Morgunblaðið - 24.11.1955, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 24.11.1955, Qupperneq 11
Fimintudagur 24. nóv. 1955 MORGUNBLAÐIÐ 11 Hallgrimur Björnsson læknir iimmtngur EINU sinni bar það við í skóla, að góðum kennara mínum sárn- aði við mig, og til að ná sér niðri á mér, að ég held, spurði hann: „Hefur nokkurntíma nokkuð gott komið af Suðurnesjum?“ Mér sárnaði meira en svo, að ég gæti svaraS. Það er langt síðan þetta var og löngu gróið yfir sárindin. Þakklátur er ég mínum horfna fræðara og vini. Kennari minn var Húnvetningur og einlægur sonur síns héraðs. Ekkert hérað hafði í hans huga alið jafnmarga mikilhæfa afbragðsmenn. — Satt er það, að Húnvetningar mega státa af fjölmörgum ágætum mönnum, körlum og konum, sem vaxið hafa upp í fríðri byggð Húnaþings. Og áreiðanlega hafa margir þaðan unnið æfistarf sitt með þeim ágætum, að ljóma leggur af. Veglegan og varanleg- an sess eiga Guðmundarnir, lækn arnir landskunnu, með þjóðinni, að ógleymdum Kolka lækni, svo nokkurir séu nefndir. En því minnist ég hér á löngu liðið atvik, að mér fannst nokkur ástæða til og sérstakt tilefni. Suðurnes geta sem sé svarað fyr- ir sig og bent á það líka, að þau hafi lagt þjóðinni til ýmislegt gott, svo ekki orkar tvímælis (Varast skal þó mikinn samjöfn- uð). Suðurnes eru ekki sambæri- leg við gróðursæl héruð landsins. En hraunið hefur sína töfra og þar hefur nærzt og vaxið upp margur fagur sproti, sem orðið hefur prýði þjóðar sinnar og lands. Einn af þeim er Hallgrím- ur Björnsson, læknir á Akranesi. Hann er fimmtugur í dag. Þó að Hallgrímur sé fæddur í Reykja- vík og hafi dvalið þar og á ísa- firði fyrstu níu árin, Telur hann sig Suðurnesjamann. Hann er og af góðu bergi brotinn, sonur Björns Hallgrímssonar, er lengi var verzlunarstjóri í Sandgerði, og konu hans Stefaníu Magnús- dóttur frá Klöpp á Miðnesi. Er bjart um minningu þeirra hjóna suður þar. Hallgrímur fór ungur í Flens- borgarskóla og þar sá undirritað- ur hann fyrst. Hann var ólíkur flestum öðrum í þeim hópi. Stilling og frábær prúðmennska einkenndi hann flestum eða öll- um öðrum fremur. Sviphreinn og hægur gekk hann um stofur hins gamla og góða skóla. En öðrum betur vissi hann hvert hann var að fara. Og ekkert lamb var Hallgrímur, þegar í það fór. Það fengu bekkjasystkini hans mjög að reyna. Prófin lugu ekki. Þar stóðst honum enginn snúning. Frábærar námsgáfur samfara mikilli skyldurækni tryggðu hon- um alltaf efsta sætið í sínum bekk. Og leiðin lá áfram og sama sagan endurtók sig. Var þó ekki við smákarla að etja. — En þó að námsbraut í gegnum marga skóla sé gengin til enda, er próf- um ekki hætt. Allt af erum við að taka próf. Og öll sín próf hef- ur Hallgrímur Björnsson tekið með sömu prýði. Um það munu mér allir sammála, sem þekkja hann og fylgzt hafa með honum í skóla lífsins og starfsins. Vel kann hann hinar mörgu þykku bækur um allt, sem viðkemur hinum merkilega mannslíkama, það er ekki að efa. Og svo trútt er minni hans, að ég fullyrði að hann muni hvert einasta númer á öllum þeim fjölda sjúkrasam- lagsbóka, sem heyra honum til. Hann þarf ekki að líta í hverja bók nema einu sinni. En það sem meira er: Hallgrímur Björnsson er mannvinur og af því hefur iæknisstarf hans mótazt. Öll framkoma hans hefur stefnt að einu marki: að reynast öllum vin- ur í raun. Glöggur, snar og skjót-' ráður, þegar mikið liggur við, sama prúðmennið frá degi til dags, með gamanyrði á vör, þeg- ar við á og þörf er á til að hressa aðra og uppörva. Glaður með glöðum, hryggur með hryggum. Þannig er Hallgrímur Björnsson. Akurnesingar hafa verið svo lánsamir að njóta hans í yfir 20 ár. Til Akraness kom hann ung- ur að árum og ungur læknir og það er ekki ofsagt, að nú í dag eigi hann hugi allra Akurnesinga, sem að vonum finnst þeir eigi honum svo margt að þakka — svo margt. Hallgrímur er kvæntur góðri konu, Helgu Haraldsdóttur (Böðvarssonar). Mörgum auðn- ast að taka í hönd þeirra hjóna í dag og tjá þeim þakkír sínar. Allir hinir hugsa til þeirra og biðja þeim blessunar í bráð og lengd. Guð gefi þér, Hallgrímur, gleðilegan afmælisdaginn þinn og heilsu og krafta tii starfsins á meðal okkar og fyrir okkur. Þá afmælisósk færa allir á Akranesi þér. J. M. Guðj. Stúlka eða piltur óskast strax eða um mánaðamót til afgreiðslu í sér- verzlun. — Tilboð, ásamt meðmælum, leggist inn á afgr. Mbl. fyrir föstudagskvöld merkt: ,,Dugleg —628“. Weapon sendiierðabifreið árgangur 1946, til sölu. — Verð kr. 12 þúsund. Útborgun mjög lág. — Bifreiðin er skoðuð og í ágætu ásigkomu- 3agi — Uppl. í Bifreiðasölunni, Bókhlöðustíg 7, sími 82168. SKERMAR Nýkomnir stjörnuskermar loftskermar, borðlampa- skermar í miklu úrvali. SKERMABÚÐIN, Laugavegi 15. HottBehold Glaze Húggagnagljáinn með töfraefninu „SILICONE" HeildsölubirgSir: ölafur Gíslason ft Co. h.f Sími 81870 Bollapör Japanskir postulinsbollar, mjög ódýrir og fallegir. Pétur Pétursson Hafnarstræti 7. Laugavegi 38. Málarameistarafélag Málarafélag Reykjavíkur Reykjavíkur M ÁLARAR Spilakvöld félaganna verður í Skátaheimilinu, föstud. 25. nóv. kl. 20,30. Afhent heildarverðlaun frá s.l. vetri. Góð kvöldverðlaun — ? ? — Dans. Munið að fjölmenna, stundvíslega. Skemmtinefndirnar. Iðnfræðingafélag Islands Funöur verður haldinn fimmtudaginn 24. nóv. kl. 8,30 e. h. að Naust við Vesturgötu. Félagar, fjölmennið! STJÓRNIN Húsnæði til leigu Til leigu er verzlunarhæð ca. 110 fermetrar og kjallari ca. i 65 ferm. á góðum stað í bænum. Hentugt fyrir heild- sölu, iðnað eða verzlunarrekstur. Fyrirframgreiðsla nauð- synleg, en húsnæðið leigist til langs tíma. Tilboð sendist blaðinu merkt: „Rúmgott 635“, fyrir 27. þ. m. ▲ BEZT AÐ AVGLfSA M W I MORGUNBLAÐINU T Morcmnblaðið með morgunkaííinu — ER EKIÐ I HVERJA BÚÐ DACLEGA OG ER ÞÁ EKKI AÐEINS NÝMALAÐ #ELDUR EINNIG NÝBRENNT O. Johnson & Kaaber h.f. w Sluihtcn (í viindut) eq suiitdUuj, - hún th (kkih,. BISJID 11 ÞtSSA SKYRTU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.