Morgunblaðið - 17.11.1955, Side 8
8
MORGINBLAÐIÐ
Fimmtudagur 17. nóv. 1955
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Fraœkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Ámi Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu 1 króna eintakið.
Lítil! flobknr — stór snmþykkt
MIÐSTJORN Alþýðuflokksins
hélt um síðustu helgi fund
með sér. Skýrir blað flokksins
frá því í gær, að markverðasta
samþykkt þessa miðstjórnar-
fúndar hafi verið sú, að lýsa yfir
nauðsyn þess að „Sjálfstæðis-
flokkurinn verði útilokaður frá
stjóm landsins."
Sennilega mun mörgum finn-
ast að þessi litli flokkur hafi
með þessari miðstjórnarályktun
sinni reynt að gera helzti „stóra“
samþykkt. — Alþýðuflokkurinn
fékk við síðustu alþingiskosning-
ar aðeins einn kjördæmakjörinn
þingmann. Til uppbótar á honum
fékk hann svo 5 uppbótarþing-
sæti. Sjálfstæðisflokkurinn fékk
hins vegar 21 þingmann kjörinn,
alla í kjördæmum.
En pínulitli flokkurinn, sem
fékk aðeins einn þingmann kjör-
dæmakjörinn hefur nú látið mið-
stjórn sína lýsa því yfir, að mest
aðkallandi verkefni í íslenzkum
stjórnmálum sé að gera Sjálf-
stæðisflokkinn áhrifalausan. Þær
nær 30 þúsundir kjósenda um
allt ísland, sem sendu 21 Sjálf-
stæðisþingmann á þing mega
i alls engin áhrif hafa á stjóm
landsins, segir miðstjóm pínu-
litla flokksins.
i Alþýðuflokkurinn, sem er
klofinn í fjóra hluta á hins
vegar að taka við stjórninni
með Framsókn og e. t. v.
Þjóðvörn. Þá batnar stjórnar-
farið og í það skapast festa
og heilbrigði, segir miðstjórn
hans.
Mikið á nú blessnð íslenzka
þjóðin gott að eiga kost á
slíkri forystu. Það er víst eng-
in hætta á, að fjórklofni
flokkurinn myndi ekki kunna
, ráð við öllum vanda !!
Dýrt heljarstökk
í tilefni fyrrgreindrar mið-
stjómarsamþykktar Alþýðu-
flokksins er ástæða til þess að
rifja upp atburði, sem gerðust
fyrir fáum árum. Flokksþing
þessa sama flokks ákvað að
skipta um formann hans. f>að
setti Stefán Jóhann Stefánsson
frá, en kaus manninn sem sveik
í sjálfstæðísmálinu á lýðveldis-
sumrinu í staðinn. Hann var í
vinstra armi flokksins og boðaði
róttækari stefnu en flokkurinn
hafði áður fylgt.
En þetta heljarstökk varð Al-
þýðuflokknum dýrt. Það hafði
nærri því kostað hann lifið. í
næstu kosningum á eftir fékk
flokkurinn aðeins einn þingmann
kjördæmakjörinn. Sjálfur kol-
féll hinn nýi flokksformaður í
kjördæmi sínu, sem Alþýðu-
flokkurinn hafði haldið hátt á
þriðja áratug. Alger straumhvörf
urðu í þessu gamla AlþýðU-
flokksvígi. Enda þótt Framsókn-
arflokkurinn hefði samið um
framsal kjósenda sinna á krata-
frambjóðandann hlaut frambjóð-
ardi Sjálfstæðisflokksins hreinan
meirihluta atkvæða í kjördæm-
inu. — Nú hefur miðstjórn Al-
þýðuflokksins ákveðið að endur-
taka þessa tilraun. Hún hefur
staðfest þá frásögn Morgunblaðs-
ins, að samningar séu hafnir
milli Framsóknarflokksins og Al-
þýðuflokksins um kaup og sölu
á kjósendum þessara flokka við
1 næstu alþingiskosningar. Og
1 Þjóðvamarflokkurinn á að fá að
1 V6ra með í þessu „púkki“.
Það er mjög gagnlegt, að
almennir kjósendur skuli hafa
fengið vitneskju um þetta
brask með atkvæði þeirra í
tæka tíð. Nú þarf enginn að
ganga þess dulinn, að mið-
stjórnir a. m. k. tveggja flokka
hér í Reykjavík eru að semja
um framsal stuðningsmanna
sinna á víxl víðs vegar um
land. Þeir eiga svo að fá að
hafa heiðurinn af því að fram-
fylgja dagsskipan miðstjórn-
anna.
En vesalings Alþýðuflokkurinn
er eftir sem áður fjórklofinn.
Einn hluti hans vill vinna með
kommúnistum, annar með Fram-
sókn, þriðji með Sjálfstæðis-
mönnum og sá fjórði vill reyna
að vera sjálfstæður og vinna með
engum öðrum flokki. |
Á miðstjómarfundinum urðu
vinir kommúnista þó algerlega.
undir. Þeir fengu aðeins örfá at-
kvæði með kosningábandalagi og I
náinni samvinnu við hinn fjar-
stýrða flokk.
Sér grefur gröf
Miðstjdrn Alþýðuflokksins hef-
ur með samþykkt sinni um að
einangra Sjálfstæðisflokkinn
þótzt gera Sjálfstæðisfólki mik-
inn grikk. En allt bendir til þess
að þar hafi henni förlazt illa.
Fyrir síðustu kosningar lýsti
hinn fallni formaður Alþýðu-
flokksins því yfir, að eftir þær
kosningar yrði „Sjálfstæðis-
flokknum kastað út í horn“. Hann
yrði sviptur öllum völdum og
áhrifum. Stjórn Framsóknar og
Alþýðuflokksins myndi taka við.
En þessi stóri draumur rætt-
ist ekki. Alþýðuflokkurinn
varð í kosningunum minni en
nokkru sinni fyrr. Flokkur
Sjálfstæðismanna var hins
vegar stærri og liðsterkari á
þingi en nokkru sinni áður.
Svona fer stundum fyrir
litlum mönnum, sem dreymir
stóra drauma. Hinn kaldi
raunveruleiki kippir undan
þeim fótunum.
Kommúnistar æfir
Blgð kommúnista er í gær æft
yfir þeirri ókurteisi miðstjórnar
Alþýðuflokksins, að hafna sam-
vinnu við flokk þess. Vinstri
samvinnan hefur verið svikin,
segir blaðið. Kommúnistaflokk-
urinn fær ekki að vera með í
henni.
Þetta var auma áfallið fyrir
kommatetrin. Um árabil hafa
þeir barizt fyrir „samfylkingu
vinstri aflanna“. En nú þykist
miðstjóm pínulitla flokksins þess
umkomin að hafna hennL Og um
Framsókn er allt í óvissu. Þjóð-
vörn þykist hins vegar vilja tala
við kommúnista. En valt er að
treysta gylliboðum hennar. Hún
situr sífellt um sálirnar, sem
skrikar fótur á Moskvulínunni.
Framtíðarhorfur „vinstri
samfylkingarinnar“ eru þess
vegna ekki sériega bjartar í
biIL — Alþýðuflokkurinn er
fjórklofinn, hin gamla Fram-
sóknarmadama í tvennu lagi
og Þjóðvörn hyggur flátt. —
Kommúnistarnir standa einir
og yfirgefnir og veifa mann-
inum, sem sveik í sjálfstæðis-
málinu. Það er dapurlegt ein-
mgartákn.
Sjálfstæðisflokkurinn stend-
ur einhuga og sterkur. Rar-
átta hans fyrir hinni jákvæðu
framkvæmda- og uppbygging-
arstefnu heldur áfram. Og
þjóðin dæmir menn og flokka
af verkum þeirt’a þegar dóms-
dagur næstu kosninga rennur
upp.
Úr daglep iífinu
ALMAR sfcrifor:
^rá útuarpinu
í óíÉuótu vil?u
Beiií Páls biskups
PRÓFESSOR JÓN STEFFEN-
SEN er ekki einungis hálærður í
Íæknavísindum heldur einníg
fróður mjög um sögu landsins.
Því er jafnan gaman að heyra
mál hans er hann tengir þessar
fræðigreinar saman í rannsókn-
um sínum á beinum, sem fundizt
hafá í fornum grafreitum. —
Sunnudaginn 6. og þriðjudaginn
8. þ. m. flutti prófessorinn fróð-
leg og skemmtileg erindi í út-
varpið um bein Páls biskups
Jónssonar, er fundust í hinni
miklu steinkistu í Skálholti fyrir
nokkru. Báru erindin fagurt vitni
nákvæmni prófessorsins í vinnu-
brögðum og ályktanir hans voru
mjög athyglisverðar, enda er-
indin bæði prýðilega samin og
vel flutt.
„Á vængjum söngsins . . .“
í VOR SEM LEIÐ hélt músík-
kabarett íslenzkra tóna söng-
skemmtun í Austurbæj arbiói. —
Var söngurinn hljóðritaður þá og
fluttur í útvarpið 6. þ. m. Komú
þarna fram margir söngvarar, en
heldur þótti mér það mislit
hjörð. Sumir söngv.ararnir voru
í röð fremstu sön^váfá lársdsins,
svo sem þau Þuríður Pálsdóttir
og Kristinn Hallsson, og nokkrir
aðrir einnig einkar góðir söngvar-
ar, þeirra á meðal Jakob Haf-
stein, Ágúst Bjarnason, Sigurður
Ólafsson og Tónasystur. — Var
gaman að hlýða á söng þessa
fólks, en ekki að sama skapi á
suma aðra er þarna komu fram.
Held ég satt að segja að hinn
svokallaði dægurlagasöngúr sé
að verða hálfgerður faraldur hér,
því að varla er svo efnt til
skemmtunar í bænum að ekki sé
þessi „tónlist“ fastur liður á efnis
skránni. — Hljómsveit Jans
Moraveks lék undir söngnum vel
og fjörlega.
MÁNUDAGINN 7. þ. m. söng
Guðmundur Jórisson, óperusöngv
ari, nokkur log, en Weisshappel
lék undir á píanó. — Hófst söng-
ur GuðmUndar á „Arioso“, ris-
miklu lági eftir Handel, sem
söngvarinn flutti með miklum
ágætum. „Vorgyðjan“ eftir Þór-
hall Árnason og „Landið mitt“
eftir Elísabetu Jónasdóttur, eru
snotur lög en ekki tilkomumikil.
Hins vegar var svipmikið lagið
„Mah Lindy Lou“ eftir Lily
Strickland, enda naut rödd Guð-
mundar s-ín miklu betur þar. Og
athyglisvert er hvað þessi mikla
rödd getur orðið mjúk eins og er
Guðmundur sönð „O, my baby“
þetta sama kvöld.
VeU andi óhri^ar:
Umferðarmenning
V'ELVAKANDA hefur borizt
bréf frá „Hlíðarbúa“, og ræð-
ir hann þar umferðarmenningu
höfuðborgarinnar frá sjónarhóli
hins gangandi manns:
„Kæri Velvakandi!
Mikið hefur undanfarið verið
skrifað og skrafað um bílafarg-
anið á götum höfuðborgarinnar
og hin tíðu bifreiðaslys. Varla er
á öðru von en að umferðin sé
þung í vöfum, þegar mikill
meirihluti borgarbúa reynir að
komast áfram eftir götunum
með að meðaltali um 1200 kg af
járnarusli (með fullri virðingu
fyrir „dollaragrínunum“) utan
um sig.
Menn gera sér heldur ekkert
far um að tileinka sér neins
konar prúðmennsku sem öku-
menn — jafnvel ekki í því
minnsta. Bifreiðastjórar hlífast
engan veginn við að leggja bílum
sínum á þann hluta götunnar,
sem nota á sem gangstétt — á ég
hér sérstaklega við Hlíðarnar, en
þar hafa enn ekki verið gerðar
gangstéttir.
— og bilpróf
BÍLARNIR standa þarna ailt að
því þversum á gangstéttinrii,
svo að varla er mögulegt fyrir
gangandi mann að komast fram
hjá án þess að hrekjast út á ak-
brautina — svo að ekki sé minnzt
á þau vandkvæði, sem eru á því
að kóma barnavagni áleiðis.
Vildi ég gjarna beina þeirri
spurningu til hlutaðeigandi aðila,
hvort bifreiðastjórum leyfist að
leggja bifreiðum sínum á þann
hluta götunnar, sem á að heita
gangstétt? Og sömuleiðis leikur
mér forvitni á að vita, bvort
lögð sé nægileg áherzla á það, er
mönnum er kennt til bílprófs, að
leggja bílum á réttan hátt?“
Er þessu hér með komið
áleiðis til réttra aðila. En Hlíðar-
búar eru sannarlega ekki þeir
einu sem gera sig seka um að
leggja bílum sínum „óviður-
kvæmilega4*. Það er mjög algeng
sjón víða um bæinn, að bílunum
sé ýmist lagt að hálfu upp á gang
stéttina — vegfarendum til ang-
urs og ama — eða skáhallt út frá
gangstéttarbrúninni, svo að. aft-
urhluti vagnsins skagar út á ak-
brautina •— bifreiðastjórunum til
hrellingar.
Hvað bílprófunum viðvíkur, er
lítill vafi á því, að ekki eru gerð-
ar nægilega háar kröfur í þeim
efnum. Einn þátturinn í bílpróf-
um víða erlendis er að leggja bíl
á mjög þröngu svæði við gang-
stéttarbrún, og geti lærisveinn-
inn ekki leyst af hendi þá þraut
ásamt öðrum — verður hann eítir
sem áður próflaus.
„Föðurlandsbrækur"
FYRIR skömmu var rætt hér í
dálkunum um klæðnað ís-
lenzkra kvenna — sérstaklega
ungu stúlknanna — sem ganga
sumar hverjar til fara sem
hispursmeyjar, hvernig sem
viðrar. Hefur nú borizt bréf frá
„einni, sem gengur í síðbuxum".
Segir hún þar m.a.:
„Sökin liggur ekki eingöngu
hjá ungu stúlkunum sjálfum. —
Það hefur til skamms tíma hreint
ekki verið svo auðvelt að fá í
verzlunum nokkra flik, sem er í
senn hlýleg og klæðileg. En þó
hefur verið bætt úr þessu tíl
muna á síðustu tveim árum.
Það eru fleiri en ungu stúlk-
urnar, sem hafa gert sig seka um
þann tepruskap og það fyrir-
hyggjuleysi að klæða sig glæ-
nepjulega, þegar kalt er í veðri.
Ég hef sterkan grun um, að ungu
piltarnir séu lítið skynsamari —
ég held, að þeir fyrirverði sig
fyrir að ganga í „föðurlandsbrók-
um“, þó að hríðarbylur sé úti og
hörkufrost“.
— og leistabrækur
ÞAÐ var og. En hvort sem um
pilta eða stúlkur er að ræða,
gefur auga leið, að ekki er um
annað að gera en klæða af sér
kuldann — tepruskapurinn getur
haft alvarlegar afleiðingar og
kuldablátt nef fer fæstum vel.
— Hins vegar vill Velvakandi
gjarna grípa tækifærið til að
benda íslenzka kvenfólkinu á á-
gætan vetrarfatnað, sem nýlega
er kominn á markaðinn hér
heima — leistabrækur úr „crepe-
nylon“.
MerklS,
■em
klæSlr
IkndM.
Um Arthur Miller
MATTHÍAS JÓHANNESSEN,
cand. mag., flutti miðvikudaginn
9. þ. m. erindi um bandaríska
leikritaskáldið Arthur Miller og
leikrit haiss „í deiglunni“,'isem
Þjóðleikhúsið sýnir um þessar
mundir. — Var erindi Matthíasar
hið snjallasta, vel samið og flutn-
ingur þess skýr og greinilegur. —
Tók Matthías meðal annars al-
kunnar hliðstæður úr galdrasög-
unni hér á landi og fór vel á því.
— Þá átti hann í lok máls síns
stutt samtal við þá Jakob Bene-
diksson, sem þýtt heíur leikritið
..í deiglunni" og levst þáð vanda-
verk af hendi af mikilli snilld,
og Lárus Pálsson, er sett hefur
leikinn á svið. Gerðu þeir báðir
stutta grein fyrir starfi sínu og
sjónarmiðum að því er snertir
leikritið.
„Daglegt mál“
og „Náttúrlegir hlutir“
ÞÆTTIRNIR „Daglegt mál“ og
„Náttúrlegir hlutir“, sem nutu
mikilla vinsælda í fyrra, eru nú
byrjaðir aftur. Er það vel farið
því að þættir þessir eru að jafn-
aði einkar skemmtilegir og fróð-
legir enda í höndum ágætra
manna. — Þann 9. þ. m. ræddi
Eiríkur Hreinn Finnbogason,
cand. mag., daglega málið og vék
meðal annars að hinni útbreíddu
málvillu „ekki ósjaldan“, sem
notuð er í merkingunni „oft“, er<
þýðir raunar „sjaldan“. Er þessi
málvilla orðin svo algeng og á-
geng, jafnvel hjá rithöfundum,
sem annars rita gott mál, að
furðu sætir. — Einhver var ný-
lega að finna að því í einu dag-
blaðanriá að Eiríkur væri nokkuð
orðhvatur í aðfinnslum sínum
þegar hann ræddi um málvillur
manna. Ekki finnst mér verið
hafa þau brögð að því að ástæða
sé til hneykslunar þess vegna og
ekki lái ég þeim góða manni þó
að hann tali hispurslaust til
þeirra, sem gera sig seka um jafn
heimskulega málvillu og þá sem
hér hefur verið minnzt á. Miklu
fremur vil ég þakka honum það.
Kvöldvakan
Á KVÖLDVÖKUNNI s.l. föstu-
dagskvöld flutti Theódór Gunn-
laugsson bóndi á Bjarmalandi í
Axarfirði, sérkennilegt en at-
hyglisvert erindi um íslenzka. ref-
inn og hætti hans og líkti eftir
hljóðum hans. Var ljóst af máli
Theódórs að hann er nákunnug-
ur rebba og þekkír skaplyndi
hans og viðbrögð og furðu gegndi
hversu eftirlíking hans á rödd
refsins var nákvæm og vald hans
á röddinni mikið.
Þetta sama kvöld söng karla-
kórinn „Þrymur“ á Húsavík
undir stjórn séra Friðriks A.
Friðrikssonar. Er kórinn ágæt-
lega þjálfaður og raddirnar góð-
ar, enda var söngurinn allur hinn
prýðilegasti.
Þá var og ferðaþáttur Hall-
gríms Jónassonar kennarar uin
Hljóðakletta vel saminn og
skörulega fluttur.
S.L. laugardagskvöld söng Krist-
inn Hallsson með undirleik Sin-
fóníuhljómsveitarinnar uhdir
stjórn dr. Urbancic. Var sþngur-
inn hljóðritaður á tónleikum í
Þjóðleikhúsinu 30. sept. s.l. Á
efnisskránni voru aría úr óratorí-
unni „Sköpunin“ eftir Haydn,
aría úr óratoríunni „Messías“
eftir Handel og aríur úr þremur
óperum. — Var söngur Kristins
frábær, — röddin breið og
þróttmikil en jafnframt hljóm-
fögur og túlkun söngvarans á við-
fangsefnunum örugg og bar fag-
urt vitni mikilli smekkvísi hans
og söngnæmi.
i
Leikritið
LEIKRITIÐ „Tónsnillingurinn"
eftir Agnar Þórðarson, sem flutt
var þetta sama kvöld undir
stjórn Einars Pálssonar var
hnittin og vel gerð ádeila ekki
sízt á „listsnobbana", — fyrir-
bæri, sem orðið er mjög áberandi
hér upp á síðkastið. Var flutning-
ur leiksins góður bæði að því er
leikstjórn og leik snertir.