Morgunblaðið - 24.11.1955, Síða 16

Morgunblaðið - 24.11.1955, Síða 16
Veðurúfiif í dag: Suð-austan gola. — Þungskýjað. rogntntiIiiMfr 269. tbl. — Fimmtudagur 24. nóvember 1955 Frá útvarpinu í síðustu viku. Sjá bls. 8. Stöðumatið og endataflið er sterkasta hlið Pilniks segir Friðrik Ólafsson, en einvigi þeirra hefst í kvöld SKÁKEINVÍGI Pilniks og — En viðvíkjandi endataflinu. Friðriks Ólafssonar hefst í Hvað segirðu þá um skák hans kvöld kl. 7h> að Þórskaffi. ■ við Baldur Möller? í tilefni af því heimsóftí ég —* Hann var of sigurviss. Eftir Friðrik fyrir nokkru. ' að hann háfði eignast tvö sam- Friðrik sat að tafli við sjálfan stæð frípeð á miðborðinu taldi sig. hann sér vísan sigur. — Hvernig legst einvígið í þig? , — En vann samt ekki. — Ekki sem verst. Aðstaðan — Nei. En þess ber að gæta, er góð. Ég hef mikið að vinna, að Baldur lék endataflið svo vel æn litlu að tapa. i að á löngum kafla í skákinni — Hvað segirðu mér um and- gerði hann eina leikinn, sem gat stæðing þinn? Þú hefir að sjálf- gefið honum jafntefli. sögða athugað skákir eftir hann. Mér fannst skákin við Guð- — Já. Ég hefi skoðað skákir mund Ágústsson bezta skák hans hans frá Gautaborg. Og síðan á mótinu. segir Friðrik mér hvernig skák-i ....... ...* . ... ' Hann þekkti þa stoðu. Vissi að trnar hafi gengið við þennan og . , . , . . * , . S vinnmgsleiðm la í þvi að fa fri- hmn sem of langt yrði upp að ____, „„„„ telja — Hverjar eru sterkustu hlið- ar hans sem skákmanns? — Stöðumatið og endataflið. — Hvað segirðu þá um það að hann opnaði ótilneyddur stöðuna í skákinni við Guðmund Pálma- son? — Já — þegar hann lék e5 í skákinni við Guðmund. Eg átti tal við hann um þann leik. Hann sagði það hefði verið fljótfærni, en ekki rangt stöðumat. Eg læt þetta gott heita en finnst það þó velviljuð skýring. Ingi R. vann í GÆRDAG settust þeir að bið- skák sinni, frá því á þriðjudags- kvöldið, skákmeistarinn Pilnik og Ingi R. Jóhannsson. Klukkan 5,30, er leikir höfðu verið 70 leikir, gafst Ingi Upp. Tveim tímum seinna, eða kl. 7,30 í gærkvöldi hófst seinna ein- vígi skákgarpanna og lék Ingi nú með hvítu. Klukkan 11 í gær- kvöldi var búið að leika 23 leiki. Hafði Ingi þá góða stöðu og skipta mun yfir, en peði minna. Skákin var þó engan veginn auðveld og mikil vinna við hana og vanda- söm var hún. Nokkru fyrir miðnætti er Ingi lék 31. leik, fórnaði hann hrók fyrir peð og náði þá óstöðvandi kóngsskókn. Þetta sá Pilnik eftir akamma stund og gaf hann skák- ina. Kominúnhfar og Norðurlandaráð í GÆR flutti utanríkisráðherra, Kristinn Guðmundsson, fram- söguræðu fyrir tillögu um að íslendingar samþykktu aðild Finna að Norðurlandaráðinu. Gat hann þess að í hinum upphaflegu starfsreglum Norðurlandsráðs hefði verið ákvæði þar sem gert var ráð fyrir að Finnar gætu orð- ið aðilar að ráðinu, strax og beir sæju sér fært. Annars var hann fáorður um þetta einfalda mál og vísaði til greinargerðar. Þá stóð upp kommúnistinn Ein- ar Olgeirsson, og var það megin- efni ræðu hans að hann vildi láta endurskoða starfsreglur ráðsins. Kom í l.iós að það sem honum lá mest á hjarta var að á hvern fund Norðurlandaráðsins yrðu sendir, ekki fimm íslendingar, heldur sjö eða níu. Tilgangurinn kom í ljós, hann áleit það svo ákaflega nauðsynlegt að íslenzk- ir kommúnistar gætu átt fulltrúa í þessu ráði. Virtust nú aiveg gleymdar þær heiftarlegu árásir, sem Rússar og fvlgisveinar þeirra hafa gert á þessi merkilegu sam- tök norrænna þjóða. peð á h-línunni. Hann sagði mér að á sama stæði hvort riddari eða biskup væri til varnar. Slík staða væri alltaf unnin. Annars var Pilnik að þreifa fyrir sér framan af, hvernig hann ætti að vinna, eins og þegar hann fór með drottninguna upp í borð til Guðmundar og lék henni síð- an til baka, þegar hann sá að það bar engan árangur. Annars hefir Pilnik sjálfsagt ekki lagt sig allan fram á þessu móti. Ef til vill hefir hann verið þreyttur eftir viðureignina í Gautaborg og auk þess hefir hann ekki búizt við harðri andstöðu hér. Margt bendir til þess, t. d. það að hann eyddi aldrei öllum umhugsunar- tíma sínum. Eg get því búist við að ég þurfi að berjast við erfiðari andstæðing en þeir Guðmundur Pálmason og Ingi. Ég kveð svo Friðrik, þakka honum fyrir samtalið og óska honum þess að þó hann verði að láta í minni pokann í þessari viðureign, þá verði fall hans þó upp á við eins og allur skák- ferill hans fram að þessu. — K. Á. Rússar senda heimboð til Alþingis FORSETI Sameinaðs þings skýrði frá því í gær í byrjun þingfundar, að stjórn Sovét- ríkjanna hefði boðið íslenzkri þingmannasendinefnd til Moskvu á vori komandi, þeg- ar tími væri hentugastur. Skýrði forseti frá því að boð- inu hefði verið tekið, og yrði haft samráð við stjórnmála- flokkana um högun ferðar- innar. Erf ið f ei ð að sæk ja lík flugmaiinaiina fjögurra UM kl. 10 í gærkvöldi komu hingað til Reykjavíkur leiðang- ursmennirnir úr Flugbjörgunar- sveitinni, sem fóru á slysstaðinn þar sem ameríska flugvélin fórst í Akrafjalli á mánudaginn. í þessum hópi voru 34 íslend- ingar og 9 Bandaríkjamenn. •— Hafði ferðin verið erfið, því áð gangan á Akrafjail sóttist seint í svarta þoku, upp brattar hlíð- arnar, sem mikið grjóthrun var í. Meiddist einn mannanna á höfði af grjóti. Þeir höfðu fundið flak flugvélarinnar eftir tveggja klukkastunda göngu, en þá var klukkan um 11,45. Lík mann- anna fjógurra, sem fórust með flugvélinni, fundu þeir og fluttu þau með sér niður að bílunum, og var hópurinn um 3 klst. niður af fjallinu. Fylgdarmaður var með þeim frá bænum Stóru- Fellsöxl. En fararstjóri leiðang- ursins var Magnús Þórarinsson. Þegar þeir komu til Reykjavik- ur í gærkvöldi, höfðu þeir verið 29 klst. í ferðinni. — Lík flug- mannanna voru flutt suður á Keflavíkurflugvöll í gærkvöldi. Enn viiiisS æSlo ni dingost ni binyta skattalögum félaga Tillögurnar sendar fram og til baka. ÞAÐ UPPLÝSTIST í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær, að end- urskoðun félagakafla skattalaganna hefur tafizt vegna þess, að fjármálaráðherra sendi tillögur milliþinganefndar í skattamál- um til Sambands íslenzkra sveitafélaga, sem virðist hafa verið mótfallin tillögum nefndarinnar varðandi útsvarsálagningu, Sagði Eysteinn Jónsson, fjármálaráðherra, að hann gæti ekk2 fullyrt, hvort hann legði frumvarp um skattalagabreytingu frans á þessu þingi. Er það víst að sú yfirlýsing kemur mörgum á óvæní og veldur nokkrum vonbrigðum, því að það hefur dregizt alltof J lengi að skattlagning félaga sé endurskoðuð. Taldi Björn Ólafsson ■ að svör fjármálaráðherra sýndu, að hann hefði nú af einhverjum j ástæðum misst áhugann á þessari aðkallandi endurskoðun. Vcgamótin færð upp á melinn fyrir ofan Artúnsbrekkur Aætlanir frá vegamálasfjóra fil bæjarráðs VEGAMÁLASTJÓRI hefur gert bæjarráði grein fyrir áætlunum sínum um flutning hinna kröppu vegamóta Suðurlandsbrautar og Vesturlandsvegar, sem nú eru í Ártúnsbrekkum, upp fyrir brekkui-nar, upp á melana fyrir ofan þær. Anægjulegf spilakv. SPILAKVÖLD Sjálfstæðisfélag- anna hér í Reykjavík fór fram í fyrrakvöld í Sjálfstæðishúsinu. Sóttu það eins margir og húsrúrn frekast leyfði og urðu margir frá að hverfa. Að lokinni spilamennsku ílutti Jón Pálmason alþm. snjallt ávarp, en síðan fór fram verðlaunaaf- hending og dregið í happdrætti, en aðgöngumiðar að spilakvöid- inu voru jafnframt happdrættis- miðar. Að lokum voru sýndar tvær kvikmyndir. Var þessi kvöldstund í Kjálf- stæðishúsinu öllum txi hinnar mestu ánægju. CANNES, 23. nóv.: — Sjö banda- rískir sjómenn létust og tveir særðust hættulega, er þrýstilofts- flugvél úr sjölta bandaríska flot- anum hlekktist á er hún var að lenda á flugmóðurskipi. -4>STÆKKA A MALARNAMIÐ , Flutningur þessara vegamóta er ekki nýtilkominn. — En í ráði er að stækka malarnámið í Ártúnsbrekkum. Vill bæjarráð láta hraða þessum breytingum gatnamótanna, en til þess hefir enn sem komið er ekki verið áætlað fé á fjárhagsáætlun. Breytingin er í því fólgin að á móts við Árbæ verður vegurinn, Suðurlandsbraut, lögð á ská yfir melana og yfir á Vesturlandsveg- inn, fyrir ofan Ártúnsbrekkur. Þessi vegarspotti verður um 800 metra langur og alis um 10 metra breiður, Samkvæmt kostnaðar- áætlun vegamálastjóra mun kosta um 300,000 krónur að gera þarna malarveg, en um 900,000 krónur að leggja malbikajðan veg, og steyptan veg nokkru meiri fjár- hæð. Þegar lokið er lagningu þessa nýja vegarspotta, verður lagður niður vegurinn frá Árbæ og nið- ur þar sem nú eru gatnamót Suðurlands- og Vesturlandsvega. URELTUR SKATTSTIGI Það var Björn Ólafsson. sem bar fram fyrirspurn um hvað liði endurskoðun skattalaganna. Hann minnti á það að núgildandi skattaákvæði félaga væru frá ár- inu 1935, en viðbótarskattar og stríðsgróðaskattur hefir bætzt við. Nú er hins vegar svo komið gildi fjármuna, að skattstigi lagannaer orðinn algerlega úreltur og mjög ranglátur. Stendur hann atvinnu- lífinu fyrir þrifum. Auk þess ýtir hann undir eyðslu, því að skattar taka næsturn allan hagnað félag- anna. GEIPILEGT MISRÉTTI Þá minntist Björn á það hve hið svo nefnda veltuútsvar kæmi hart niður á félögum, vegna þess yrðu félög stundum að greiða meira en tekjur þeirra hefðu numið. Álagning veltuútsvarsins verður sér- staklega varhugaverð og órétt lát, eftir að dómstóll kvað upp úrskurð um að ein tegund verzlunar, samvinnurekstur, skyldi vera laus undan veltu- útsvari. Skapar slíkt geipilegt misrétti, sem ekki er hægt að viðhalda. FRESTUN A MALINU Eysteinn Jónsson fjármálaráð- herra, skýrði frá því, að í ágúst- lok s.I. hefði ríkisstjórnin fengið tillögur milliþinganefndarinnar. Þar sem í þeim tillögum fólusti gerbreytingar á greiðslum út- svars til bæjar- og sveitarfélagas sendi fjármálaráðherra skjaliS þegar til Sambands íslenzkra sveitarfélaga, sem hefir haft það til athugunar, en nú nýlega skil- aði það því og mótmælti ýmsum breytingum, sem milliþinga- nefndin leggur til. Fjármálaráðherra kvaðst þvl aftur myndi senda tillögurnar til milliþinganefndarinnar. Þa® snertir stórlega fjárhag sveitar- félaganna og er mjög yfirgrips- mikið og vandasamt. „Get ég ekki fullyrt hvenær ég get lagt fram frumvarpt til breytinga á skattalögunum, né hvort það verður á þessu þingi“, sagði Ey- steinn. < ÁHUGALEYSI? Björn Ólafsson taldi að svar fjármálaráðherra sýndi að hann hefði misst áhuga á að koma breytingum fram. Ef áhugi væri fyrir breytingum værí hægt að leggja þær fram á þessu þingi. Gísli Jónsson gerði stutta at- hugasemd um það að milliþinga- nefndin hefði fyrr i sumar sýnt framkvæmdastjóra Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga tillögurnar og hann engar athugasemdir gert við þær. Að lokum mótmælti Eysteinn Jónsson, að áhugi hans hefði nokkuð dofnað. Málið væri að- eins svo erfitt viðfangs. Árshátíð SjáSfstæðis- félaganna í Hafnarfirði SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Hafnarfirði halda árshátíð sina 5 Góðtemplarahúsinu næstk. laugardag og hefst samkoman kL 3,30. Þar mætir Ingólfur Jónsson viðskiptamálaráðherra. RÆÐA OG SKEMMTIATRIÐI Samkoman hefst með kaffi- drykkju. Þá mun Ingólfur Jóns- son halda ræðu. Þarna verða einnig ýmis skemmtiatriði. Flytja þær Nína Sveinsdóttir og Emilía Jónasdóttir gamanþátt og að lok- um verður dansað. FJÖLSOTTAR SAMKOMUR Árshátiðir Sjálfstæðisfélaganna i Hafnarfirði hafa að jafnaði verið mjög xdnsælar og fjölsóttar skemmtanir. Þar í bæ eru starf- andi fjögur Sjálfstæðisfélög: Landsmálafélagið Fram, Sjálf- stæðiskvennafélagið Vorboðinn, Stefnir, félag ungra Sjálfstæð- ismanna og Þór, félag Sjálfstæð- isverkamanha og sjómanna. — Mikill áhugi er innan þessara félaga og vinna þau gott starf. Ingólfur Jónsson viðskiptamálaráðherra

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.