Morgunblaðið - 24.11.1955, Side 8

Morgunblaðið - 24.11.1955, Side 8
MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 24. nóv. 1955 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavik. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Steíánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur, Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar Qg afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanda. í lausasölu 1 króna eintakið. $á flokkur, sem Framsókn slær ást sinni á, er glataður UR DAGLEGA LIFINU SJALFSTÆÐISFLOKKURINN hefur nokkrum sinnum efnt til samvinnu um ríkisstjórn við Framsóknarflokkinn. Slík sam- vinna befur verið nauðsynleg milli þessara stærstu stjórnmála- flokka þjóðarinnar, þar sem ella hefði naumast verið hægt að mynda starfhæfa þingræðisstjórn. Þessa flokka hefur heldur ekki greint svo stórlega á í þjóðmál- unum, að samvinna milli þeirra ætti ekki að geta verið skapleg. En Framsóknarmenn hafa haft þann hátt á að láta blöð sín jafnan halda uppi illyrmislegum rógi um Sjálfstæðisflokkinn, enda þótt þeir væru í stjórnar- samstarfi við hann. Er það senni- lega eins dæmi í heiminum, að stjórnmálaflokkur hafi hagað málflutningi sínum þannig gagn- vart samstarfsflokki. En þetta hefur ekki orðið Sjálfstæðisflokknum til meins. Það hefur þvert á móti orðið honum til gagns. Sagan sýnir nefnilega, að sá flokkur, sem Framsókn slær ást sinni á og talar vel um er glataður. Sannast á Alþýðuflokknum Þetta sannast tilfinnanlega á Alþýðuflokknum. Árið 1934 mynduðu Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn ríkisstjórn saman. Var það í fyrsta skipti, sem íslenzkir jafnaðarmenn tóku þátt í ríkisstjórn. Alþýðuflokk- urinn hafði þá verið í stöðugum vexti undanfarin ár. Hann átti 10 fulltrúa á Alþingi og stóð föst- um fótum í mörgum kjördæm- um. Framsókn vildi vera einkar elskuleg við þennan samstarfs- flokk sinn. Hún hlóð að honum stöðum og bitlingum. Og Alþýðu- flokkurinn var ákaflega ginn- keyptur við þeim. Hin „fijálslynda umbóta- stjórn“, en svo nefndu þessir flokkar stjórn sína, sat við völd við mikið ástríki leiðtoga sinna fram til ársins 1937. — Þá fóru fram kosningar. Alþýðuflokkur- inn beið þá mikinn ósigur. Komm únistar fengu þrjá þingmenn kosna og í fyrsta skipti fulltrúa á Alþingi. Þetta var þá ávöxturinn af þriggja ára samstarfi hinna „lýðræðissinnuðu íhaldsand- stæðinga". — Kommúnistar fengu byr undir báða vængi vegna þess ástands, sem „um- bótastjórnin“ leiddi yfir þjóð- ina. Stórkostlegt atvinnuleysi skapaðist. Framieiðslutæki landsmanna grotnuðu niður. Bannað var að flytja inn ný skip og fólkið flýði úr sveit- unum í stórhópum. Síðan hefur Alþýðuflokkurinn ekki borið sitt barr. Framsókn hefur alltaf haldið áfram að elska hann og lýsa því yfir, að hún vildi fá hann í stjórn með sér. Nú hefur hún byrjað samninga við hann um kosningabandalag við næstu kosningar. Aldrei klofnari en nú En Alþýðuflokkurinn er aldrei klofnari og veikari en nú. Þess meira sem Framsókn elskar hann þeim mun aumara verður ástand hans. í síðustu kosningum ætl- aði Framsókn að hjálpa honum til þess ?ð ná tveimur kaupstaða- kjördæmum. Afleiðingin varð sú, að einmitt í þeim kjördæm- um beið vesalings pínu litli flokkurinn stærstan ósigur. Alþýðuflokkurinn hefur átt mestu fylgi að fagna í kaup- stöðum og þorpum sjávarsíð- unnar. En þar er Framsókn- arfiokkurinn óvinsælastur og tortryggnin mest gagnvart honum. Þegar hann hefur ver- ið blíðastur við jafnaðarmenn hefur almenningur sjávarsíð- unnar vantreyst þeim mest. Klofningurinn hefur þá feng- ið byr undir báða vængi og púkinn á fjósbitanum, komm- únistarnir, fitnað. Sakar ekki Sjálfstæðisflokkinn Samvinna Sjálfstæðisflokksins við Framsókn hefur ekki sakað hann vegna þess, að hann hefur aldrei orðið fyrir neinum blíðu- atlotum af hennar hálfu. Hann hefur þvert á móti verið svívirt- ur og níddur af Tímamönnum meira en nokkur annar flokkur. Á sama tíma sem Framsóknar- menn hafa setið í stjórn með Sjálfi^æðismönnum hafa leiðtog- ar Framsóknar verið að gera Alþýðuflokknum, Þjóðvörn og jafnvel kommúnistum tilboð um stjórnarsamvinnu. Sjálfstæðismönnum er ljóst, að í Framsóknarflokknum er mikið af fólki, sem þeir eiga samleið með, einkanlega í sveitum lands- ins. Þetta fólk hefur margt óbeit á rógi Tímans um samstarfs- flokkinn. En einnig það hefur séð, að þessar baráttuaðferðir bitna ekki á Sjálfstæðisflokkn- um. Það hefur þvert á móti auk- 1 ið traust hans til sjávar og sveita. Fólkið hefur fundið að hann hef- ur ekki beðið tjón á sálu sinni af samstarfinu við hina gömlu maddömu. Sjálfstæðisflokkurinn legg- ur í dag höfuð áherzlu á, að efna þau loforð, sem hann gaf þjóðinni eftir síðustu kosning- ar í málefnasamningi núver- andi ríkisstjórnar. Hann mun reyna að ljúka eins miklu af þeim framkvæmdum, sem þar var heitið á yfirstandandi kjör tímabili. Það kemur svo í hlut þjóðarinnar sjálfrar að segja fyrir um áframhaldið. En Sjálfstæðismenn kvíða ekki dómi hennar. Þeir treysta á heilbrigða dóm- greind almennings í landinu. — Moldrykið, sem vinstri flokkarn- ir þyrla upp um stefnu og starf Sjálfstæðisflokksins hefur ekki reynzt þeim drjúgt til giftu. Hin- ir sósíalisku flokkar hafa undan- farin ár verið að tapa fylgi. Þess vegna hrópa þeir nú hver á annan um kosningabandalög til þess að forða hruni sínu. Kommúnistar kalla hæst á hjálp. En við þá vill nú enginn semja. Framsókn og Alþýðuflokkurinn reyna hins vegar að spyrða sig saman. En allar líkur benda til að það muni a. m. k. reynast jafnaðarmörin- um dýrt spaug. ALMAR sferifar: Sinfóníuhljómsveitin. MARGT og mikið er um þessar mundir rætt hér um Sinfóníu- hljómsveitina og afdrif hennar. Hafa mér meðal annars borizt nokkur bréf um þetta efni bæði héðan úr bænum og frá utanbæj- j armönnum og kveður í þeim mjög við sama tón. Menn leggja áherzlu á hið mikla menningar- gildi Sinfóníuhljómsveitarinnar og harma það, ef svo skyldi fara, að hún yrði að hætta störfum vegna fjárskorts. Hefir mjög ver- ið deilt á útvarpsstjóra og afskipti hans af þessu máli, en út í þá sálma verður ekki farið hér. Hann hefir svarað fyrir sig hér í blað- inu og haldið því fram, að það sé, eins og komið er, Ríkisútvarpinu um megn, kostnaðarins vegna, að standa undir rekstri hljómsveit- arinnar, enda kosti hún þrisvar sinnum meira, en allt talað orð, sem flutt er í útvarpið, að leík- ritum meðtöldum. Má vera að út- varpsstjóri hafi hér rétt að mæla, og hefði hann átt að láta ser nægja þessar upplýsingar afstöðu sinni í máli þessu til réttlætingar. Hitt var óþarfi og varla sæmandi, er hann í grein sinni ber fram dylgjur um einhvern „snúðugan" og „snældulipran" flokk manna, „sem gengur uppstertur um ríki allra lista, eins og þær séu óðal þeirra einna og öll menning sé einkafyrirtæki sjálfra þeirra“. Ef útvarpsstjóri vill með orðum þessum sneiða að þeim mönnum, sem um langt skeið hafa staðið fremstir í tónlistarmálum okkar og borið þar hita og þunga dags- ins, þá eru þessi orð útvarps- stjórans ekki aðeins ómakleg heldur ómerk og koma úr þeirri átt sem sízt skyldi. Er vissulega átuan rfOLFWl í óíÉuótu vilm ekki von að vel fari í menningar- málum þjóðarinnar, ef þeir menn sem tekið hafa sér þar forustu- stöðu, eru margir með slík sjón- armið. Þegar útvarpið, fyrir rúmum tveimur árum, tók við rekstri Sinfóníuhljómsveitarinnar, var það ekki gert alveg hávaðalaust af þess hálfu. Féllu þá mörg fög- ur orð og allir tónlistarunnendur, sem að verðugu kunnu að meta þetta mikla menningartæki, fögn- uðu þessari ráðabreytni, enda var þeim talin trú um að með þessu væri tryggður fjárhagsgrundvöll- ur hljómsveitarinnar og þar með framtíð hennar. — Því miður er nú á daginn komið að þetta voru blekkingar einar, — hyllivonir, sem áttu sér enga stoð í veruleik- anum. — Forráðamönnum út- varpsins hafði láðst að kynna sér til hlítar fjárhagshlið þessa máls, og þar með hvaða skyldu það tókst á herðar með rekstri Sin- fóníuhljómsveitarinnar, og því lofaði það meiru en það gat efnt. í stað þess að tryggja framtíð hljómsveitarinnar, var hér aðeins tjaldað til einnar nætur. Af þess- um mistökum útvarpsins er sopið seyðið nú í dag. Sinfóníuhljóm- sveitin hefir lagt niður störf og er í upplausn. En úr þessu verður að bæta og bjarga þjóðinni frá þeim vansa, að hún sé ekki þess umkomin að halda uppi lítilli Sinfóníuhljómsveit. Ábyrgir að- ilar, ríki og bær, Ríkisútvarpið og Þjóðleikhúsið og jafnvel önnur menningarsamtök hér, verða að uu andi óLrifar': Fuglaveiðar. VEIÐIMENN út á landsbyggð- inni“ eru í veiðihug og fýsir að vita, hvaða réttindi þeir hafi til fuglaveiða á afréttum og al- menningum. Vitna þeir í laga- ákvæði frá árinu 1954: „Öllum íslenzkum ríkisborgurum eru fuglaveiðar heimilar í afréttum og almenningum utan landar- eigna lögbýla, enda geti enginn sannað eignarrétt sinn til þeirra.“ Spyrja veiðimenn svo: „Höfum við, sem ekki höfum nein sérstök veiðilönd ekki skýlausan rétt til fuglaveiða (rjúpnaveiða) í fyrr- nefndum afréttum og almenning- um, eða geta oddvitar upphafið þennan veiðirétt með einhliða auglýsingu um bann?“ Samkvæfnt umsögn lögfróðra manna er hér um mjög umdeilt atriði að ræða og hefir engin end- anleg niðurstaða fengizt í þessu efni. Eigendur afrétta munu hafa talsvert ríka heimild til að banna fuglaveiðar á afréttum, og sann- leikurinn er sá, að þau landsvæði, sem enginn getur sannað eignar- rétt sinn yfir, eru ekki eins víð- áttumikil og ætla mætti. Stirðbusaleg afgreiðsla. VEL upp álin Reykjavíkur- stúlka“ sendir Velvakanda nokkrar línur og lætur illa yfir framkomu afgreiðslustúlku í veit- ingastofu nokkurri í hjarta bæj- arins. „Um veitingastofu þessa er ekkert illt að segja, enda hvorki betri né verri en veitingastofur af þessu tagi gerast, en framkoma afgreiðslustúlkunnar vakti undr- un mína og vorkunnsemi. Kvöld nokkurt komum við þrjár ungar stúlkur þarna inn.keyptum okkur pakka af sígarettum og eldspýtu- stokk og settumst við eitt borðið., Ætluðum við að hvíia okkar lúnu bein þarna andartak, áður en lengra væri haldið. I veitinga- stofu þessari eru á boðstólum gosdrykkir, sælgæti og reykinga- vörur, og mætti ætla, að þau tvö eða þrjú borð, sem eru þarna inni ásamt stólum væru ætluð viðskiptavinunum. Ekkert gefur til kynna, að óheimilt sé að tylla sér þar eftir að hafa keypt eitt- hvað af því, sem er til sölu. Hins vegar gátum við engan veginn gert okkur í hugarlund, að þau „sérréttindi" væru takmörkuð við kaup á sérstökum vörutegundum. Vítaverð framkoma. VIÐ mösuðum ofurlitla stund, og sennilega hefir afgreiðslu- stúlkunni gramist skraf okkar, sem þó var engan veginn hávært. En innan stundar vatt hún sér að okkur og sagði hvatskeytlega, að ekki væri leyfilegt að sitia við borðin — riema að gosdrykkju eða sælgætisáti. Engir viðskipta- vinir voru í veitingastofunni nema við. Þar sem við erum allar ákaf- lega vel upp aldar (revkvískur æskulýður hefir líka sínar heið- arlegu undantekningarH!) stóð- um við upp og héldum á brott án þess að malda í móinn. Mér leik- ur forvitni á að vita, hvort þeir, sem kaupa tóbaksvörur á slikum veitingastofum, eru ekki jafn réttháir og þeir, sem háma í sig sælgæti og svolgra gosdrykki. En ég vil í fullri vinsemd benda eig- endum slíkra veitingastofa á: að svo stirðbusaleg afgreiðsla mun ekki aukaviðskiptin, og álít ég, að slíka framkomu beri að víta.“ Merrkli, ■em klæfflT taka höndum saman og tryggja það að Sinfóníuhljómsveitin geti starfað áfram af fullum krafti og færst í aukana með tímanum. Ríki og bær þurfa að hækka veru lega framlag sitt og útvarpið og Þjóðleikhúsið sömuleiðis eftir ýtrustu getu sinni. Ekkert annað er samboðið þjóð sem gerir kröfu til þess að heita menningarþjóð. Átakið er ekki meira en svo, að það ætti að vera auðvelt ef vilji og réttur skilningur er fyrir hendi. Albert Schweitzer. SUNNUDAGINN 13. þ m. flutti Sigurbjörn prófessor Einarsson, fróðlegt og skemmtilegt erindi um mannvininn mikla og snill- inginn Albert Schweitzer og lífs- skoðun hans, en próf. Sigurbjörn hefir samið allmikið rit um Schweitzer, sem er nýkomið út. í erindi þessu rakti próf. Sigur- björn viðhorf Schweitzers til menningar vorra tíma og þeirrar öfugþróunar, er hann telur eiga sér stað á flestum sviðum menn- ingarlífsins í heimi vorum. Jafn- framt gerði hann grein fyrir því jákvæða í kenningum Schweitz- ers og þeirri meginkenningu hans að lotning manna fyrir lífinu væri það, sem mestu máli skipti. — Var erindi prófessorsins, sem vænta mátti, afbragðsvel samið og prýðilega flutt. Dagskrá Borgarfjarðar. ÞETTA sama kvöld var flutt samfelld dagskrá: Borgarfjörður í sögu og ljóði. Höfðu þeir Ásgeir Hjartarson, bókavörður og Ólaf- ur Hansson, menntaskólakennari, tekið dagskrána saman og vel til hennar vandað. — Var þarna rak- in saga héraðsins, allt frá því er það reis úr deiglu sköpunarinnar og fram til vorra daga, rakín saga héraðsins frá fyrstu tíð, er Skallagrimur nam þar land, sagt frá Snorra Sturlusyni, er reit bar hin ódauðlegu sagarit sín, Hall- grími Péturssyni og Passíusálm- um hans, o. fl. og lauk með kvæð- um tveggja borgfirzkra skálda, þeirra Snorra Hjartarsonar og Guðmundar Böðvarssonar. — Var dagskráin öll hin fróðlegasta og prýðilega flutt af mörgum okkar beztu leikurum. Úr heimi myndlistarinnar. BJÖRN TH, BJÖRNSSON, list- fræðingur, hefir nú aftur byrjað þessa vinsælu þætti sína. Mánu- daginn 14. þ.m. ræddi Björn um liti og litaval utan húss og innan. Benti hann réttilega á það, að eins og mikilsvert er að má af höfuðborginni hinn „steinkalda gráma“, sem hér hefir verið ríkj- andi um langt skeið og þægja litagleði manna með fagurlituð- um húsum, þá verður að gæta 1 því hófs og samræmis svo að ekki æpi hvert húsið á annað með skræpóttum litum. Eins verði að gæta þess innan húss, að litavalið sé með þeim hætti, að tekið sé tillit til eðli híbýlanna og litírnir séu þannig að þeir falli vel hver að öðrum. — Þetta erindi Björns var mjög athyglisvert og hefðu sem flestir átt að heyra það. Leikritið. VEGNA rúmleysis verð ég að slá botninn í þennan þátt í þetta sinn. Þó vil ég aðeins minnast á leikritið s.l. laugardag, „Ferskj- an“, sem mér þótti dágott og gjarnan hefði ég viljað fara nokkr um orðum um hina ágætu kvöld- vöku s.l.. föstudag, með erindi Þórárins Grímssonar Víkings, söng Fóstbræðra og hinum full dramatiska, ef ekki broslega 'iestri séra Björns O. Björnssonar á kvæðUm Davíðs Stefánssonar. £n þetta verður að nægja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.