Morgunblaðið - 20.11.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.11.1955, Blaðsíða 2
MOWGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 20. nóv. 1955 lUssnesKur „jeppi a OLUTAFÉLAGIÐ Bifreiðar & !Fl landbúnaðarvélar hefur feng- ið hingað til landsins tvær gerð- ir af rússneskum landbúnaðar- bifreiðum, GAZ-69 og GAZ-69A, eða rússneska „jeppa". Eru bílar þessir með drifi á öllum hjólum, mjög kraftmiklir og góðir tor- íærubíiar. Virðast þeir hinir íterklegustu. Er ekki ósennilegt að þeir keppi við amerísku jeppana og Land Rower-inn brezka, ef þeir reypast hér vel. Hlutafélagið Bifreiðar & land- búnaðarvélar var stofnað á fyrra ári með frjálsum samtökum bif- reiðainnflytjenda til þess að hafa á hendi innflutning og sölu á rússneskum bifreiðum, landbún- aðarvélum og öðrum skyldum tækjum svo og varahlutum til beirra. Stofnendur félagsins voru 17 aðilar, en stjórnina skipa Gunnar Ásgeirsson, formaður, Eergur G. Gíslason og Guðmund- xir Gíslason, sem er framkvæmda tstjóri þess. Fyrirtækið tengir miklar vonir við innflutning á landbúnaðar- bifreiðinni GAZ-69, sagði Gunn- ar Ásgeirsson, formaður þess í gær, er bílarnir voru sýndir, og væntir þess að hér sé fundin frá ,,clearing"-iöndum landbún- aðarbifreið, sem henta mun mjög vel íslenzkum bændum. Er það álit vort, að þeir kunni því betur að meta hina mörgu kosti bif- reiðarinnar sem þeir kynnt- ust henni betur og mun félagið gera sitt til þess að gefa bænd- um kost á að sjá og reyna bif- reiðina. Báðar gerðirnar munu kosta um 42 þús. krónur. Ingólfur Jónsson, viðskipta- málaráðherra, mælti nokkur orð við þetta tækifæri. Kvað hann spurn bænda mikla eftir slíkum bílum. Það værí ánægjuiegt, ef hægt væri að kaupa frá þeim löndum, sem keyptu útflutnings- afurðir okkar. Reynslan yrði svo að skera úr um það, hvort þessir nýju bílar reyndust eins vel og Land-Rover og ameríski jeppinn. ónlislarkynning háskólans í dag ¦' ÖNNUR tónlistarkynning há- skólans (Isaacs Sterns hljómleik- ar) verður í hátíðasal háskólans í dag, sunnudaginn 20. nóvember, kl. 5 síðdegis. Flutt verða af hljómplötum Stúdentaforleikur og þættir úr 2. sinfóníu eftir Jó- hannes Brahms. Filharmóníska sinfóníusveitin í New York leik- ur undir'stjórn Brúnós Walters. Stúdentaforleikurinn (Akadem ische Fest-Ourverture) var ein- mitt fluttur í fyrsta sinn í há- tíðasal háskóla (í Breslá), en uppi staða hans eru ýmis stúdentalög, m.a. hið alkunna Gaudemus igi- tur. Hiuti af sinfóníunni verður leikinn af sérstakri hljómplötu, sem ekki er seld á opinberum markaði og hljóðrituð var á æf- ingu hljómsveitarinnar 28. des. 1953, þar sem kostur gefst á að kynnast tilsögn hljómsveitar- stjórans. Sýndar verða nokkrar skuggamyndir af nótnadæmum. Róbert Abraham Ottósson skýrir verkin. Öllum er heimill ókeypis aðgangur. mm Anierískur myndhöggvari heldur sýningu í Reykjavík UM MIÐJA næstu viku (23. nóv.) kemur hingað kunnur amerískur myndhöggvari, John W. Rhoden að nafni, ásamt frú sinni. Munu þau hjónin dveljast hér nokkuð á aðra viku. För Rhodens hingað er fyrsti áfanginn í langri ferð, er hann á fyrir höndum. Auk íslands hyggst hann munu heim- .-ækja írland, Þýzkaland, Finn- Hundurínn rakíi felóðina fram ábryggju- AKUREYRI, 19. nóv. — í gær fréttist að sézt hefði til ferða manns Við gamlan bragga í Rangárvallalandi ofan við bæ- inn. — Hefur þetta vel getað "verið Friðjón Jóhannesson, sem hvarf á fimmtudaginn hér í bæn- um. í dag hefur mikill mannfjöldi leitað Friðriks og voru þar á meðal verksmiðjufólk frá Gefj- uni og Iðunni, svo og Mennta- fikólanemendur. Laust fyrir klukkan 3 í dag kom flugleiðis frá Reykjavík Sig- t;rður Þorsteinsson lögreglumað- Ur með sporhund Flugbjörgunar- sveitarinnar. Var farið með hund inn heim í herbergi Friðjóns og hann látinn þefa af fötum hans. Síðan var ekið með hundinn beint upp að fyrrnefndum bragga. — Þar virtist hundurinn í;trax komast á slóð. Hana rakti bann hiklaust fram á bryggju þá, er Útgerðarfélagið hefur nú í smíðum á Tanganum. í kvöld er í ráði að reyna að láta hundinn rekja slóð hins týnda frá húsi því er hann átti heima í, eg reyna að fá úr því fikorið hvort stóðin þaðan ligg- Ur , upp- að. ., gamla bragganum. Þetta mun því aðeins takast að Jeiðin hafi legið um staði, sem íitiKimferð hefur verið. — Jóna6. land, Tyrkland og tvö til þrjú lönd önnur. Erindi John W. Rhodens er tví þætt; annars vegar að kynna sér sem ýtarlegast höggmyndalist þeirra landa, sem hann heimsæk- ir; hins vegar, að kynna verk sín og ameríska höggmyndalist. Á meðan hann verður hér mun verða eínt til sýningar á nokkr- um höggmyndum eftir hann. — Einnig mun hann flytja 2—3 op- inber erindi m. a. um það, hvað nú er gert í Bandaríkjunum til eflingar höggmyndalistar. Annað erindi hans fjallar um hagnýt- ingu höggmyndalistar í sambandi við nútima byggingarlíst. John W. Rhoden, sem er af kyn þætti blökkumanna, er fæddur í Alabama, einu af suðurfylkjum Bandaríkjanna. ¦— Listaferill Rhodens hefir verið óvenjulega glæsilegur og liggja þegar eftir hann mörg listaverk, sem hlotið hafa mikla viðurkenningu, bæði austan hafs og vestan. Forselfnn Laxneis FORSETI íslands og frú hans buðu nýlega Nóbelsverðlauna- skáldinu Halldóri Kiijan Lax- ness og frú hans tii hádegis- verðar að Bessastöðum. í upphafi samkvæmisins ávarp aði forseti Halldór Kiljan Lax- ness nokkrum orðum, en skáld- ið flutti síðan þakkarorð. Meðal gesta voru menntamála- ráðherra Bjarni Benediktsson, sendiherra Svíþjóðar hr. von Euler, og nokkrir fulltrúar rit- höfunda og listamanna. (Frá skrifstofu forseta íslands). Frá ðSalfundi LÍÖ AÐALFUNDI L. í. Ú. var haldið áfram kl. 10.00 í gær. Hófst fundurinn með því, að nefndir | skiluðu áliti og voru ýtarlegar umræður um hin ýmsu hags- 1 munamál útvegsins. Á hádegi í dag sátu fundar- menn hádegisverðarboð ríkis- stjórnarinnar. Fundi var síðan haldið áfram kl, 15.00 og var þá framhald á umræðum um álit nefnda. Fundur mun hefjast að nýju kl. 2.00 e. h. í dag. -Marokko Frwnb, *í Ma. 1 bað þjoðina að stillast. Kvað hann Marokkó mundu hljóta sjálfstæði, en verða þó enn um skeið tengt Frakklandi. Flokkur þjóðernissinna og flokkur sá, sem studdur er af Gyðingum hafa lýst fögnuði yfir ræðu Youssefs. Ástæða er þó til að ætla, að. eftir þessa atburði muni ekki allt verða með kyrrum kjör- um i Marokkó. Tugir þúsunda Araba eru enn í herbúðum íi nánd við Rabat — og óttaztj e*, að enn háfi ^ekki tekixt að jafna þann i ágreining-, sem' rtkt hefur m«o Marokkónúum. Er því viohúið að tit enn meiri tiðinda kurihi kð draga á næst-! iinni. • Aðalfundur Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Keflavík Keflavík, 19. nóv. FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðisfé- laganna í Keflavík hélt aðalfund sinn s.l. föstudagskvóid. — Var fundurinn afarvel sóttur. Mættu 33 af 35 fulltrúum, sem eru í ráðinu. í stjórn voru kosnir Alfreð Gíslason, bæjarfógeti, formaður; Guðmundur Guðmundsson, spari- sjóðsstjóri, varaform. og með- stjórnendur þau Friðrik Þor- steinsson, forstjóri, frú Vigdís Jakobsdóttir og Alexander Magn- ússon, fulltrúi. Varastjórn skipa Marteinn Árnason, kaupmaður, frú Guðný Árnadóttir, Þorgrímur St. Eyjólfsson, forstjón, frú Sess- elja Magnúsdóttir og Benedikt Þórarinsson, yfirlögregluþjónn. Fjörugar umrseður urðu um bæjarmál og starfsemi Sjálf- stæðisfélaganna í vetur. Mikill áhugi er nú ríkjandi í félögunum í Keflavík um málefni flokksins. Hyggst fulltrúaráðið gangast fyr- ir almennum stjórnmálafundi Sjálfstæðismanna á Suðurnesj- um, sem haldinn verður í. Kefla- vík fyfir lok þes;;a ménaðar. — Mun; forsastisráðrierra "01aför Thors,- pmgmáðtir ;kj&dæmisins, og ef til vill.|teh-i^ngmeriri'Sjálf stæðisflokksins . mæ^ta á fundin-j um. -—Ingvar. —¦-! Ffiðgeir Ólafsson og Sigríui Briem. HÖfðingleg gjöf iíl Skálholfs Minniitgarsjriðiir stofnnður tim læknisijölskylduno síh er „loiniissi" var sikkt HJÓMIN Valgerður Guðnadóttir og ÓIi G. Halldórsson, kauprnað- ur, Hringbraut 97 hér í bæ, hafa í erfðaskrá sinni, sem þau hafa gjört 10. nóv. 1955, kveðið svo á, að tilteknum hluta af skuldlaus- um eignuni þeura skuií e-íttr Sigrún. þeirra dag varið til þess að stofna sjóð „til styrktar þeim málefn- um, er Skálholtstélagið beitir sér fyrir", eins og komizt er að orði í erfðaskránni. Sjóðurinn er stofnaður í minn- ingu sonar þeirra hjóna, dr. Frið- geirs Ólasonar, læknis, konu hans, frú Sigrúuar Briem, læknis, og barna þeirra þriggja, Óla Óli Hilmar og Sverrir. Hilmars, Sverris og Sigrúnar, en þessi fjölskylda fórst öll með e.s. Goðafossi 10. nóv. 1944. Sá hörmulegi atburður er í fersku minni, er kafbátur sökkti e.s. Goðafossi uppi í landsstein- um íslands, að heita mátti rétt við hafnarmynni Reykjavíkur. Með honum hurfu margir i djúp- ið, sem voru að koma heim eftir lengri eða skemmri útivist. Þeirra á meðal voru hin ungu og glæsi- legu hjón, dr. Friðgeir Ólason og Sigr&n',,,'-Brié,n^. ' '&kiX" ::;varu að konta' frá Ban'd'aríkjurfurh, þar sem þau höfðu vérið' við fram- haldsnám, og með þeim voru þrjú yndisleg börn þeirra. Heima biðu foreldrar og annað ættlið, Það var áhyggjusamt að vita ást- vini sína í förum landa milli á þeim árum. Og hér varð hinu skelfilegi uggur að grimmurtj veruleika. Allir, scm muna þetta slys, munu minnssrt þcss, hve sárt þsim þntti að hugsa til þessarae fjölskyldu og fjölsltyldna, serrs fengu þetta margfalda högg j einu. En þar að auki var það al- kunnugt, að með hinum unga læknishjónum fóllu sérstakir/ efnismenn í valinn, sem mikila og góðs framtíðarstarfs mátti vœnta af. j Dr. Friðgeir Ólason var fædd- ur að Skjaldar-Bjarnarvík í Strandasýslu 3. des. 1912, en þar bjuggu foreldrar hans þá. Þau fluttust síðar til ísafjarðar og þar ólst Friðgeir upp. Hann lauk stúdentsprófi á Akureyri vorið 1932 og embættisprófi í læknis- fræðiá Reykjavík 1938. Að loknu embættisprófi gegndi hami hér- aðslæknisstöríum um tima S Rcykdælahéraði og gat sér hið ágætasta orð sem snjall læknií og drengskaparmaður mikill. —¦ Meðan hann var læknir þar? nyrðra fann hann upp lyf við> lambablóðsótt, sem reyndist á- gætlega og bægði vá þeirrar veiki frá íslenzkum bændabýlum. Frú Sigrún Briem var fædd í Reykjavík 22. febrúar 1911, dótt- ir Sigurðar Briem, póstmálastj, og konu hans, Guðrúnar ísleifs- dóttur. Hún var eirtnig læknir að menntun, lauk læknisprófi 1 Reykjavík 1940, gáfuð kona og miklum mannkostum búin. Sumarið 1940 sigldu þau hjón- in til Ameríku til framhalds-< náms. Friðgeir hlaut doktorsnafri bót við Harvard-háskóla í sept- ember 1944 og mikið lof fyrir rit- gerð sina, sem fjallaði um áhrif fjörefna á vöxt krabbameins. Síðan héldu þau heim til ís- lands, ásamt börnum sínum, Óla Hilmari, sjö ára, Sverri, tveggjat ára og Sigrúnu, flmm mánaða. Þau náðu aldrei landinu, sem þau ætluðu að láta njóta mennt- unar sinnar og krafta. En það spurðist síðast til þeirra, að þau hefðu varið hinztu augnablikura lífs síns til þess að lina þjáning- ar særðra og deyjandi samfar- þega sinna. Nú hafa foreldrar dr. Frið- geirs, Valgerður Guðnadóttir og ÓIi G. Halldórsson, gert ráðstóf- un til þess, að minning þessarar. fjölskyldu verði sérstáklega tengd Skálholti, mesta helgistað íslenzku kírkjunnar, og verði vöxtum þeirrar höfðinglegu gjaf- ar, sem þau hafa ánafnað minn- ingarsjóðnum, . varið til þess að efla helgihald og menningarstarf þar, samkvæmt nánari ákvæðum skipula^sktór; , Stjórh Skálholtsfélagsins tjáip þakkir sínar og félagsins fyrtiri Franrli- á bl^. 13. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.