Morgunblaðið - 02.12.1955, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.12.1955, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 2. des. 1955 Guðrún Pétursdóttir Guðjohnsen Kveðjuorð. SJALDAN hefur mér meir hrugðið, er. er nánustu aðstand- endur frú Guðrúnar hringdu til okkar hjónanna að kvöldi hins 17. nóvember s 1. og sögðu okkur þá sorgafrégn að hún hefði látist af slysförum á götu hér í bæ þennan sama dag, er hún, sem vandi hennar var fiesta daga, var á útigöngu sér til ánægju og hressingar. Eitt eldsnöggt högg og kær vinkona er ekki lengur í tölu lifenda. Undarlega og ónotalega bregður manni við. Það er jafn- vel eins og eitthvað andóf mynd- ist gegn sjálfri fregninni, mað- ur vill fyrstu augnablikin ekki sætta sig við hana, viíl ekki trúa því, sem maður þó veit að er orðið. Svo hefur mér a. m. k. brugðið í þetia sinn og oftar. Og sé hinn broti vikni vinur mann- eskja, sem hefur skipað mikið rúm í hugum manna, vegna and- legrar reisnar og göfgi, verður tómleikinn við missi hans mikill og söknuðurinn sár. Einmitt þannig var frú Guðrún. Ég ætla mér ekki að fara mörg- um orðum uxn ætt Guðrúnar og uppruna. Hún var fædd 9. ágúst 1878 og var því rúmiega 77 ára er hún lézt. Foreldrar hennar voru þau hjónin frú Þórunn Hall- dórsdóttir prest og alþingismanns að Hofi og Pétur Guðjohnsen verzlunarstjó ú í Vopnafirði. — Guðrún var þvi sonardóttir hms landskunna íónlistarmanns Pét- urs Guðjohnsen organleikara. Hún giftist Sveini Einarssyni verzlunarstjó/a og kaupmanni á Raufarhöfn og bjuggu þau þar um langan a’dur. Svemn er nú látinn fyrir tæpu ári. Ég og kor.a mín kynntumst frú Guðrúnu og manni hennar fyrst vorið 1938 á Raufarhöfn. Nutum við þar höfðinglegrar gest risni þeirra hjóna og fyrirgreiðslu á margan hátt Eftir sumardvöl okkar þar áttum við trygga vini þar sem voru þau hjón. en Svein sáum við aldrei síðan. Hinsvegar varð Guðrún ið flytjast hingað til Reykjavíkur sökum heilsubrests árið 1950, en maður hennar dvaldist áfram nyrðra. Fluttist Guðrún ekki norður eftir þetta, en dvaldist hjá systur sinni, frú Emelíu Briem í Bólstaðahlíð 13,' til dauðadags. Endurnýjaðist þá vinátta okkar og hélst æ síðan. i Frú Guðrún Pétursdóttir var menntuð höfðingskona og kom þar til bæði vandað uppeldi,1 menntun innanlands og utan, og góðar ættarfylgjur merkra ætta.' Hún var rneð sterka og heil- steypta skapgerð, dauðatrygg vinum sínum, hrein og bein og föst fyrir. Persónuleiki hennar var svo sterkur að áberandi var. Manngæzku hennar og góðsemi var við brugðið. Hún var hin ágætasta eiginkona og frábær móðir. Son sinn, mjög' efnilegan ungan mann og einkabarn missti hún fremur skyndilega og varð sú sorg henni sár. Þetta og ann- an ástvinamissi og mótlæti bar hún með þeirri hetjulund, sem auðkennir svo margt gott fólk, Fósturdóttir hennar, frú Ólafía Foged, lifir hana hér í Reykja- vík. Einn af höfuðþáttunum í lífi frú Guðrúnar var tónlistin. Hún var að vísu unnandi allra fag- urra lista, enda sjálf mjög list- ræn, en tónlistin skipaði hásæti í huga hennar. Á því sviði var hún prýðilega menntuð, lék sjálf ágætlega á orgel og píanó. Sann- aðist á henni, að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. — Svo góður heyrandi var hún sígildrar (klassiskrar) tónlistar, einkum orgel- og píanóverka, að það eitt var ævin týri líkt að sjá og finna hina djúpu nautn hennar og hrifningu er meistaralega var á haldið efn- inu. En þar kallaði hún ekki allt ömmu síná. Krítik hennar á flutn ingi tónlistar stóð á föstum grunni tónfræðilegrar menntunar, næms tóneyra og þjálfunar heillar æfi. Það sem frú Guðrúnu ekki féll í geð á þessu sviði, matti nokk- urn veginn ganga út frú sem vísu að ekki væri með öllu gott. Hún og' vinur minn og gamli kenn- ari Ingi heitinn Lárusson, tón- skáld, eru held ég þeir tveir Islendingar, sem ég hef bekkt hárviðkvæmasta íyrir vankönt- um á ílutningi tónlistar. Guðrún vann mikið verk á Raufarhöfn til eflingar kirkju- tónlist. Hún æfði og stjórnaði kórum, var orgelleikari við Rauf arhafnarkirkju og víðar í fjöl- mörg ár og kom þar upp góðum kirkjukór. Hún kenndi orgel- og píanóleik og sonur hennar TILKYNIMIIMG Það tilkynnist hér með að við höfum selt verzlun vora við Hafnargötu 61, Keflavík og þökkum viskiptavinum vorum fyrir viðskiptin á undanförnum árum. Jafnframt óskum við, að hinn nýi eigandi njóti viðskiptanna áfram. Keflavík, 30. nóvember 1955. Matarbúðin s.f. Samkvæmt ofanrituðu hefi ég keypt verzlunina Mat- arbúðin í Keflavík og mun reka kjöt- og nýlenduvöru- verzlun undir nafninu Breiðablik. Ég mun kappkosta að verða við óskum væntanlegra viðckiptavina. Keflavík, 30. nóvember 1955. Agústa Agústsdóítir. var vel kominn á veg sem píanó- leikari. Hún var sannkallaður menningarfrömuður í byggðar- lagi sínu, og vissulega á fleiri sviðum en þessu, þó þar nyti hún sín einna bezt. Líki frú Guðrúnar verður búin gröf á Raufhrhöín við hlið jarð- neskra leifa eiginmanns hennar og sonar. Þaðan blasir við heim- ilið hennar gamla og kirkjan, sem hún starfaði í um langan aldur. Minningaratöfn var haldin um hana þ. 25. nóvember s.l. í Dómkirkjunni, þar sem afi henn- ar starfaði. Er „adagioið“ úr tunglskinssónötunni, leikið af snilld, hljómaði um kirkjuna, fannst mér það í fegurð sinni og mildi, ívafið ómi sorgarinnar, minna mig svo mjög á nina fögru sál þessarar merkiskonu. Blessuð sé minning hennar. Reykjavík, í nóvember 1955. Ásbjörn Stefánsson. Frú E!ín HelpdélSir Afmæliskveðja að norðan Það kemur hér kveðja að norðan og knýr að dyrum hjá þér. Hún flytur þér framtíðaróskir og fegurstu þakkir frá mér þó tæplega túlkað ég geti þá tilfinning, hjartað sem á ég gleymi ei velgjörðum veittum né vorblænum sál þinni frá. Þú heyrir við hurðina’ er rjálað, með hjartslátt er bréfdúfan mín kom hún með kveðjuna að norðan í kafaldi suður til þin. Og flaustrið þú fyrirgefur, hún flýta sér einatt þarf, því annirnar endalaust kalla og ábyrgðarríkt hennar starf. Tíminn í stríðefldum straumi stefnir í eilífðar haf. Fjöldinn af fegurstu vonum fara þá stundum í kaf. Já, guð veit, það gefur á bátinn og glímir við kinnunginn dröfn. Við trúum, og sonur guðs sjálfur siglir þá skipinu í höfn. Vinkona. 81 árs til pólsins PROVIDENCE. — 81 árs gamall heimskautakannari, Donald Mc- Millan hefur ákveðið að fara enn eina rannsóknarferð til heim- skautsins. Á hún að hefjast á miðju næsta sumri. Hendur yðar þarfaast umönnunar þrátt fyrir da^legt amstur og uppþvott með nýtízku uppþvotta efnum, haldið þér hðndum yðar mjúkum og sléttum með nokkrum dropum af BREINING HANDBALSAM — bezta vðrn fyrir vinnandi hendur — ilmandi handáburður eftir hússtörfín. HnnnD BHLSflm £ai£ d& Aoðe Fitar ekki — en mýkir eins og krem Umboðsmaður: Sverrir Magnússon Hafnarfjarðar Apótek Hafnarfirði Grenivafningar AEaska gróðrastöðin Sími 82775. Samtök atvinnurekenda óska eftir duglegum starfsmanni, helzt hagfræóingi, viðskiptafræðingi eða lögfræðingi. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu Morgunblaðsins merktar: „Sem fyrst —719“, og verður farið með þær sem algert trúnaðarmál. STAÐA Óskum að ráða stúlku til símavörzlu. Undirstaða í vélritun nauðsynleg. ■ Garðar Gíslason h.f. Hverfisgötu 4. Jólabœkurl^y fsafoldari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.