Morgunblaðið - 05.11.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.11.1955, Blaðsíða 9
Laugardagur 5. nóv. 1955 MORGUNBLAÐIB V „Þakka þú mér eigi fyrir þessi Ijóð - það varst þú? sem gafst mér þan öll i GÆR kom Nóbelsverðlauna- skáldið Halldór Kiljan Lax- ness til landsins með Gullfossi. Þásundir manna höfðu safnazt saman á hafnarbakkanum til að fagna skáldinu, er Gullfoss lagði að landi um tíuleytið í gær- morgun. Jón Leifs, formaður Bandalags íslenzkra listamanna, cg Hanníbal Valdimarsson, for- seti Alþýðusambands íslands, ávörpuðu skáldið, og þakkaði Laxness vel og virðulega. ★ ★ ★ Fórust Jóni Leifs svo orð: „Kæri vinur og samherjí, Háll- dór Laxness! Stjórn Bandalags íslenzkra listamanna hefur falið mér að fagna þér í nafni Bandalagsins og þakka þér afrek og sigur. Ekki skal ég þreyta þig og hlustendur með sams konar lofi um þig og lesa má nú í öllum blöðum heims. Tilfinningar okk- ar listamanna á íslandi hljóta að verða dýpri gagnvart þeím at- burði til sigurs íslenzkri menn- ingu, sem vér minnumst í dag og þökkum þér. ★ ★ ★ Með sigri þessum breytist söknuður og sálarkvöl margra kynslóða í djúpan fögnuð. Vér minnumst þeirra íslenzku lista- manna, sem féllu í valinn óbætt- ir, -— allra þeirra, sem skópu listaverk hér á landi í þúsund ár, skáldanna ókunnu, sem unnu án launa og án heiðurs, buguð- ust í miðri baráttu við örðug- ustu kjör, svo að enn lifa ekki nema molar úr verkum þeirra, — svo að jafnvel sjálf nöfn höfund- anna eru gleymd. Þú hefur fært þeim sigur- inn, — og þú hefur sigrað fyrir oss alla, — einnig fyrir þá, sem á eftir koma og fara sömu leið. Þú hefur loks hrundið upp hurðinni, svo að „ljós heimsins" nær að skína inn og „fegurð him- insins“ verður sýnileg hverju mannsbarni. ★ ★ ★ Vér hyllum þig og hyllum jafn- framt þær hugsjónir, sem vér sjálfir lifum og deyjum fyrir. Vér hyllum fsland. Þú hefur sannað heiminum tilverurétt ís- lenzks þjóðernis. Skáldið Goethe sagði einu sinni, að ef einhver ungur mað- ur ynni sér eitthvað til hróðurs, þá sameinuðust ósjálfrátt allir kraftar og allar aðstæður til að koma í veg fyrir að hann gæti aftur gert sams konar frægðar- verk. Vér vitum að þú ert ekki í slíkri hættu. Þú hefur öðlazt þann þroska, sem einkennir hvern sannan skapandi lista- mann, þá þolinmæði, sem lætur listamanninn leggja stein við stein á löngum tíma, án tillíts til augnabliks árangurs, svo að úr geti orðið varði fyrir komandi kynslóðir.' ★ ★ ★ Samt ertu kominn að þeim tímamótum í ævi hvers höfund- ar, er neyðir hann til að taka ákvörðun um hvort hann þurfi að lifa fyrir hagnýtingu þeirra mörgu verka, sem hann hefur skapað, eða fórna einhverju af hagnaðinum og lifa listinni ein- ) göngu. Vér hljótum að óska þess í dag og vera sannfærðir um, að sú ósk sé þér kærust, að létt sé af þér öllum áhyggjum listrænna og efnalegra afnota þinna verka, — að á voru landi verði til þau skilyrði fyrir hagnýtingu hugverka, að listamennírnir sjálf ir þurfi ekki að fóma miklum tíma og kröftum til þeirra hluta. Vér trúum því að listamanns- braut þín sé ekki nema hálfnuð. saMian áður44 Nóbelsverðlaunaskáldið Halldór Kiljan Laxness kom til landsins / gær jBROniRv-y Iþróttairéttír i stuttu máli Halldór Kiljan Laxness ásamt konu sinni Auði Sveinsdóttur og eldri dóttur þeirra, Sigríði. Myndin er tekin í tollskýlinu í Reykja- víkurhöfn. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Vér óskum þér framhalds og við- gangs. Með óskir þessar í huga bið ég áheyrendur að hrópa ferfalt húrra fyrir skáldinu Halldóri Laxness. Hann lengi lifi!“ ★ ★ ★ Bauð Hanníbal Valdimarsson síðan skáldið vel komið heim í nafni Alþýðusambandsins, þakk- aði honum afrek hans og óskaði honum tii hamingju. ★ ★ ★ Laxness þakkaði og var hrærð- ur: „Kæru landar! Ég þakka hin- um mörgu, sem hafa sýnt mér vinarhug bæði með nærveru sinni hér og á annan hátt þessa síðustu daga. Ég þakka Bandalagi ís- lenzkra listamanna, félögum mín- um og sambræðrum í listinni fyr- ir að hafa tekið þátt í þessari móttökuathöfn. Ég þakka vini mínum, Jóni Leifs, tónskáldi, fyr- ir hin hlýju orð hans í minn garð hér. Alveg sérstaklega þakka ég íslenzku alþýðusam- tökunum fyrir að heiðra mig hér á þessum morgni. , i Eg þakka forseta þess fyrir þau orð, sem hann hefur látið falla hér í minn garð. Og vil ég um leið og ég þakka alþýðu ís- iands — enn einu sinni fara með ofurlitla tilvitnun, sem ég hef stundum haft tækifæri til að fara með áður, um skáld, sem hefur sent ástmey sinni Ijóð — ljóða- syrpu — þegar hún þakkaði hon- um fyrir þau, segir hann þessi orð í Ijóðum: „Þakka þú mér eigi fyrir þessi Ijóð, það varst þú, sem gafst mér þau öll saman áður“. Þessi staðreynd haggast ekki þó óvænt sæmd hafi borizt mér að höndum frá merkri erlendri stofnun, og ég vil þakka þjóð minni, — þakka íslenzkri alþýðu hér á þessum vonglaða haust- morgni, og ég vil biðja henni velfarnaðar um ókomnar tíðir“. Framh. af bla. 1 Kvað hann það álit sitt, að erfitt yrði að koma í veg fyrir skærur á landamærunum fyrst um sinn — og augljóst væri, að stórveldin yrðu að láta hér til sín taka, ef koma ætti í veg fyrir harðnandi átök. f gær og nótt kom aftur til á- taka um 25 mílur frá E1 Auja — í grennd við Gaza. Sögðust ísraels menn hafa orðið að hrinda árás egypzkra hermanna. -----------------------n JERÚSALEM, 4. nóv. — fsrael mun styðja Burns hers- höfðingja, yfirmann vopnahlés nefndar SÞ, eftir föngum í við leitni hans til að draga úr skærunum á landamærum ísraels og Arabaríkjanna, seg- ir í yfirlýsingu ísralska utan- ríkisráðuneytisins í dag. Við munum fylgja ákvæðum vopnahléssamþykktarinnar, sem binda ísrael og Egypta- land að jöfnu. — Reuter. n— ------------------—D í dag kom enn til átaka, er Egyptar beindu loftvarnarbyssum sínum að þrem isrölskum her- flugvélum, sem flugu yfir borg- ina Gaza. ★ ★ ★ Franski sendiherrann í Lund- únum, Jean Chauvel, gekk einnig í dag á fund Nuttings til að ræða við hann um ástandið í löndun- um fyrir botni Miðjarðarhafs, og MacMillan, utanríkisráðherra, mun ræða þessi mál við Anthony Eden, forsætisráðherra, en Mac- Millan kemur flugleiðis heim til Englands á morgun. FYRIR tuttugu og einrt finnskan frjálsíþróttamann — hálft finnska landsliðið — hefst innan skamms nokkuð, sem kalla má „hálfgildings Olympíusumar- auka“. því hinn 8. nóvember skal flokkurinn halda til Spánar og stunda æfingar þar í a.m.k. 20 daga. Ákveðið er þátttaka í þrem íþróttamótum í ferð þessari. ★ UNGVERJINN Sandor Iharos, cr einn mest umtalaði íþróttamað- urinn um þessar mundir fyrir afrek sitt í 5000 metra hlaupi, en þar setti hann nýtt heimsmet og hljóp á 13.40.6 mín. Iharos var búinn að búa sig undir þetta hlaup í nokkrar vikur með full- an hug á að bæta met Rússans Kúts, sem var 13,46.8, en þar á undan hafði Iharos átt heimsmet- ið og tímann 13.50.8. Ungverska meistaramótið íór svo fram dagana 22. og 23. októ- ber. Seinni dag keppninnar var 5000 metra hlaupið meðal íþrótta greinanna. Iharos og Tabori skipt ust á um að leiða hlaupið og raunar má segja að Tabori hafi leitt að mestu fyrstu 3900 metr- ana og eftir 3000 metra var svo að sjá, sem kappinn Ibaros væri að gefa sig, en honum tókst að hrista af sér slenið og við 4000 metra af hlaupinu hafði har.\ for- ustuna og millitímann 11.07.0. Þegar klukkan hrindi „síðasti hringur”, töldu kunnugir Iharos vera rr/.n kröftugri á sprettinum, en rúmum mánuði áður en þá setti hy.n heimsmet sitt í grein- inni. Enda fór svo, að hann hljóp síðasta hringinn á 59,6 sekúnd- um, þar af síðustu 200 metrana á 29 sekúndum sléttum. — Hví- líkur endasprettur . — Tímar þriggja fyrstu manna. 1) Iharos 13,40,6. 2) Tabori 13,53,2. 3) Szabo 13,59.0. ★ KRIN GLUKAST ARINN ítalski, Consolini, sló í gegn ánð 1937 með því að varpa kringlunni frá sér 41.77 metra. Síðan eru liðin 18 ár og nú um daginn var háð landskeppni í frjálsum íþróttum milli írans og Ítalíu, í Teheran. Auðvitað var Consolini í lands- liðinu ítalska og einmitt í þessari keppni — 38 ára gamall — náði hann sínu bezta kasti til þessa, 55.75 metrum. Consolini er eini Evrópumaðurinn, sem á þrjá Evrópumeistaratitla í sömu grein inni, en hann hefur unnið kringlu kastið á s.l. þrem Evrópumeist- aramótum. Consolini er ótrúlega öruggur og jafn kringlukastari, öll köst hans fara í sömu áttina frá hringnum, kringlan klýfur loftið flöt og skelfur aldrei á fluginu, og koraið getur það fyr- ir, að hann hæfi sitt eigið kast- merki 3—4 sinnum í sömu keppni svo jöfn eru köst hans. ★ ALLIR sem fylgjast með íslenzku getraununum vita að sjálfsögðu, hvernig staðan er í ensku deilda- keppninni. En hvað gerist annars staðar í Evrópu? Á Spáni er Barcelona í fyrsta sæti með 13 stig eftir 7 leiki, næsta koma Bilbao með 10 stig og Atletico með 9 stig. í Austurríki er First Vienna enn ósigrað eftir 8 leiki, en hefur gert tvö jafntefli, næst koma Rapid og Wacker með 12 stig hvort. Á Ítalíu eru nú öll fyrstu deild- arliðin búin að leika 6 leiki. Þar eru efst Internazionale með 11 stig, Fiorentina með 10 og Spal með 9; í fjórða sæti kemur svo Milan ásamt nokkrum öðrum lið- um með 7 stig, svo þar er keppn- in hörð eins og víða annars stað- ar. — í rússnesku deildinni eru nú að eins þrír leikir eftir. Eftir 21 leik leiðir Dynamo með 32 stig, Spar- tak er með 31 stig og ZDZA hef- ur einnig 31 stig. Pólskir bikarmeistarar urðu herliðsmenn úr félaginu CWKS, en þeir unnu í úrslitaleik Legia Ddansk með 5:0. ★ Englendingar skutu einu sinni á markið í Sofiu ÓLYMPÍULEIKARNIR 1956 þjóf störtuðu s.l. sunnudag suður í Búlgaríu eða nánar tiltekið, í höfuðborginni Sofía, þar sem fyrsti knattspyrnukappleikurinn í undankeppni Ólympíuleikjanna fór fram milli Búlgara og Englendinga. Áhorfendur voru 60.000. Búlgarar unnu leikinn með 2 mörkum gegn 0, og þykir sænska íþróttablaðinu sem Búlgörum hafi gengið ílla gegn ensku á- hugamönnunum. — Enska liðið sótti aldrei á — eða gat það ekki — svo miklir voru yfirburðir Búlgaranna, og Englendingarnir héldu sig mest kringum sinn eig- in vitateig. Englendingar fengu á sig 24 hornspyrnur, en náðu engri á Búlgarana. Ennfremur áttu Búlgarar 7 skot í stöng og margsinnis bjargaði vörn Eng- lendinga á marklínu. Samkvæmt lýsingu á leiknum áttu Englend- ingar eitt skot á búlgarska mark- ið, en það var á 5. mínútu fyrri hálfleiks. Ennfremur skutu þeir einu sinni fram hjá marki í seinni hálfleik. ★ EINSTÆTT mark skoraði fyrir skömmu miðframherjinn í þriðju deildarliðinu Accrington. Mót- herjarnir voru Wrexham og var völlurinn þungúr og blautur eft- ir rigningar. Markvörður Wrex- ham sparkar knettinum úr mark- spyrnu beint í hnakka miðfram- herjans, Stewarts, er hann var að lalla fram á völlinn frá marki andstæðinganna, og fór knöttur- inn í fallegum boga til baka inn í mark þeirra Wrexham-manna. En það er að segja af Stewart, að hann rotaðist við höfuðhöggið og var borinn út af vellinum í öngviti og hafði ekki minnstu hugmvnd um að hann hafði skor- að mark. En Stewart kom í leik- inn að nvju og skoraði nú tvisvar til viðbótar. Vilja ehki jafna ágreiníng JERÚSALEM, 3. nóv. — Daginn áður en bardagar bi'utust út í Palestínu hafði Ben Gurion for- seti ísraels sent egypzku stjórn- inni tilmæli um að haldin yrði ráðstefna til að jafna ágreinings- málin. Egypzka stjórnin hafði hafnað boðinu áður en árásin var gerð. —Reuter. Voru aðeins 10 daga i Yefðifonnm AKUREYRI, 2. nóv. — Akureyr- artogarmn Svalbakur seldi afla sinn í ^Bremerhaven í fyrradag, ca. 240 lestir fyrir 105.300 mörk. Sléttbakur kom til Akureyrar á sunnudagskvöld og landaði 290 lestum sem fóru í herzlu. Kaldbakur kom í gærmorgun með 350 lestir af fiski Báðir togararnir voru aðeins 10 daga i veiðiför. Harðbakur fór á veiðar í morg un og Norðlendingur landaði í gær á Húsavík. •—Jónas.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.