar skemmdir á því. Liggur það hátt uppi í klettunum og er talið ger- ónýtt. Sömuleiðis má telja full- víst, að skreiðin, sem skipið hafði lestað hér, sé ónýt með öllu. — Töluvert hefir rekið úr skipinu, einkum húsgögn og ýmislegt fleira lauslegt, en engu hefir tekizt að bjarga, með því að það hefir allt liðazt í sundur og skemmzt í hafrótinu. Skipshöfnin var flutt til Rvík- ur sama morgun og skipið strand aði eftir að hafa þegið kaffi í kaffisal Fiskiðjunnar, sem hún bauð upp á. — Ingvar. ÓLAFSVÍK, 3. nóv. — Bátarnir tveir, sem ekki hafa náð landi hér síðan á þriðjudag, komu til hafnar heilu og höldnu árdegis í dag. Það sem orsakaði það með- al annars að þeim var snúið frá, var, að er bryggjuljósin biluðu j í ofviðrinu á þriðjudaginn þótti j ekki nógu mikið öryggi í því að . láta bátana sigla inn, er höfnin j var að mestu í myrkri. Fiupfjé erfluavéfar hér Ný skspan flugumferöarmála á Keflavíkurflugwelli Keflavíkurflugvelli 3. nóv. HIN íslenzka flugumferðarstjórn hefur nú tekið að fullu við allri flugstjórn hér á þessum mikla flugvelli, sem áður var skipt þannig, að varnarliðið annaðist alla flugþjónustu fyrir sínar fiugvélar, en íslendingar aftur fyrir flugvélar flugfélaganna, sem láta flugvélar sínar hafa viðkomu hér á leið sinni austur eða vestur um haf. V ARN ARLIÐTÐ OG FLUGMÁLASTJÓRN | Árið 1951 þegar varnarliðið kom hingað til lands á vegum Atlantshafsbandalagsins, var gerður um það samningur milli flugmálastjórnarinnar og varn- arliðsins, að hinn 1. nóv. 1955, skyldi öll flugþjónusta, sem látin er í té hér á flugvellinum til her- flugvéla, sem hér hafa viðkomu, vera veitt af íslendingum, starfs- mönnum flugmálastjórnarinnar. Til þessa hafa varnarliðsmenn Bandalag íslenzkra llstænanna hyllir Laxness S T J Ó R N Bandalags íslenzkra listamaiiita samþykkti nýlega á annazt allar herflugvélar, sem1 fundi sínum að fela formanni hér hafa komið við. þess, Jóni Leifs, að ávarpa Hall- dór Laxness við skipsfjöl, þegar Gullfoss kemur hingað árdegis í dag. Athöfnin fer fram jafn- 1 skjótt og Gullfoss leggst að hafn- arbakkanum. 9 FLUGUMFERÐARSTJORAR Þessi nýja reglugerð gekk í gildi 1. nóv. Þá tóku til starfa fimm nýir flugumferðarstjórar, sem hlotið höfðu menntun sína og þjálfun á vegum flugmála- stjórnarinnar, hér heima og er- lendis. Þá hættu störfum í flug- umferðarstjórninni þeir menn úr Bandaríkjaflugher sem annazt hafa flugþjónustu fyrir herflug- vélarnar. Eru nú níu flugumferð- arstjórar hér að störfum. Er Guðmundur Matthíasson yfir- flugumferðarstjóri, en hann gegnir þeim störfum fyrir Boga Þorsteinsson, sem er settur flug- vallarstjóri Keflavíkurflugvallar. MIKIL UMFERÐ í haust hefur verið ★ ★ ★ f Gullfoss mun leggjast að hafn- arbakkanum kl. 10 árdegis í dag. Erfiðleikar j á dreifingu hlaðsins IVfORGUNBLAÐIÐ á nú við nokkra erfiðleika að etja í sambandi við dreif- ingu blaðsins til kaupenda í allmikil nokkrum hverfum bæjar- umferð um Keflayíkurflugvöll.1 in þar sem börn yantar tij Rumlega 200 flugvelar komu þar . , við í októbermánuði. Undanfarna l blaðburöar. Vul blaðið biðja daga hefur verið minni urnferð kaupendur sína í hverfum flugvéla og stafar það af hinurn|þessum ve!virðingar á í októbermánuði komu flugvélar, pessu> um leið og það vill brezka flugfélagsins BOAC h,v fullvissa þá um, að allt er oftast við, síðan.komu amerísku , .•] . * * flugfélögin TWA og Pan Ame- %ert tÚ að reyna að ía rican. I unglinga til blaðburðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.