Morgunblaðið - 05.11.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.11.1955, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 5. nóv. 1955 RafveHa Hafjiar- fjariar oprsar raf- í DAG opnar Rafveita Hafnar- fjarðar rafáhaldaverzlun í hús- næði sínu að Hverfisgötu 29 í Hafnarfirði, undir nafninu Raf- veitubúðin. Bauð rafveitustjóri Valgarð Thoroddsen blaðamönn- um að skcða vcrzlunina í gær- kveldi. RAFMAGNSJIEIMILISTÆKI Er verzlunin hin smekklegasta, þótt húsnæði sé fremur af skorn- um skammti. Hefur fordyri að skrifstofu rafveitunnar verið stækkað nokkuð og innréttað fyr- ir verzlunina. í verzluninni verða á boðstólum alls konar heimilis- rafmagnstæki, svo sem ísskápar, þvottavélar, ljósatæki og fleira. Kvað rafveitustjóri, að verzlunin myndi kappkosta, að hafa fjöl- breytt úrval af alls konar raf- rækjum, innlendum sem erlend- um og útvega þær vörur, sem fólk óskaði eftir. MITN ANNAST ÚTVEGUN RAFMAGNSFLUTNINGA- OG LVFTITÆKJA Þá mun Rafveitubúðin einnig annast útvegun á rafmagnsflutn- inga- og lyftitækjum og þegar komizt í samband við erlent fyr- irtæki í því skyni. Sveinn Kjarval, húsgagnaarki- tekt, hefur gert teikningar að inn- réttingu verzlunarinnar og haft umsjón með fyrirkomulagi öllu. Trésmíðavinnu hefur verkstæði „Benna og Skúla“ annazt, máln- ingarvinnu hefur Kristinn Magn- ússon séð um, gólfdúkalagningu Gunnlaugur og Stefán Jónssynir, járnsmíði Vélsmiðjan Klettur h.f., neoljós Karl Jóh. Karlsson, en raflagningavinnu starfsmenn raf- veitunnar. Vmnusfofa fyrir nfja gerð skart- oo skraufmuna opnuð Mynirnir þsgar komnir í verzlanir IGÆR áttu fréttamenn viðtal við hjónin frú Sigrúnu Gunnlaugs- dóttur og Hrein Steingrímsson, Ásvallagötu 60, en þau hafa fyrir nokkru opnað smeltivinnustofu. Hefur frú Sigrún numið þá iðn erlendis undanfarin þrjú ár í Frakklandi og Austurríki. SKARTGRIPIR OG SKÁLAR Eru það aðallega skartgripir ýmiss kcnar, svo scm hálsmen, nælur, eyrnalokkar og armbönd og einnig skálar og öskubakkar, sem framleiddir eru á vinnustof- á listiðnaðarskóla í Vín og lauk prófi þar eftir tvö ár. Hér heima hafði hún stundað nám í Hand- íðaskólanum tvo vetur. Þann tíma er hún var við nám í Vín, dvaldist maður hennar þar einn- ig við tónlistarnám. Komu þau hingað heim í sumar og opnuðu vinnustofu sína nokkru síðar. GÖMUL OG NÝ LISTMUNAGERÐ Listmunagerð þessa má nefna bæði gamla og nýja. Hefur hún fyrir alllöngu verið mikið stund- uð í ýmsum löndum, en síðan legið niðri nokkurt tímabil þar til nú. Er hún til dæmis talsvert stunduð í Austurríki og er að ryðja sér mjög til rúms, m. a. á Norðurlöndum. Kvaðst frú Sig- rún hafa í hyggju að fara í vor til Noregs og Frakklands til þess að kynna sér listmunagerð þessa. Frú Sigrún Gunnlaugsdóttir unni og vinna hjónin bæði að því. Munirnir, skartgripirnir, eru þegar komnir í verzlanir og eru einnig gerðir eftir pöntunum. — Háir það þó talsvert framleiðsl- unni, að hjónunum hefur ekki ennþá tekizt að fá nægilega stór- an brennsluofn fyrir stóra muni, en kveða þó, að fleiri munir mundi koma í verzlanir nú á næstunni. HÓF NÁM í PARÍS Frú Sigrún hóf nám sitt í París fyrir þrem árum. Dvaldist hún þar eitt ár. Síðan fór hún. Skemmfanir án áfengis VEGNA þráláts orðróms skorar Áfengisvarnanefnd kvenna í Reykjavík og Hafnarfirði alvar- lega á skólastjóra og aðra þá, er bera ábyrgð á uppeldismálum þjóðarinnar, að gera allt, sem í þeirra valdi stendur og með öll- um tiltækilegum ráðum, til þess að skemmtanalíf skólaæskunnar hafi á sér fullkomið menningar- snið, og að sjá um að ungmenn- unum sé kennt, að hægt sé að njóta heilbrigðra skemmtana, án þess að áfengi sé haft um hönd. (Frá Áfengisvarnanefnd kvenna í Reykjavík og Hafnarfirði). Bókafregn — „Pétmssögsirnar4 MIKIÐ varð ég glaður, þegar Gunnar í ísafold, sem nú hefur keypt Leiftur, sýndi mér nýút- komna bók, sem er að koma á markaðinn hjá forlagi hans. | Þetta er gamall kunningi, sem ekki hefur sézt árum saman, „Smásögur", sem Pétur biskup Pétursson safnaði og gaf út á sínum tíma. Hann var að öllu , hinn mætasti maður og var sýnt um útgáfu bóka. Vildi gjarnan ' koma fögrum kenningum og hugs I unum á framfæri við þjóð sína.' Er og mikið vafamál, hvort margir hafa gjört meira á því sviði, þegar litið er á, að pré-1 dikanabók hans nær yfir alla helgidaga ársins og hugvekjur' hans yfir öll kvöld virkra daga frá veturnóttum til hvítasunnu. En Pétur biskup gleymdi ekki ungu kynslóðinni. Hann gaf æsku landsins sögurnar • sínar. j Óhætt er að fullyrða, að fáar ís- lenzkar bækur hafa haft meiri áhrif á siðrænt uppeldi en ein- mitt þessar látlausu og skemmti- legu sögur. Hefur hver einstök þeirra sinn boðskap að flytja í ákveðnu og hnitmiðuðu formi. En þessar sögur eru þó þannig sagðar að þær verða aldrei hvorki i væmnar né leiðinlegar, eins og því miður er algengt með sögur ; og smárit um svipað efni, sem ýmsir trúflokkar hafa dreift út um landið á síðustu árum. Þótt I margt af því sé góðra gjalda vert, ’ ef rétt er notað. | Ég man það, hve okkur krökk- unum heima fannst gaman að lesa „Péturssögur". Þar kynnt- umst við svo mörgu fólki og margs konar atvikum. En pabbi setti strangar reglur um notkun bókarinnar. Hún eignaðist því vissa helgi og sérstöðu í vitund okkar. Og nú er hún í öndvegi í læstum skáp gamla mannsins. Og satt að segja hefur bessi litla bók eignast sérstöðu í vitund þeirrar kynslóðar, sem nú ræð- ur mestu í landinu, og veit ég því, að margir hljóta að gleðjast með mér yfir útkomu hennar. Hún hefur fyrst og fremst orðið okkur dýrgripur, nokkurs konar perlufesti, sem varpað hefur ljóma yfir mörg siðræn viðfangs- efni og vandamál á lífsleiðinni og hefur leiðsögn sagnanna allt af orðið til gæfu og heiðurs. — Hún er tengd björtustu minning- um bernsku og æsku þeirrar kyn slóðar, sem ekki hafði neina of- nægð af skemmtunum ná skemmtilestri. En svo má ekki gleyma, hvað hún er og getur verið fyrir nútíðina. Öllum kennurum og prestum, sem sinna samkomum og skemmt unum ungs fólks í stúkum, sunnu dagaskólum, æskulýðsþjónustum og unglingafélögum, er bókin hreinasti fjársjóður, sem hugs- andi kennari getur unnið stór- virki með. Foreldrum er hún einnig mesti fengur til leiðbein- ingar börnum sínum við uppeidi til trúmennsku, sannsögli og drenglundar. Og börnum, sem eru óspillt af glæpasagnarusli og æsimyndum, verður hún góður skemmtilestur og hollur um leið og sögurnar kenna þeim skil góðs og ills á látlausan og kjarnmik- inn hátt. Ég mundi telja það menning- arvott, ef bókin yrði metsölubók í barnabókaflóði jólanna. Sann- arlega \íerður enginn svikinn, sem fær Péturssögurnar að gjöf á jólunum, þótt þær séu hvorki dýrar né fyrirferðarmiklar. Og það bezta er, að þær gætu verið jafnheppileg gjöf handa kennara og barni, presti og leikmanni. Öllum hafa þær heppilegan boð- skap að flytja, en helzt þeim, sem eiga að leiðbeina öðrum í félagslífi og skólum og vel gætu prestar fellt þessar perlur í pré- j dikanir sínar svo af þeim lýsti um alla kirkju fslands, hinum virðulega biskupi, sem gaf æsku j íslands þennan fjársjóð sinn áð Ný brú yfir Svarflá TUNGUSVEIT, 28. okt. — Ný- verið er lokið smíði brúar á Svartá, undan Reykjum í Tungu- sveit. Er hún gjörð úr járn- bentri steinsteypu, og er heild- arlengd hennar 42 m. en breidd 3.80 m. Milli stöpla eru 26 m, sem er talið vera það lengsta, sem hafa má. Brúarsporðarnir eru þannig gerðir, að þeir mynda mótvægi gegn þunga hellunnar. Mun þetta vera önnur brúin hér á landi, sem þannig er gerð. Yfirsmiður við verkið var Þor- valdur Guðjónsson brúarsmiður á Akureyri. Þessa dagana var verið að ljúka við uppfyllingu að brúnni, undir stjórn Gísla Gottskálkssonar vegaverkstjóra. Er það mikið verk, þar sem leggja þurfti upp- hækkaðan veg yfir 130 m. breiða eyri austan árinnar og brúar- sporður þar í 5 m. hæð. Brúin er mikið mannvirki og glæsilegt og sömuleiðis vegurinn að henni. Eru íbúar Tungusveit- ar harla fegnir þessum miklu samgöngubótum og þakklátir fyrir þær. Auk þess sem meginhluti sveitarinnar átti yfir Svartá að sækja, bæði að barnaskólanum og til samkomuhúss síns, þá hef- ir nú sjö bæjum, sem þurftu yfir Svartá um alla aðdrætti, ] verið komið í gott vegarsam- band. NÝ RÉTT AÐ MÆLIFELLI Þá má geta annarrar fram- kvæmdar, sem hér var gerð í 1 sumar. En það er smíði Mæli- j fellsréttar. Gamla réttin, sem I var af torfi og grjóti og ónot- , hæf orðin, var jöfnuð við jörðu, en önnur steypt á rústum henn- ! ar. Er því verki að vísu ekki j fulllokið enn, en þó því sem næst og varð að fullum notum á þessu hausti. Réttin er ellefu kanta marghyrningur, með „al- menning“ í miðju og 27 „dilka“ j út frá honum. Almenningur er 30 m. í þvermál og á að taka 3000 fjár. Þvermál allrar rétt- arinnar er 70 m. og á hún að rúma 14000 fjár. Veggir eru þannig gerðir að þeir þynnast upp. Járngrindur eru í öllum dyrum, ágætt smíði. Gerði þær Jóhann Jóhannesson járnsmiður á Reykjum. í byggingarnefnd- inni voru þeir Jóhannes Kristj- ánsson hreppstjóri á Reykjum, Páll Sigfússon bóndi á Hvíteyr- um og Magnús Helgason í Hér- aðsdal fjallskilastjóri. Verkstjóri og yfirsmiður viö réttarsmíðina var Kristján Guðmundsson í Gilhaga og er það mál manna, að honum hafi farizt það mæta vel úr hendi. Garðarnirogbörnin á oöfnnni NÚ ER svo komið að næstum daglega lesum við í dagblöðunum um dauðaslys af völdum bifreiða. Það fer ekki hjá því að fólk verði uggandi bæði um sitt eigið líf, svo ekki sé talað um hve foreldrar eru hræddir um börn sín, sem verða víða að leika sér á götunni, — jafnvel þótt garðar séu á bak við húsin, þá eru þeir víðast hvar ekki ætlaðir fyrir börnin, heldur til þess að eigendurn- ii fái verðlaun fyrir skrautblóm og jurtir. AUGLJÓST MÁL Það er ekkert undarlegt að garðeigendur vilji halda görðum sínum fallegum og vel hirtum, en þeir verða að gera það upp við sjálfa sig, hvort er heppilegra fyrir börnin að leika sér á göt- I unni eða í garðinum. Svarið virð- ist manni liggja í augum uppi. j Það er mesti misskilningur að I börnin geti ekki lært að ganga vel um garðana, -— þau verða að ! læra það sem virðist í fljótu I bargði umfangsmeira, t.d. að tala, lesa og skrifa. GARÐURINN EANNSVÆÐI Síðasta dauðaslysið varð s.l. fimmtudag á Birkimelnum, rétt við simamannabústaðinn, sem er þar á horninu. — Bak við það hús er stór og vel hirtur garður, en nú nýlega var sáð i hann og öll- um börnunum í húsinu, sem eru um 30 talsins, stranglega bannað að stíga fæti sínum í garðinn. — Hvar eiga þau að vera? Á götunni, og þar er ekki einu sinni gangstétt og meira að segja tveir bílasímar skammt frá. — Kona nokkur sem býr í þessu húsi hefur tjáð blaðinu að er bif- reiðarnar aka fram hjá húsinu á gatnamótunum hægi þær all- flestar ekkert ferðina, heldur þjóta fram hjá, jafnvel þótt urmull af smábörnum séu að leik þarna á götunni. — Þar er ekkert aðvörunarskilti frá lögreglunni. Þar er engin gangbraut afmörk- uð og götulýsing ófullnægjandi. Allir hljóta að sjá hversu lífs- hættulegt þetta er og þótt segja mætti að nú séu barnaleikvellir orðnir það margir hér í bænum, eru fjölmargar mæður, sem ekki geta farið með börn sín á leik- vellina, eða fengið einhvern til að fara með þau. Gg þá er ekkert nema gatan. Bifreiðastjórar höfuðstaðarins ættu að gæta vel að sér, þetta verður alrei nógsamlega brýnt fyrir þeim, — börnin eru óvitar og fljót að hlaupa fyrir og enginn veit hver verður næstur! laust við Ilellis- sand HÉR í Stykkishólmi og á Hellis- sandi hefur verið norðaustan stórviðri síðastliðinn sólarhring, aðallega þó á Sandi, og hafa þar orðið talsverðir skaðar af völd- um veðursins. SÍMASAMBANDSLAUST Hefur Sanuur verið símasam- bandslaus í rúman sólarhring, en símalínan þangað er slitin. Einnig fauk niður og slitnaði innanbæj- arkerfið og í kvöld hafði sím- stöðin þar aöeins samband við eitt númer í þorpinu. BÁT RAK Á LAND Þá slitnaði bátur, Bryndís SH 136, upp frá legufærum á Sandi og rak upp í fjöru. Skemmdir bátsins hafa ekki verið fullkann- aðar, en þær munu vera miklar. — Árni. Nýr héraðsiæknir skipafe á Paireks- gæfugjöf, til heiðurs um ókomin ár og aldir. Rvík 2. nóv. 1955. Árelíus Níelsson. PATREKSFIRÐI, 2. nóv,—Skip- aður hefur verið nýr héraðs- læknir hér á Patreksfirði og er það Hannes Finnbogason, er dvalizt hefur við nám í Svíþjóð s. 1. ár. Friðrik Friðriksson hefur verið settur héraðslæknir s. 1. ár hér en er nú á íörum til Blöndu- óss. — Þá hafa einnig orðið skóla stjóraskipti hér við barna- og unglingaskólann. Hefur Guðbjart ur Gunnarsson látið af skóla- stjórn en við tekur Jón Þ. Eggertsson. ■—Karl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.