Morgunblaðið - 06.11.1955, Síða 8

Morgunblaðið - 06.11.1955, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 6. nóv. 1955 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj,: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur, Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 króna eintakið. „Hinar þrjár himinbornu systur“ ÞEGAR Benedikt Sveinsson sýslumaður flutti hið merka frumvarp sitt um stofnun ís- lenzks háskóla á Alþingi árið 1881 komst hann m. a. að orði á þessa leið: „Lítum á mannkynssöguna, lítum á reynslu mannkynsins frá þeim tíma, sem vér höfum sögur af. Eins og vísindi, fram- ; för og frelsi hafa jafnan verið , samfara hjá þjóðum yfir höf-1 uð, þannig hefur innlend I menntun, framför og frelsi jafnan verið þrjár skilgetnar himinbornar systur, sem hafa j haldizt í hendur, leitt hverja einstaka þjóð að því takmarki, sem forsjónin hefur sett henni. Lítum á sögu sjálfra vor. Oss hefur aldrei leiðzt að renna augum vorum til hinn- ar fögru og frægu fornaldar vorrar. Má ég spyrja: Voru það ekki þær hinar sömu þrjár himinbornu systur, sem héldust í hendur einnig hjá oss? Og fór það ekki svo, að þegar þær hurfu, þá var aliri vorri frægð, öllum vorum frama lokið?“ Síðan hinn glæsilegi þjóðmála- skörungur og einlægi ættjarðar- vinur mælti þessi viturlegu orð hefur mikið vatn runnið til sjávar á íslandi. Stórkostlegar breytingar hafa orðið á högum þjóðarinnar. Tillaga Benedikts Sveinssonar um innlendan há- skóla er orðin að veruleika. En rétt 30 ár liðu frá því að hann flutti þessa ræðu af eldmóði mælsku sinnar þar til Háskóli Islands var stofnaður á 100 ára afmælisdegi Jóns Sigurðssonar forseta, er fyrstur bar háskóla- hugmyndina fram. En íslendingar hafa ekki að- eins eignazt sinn eigin háskóla. Fjölþætt skólakerfi hefur verið sett á laggirnar í landinu. Hvert einasta bam, hver unglingur og æskumaður á nú kost á fræðslu og menntun við sitt hæfi. Einbú- inn í Atlantshafi stendur nú jafn- fætis þeim þjóðum, sem hvað bezt menntunarskilyrði hafa búið æsku sinni. Þetta er ekki sagt til þess að miklast af því. Fjölmargt mætti áreiðanlega betur fara í fræðslu- málum okkar. Enginn skóli verð- ur nokkurn tíma alfullkominn. Hann hlýtur þvert á móti að vera í stöðugri leit að nýjum leiðum til þess að rækja hlutverk sitt við þau börn, þá unglinga, þá ungu menntamenn, sem á bekkj- um hans sitja. Aukin fræðsla um þjóðfélagsmál Ein þeirra nýju leiða, sem hinn íslenzki skóli verður að fara, er að taka upp aukna fræðslu um þjóðfélagsmál. Á nauðsyn þess hefur oft verið vakin athygli undanfarin ár í stefnuyfirlýsing- um ungra Sjálfstæðismanna um skólamál. Og nú hefur verið flutt tillaga á Alþingi um slíka fræðslu. Er vissulega ástæða til þess að fagna því. í henni er fyrst og fremst gert ráð fyrir að Háskóli íslands hafi forgöngu um slíka fræðslu í samráði við ýmis samtök í landinu. Á þaS hefur verið bent í umræðum um þessa tillögu, að skynsamlegra væri að fela öðrum skólum en háskólan- um þessa fræðslu. Verður sú ábending að teljast réttmæt. I»að eru fyrst og fremst barna- skólarnir, gagnfræðaskólarnir eða menntaskólarnir, sem bezta aðstöðu hafa til þess að vcita hana. Þeir ná til fólksins um land allt. Aukin kennsla í þjóðfélags- fræðum innan þeirra á ekki að þurfa að hafa í för með sér neinn aukakostnað. Kennaraskólinn og Háskólinn eiga hins vegar að gera kennarana hæfa til þess að veita fræðslu í þessari náms- grein. Hvað á að kenna? í umræðunum á Alþingi í síð- ustu viku var m. a. komizt þann- ig að orði að nauðsyn bæri til þess að kenna fólkinu að kjósa, velja um menn og stefnur í ís- lenzkum stjórnmálum. Þessi ummæli eru á misskiln- ingi byggð. Það er ekki hægt að kenna einstaklingnum að velja og hafna í þessum efnum, og það væri fráleitt að reyna slíka kennslu. Það sem þarf að gera er að skapa æskunni bætt skil- yrði til þess að mynda sér skoð- un og taka afstöðu til manna og málefna. Unga fólkið í skólum landsins þarf að öðlast staðgóða þekkingu á uppbyggingu þjóð- félags síns, stjórnarháttum þess og skyldum og réttindum ein- staklinganna í lýðræðisþjóðfé- lagi. Það þarf t. d. að kunna skil á starfsháttum Alþingis og rík- isstjórnar, þekkja ákvæði stjórn- skipunarlaga og vita um helztu stofnanir þjóðfélagsins og hlut- verk þeirra. Það er alls ekki sæmandi, afj ungt fólk í landi, sem komið hefur upp jafn fjölþættu skóla- kerfi og hér er, skuli vera fá- kunnandi um einföldustu atriði þjóðfélagsstarfseminnar. Þekkingin er grundvöllur hins lýðræðislega þroska fólksins. En á honum veltur sjálft stjórnar- farið. Lýðræðislega vanþroskað fólk skapar sér ekki heilbrigt og gott stjórnarfar. Það brestur skil- yrði til þess að geta það. Benedikt Sveinsson kallaði „innlenda menntun, framför og frelsi" „þrjár himinbornar syst- ur“. Að hans áliti hélzt þetta þrennt í hendur. Menntunin og þekkingin var frumskilyrði fram- faranna og frelsisins. Það er hollt að hafa þessi orð hins ágæta frelsisfrömuð- ar í huga. Þau eiga við enn þann dag í dag. Við skulum þess vegna fela skólum okkar að bæta fræðslu í þjóðfélags- fræðum við á stundaskrá sína. Við skulum kenna æskunni að þekkja þjóðfélag sitt og skyld- ur sínar gagnvart þvi. Lýð- ræðislegur þroski einstakling- anna er hornsteinn heilbrigðs stjórnarfars og þróunar og gróanda í þjóðlífinu. íslehdingar eru lýðræðissinn- að fólk. Þeir geta ekki hugsað sér að búa við einræði. Löggjaf- arstofnun þeirra er elzta þjóð- þing veraldarinnar. Um það ætti því ekki að ríkja ágreiningur að nauðsyn ber til þess að ungt fólk í landinu sé ekki fáfrótt um þau atriði, er varða uppbyggingu þjóðfélagsins og eru meginskil- yrði þess, að það eigi hægt með að taka afstöðu til hinna þýð- ingarmestu mála á hverjum tíma. Við skulum gera okkur það Ijóst, að ýmsar hættur steðja að lýðræðisskipulaginu og persónu- frelsi einstaklinganna. Þekking- in er bezta vopnið í baráttunni gegn þeim hættum. Flugsð Sigrún Jónsdóttir við eitt af veggteppunum, sem eru á sýningunni. ( (Ljósm. Mbl. Ól. K. Magnússon) rnmg opnuo i Þjóðsniiijasafnimi i dag ID A G kl. 3 opnar frú Sigrún Jónsdóttir listvefnaðar- og listþrykkingarsýningu í Þjóðminjasafninu. Mun sýningin standa yfir 2—3 vikur frá 1—10 e. h. daglega. Er frú Sigrún fyrsti íslendingurinn, sem lokið hefur prófi í listvefnaði (Textilkunst), en því lauk hún í vor við NKI í Stokkhólmi, eftir 8 ára nám erlendis, lengst af í Gautaborg. Er listvefnaðarnám þetta tals- vert frábrugðið öðru vefnaðar- námi og felst það aðallega í því, að nefandinn verður sjálfur að skapa hugmyndina að þeim hlut, sem gerður er og allt sem út- heimtist við hann. Á sýningunni eru eingöngu munir, sem frúin hefur sjálf unn- ið að frá upphafl. Er sýningin mjög fjölbreytt og sérkennileg að ýmsu leyti. Eru þar til sýnis list- vefnaður ýmis konar, fatnaður með listþrykkingu, skór, listvefn- aður í kirkjur, presthöklar, list- þrykktir lampaskermar og fleira. Frú Sigrún hefur tekið þátt í nokkrum listiðnaðarsýningum í Svíþjóð og hafa sænsk blöð farið mjög vinsamlegum orðum um vinnu hennar. Hefur henni meðal annars verið boðin staða hjá Lib- eraria í Stokkhólmi, sem er stærsta fyrirtæki á Norðurlönd- um fyrir kirkjulist. ULl anli óhnj^ar: Kæri Velvakandi. EG ER því óvanur að svara gagnrýni; sé hún réttmæt og vingjarnleg má alltaf af henni læra, sé hún af öðrum toga spunnin fellur hún um sjálfa sig. Um augljósan misskilning gegn- ir öðru máli, hann er skylt að leiðrétta, einkum ef hann getur haft miður jákvæð áhrif. Slíks misskilnings gætir í smá- pistli um útvarpssögu mína, sem birtist í dálkum yðar fimmtudag- inn 3. nóv. Er þar minnzt á draugasögu, sem bílstjóri segir tveim drengjum, og síðan orð- rétt: „Ég þykist vita að þetta sé af athugaleysi, en ekki illum vilja, og allra sízt ætti að vera að telja unglingum trú um, að draugar séu til“. „Skrökvaði upp sögunni“ IKAFLA þessum var skýrt fram tekið, að bílstjórinn skrökvaði upp sögunni, og einnig skýrt fram tekið að báðum drengj unum væri það Ijóst. Það er því mesti misskilningur, að þar sé verið að innræta draugatrú, og það hlyti bréfritara að hafa orðið ljóst, ef hann hefði hlýtt með athygli á lesturinn. Hitt gat hann að sjálfsögðu ekki vitað, að seinna í sögunni kemur það fram, að enginn eigi að gera sér það að leik, að segja unglingum slíkar sögur, svo að um það erum við, ég og bréfritarinn, fyllilega sam- mála. Því að enda þótt sagan sé einkum ætluð unglingum, er ráð fyrir því gert, að hún eigi nokk- urt erindi til þeirra eldri líka. Engin saga verður dæmd eftir fyrsta kaflanum. En samt sem áður er ég bréfritara þakklátur fyrir að veita mér tækifæri til að Jeiðrétta misskilning, sem hann eða hún er ef til vill ekki einn eða ein um. Loftur Guðmundsson. Smekkleysa skáldsins. OG svo hefi ég fengið bréf frá stúdent, sem er harla athyglis vert. Hann skrifar mér um það, hve honum hafi fundizt ummæli eins af góðskáldum okkar um sænsku akademíuna óvirðuleg og stráks- leg, en þau hafði Mbl. orðrétt eftir skáldinu, daginn sem Kiljan fékk Nóbelsverzlunin. Skáldið kvað akademíuna aldrei hafa getað hugsað og fór um hana hinum háðulegustu orð- um og sveigði mjög að allri sænsku þjóðinni. Það er leiðinlegt að sumir menn skuli ekki geta setið á sér að koma heimatilbúinni sérvizku og palladómum sínum að, á slikum merkisdögum, og flestir munu hafa til annars ætlast af skáldinu, sem er manna prúðastur í öllu dagfari. En stundum skýzt skýr- um, og svo fór í þetta sinn. Merkll, lem klæðir landlB Frh. af bls. 2. ríkisvaldsins. En þessi umhyggja stangast óþyrmilega á staðreynd- ir er blasa við er skoðað er fjár- veiting til flugmála. Hinár dýru flugvélar verða að standa úti daga og nætur og þegar skellur á fárviðri, verða flugáhafnirnar að vaka yfir flugvélunum til þess að forða þeim frá eyðileggingu. Á veturna eftir s!ík óveður, verður að byrja á þyí áður en flogið er, að brjóta klaka utan af flugvélunum, hella yfir sílaða vængina hundruðum lítra af alkohóli, til að losa ísinn af vængjunum, svo að þeir hafi fullt burðarmagn í flugtaki. — Það þekkist jafnvel tæpast i suðlægari löndum, að flugvélar séu látnar standa úti eins og hér hjá okkur. í sambandi við millilandaflug- ið langar mig að minna á þá slæmu aðstöðu sem millilanda- flugið á við að búa og á ég þar við farþegaafgreiðslur flugfélag- anna, þar sem mjög er þröngt um og öll aðstaða við toll- og vegabréfsskoðun er með þeim hætti, að ekki er um neinn sam- anburð að ræða við erlendar flugstöðvar. KRAFA UM AUKNAK FJÁRVEITINGARNAR Þótt komið sé ár eftir ár með algjörar lágmarkstillögur um fjárfestingu til flugmála, þá hafa fjárlögin ekki breytzt, og árlega hafa þessar tillögur verið skorn- ar niður og lengst af varið til þeirra 1,3 millj. kr., þar til á síðasta ári, að fjárveitingin var hækkuð upp í 1,8 millj. kr., —■ og í ár hefur hún verið áætluð 2,5 millj. kr. — Það verður að segja það eins og það er: Þessi fjárhæð nægir ekki einu sinni til áframhaldandi framkvæmda við Akureyrarvöll, svo að nokkurt vit sé í. Ekki má skilja orð mín á þann veð að ráðherrar, fjár- veitinganefndarmenn eða al- þingismenn, hafi ekki verið við- mælanlegir um flugmálin, nema síður sé. Hjá þeim hefi ég ætíð mætt skilningi á þessum vanda- málum í samtölum við þá. — En hitt er bara staðreyndin að þeg- ar til kastanna kemur hefur ann- að orðið upp á teningnum þegar fjallað er um málin á hinu háa Alþingi. Þess er þó að geta að nokkur undanfarin ár hafa okk- ur verið heimilað að verja tekj- um er inn hafa komið umfram áætlun að frádrengnum reksturs kostnaði til framkvæmda. Hefur vissulega verið mikil bót að þess- um fjárveitingum og ber að þakka fjárveitingavaldinu þessa vinsemd. Þegar litið er á stöðu flugmálanna hjá okkur í dag, getur þó ekki hjá því farið að krafan um aukna fjárveitingu til flugmála hlýtur að rísa hátt einkum frá fólkinu út um byggð- ir landsins, þar sem flugsam- göngurnar eru ýmist óþekktar enn eða ófullkomnar. Það er staðreynd að með bættum flug- samgöngum má spyrna nokkuð við flóttanum úr sveitum lands- ins til Reykjavíkur. ■— Við eignuðumast á styrjaldarár- unum mikil flugmannvirki án mikils tilkostnaðar, þau eru grundvöllurinn að hinni öru þró- un þessara mála. Þjóðin er einhuga um að gera flugmálin að sínu máli, enda hef- ur tekizt að skapa íslandi góðan sess i alþjóðlegum samskiptum , á sviði flugmálanna. En við íslendingar verðum að ' gera okkur það ljóst, að von- laust er að við getum orðið loft- siglingaþjóð án verulegra fjár- hagslegra fórna. Okkur er tamt að gera samanburð á okkar hög- um og frænda vorra Norðmanna og þeirra sigra á sjónum. Þess- ari aðstöðu náðu þeir með því að færa stórfórnir, enda er að- slaða þeirra á öllum heimshöf- imum frækileg. Sv. Þ.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.