Morgunblaðið - 04.11.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.11.1955, Blaðsíða 9
Föstudagur 4. nóv. 1955 MORGUISBLAÐIÐ V FaUbyssudrusstar yfír landa- mærum Ésraels Egyptalands ST YR J ALD ARSKÝIN drífur nú upp á himininn yfir landa mærum ísraels og Egyptalands. Barizt hefur verið af mikilli hörku undanfarna tvo daga á' hlutlausa svæðinu við Bir Ein, og hófust bardagarnir, er egypzk- j ar hersveitir reyndu að sprengja í loft upp vatnsleiðsluna, er ligg- ur til áveitunnar í ísraelsku land- búnaðarhéruðunum í suðurjaðri Negeveyðimerkurinnar. — — NÝLEGA skýrði talsmaður egypzka hermálaráðuneytisins svo frá, að ástandið við landa-: mærin hefði farið stöðugt versn- andi undanfarnar vikur, og báðir aðilar væru reiðubúnir til að láta til skarar skríða. Landamærin milli Egyptalands og ísraels eru um 320 km á lengd. Verði ekki eitthvað að gert, má búast við því, að fallbyssu- drunur og sprengjuhvellir verði í algleymingi í Landinu helga, þegar jólaklukkurnar láta boð- skap friðarins hljóma yfir heim- inn. ÓTTINN við, að svo kunni að fara, hefur komið því til leiðar, að kanadiski herforinginn Burns, yfirmaður vopnahlésnefndar SÞ í ísrael er nú farinn til New York til ráðagerða við forráða- menn Vesturveldanna, og forsæt- isráðherra ísraels Moshe Sharett fór til Genfar til að ræða við utanríkisráðherra fjórveldanna. Vill hann fá Molotov til að reyna að stöðva vopnasölu Rússa til Egypta og hefur farið þess á leit við Vesturveldin, að þau ábyrg- ist landamæri ísraels. David Ben Gurion, sem nú er útnefndur forsætisráðherra ísaels, álítur, að það sé vonlaust, að þríveldin verði við þessari málaleitan. ísrael virðist nú vera ein- angraðra en nokkru sinni fyrr, síðan landið fékk fullt sjálf- stæði, þar sem vopnasala kommúnisku ríkjanna til Ar- abalandanna er í fullum gangi, og Vesturveldin hafa aðeins viljað gefa fsrael var- færnisleg loforð um að selja þeim vopn til að verja hendur sínar — og þykjast ísraels- menn samt eiga hönk upp í bakið á þríveldunum sam- kvæmt samningnum frá 1950. _ ❖ — EN hins vegar á ísrael — enn sem komið er — betur æfðan og betur búinn her en nokkurt hinna landanna fyrir botni Mið- jarðarhafs. Með herútboði geta þeir á tveim dögum kallað sam- an 250 þús. hermanna. Aginn í ísraelska hernum er strangari en í nokkrum öðrum her nú á dög- nm, t. d. er dauðarefsing fyrir strok — einnig á friðartímum. Herþjónustuskyldan er tvö og hálft ár fyrir karlmennina og tvö ár fyrir konur — og ísrael er einasta landið, þar sem konur eru herskyldar. Menn og konur eru kölluð i herinn á aldursskeiðinu 18—26 ára. Mennirnir eru í varaliði í 28 ár eftir að þeir hafa gegnt herþjónustu og konurnar í 14 ár. Varaliðsmenn verða að taka þátt í heræfingum einn mánuð á ári hverju og er kallað saman til léttra heræfinga einu sinni í mánuði. Þar að auki er eins kon- ar undirbúningsherþjónusta fyrir unglingana. _❖_ í FYLKINGARBRJÓSTI ísra- elska hersins er Moshe Dajan, 43 ára að aldri, fæddur í ísrael, og hefur frá 14 ára aldri barizt gegn Aröbum. Er hann barðist með Bretum gegn franska hershöfð- íngjanum Dentz í Sýrlandi, særð- íst hann illa á höfði, og er ein- æygður síðan. Hann segist ekki vera að „verja land, heldur landamæri.“ ísrael er svo lítið Jand, að hér er fyrst og fremst xim að ræða að verja landamær- án. Það verður að sigrast á óvin- inum strax. Þetta er uppistaðan í vörnum þessa litla lands. i ísraelska hernum eru konurnar einnig herskyldar MOSHE SHARETT: Egyptar undirbúa árás í því markmiði að þurrka ísrael út af landakortinu. Þó að ísrael sé lítið land segir egypzki forsætisráðherr- ann Gamel Abdel Nasser, að sjálfstæði Egyptalands stafi meiri hætta frá ísrael en vest- rænum ríkjum frá Ráðstjórn- arríkjunum. „í Egyptalandi Iítum við David Ben Gurion sömu augum og menn í Was- hington líta ráðamenn í Kreml,“ segir Nasser. ❖ _ SVAR Moshe Sharetts við þessum orðum Nassers er, að mæranna hefur aukizt að mun. Vopnahlésnefndin hefur til þessa verið fær um — með nokkurri aðstoð frá Washington og Lund- únum — að halda rás viðburð- anna nokkurn veginn í skefjum. EN MÁLIN horfa nú öðruvísi við, þar sem Sovétríkin hafa nú olnbogað sig inn í deilur, landanna fyrir botni Miðjarð- ( arhafs, landamæraskærurnar eru nú orðnar samofnar ágrein ingsmálum stórveldanna — og þar með er verkefnið vaxið vopnahlésnefndinni yfir höf- uð. ísraelsmenn setja alla von sína á að Sharett verði eitthvað ágengt í Genf — og helzt vildu þeir koma því til leiðar, að vest- urveldin sættUst á að selja þeim vopn í jöfnu hlutfalli við þær vopnabirgðir, er Egyptar fá frá kommúniskum löndum. ♦% SHARETT er persónugervingur öfgalausra ísraelsmanna, en er hann kemur heim frá Genf, munu landar hans leggja hart að honum og krefjast þess, að ísrael bíði ekki eins og „andvaralaus héri eftir biti eiturslöngunnar, meðan hún býr sig sem bezt undir höggið," eins og það var orðað í einu ísraelska dagblað- inu. Fyrsti amhassador Rússa í Bonn-maðurinn að baki Prag-byltingarinnar Valerian Zorin er einn dugmesti — og hættulegasti — stjórnarerindreki Ritssa FY R S T I ambassador Ráð- stjórnarinnar verður Valer ian Zorin — og þetta er þess vert að veita því athygli. Zorin er einhver athafnamesti stjórnmálamaður i Rússlandi, og það er hann, sem var sendi- herra í Tékkóslóvakíu eftir síð ustu heimsstyrjöld og undir- Dregið í happdrætti I GÆR var dregið í 7. fl. happ- drættis D.A.S. um tvo vinninga Chevrolet-fólksbifreið og Vespu- bifhjól. Bifreiðin kom á miða nr. 26225, en hann átti frú Arnfríður ísaks- dóttir, Bjargi, Seltjarnarnesi og Vespu-bifhjólið kom á miða nr. 17.702 og hann átti Sveinn Árna- son, Hamrahlíð 21, 3ja ára gam- all. Zorin - maður. gestrisinn og aðlaðandi bjó kommúnisku byltinguna árið 1948, er gerði landið að einu af lcppríkjunum á áhrifa svæði Rússa. ★ ★ ★ Það er augljóst að Zorin mun koma til Bonn Tneð fjölmennt og hæft starfslið, sem mun beita öll- um ráðum til að koma vel fyrir sjónir — og einkum til að „ganga í augun á“ iðnfrömuðum í Ruhr- héraðinu og jafnaðarmanna- flokknum í V-Þýzkalandi. Rússar hefðu ekki getað valið betri mann í þetta starf en Zorin — honum liggur lágt rómur, hann er hæverskur í framkomu, sam- vizkulaus og mjög vinouharður — bæði við sjálfan sig og undir- menn sína. ★ ★ ★ Hann er rúmlega fimmtugur og var því aðeins 15 ára, þegar byltingin varð í Rússlandi. Hann. er samt alinn upp i algjörlega kommúniskum anda — fyrst í kommúnisku æskulýðshreyfing- unni, síðar varð hann aðalritari utanríkismálanefndarinnar og loks var hann gerður að skrif- stofustjóra þeirrar utanríkis- málanefndar, er sá um málefni varðandi Mið-Evrópulöndin. Var Zorin potturinn og pannan í undirbúningnum aS Yaltaráðstefnunni og átti drjúgan hlut í þeim röksemd- um Rússa, að „Rauði herinih* hefði fullan rétt til að „frelsa" Prag. Og einu ári eftir, að' hann hafði talað af eldmóði gegn því, að ríki skiptu sér af innanlandsmálum annarra landa, kippti hann sjálfur bak við tjöldin í þá þræði, er komu af stað byltingunni í Tékkó- slóvakíu. ★ ★ ★ Hefir hann setið fundi SÞ sem gestur, verið settur aðstoðar ut- anríkisráðherra — hann var sæmdur Leninorðunni og orðu rauða herfánans, og þótt kald- hæðnislegt sé, ber hann líka hina tékknesku orðu Hvíta ljónsins. Zorin verður einskonar „Trojuhestur“ í hjarta Vestur- Þýzkalands, og hann er að- laðandi og gestrisinn og því hættulegur maður. Eigil Steinmetz. Eftirhreytur Fé með vænsto móti — Tvö slys Sími á flesto bæi — Hrútasýning DAVIÐ BEN GURIAN er í litl- um metum hjá Egyptum. Egyptar séu að undirbúa árás í því markmiði að þurrka ísrael út af landakortinu. Seg- ir hann, að það sé rangt, að ísrael hafi verið hernaðarlega sterkara en Egyptaland, áður en Tékkar hófu flutning vopna til Egypta. Raunverulega hafa skærurnar á landamærunum undanfarna mánuði ekki farið sérlega mikið í vöxt — þar hefur gengið á ýmsu allt síðan vopnahlé var samið 1949 — né heldur hefur mann- fallið verið meira — en hugar- æsing manna beggja vegna landa NASSER: Sjálfstæði Egyptalands stafar meiri hætta frá ísrael en vestrænum ríkjum frá Ráðstjórn- arríkjunum. BORGARFIRÐI eystra, 16. okt. — Hinn 13. sept. s.l. má segja að lokið hafi hinu langa þurrkatíma- mili, sem staðið hafði frá því í maí í vor. Gerði þá um hálfs- mánaðar óþurrk, en eftir það voru þurrkar fáeina daga svo nýt- ing heyja varð góð. Haustveðr- átta hefur verið mild og góð, þar til tvo seinustu daga, að hlaupið hefur upp á frost og snjóhragl- anda og nokkur föl komin á jörð. Ekki hefur þó spillt högum nema til fjalla. Sauðfjárslátrun er nú að verða lokið og hefur fé reynzt með vænsta móti. Þyngsti dilkurinn, sem slátrað hefur verið hjá kaup- félaginu hér í haust, hafði 47 punda þungan skrokk. Var hann eign Björns Andréssonar í Njarð vík. GÓÐUR AFLI Tveir bátar hafa stundað róðra héðan í haust og hafa þeir fiskað vel, þegar gefið hefur. — Hefur afli þeirra aðallega verið saltað- ur. — TVÖ SLYS Tvo slys hafa átt sér stað hér í haust. Á Hólalandi hvolfdi traktor ofan í læk. í honum voru ungl- ingspiltur, Davið Árnason, er ók, og frænka hans, Kolbrún, 5 ára. Skorðuðust þau bæði undir hjól- um vélarinnar svo þau gátu sig ekki hreyft. Var telpan algerlega á kafi í vatni. Friðjón, bróðir Davíðs, var nærstaddur og sá er þetta vildi til. Tókst honum að ranga vélinni svo til, að hann gat dregið þau undan. Reyndust þau óbrotin, en mikið marin, og lágu nokkra daga á eftir, en virð- ast nú hafa jafnað sig að mestu. Þá vildi það til á Bakkagerði, að 9 ára drengur, Gísli Arnbergs- son, varð undir bát er féll á hlið- ina, er krakkar voru að leika sér í honum og við hann. Gísli varð undir bátnum með annan fótinn og tvíbrotnaði hann. Líðan hans mun vera eftir atvikum. AÐEINS EINN BÆR SÍMALAUS í haust var lagður sími á þrjá bæi hér og hafa nú allir bæir í Borgarfjarðarhreppi fengið sima- samband nema einn. HRÚTASÝNING í fyrradag var ha^in hér hrútasýning og var hún vel sótt. Voru hrútar hér með bezta móti útlits, þótt þeir væru margir farnir að léttast og leggja af. — Hrútar keyptir úr Þistilfirði og hrútar undan þeim báru yfirleitt af. Þó voru margir hrútar af heimastofninum ágætir. Þvngsti hrúturinn var „Langur“ Sigurðar Bóassonar, Njarðvík, 120 kg. — Hann er frá Holti í Þistilfirði. Allir sýndir hrútar fengu verð- laun, 37 fyrstu, 11 önnur og 8 þriðju verðlaun. Ein ær var sýnd með afkvæmum, „Svala“ Björns Jónssonar, Geitavik. Hlaut hún fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi. — I. I. JÓHANNES Sveinsson Kjarval listmálari er sjötugur. Satt er það. Margir hafa skrifað vel um hann og það að verðleikum, en enginn of vel. Samt býst ég ekki við, að ég bæti þar um, en þó langar mig að bæta nokkru við. Við vorum litlir drengir sam- an í Efri-Ey. Man ég lítið eftir leikjum okkar, en ég man vel eftir því, hve vel hann litaði fugla og köggla. Fuglana smíð- aði Sveinn, faðir hans, úr ýsu- beinum og tré, Við systkinin og fleiri börn urðum að láta okkur nægja að lita köggla og leggi í ljósi grútarlampans, en Jóhannes litli í Miðbænum gerði sig ekki ánægðan með það. Hann litaði það úr einhverju öðru. Væntan- lega hefur hann þá verið kominn í snertingu við ýmsa jarðliti, sem voru notaðir þar eystra til ullar- og fatalitunar, svo sem mosalit, heimululit, sortulit og fleira af því tagi. En hvað sem það var, sem hann notaði, þá voru fugl- arnir fallegir, og víst öfundaði ég hann af þeim. Ekki er það víst, en hins vegar ekki óhugs- andi, að krókurinn hafi þá verið farinn að beygjast í rétta átt með þessu fallega litavali hans, því að máltækið segir: Snemma beygist krókurinn til þess, sem verða vill. En svo fór hann í burt, austur á Firði, og man ég bezt eftir því, þegar hann fór, fyrir smáatvik. Mæður okkar voru góðar vinkon- ur og hjálpuðu víst hvor annarri eftir föngum, þegar þess þurfti með. Svo þegar farið var að búa Jóhannes til burtferðar, þá gaf móðir mín honum gulröndótta sparisokka, sem ég átti, til bess að vera í á ferðalaginu. Sjálfsagt Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.