Morgunblaðið - 04.11.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.11.1955, Blaðsíða 2
I MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 4. nóv. 1955 UinferðaiuáSIn ræid H|i65,aus uffl!grð!! Framh. af bla > 5. Staðsetning og útbúnaður leikvalla. 6. Takmörkun umferðar í ákveðnum hverfum og götum. 7. Götulýsing og ganstéttir. b. Flutningur benzínstöðva úr Miðbænum. Auk þessa væru svo bráða- bírgðaráðstafanir eða fljótvirkari ráðstafanir og nefndi G. H. eftir- farandi dæmi: 1. Bannaðar hafa verið bifreiða- stöður á fjölmörgum götum. 2. Tímatakmarkanir á stöðum bifreiða á mörgum götum. 3. .Einstefnuakstur á mörgum götum. 4. Afmáð hafa verið ýmis mann- virki, veggir á götuhornum o. fl. sbr. og birgðaskemmur á gatnamótum Njarðargötu og Reykjavíkurvegar. 5. Umterðargrindur. OKSAKir SLYSANNA Umferðarnefnd hefur, með biiðsjón af skýrslum lögreglunn- ar; reynt að gera sér grein fyrir ©rsökum árekstra, sagði G. H. Ef athugaðir eru árekstrar á fyrri hluta þessa árs, þá kemur í ljós að margir hafa gerzt þar, sem ’U.mferðarskilyrði mega teljast ,góð. T. d. hafa orðið 5 árekstrar á mótum Miklubrautar, sem er aðalbraut og Lönguhlíðar, 5 árekstrar á gatnamótum Hverfis- ^jötu og Snorrabrautar, þar sem Hvorfisgata er aðalbraut, 4 érekstrar á gatnamótum Frí- kirkjuvegar og Skothúsvegar ,þar sem aðstæður mega teljast 'bærilegar. Ákveðið hefur verið að setja upp götuvita á mótum Hverfisgötu og Snorrabrautar. — Vissulega væru umferðaraðstæð- ur víða erfiðar og hættulegar og væri unnið að úrbótum þar. Umferðarþrengsli eiga þátt í 'Jpeim vandkvæðum, sem i ljós korna og einnig bifreiðafjöidinn. Um s.l. áramót voru 6041 bifreið í Reykjavík, en nú eru þær 7881 að tölu. G. H. sagðist ekki vilja draga úr því, að ófullkomnar aðstæður séu til þess fallnar að valda slysum en hins vegar kvaðst hann vilja leggja á- herzlu á, að meginorsakir slysanna séu að umferðarrétt- ur sé ekki virtur og óaðgætni sýnd. TÍLLÖGUR UMFERÐANEFNDAR G. H. ýtrekaði tillögur um- ferðanefndar, sem hún hefur beint til bæjarstjórnar Reykja- víkur en þær eru: „Bæjarstjórn Reykjavíkur lýs- ír yfir þeim viija sínum og bein- ir til hlutaðeigandi aðila: 1. Að ekki verði leyfðar bygg- ingar stórhýsa innan bæjar- takmarkanna, nema að jafn- framt sé hæfilega séð fyrir bifreiðastæðum við þau. 2. Að þess sé vandlega gætt við skipulagningu nýrra bæjar- hluta, að -þar sé gert ráð fyrir breiðum umferðargötum og nægilegum bifreiðastæðum, þannig að bifreiðar ibúanna þurfi ekki að standa úti á göt- um. 3. Að hið allra fyrsta verði ákveðnar greiðar umferðar- æðar út úr Miðbænum og framtíðarskipulagi bæjarins verði hagað í samræmi við þær“. DALÐASLISIN G. H. minntist á hin hörmu- le«;u Jauðaslys, sem orðið hefðu «g raönnum væru minnisstæð. Á þessu ári hefðu orðið 6 dauðaslys og 3 í fyrra, og í mörgum af þeim hafi verið glöggt, að um var að kenna hæfniskorti bifreiðastjóranna og að umferðareglum liefði ekki verið hlýtt. Einnig bæri mjög á ölvun við akstur og væri það vegna þessa ástands, sem tillaga þeirra J. H. væri borin fram. AÐ STEMMA A AÐ OSI Guöbjaríur Ólaísson bftr. (S) taldi að réttasta leiðin til að fá sem skjótast ’oreytingar til bóta t á umferðamálunum, væri að snúa sér að þeim»einstaklingum, , sem siysum valda. Fér aka þúsundir manna um götur og vegi, sem aldrei valda neir-am slvsum. Svo eru aðrir, sem hvað eftir annað valda st erri <>g smærri sivs- nm, sagði G. Ó. Þetta er eins á lmdj <-<r s=ió. Sumir slcnna í sama sjó og veðri, sem öðr- i um hlekkist á í. Hið sama er á götunum, sumir eru sifellt að valda slysum en aðrir, sem búa við sömu skilyrði, kom- ast klakklaust s'nn leið Mönn- um er pyngjan alltaf sár og mættí hér bcita byngri sekt- um, en verið hefur. Strangara þyrfti líka að taka á ölvun, en . nú er, sagði G. Ó. Margir bæiarfuHtrúar ræddu þessi mál, svo ?em í sambandi við leikvelli og skóla, sem blönduð- ust inn í umræðurnar um um- ferðamálin. Kommúnistar reyndu í um- ræðunum að nota sér slysin til pólitísks áróðurs enda verður þeim flest að vopni í þeim efn- um. Þó ekki geti talizt smekk- legt að taka dauðann 4iálfan á þennan hátt í sína þjónustu. Titlaga Goirs Hallgrímssonar og .Tóhanns Hafsteins var loks sambykkt með samhljóðandi at- kvæðum. MEÐ vaxandi umferð hér i bæn- um, er tekíð mjög að bera á því, að ökumenn þeyti bílhornin sem óðir menn, þegar þeir lenda í um- ferðarhnútum. Seint í gærkvöldi endurómaði Miðbærinn af horna- þyt ökumannanna. Þetta er, sem kunnugt er, brot á umferðarregl- unum. Er það furðulegt hve marg ir leigubílstjórar gera sér hreint leik að því að þeyta bílhornið í sífellu, svo að maður ta!i ekki um knapana, sem aka í eigin bíl- um rúnt eftir rúnt!! Eitthvað á þessa leið fórust manni nokrum orð, er kom á riststjórnarskrifstofu hlaðsins í særkvöldi. Hann kvaðst ekki hafa orðið þess var að lögreglu- menn gerðu neina tilraun til þess að þagga niður i þessum tauga- slöppu ökumönnum, sem þó er skylda þeirra, eins og að sjá til þess að menn aki ekki bílum sín- um ljóslausum eftir að dimmt er orðið, því að það heitir 1 laga- bókstafnum að umferðin skuli hljóðlaús vera 1 Reykjavík. f GÆR voru þessi mál rædd á fiskiþinginu: í Rækju- og humarveiðar, fram- sögumaður Magnús Magnússon. Máiinu var vísað til Sjávarút- vegsnefndar. Lög Fiskifélags íslands, fram- sögumaður Ámi Vilhjálmsson. < Milli þinga hefur verið unnið að endurskoðun í lögum Fiski- félagsins af tveimur tilkjörnum mönnum ásamt fiskimálastjóra. Leggja þeir til að gerðar verði nokkrar breytingar á lögunum, þó engar grundvallar breytingar. Málinu var vísað til laga og fé- lagsmálanefndar. I.andhelgismál, framsögumað- ur Arngrímur Fr. Bjarnason. — Vísað til sjávarútvegsnefndar. Framh. af bls. 2 Gyðinga og handtekið cnn fleiri og náð á sitt vald miklu magni af vopnum og skotfærum. ORSÖK ÓLGUNNAR Af þessu má sjá, að fregnir af atburðum þessum eru óljós- ar og ber mikið á milli bæði um upptök og tjónið í bardög- unum. En svo mikið er víst, að styrjöld hefur nú brotizt út í löndunum fyrir botui Miðjarðarhafs eftir 7 ára vopnahlé og ber öllum stjórn- málafréttariturum saman um, að það eru hinar rússnesku vopnasendingar, sem eru að hleypa öllu í bál og brand. ÓHUGUR í GENF Fundur stóð yfir i Genf, þcgar frétiirnar frá ísrael bárust og sió miklum óhug á menn. — Var ekki furða þótt sú spurning yrði áleitin, hvort það hefði nokkra þýð-1 ingu fyrir friðinn í heiminum,' að sitja á slíkum ráðstefnum, þegar stórveldi er á sama tíma bak við tjöldin að kynda bál styrjaldarhaturs. Dag Hammarskjöld fram-, kvæmdastjóri S. Þ. átti í dag viðræður við fulltrúa hinna ýmsu þjóða um það hvað sam-1 tökunum bæri að gera til að reyna að hindra frekari blóðs- úthellingar í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. 1 fw' ^ ^ Framh. at Wa. 1 hvenær sem langvarandi ótíð gengur yfir á slættinum. Verð- ur að gera sér grein fyrir því, að miklu meiri verðmæti eru í veði nú orðið á stuttum tíma en áður var. Kemur þetta af því, að meginhluti heyskapar- landsins er ræktað og vélar- fært land, sem heimtar, að los- að sé og hirt á ákveðnum tíma. MIKIÐ FRAMLAG TIL HJÁLPAR Síðan rekja flutningsmenn, að tjón af langvarandi óþurrkum hafi orðið svo mikið á siðustu ár- um, að það snerti alla þjóðar- heiidina. Þetta sjáist bezt á þeim miklu framlögum, sem ríkið verð ur nú að inna af hendi vegna þeirra er verzt hafa orðið úti. Er það endurtekning á því er gerðist fyrir skömmu um Aust- urland og Norðausturland. ÖRYGGI, EN MIKILL KOSTNAÐUR Eftir þeirri reynslu, sem fengizt hefur á nokkrum stöð- um á landinu, fylgir súgþurrk unaraðferðinni næstum ótrú- lega mikið öryggi. En henni fylgir sá mikli ókostur, að hún er ákaflega dýr í framkvæmd. Veldur því einkum það, hve raforkukostnaðurinn er ákaf- lega mikill. Gildir það bæði um þá aðila, sem eiga kost á raímagni frá héraðsrafveitum eða öðrum vatnsvirkjunum, og hinna, er verða að taka þann kosíinn að kaupa oliu- mótora til orkuframleiðslunn- ar. Reynsla þeirra bænda, er koinið hafa upp hjá sér súg- þurrkunartækjum og hafa fratnkvæmdir á þessu sviði í stórum stíl, er slík, að auð- sætt er, að bændum yfirleitt er ekki fært að standast kostn- aðinn. HAGKVÆMARA EN BJARGRÁH ÞEGAR ALLT ER KOMIÐ í ÓEFNI Kemur þá mjög til álita, hvort eigi er hagkvæmara allra hluta vegna, að hið opinbera veiti í þessu efni óbeina eða beina að- stoð, heldur en að eiga á hættu að leggja fram margfalt stærri upphæðir til að bjarga frá vand- ræðum, þegar illa er komið. — Gildir um það sú alkunna regla, að betri er fyrirhyggja og varn- arráð en að stríða við ósköpin, þegar allt er komið í óefni. PARÍS — Hinn nýi franski varti- armálaráðherra ber ábyrgðina á því að koma í framkvæmd hinni ,,frjálslyndu“ stefnu frönsku stjórnarinnar í Norður-Afríku. — Hann mun samt vera leynilega meðlimur Présence Francaise, samtök franskra landnema í N- (Ljósm. Gísli Ólafsson). Benzírggymir í Akureyrarflugvö! Ak. 1.11. 1955. VÉLSMIÐJAN ATLI á Akur- eyri hefur smíðað þennan geymi fyrir Shell undir flug- vélabenzín, en með sívaxandi flugsamgöngum verður hans full þörf. Benzíngeymirinn er 15 m langur og 3 m í þvermál fyrir utan styrktargjarðir. Hefur hon- um nú verið fyrir komið í jörðu og stendur ekkert upp úr utan áhellingarstútur og loftrör. Ekki er nægilegt að grafa hann niður heldur verður og að halda hon- um niðri með 80 lesta þyngd af steypu, því geymirinn stendur að nokkru í sjó í stórstraumsflóði. — Jónas. ARNASKÓLARNIR eru nú teknir til starfa og um leið hefst á ný sparifjársöfnun skólabarna, sem hófst á síðastl. ári, fyrir atbeina Landsbankans, meðal 13.500 barna um land allt. f gærdag kallaði Snorri Sig- fússon, sem veitt hefur sparifjár- söfnun þessari forstöðu, nokkra menn á sinn fund, meðal þeirra fræðslumálastjóra, fræðslufull- trúa Reykjavikurbæjar, skóla- stjóra barnaskólanna o. fl. AFTUR í VETUR fear skýrði Snorri frá því að Landsbankinn hefði nú í ár eins og í fyrra, gefið hverju barni, sem i fyrsta sinn sezt á skóla- bekk, sparisjóðsbók með 10 kr. innstæðu. Þar með eru þessi litlu skólabörn orðin þátttakendur í sparifjársöfnuninni, sem Snorri og forustumcnn skólanna hafa beint inn á þau braut, að fyrst og fremst sé um að ræða upp- eldismál en ekki eingöngu fjár- söfnun. — Það er skoðun manna almennt að mikil nauðsyn sé á fræðslu og leiðbeiningum i þess- um eínum fyrir börnin. ALMENNUR SKILNINGUR Á MÁI.INU Það hefur líka komið í ljós, að foreldrar skólabarna eru stöðugt að öðlast meiri skilning á þess- um nýja þætti í skólastarfinu. Það sýndi góðan árangur af sparifjársöfnuninni í fyrra, er 13500 börn söfnuðu rúmlega 70 ki'ónum að meðaltali. Þessi börn voru í 43 skólum landsins, en söfnunin mun ná til fleiri skóla nú í vetur. Hafa skólastjórar og kennarar tekið virkan þátt í starfinu. ♦ • ♦ Þá er þess að geta, að skólarnir munu gefa yngstu nemendum sínum, sem nú fá sparisjóðsbæk- ur, ávísanir á þær. Foreldrum skal á það bent, að kynna sér til hlítar þau gögn, ávísunina á sparisjóðsbókina cg fleira sem börnin koma með heim til sín út* skólanum. ♦ © ♦ Snorri Sigfússon ræddi nokk- uð um sparifjárstarfsemi þessa og einnig meðal skólabarna á Norð- urlöndum og víðar, en í f jölmörg- um löndum hefur slik starfsemi verið í árai'aðir. Á þessum fundi tóku til mála fræðslumálastjóri og fleiri og ræddu gagnsemi þessa starfs. Sími á alía bæi Gaulverjabæjarhreppí 2. nóv. 1955. NÝLEGA er lokið lagningu símg á 17 bæi í Gaulverjabæjarhreppf og er þar með kominn sími á hvern bæ í sveitinni. Er þar með náð langþráðurr? áfanga sveitarbúa, sem náðisfi með því að sveitarsjóður lánaði landssímanum til 5 ára, krónur’ 125 þúsund. Allmörg ár eru síð- an fyrst kom sími á nokkrs bæi í Gaulverjabæjarhreppi, eri hægt hefur gengið að auka þai? við, þar til nú að fvrrnefnt átal<í var gert. Eru símanotendur f sveitinni nú alls 40, en símstöðin er í Gaulverjafcæ og stöðvarstjórt Magnús Þ. Öfjörð, hreppstjóri. Fénaðiir á gjöf ÞÚFUM, N-ís., 3. nóv. — Undan- farna tvo daga hefur verið norð- an stórviðri hér um slóðir með nokkurri snjókomu, einkum norð an Djúps. 1 Vegna óveðurs tafðist Djúpbát- urinn. Varð hann að_ liggja í vari undir Melgraseyri. í gær komst hann áleiðis. Sauðfé er komið í hús vestaa Djúps og eru víða ekki góðar heimtur á sauðfé hjá bændum þar. • |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.