Morgunblaðið - 02.12.1955, Blaðsíða 1
16 síður
42 áriuftr
276. tbl. — Föstudagur 2. desember 1955
r reiUMu» ««rgunDlaösiai
Edgar Faure vísað úr flokki
óttækra
Fimm ráðherrar Róttæka flokksins
leggja lausnarbeiðni sina
fyrir forsætisráðherrann
PARIS, 1. des. — Edgar Faure
var í dag vísað úr Róttæka tlokkn
um. Yar þessi ákvörðun tekin á
fiaidi miðstjórnar flokksins s ð-
dggis í dag. Tók miðstjórnin
þcssa ákvöiðun í mótmælaskyni
við þá ákvörðun stjórnar Frures,
er hún tók í gær, að rjúfa þing
og boða kosningar. Forsetabréf
um þingrof hefur enn ekki verið
birt, og vitað er, að Coty forseti
er andvígur þingrofi. Faure mun
ræða við Coty í kvöld.
★ VÍTAVERT AGALEYSI
' Nítján meðlimir miðstjói-nar-
innar greiddu atkvæði með því,
að, Faure yrði vísað úr flokknum
— sex álitu vítur nægja og tveir
vóru andvígir því, að til nokk-
ur,ra róttækra aðgerða yrði grip-
ið, gegn forsætisráðherranum. í
yfirlýsingu, er miðstjórnin gaf út
eftir atkvæðagreiðsluna, var
Faure sakaður um að hafa gert
sig sekan um vítavert agaleysi.
í viðtali við forsætisráðherr-
ann, sem útvarpað var í París
í gærkvöldi, kvaðst Faure
mundu fara fram á að mið-
stjórnin endurskoðaði þá
ákvörðun sína að reka hann
úr flokknum.
Fyrr um daginn höfðu fimm
ráðherrar lagt lausnarbeiðni sína
fyrir Faure forsætisráðherra. —
Voru þeir allir úr Róttæka
flokknum, sem Faure tilheyrir.
Báðust þeir lausnar í mótmæla-
skyni við þingrofi. Tilkynnti
Faure þeim, að hann gæti ekki
veitt þeim laus frá störfum, fyrr
en hann hefði haft tal af Coty
fodseta.
Ýmsir helztu stjórnmálaleiðtog
ar Frakka hafa látið í ljósi and-
stöðu sína gegn þingrofi, þ. á. m.
Mendes-France og tveir aðrir
fyrrverandi forsætisráðherrar úr
Róttæka flokknum.
★ ★
Jafnaðarmenn hafa krafizt þess
eindregið, að franska þingið komi
saman án tafar til að breyta kosn-
ingalögunum, áður en það verði
rofið.
Faure ræddi í dag við forseta
þingsins um, hvenær þingkosning
ar skyldu haldnar. Sagði hann að
viðræðunum loknum, að mögu-
leikar væru á að láta kosningar
.jra fram 1. eða 8. jan.
— Reuter-NTB.
KAUPMANNAHÖFN, 30. nóv.:
Tigrisdýra-tamningamaður í
dýragarði einum hér í borg, varð
fyrir því óhappi, er hann var við
tamningu, að hann missti stjórn
á dýrunum og réðust þau á hann.
Fimm tígrisdýr voru í búrinu og
ráðust þau öll á hann og reyndu
að rífa hann í sundur. Fimm mín-
útur liðu áður en hægt var að
koma manninum til hjálpar. Var
hann enn með meðvitund — en
mjög illa farinn. Þegar í sjúkra-
hús kfim. kom það í ljós, að tamn-
ingamaðurinn hafði hlotið 16 djúp
sár, sem mörg voru hættuieg. —
Talið er þó, að hann muni lifa
þetta af — en segja má, að hér
hafi hurð skollið nærri hælum.
— Reuter.
Von Brentano:
Við vinnum nð
someingu
Þyzkclunds
í fullu samráði við
Vesturveldin
BONN, 1. des. — Vestur-þýzka
stjórnin mun framvegis vinna að
sameiningu Þýzkalands í fullu
samráði við Vesturveldin. Lýsti
vestur-þýzki utanríkisráðherr-
ann, von Brentano, yfir þessu í
neðri deild þingsins í dag, er
hann gerði grein fyrir utanríkis-
stefnu stjórnarinnar
★ ★
Von Brentano minntist á þá
yfirlýsingu austur-þýzka her-
námsstjórans að Austur-
Berlín væri ekki lengur her-
numin borg — heldur höfuð-
borg Austur-Þýzkalands Kvað
hann stjórnina líta mjög alvar
legum augum á þessa yfirlýs-
ingu, en jafnframt treysta
Vesturveldunum til að leysa
þetta mál á viðunandi hátt.
í fréttaskeytum segir, að eftir
flutning þpssarar ræðu, sé
von Brentano líklegastur eftir-
maður Adenauers.
Alvarlega horfir í loregi vegna
verkfalls flutningaverkamanna
*
Ymsar greinir atvinnulífsins
hafa stöðvazt — Morðmenn
blása í kaun
Ósló, 1. des. — Reuter — NTB.
FULLTRÚAR norskra flutningaverkamanna og atvinnurekenda
hafa undanfarið setið á sáttafundum með sáttasemjara ríkisins,
Th. Evju, tii að reyna að ná samkomulagi um kauphækkun til
handa flutningaverkamönnum. Eru litlar líkur taldar á því, að
samkomulag náist næstu daga. Þó svo að samkomulag yrði um
miðlunartillögu, tekur það a. m. k. viku að láta verkalýðsfélögin
greiða atkvæði um tillöguna. Ekki hefur komið til sambærilegs
verkfalis i Noregi um 30 ára skeið.
Vonandi er sú ráðstöfun ekki til frambúðar að leyfa heljarmikinn
brotajárnshaug við Borgartún, sem mynd þessi er af. Fólk mun
almennt hafa búizt við því að Borgartún og Skúlagata yrði nokkurs
konar breiðgata við strönd bæjarins, þar sem fólk gæti farið
i skemmtigöngur á fögrum kyrrum sumarkvöldum, því þaðan er
hið íegursta útsýni. — Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.
Standi verkíall fiutninga-
verkamanna lengi yfir getur
það haft mjög örlagarikar af-
leiðingar fyrir efnahagslif
Noregs, einkum þar sem þjóð-
arbúskapurinn stendur höll-
um fæti eftir eitthvert þurrka
samasta sumar í Noregi á þess
ari öld. Talið er, að landbún-
aðurinn í heild muni hafa tap-
að um 250 millj. n.kr. vegna !
þurrkanna. ,
Alvarlegustu afleiðingarnar
af verkfallinu eru þær, að olíu
skorturinn hefur lamað út- j
gerðina við strendur Norður- j
Noregs — mikill hluti fisk-
veiðiflotans getur ekki lengur i
siglt á miðin. Sennilegt þykir, t
að áhrifa verkfallsins taki að
gæta enn meir á öðrum svið-
um atvinnulífsins í lok þess-
arar viku.
★ ★
Verkfallið hófst s.l. föstudag,
er atvinnurekendur neituðu að
verða við kröfum 10 þús. flutn-
Frh. á bls. 2.
Skömmu eftir að Sidi Mohammed ben Jússef sneri aftur heim til
Marokkó eftir tveggja ár útlegð á Madagaskar, voru 28 ár liðin
frá því hann settist fyrst i hásæti soldáns í Marokkó. Var þá mikið
um dýrðir í Marokkó, og sýnir myndin soldáninn á hásætisafmæli
lians. í birtingu þann dag fór soldáninn til hinnar helgu borgar,
Fez, og baðst þar fyrir við gröf móður sinnar, sem lézt af harini
tiu dögum, eftir að Frakkar gerðu soldáninn útlægan fyrir tveira
árum. Síðar um daginn hélt hann ræðu og lýsti því yfir, að nú
hæfist „nýtt tímabil frelsis og sjálfstæðis“ í sögu Marokkó, en
bætti því við, að það sjálfstæði, sem þjóð hans berðist fyrir að
hljóta, væri ekki þess eðlis, að rofin yrðu öli tengsl við Frakkland.
Við getum ekki náð völd-
unum í okkar hendur með
frjálsum kosningum
Austur-þýzka stjórnin upplýsir, hvers vegna
kommúnistar vilja ekki fallast á friálsar
kosningar um gjörvallt Þýzkaland
Berlín.
WALTER ULBRICHT, varaforsætisráðherra Austur-Þýzkalands
og aðalritari kommúnistaflokksins, hefur í merkilega opin-
skárri yfirlýsingu viðurkennt, að kommúnistar hafni tillögunum
um frjálsar kosningar um gjörvallt Þýzkaland fyrst og fremst af
því, að þeir vita sig ekki geta náð völdunum í sínar hendur með
þeim hætti.
f
I Ulbricht gaf þessa yfirlýsingu
á fundi, sem nýlega var haldinn
í Austur-Berlín, og voru þar
staddir — að því er segir í yfir-
lýsingunni — vestur-þýzkir sós-
íalistar, sem ekki voru þó nafn-
greindir. Skýrðu austur-þýzku
yfirvöldin opinberlega frá þess-
ari yfirlýsingu s.l. laugardag.
★ ★ ★
SAGÐI Ulbricht, að margir sós-
íaldemókratar hefðu haldið þvi
fram, að Þýzkalandsvandamáhn
yrðu því aðeins leyst, að þar
færu fram kosningar. Hins vegar
kvað hann það sitt álit, að lýð-
ræðislegu stjórnarfyrirkomulagi
yrði ekki komið á í Þýzkalandi
nema þjóðfélagsskipulaginu yrði
breytt — og sagan sýndi það
greinilega, að þessu marki væri
ekki hægt að ná með kosningum. j
j Tók hann sem dæmi, að á dög-
I um Weimar-lýðveldisins hefðu
sósíaldemókratar árangurslaust
reynt að bera þýzku heimsveld-
isstefnuna ofurliði í kosningum.
KVAÐ hann það ekki tilgang
austur-þýzku stjórnarinnar að
koma á kommúnisku stjórnar-
fyrirkomulagi um gjörvallt
Þýzkaland, en lýsti því jafnframt
yfir, að hinar vinnandi stéttir
yrðu að hafa úrslitaáhrif i vænt-
anlegri stjórn sameinaðs Þýzka-
lands.
Vísaði Ulbricht á bug þeirri
gagnrýni, sem beint hefur verið
gegn þeirri kröfu austur-þýzku
stjórnarinnar, að Austur-Þýzka-
Hehler situr við sinrt keip.
Ulbricht — hættur að svíkja lit.
land, sem er miklu mannfærra
en Vestur-Þýzkaland, hafi jafnan
rétt á við V-Þjóðverja, ef mynd-
að yrði alþýzkt þing.
„í Þýzkalandi er markalínan
dregin milli forvígismanna frið-
ar og lýðræðis anr.árs vegar og
áhangenda A-bandalagsins hins
vegar — þó að ég láti ósagt um,
hvort meirihluti vestur-þýzku
þjóðarinnar sé fylgjandi A-
bandalaginu,“ sagði sá góði mað-
ur.
★ ★ ★
ÞÓTTI mörgum ræðumaður hafa
gefið sér það, sem hann átti að
sanna.