Morgunblaðið - 20.11.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.11.1955, Blaðsíða 8
8 MORGinSBLAÐlÐ Sunnudagur 20. nóv. 1955 Otg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigui. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanda. í lausasölu 1 króna eintakið. Kalda stríðið ÞÆR raddir hafa heyrzt nokkuð óttablandnar að eftir árangurs- lausan fund utanríkisráðherranna i Genf rouni kalda stríðið aftur komast í algleyming. Mönnum hefur brugðið í brún þegar þessi ráðstefna háttsettra manna sýn- ir, að enn eru þýðingarmikil deilumál milli stórveldanna óleyst. Sérstaklega hefur það snert menn ónotalega, að ekki skyldi takast að leysa Þýzka- landsmálin, þrátt fyrir það að Buiganin forsætisráðherra Rússa hét því í sumar að Rússar myndu fallast á frjálsar kosningar og sameiningu landsins. Þar verða menn að bíta í það súra epli, að samkomulagsumleitununum hef- ur miðað aftur á bak. Hvað er „kalt stríð“ Svo það er ekki furða, þótt fólk spyrji agndofa, hvort kalda stríðið muni nú byrja aftur á nýjan leik. Þessari spurningu er erfitt að svara í stuttu máli, fyrst og fremst vegna þess, að hugtakið „kalt stríð“ er svo ákaflega víð- tækt. Það hefur verið notað yfir allan þann ágreining sem verið hefur milli Austurs og Vesturs frá lokum heimsstyrjaldarinnar. Þættir i þessu kalda stríði hafa t. d. verið 1) Ósamkomulag Vest- urveldanna og Rússa um friðar- samninga við Balkanlöndin, 2) Ágreiningur vegna hersetu Rússa í t. d. Rúmeníu og Ungverja- landi. 3) Uppreisn kommúnista í Grikklandi undir forustu Markos. 4) Valdataka kommún- ista i Tékkóslóvakíu. 5) Einangr- un Berlínarborgar og loftbrúin. 6) Barátta Rússa gegn Marshall- áætluninni og endurreisn Vestur Evrópu. 7) Afvopnunarsvik Rússa í styrjaldarlok og stofnun Atlantshafsbandalagsins. 8) Styrj öldin í Kóreu. 9) Njósnir komm- únista víða um lönd og styrkur við kommúnistaflokka hvar- vetna. 10) Neitun á að gera frið- arsamninga við Austurríki. Svona mætti lengi telja upp hinn mikia fjölda deilumála miili austurs og vesturs. — Sennilega hefðu þessi deilu mál aldrei orðið einkennd heitinu „kalt strið“, ef þeim hefði ekki fylgt sérlega ó- kurteis og drumbsleg fram- koma rússneskra fuiltrúa, hvarvetna þar sem deilumál in komu til umræðu. En fram koma Rússa hefur verið slík á alþjóðavettvangi, að slíkt hef- ur ekki þekkzt áður nema hjá gersamlega ósiðuðum þjóðum Eitt af því sem t. d. hefur sett sérstakan blæ á hið kalda stríð hafa verið útvarpstrufl- anir Rússa, en öll hegðun þeirra hefur verið slík, að þeir hafa lagt áherzlu á að til einskis sé að vera að semja. Það sé aðeins að beits- hinu rússneska valdi. Breytt framkoma Þegar ioks.var farið að ræða.um það í sumar.i aðM„kalda stríð- inu“ - væri að linna, Stafaði: það af því fyrst og fremst að Rúss- a®;, breyttu mjögi framkomu á alþjóðavettvangi., í fyrsta skipti í 10 ár kváðust þeir nú vera fúsir til að setjast að samninga- borði og fjórir æðstu menn stór- veldanna gátu komið saman á fund í Genf. Þar gerðis sá fáheyrði atburð- ur m.a., að Rússar féllust nú loks á að gera friðarsamninga við Áusturríki. Það var ekki nokkur vafi á því að „kalda stríðið“ hafði að minnsta kosti breytt um svip. Og enn frekari dæmi þess voru, að Rússar tóku nú að þreifa fyrir sér um aukin verzl- unarviðskipti við vestrænar þjóð- ir. En slíkum viðskiptum höfðu þeir slitið kringum 1947 til þess að vinna gegn Marshall-aðstoð- inni. Enn eitt undur gerðist: Rússar tóku aftur upp vinsam- leg samskipti við Júgóslava. Nærri sjö ár höfðu liðið síðan Tító var útskúfað úr Kom- inform-bandalaginu. Árásirn- ar á Tító höfðu staðið látlaust þennan tíma. Þær voru vissu- lega hluti kalda stríðsins, enda var enginn þáttur rúss- neskra ofsókna eins svæsinn og svívirðilegur. Það var því í sjálfu sér ekkert undarlegt, þótt sú fregn flygi víða um veröld, að nú væri „kalda stríðinu" lokið. Menn sögðu frá þessu i glaðri ósk- hyggju. Framkoma Rússa á al- þjóðavettvangi hafði breytzt, heimurinn var að batna. Sannleikurinn er þó sá, að þótt dregið hafi úr opinberum árekstr um, þá hafa ótal mörg deilumál enn verið með öllu óleyst og er því vafasamt hvort hægt sé að fagna algeru vopnahléi í hinu svonefnda „kalda stríði“. Ráð- stefna utanríkisráðherranna í Genf vekur marga til um- hugsunar um að ekki hafi allt enn verið svo slétt, sem látið var í veðri vaka. Erfiðasta vandamálið Þar er e.t.v. einn hjallinn, sem er erfiðastur, áður en hægt er að tala um vopnahlé i kalda stríðinu. — Það er staðreynd nú engu siður en áður að hinir rússnesku heims valdasinnar halda enn við öfl- ugum flokkum í öllum þjóð- löndum. — Þessir stjórnmála- flokkar kommúnista hafa sýnt það og sýna enn að þeir eru algert verkfæri valdhafanna í Kreml. Þeir meta meira fyrir- skipanir Rússa, en eigin þjóð- ar hag. Ekkert þjóðriki getur verið öruggt um frelsi sitt og innanlandsfrið, sem hefur hóp þessara fjarstýrðu manna inn- an sinna landamæra. Þetta vandamál mun vera erfiðast viðfangs. Áður en það er leyst og Rússar hætta af- skiptum af innanlandsmálum i öðrum löndum, er ekki hægt að segja að kalda stríðið sé úr sögunni. Allt um það ber ekki að van- þakka, að verulegar breytingar hafa orðið á framkomu Rússa, svo að „kalda stríðinu" hefur linnt nokkuð. Silmir óttast að framkoma Rússa á síðustu Genf- ar-ráðstefnu sýni að/þeir ætli nú aftur að hefja sömu. bolabrögðin og áður. Menn bíða átekta og ættu ekki að þurfa a&vera mjög svartsýnir á málin, > i ðr daglega lífinu EINN af eftirtektarverðustu stjórnmálamönnum Asíu í seinni tíð er forsætisráðherra Burma, U Nu. Hann er sagður einn slingasti stjórnmálamaður sinnar tíðar. En það er ekki að- eins hin stjórnmálalega fortíð hans, sem er athyglisverð — heldur og allt hans líf frá blautu barnsbeini. ★ ★ ★ FAÐIR hans var ríkur kaupmað- ur — og hefur sennilega haft efni á því að veita syni sínum sómasamlegt uppeldi. En heim- ilisaginn hefur ekki verið upp á það bezta, því U Nu komst snemma á glapstig, og aðeins tólf ára er talið, að hann hafi verið orðinn ofdrykkjumaður. Hann var sendur að heiman — upp í afskekkta sveit. En þar tók ekki betra við. Hann nennti ekkert að gera, en lá í þess stað í drykkjuskap, því að hann var nú sjálfur tekinn að brugga vín. Hann var þess vegna fljótt sendur aftur til föðurhúsanna og lagðist nú í sama ólifnaðinn og áður. Eln straumhvörf voru fram- undan í lífi hans. I ★ ★ ★ U NU var orðinn myndarlegur ungur maður og var á blóma- öátf ára uar U ann ópdnjhhju- ma^ur — í claq er Lann einn íhrijameóti macíur ddd-^ydc a skeiði lífs síns. Hann tók að sitja fyrir hjá ljósmyndurum og lifði á því um tíma. Hann fór að hugsa á annan hátt — og hann fór að meta gildi lífsins. Fegurð þess og töfrar opnuðust honum. Hann varð innblásinn rómantískum skáldlegum anda — og hann fór að yrkja. Því er haldið fram, að ef til vill hefði hann náð langt á listabrautinni, ef hann hefði ekki svo ungur snúið sér að stjómmálum. ★ ★ ★ AFSTAÐA U Nu til lífsins hafði breytzt, og hann settist á skóla- bekk. Las hann lögfræði við há- skólann í Rangoon og útskrifað- ist þaðan lögfræðingur, Á með- an hann dvaldist í háskólanum tók hann að hneigjast að hreyf- ingu þjóðernissinna — og að dóttur háskólarektorsins — en því lyktaði á þann hátt, að hann gerðist formaður samtaka þjóð- ernissinnaðra stúdenta — og gekk að eiga rektorsdótturina. ★ ★ ★ ÞJÓÐERNISSINNAR voru ekki vel þokkaðir af yfirvöldum há- VeU andi óbrijar: Um Sjúkrasamlagið UNDRANDI lesandi" hefur sent Velvakanda bréf, sem fjallar um gjald það, sem fyrir- hugað er, að sjúklingar greiði sjúkrasamlagslæknum sínum — kr. 5 fyrir viðtal og kr. 10 fyrir vitjun. Þykir bréfritara fjarstætt, að bera því við í þessu sambandi, að slík gjöld séu nauðsynleg til að draga úr því, að fólk leiti læknis að óþörfu. Segir hann ennfremur: „Það er ekki ofsagt, að margir hafa orð- ið undrandi yfir þessari ráðstöf- un — þeir eru ekki svo fáir, sem álíta sjúkrasamlagsgjöldin þegar of há miðað við það, hversu fá lyf eru greidd að fullu eða að nokkru leyti af sjúkrasamlaginu. Slík ráðstöfun yrði heldur ekki vel til þess fallin að skapa það traust, sem þarf að ríkja milli sjúklings og læknis. Læknar myndu gera sjúklingum sínum mikinn greiða með því að gera grein fyrir því opinberlega, hvað þeir kalla óþarft kvabb og ástæðulaus viðtöl. Ég vil benda á það, að sérfræðingar taka 40—60 kr. fyrir viðtalið og er samt alltaf fullsetinn bekkur hjá þeim. Ef til vill er fólk þar líka „upp á sport“?“ Ódýr útgáfa af ævintýrum Andersens UNG móðir“ skrifar: „Mér finnst full þörf á því, að Ævintýri H.C. Andersens séu iijpll ■ ■■ \ - >' -í ii ts - * ■ A*.za ái ■ fíi■ j ■ "Ú1—..111;,. I -Jic:rsroj! il3 gefin út í iítilii, ódýrri útgáfu, sem er meðfferileg >fyrir börn. Til þessa hefur verið ómögulegt að fá nema stóru skrautútgáfuna, sem er mjög dýr — svo dýr að foreldrar veigra sér við að fá börnum sínum slíkar bækur í hendur. Skrautútgáfan er vissu- lega mjög skemmtileg hillu- prýði — en mikilvægara er þó, að börnin fari ekki á mis við að kynnast sígildum sögum ævin- týraskáldsins". ADÖGUNUM var rætt hér í dálkunum um afgreiðslu í brauðsölubúðum og mjólkursölu- búðum, og deilt á mjólkursölu- búðirnar fyrir að hafa ekki bætt þjónustu sína í þrifalegri með- ferð brauða að sama skapi og brauðsölubúðirnar. „Afgreiðslustúlka í mjólkur- búð“ skrifar í þessu sambandi: „Mér þykir hér mjög mismunað mjólkurbúðum og brauðsölubúð- um. í þessum búðum gilda sömu ákvæði um hreinlæti — og er jafnvel harðar gengið eftir því í mjólkurbúðunum, að hreinlætis- reglunum sé framfylgt. Þar að auki vil ég einnig benda á, að sökin liggur ekki hjá afgreiðslu- stúlkunum eða mjólkurbúðunum sjálfum — a. m. k. ekki beinlínis. Þær fá brauðin óinnpökkuð í hendur frá brauðgerðarhúsunum, og það væri til mjög lítils gagns að pakka brauðin inn í mjólkur- búðuftum sjálfum, þar sem þau hafa þá þegar farið í gegnum hendur svo margra“. Stendur til bóta SAMKVÆMT upplýsingum frá Míjólkursamsölunni hafa bak- arar nú lagt drög að því að fá sérstakar umbúðir til að pakka brauðift inn í. Bakarameistarafé- lagið hefur farið þess á leit við Pappírspokagerðina, að pokar itan um brauðin verði gerðir þar. Hins vegar verður ekki mögulegt að fá hentugan pappír til umbúð- anna fyrr en um áramót i fyrsta agi. Vonandi tekst Bakarameistara- félaginu að kippa þessu endan- lega í lag innan skamms. — Við- skiptavinirnir verða aldrei ánægð ir fyrr en þeir fá brauðin inn- ökkuð. Mertd*, ÓLU skólans, og að því kom, að þess var krafizt, að hann viki úr skól- anum. Efndu þjóðernissinnar til mikilla óeirða, sem lyktaði með því, að U Nu gekk af heilum hug út á stjórnmálabrautina og gerð- ist róttækur. I Þegar síðari heimsstyrjöldin brauzt út buðu U Nu og félagaí hans Englendingum aðstoð sína, ! til þess að tryggja frelsi Burma eftir styrjöldina. Englendingar voru samf ekki á því að nota krafta þjóðernissinna — og það varð til þess, að U Nu og hans menn snérust algerlega við og hófu að undirbúa byltingu gegn Englendingum. Skömmu áður en Japanir héldu innreið sína í Burma hafði U Nu verið fangelsaður af Englending- um — en var þá sleppt. Hélt hann rakleitt til Rangoon og varð utanríkisráðherra í stjórn Japana í Burma. Sú stjórn varð samt ekki lang- líf, þvi að Englendingar hröktu Japani brátt úr landi. EFTIR allar þær ófarir á stjórn- málabrautinni, sem U Nu hafði lent í, var hann kominn á fremsta hlunn með að segja skilið við stjórnmálin og snúa sér að skáld- skap. Óvænt atvik olli því samt, að U Nu hélt áfram á stjórn- málabrautinni — og þegar Burma hlaut sjálfstæði árið 1948 varð hann fyrsti forsætisráðherra landsins. ; Á ÞESSUM árum, sem liðin eru I frá því að U Nu tók við stjórn- artaumunum hefur landið tekið algerum stakkaskiptum. Hann hefur unnið með oddi og egg að viðreisn atvinnuvega landsins. Hann er einnig andvígur öllum erlendum áhrifum í landinu — og hefur reynt að þræða hinn þrönga stíg hlutleysisins — að svo miklu leyti, sem unnt er. U NU er heitur Búddatrúarmað- I ur og afstaða hans til lífsins og allar hans gjörðir eru byggðar á trúarlegum grundvelli. Hann er 1 sagður leggja hart að sér við vinnu — og ætlast til mikils af 1 samstarfsmönnum sínum, enda býr hann yfir járnhörðum vilja til þess að færa landi sínu betri ! tima og aukna velmegun. Tvímenningskeppni kvenna klæSlr EFTIR þriðju umferð í tvímenn- ingskeppni Bridgefélags kvenna eru þessar efstar: Ása Jóhannsd. Kristín Þórðard. 385.5 stig, Rósa ívars Sigr. Sig- geirsd. 376, Ingibjörg Oddsd. Margrét Jensd. 368.5, Hulda Bjarnad. Unnur Jónsd. 361, Hugr borg Hjartard. Vigdís Guðjónsd. 351.5, Eggrún Arnórsd. Kristjana Steingr. 342, Ásgerður Einarsd. Laufey Arnalds 338, Elín Jónsd. Rósa Þorsteinsd. 337.5, Hanna Jónsd. Sigríður Jónsd. 335.5, Ásta Möller Eyþóra Thorarensen 334.5, Dagbjört Bjarnad. Lilja Guðnad. 334, Soffía Theodórsd. Viktoría Jónsd. 332.5, Dóra Sveinbjörnsd. Helga Thoroddsen 331, Anna Guðnad. Þorgerður Þórarins 330.5, Ástríður Einarsd. DÓra Magnúsd. 329, Guðríður Guð- mundsd.. Dsk; Kristjánsd. 325.5. Fjórða umferð verður. spiluð n.k. rnánudag. : ^ i ,' > - i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.