Morgunblaðið - 03.12.1955, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.12.1955, Blaðsíða 4
4 MORGL N BLAÐIO Laugardagur 3. des. 1935 ~j f dag er 337. dagur ársins. 3. desember. Árdegisflæði kl. 7,42. SíSdegisflæði kl. 20,14. SlysavarSstofa Reykjavíkur í Heilsuverndarstöðinni er opin ali- dtn sólarhringinn. Læknavörður L. É. (fyrir vitjanir) er á sama stað', kl. 18—8. Sími 5030. Næturvörðtir er í Lyfjabúðinni Iðunni, sími 7911. — Enn fremur éru Holts-apóteík og Apótek Aust- uhbæjar opin daglega til kl. 8, iiema laugardaga til kl. 4. Holts- apótek er opið á sunnudögum milli kí. 1 og 4. HafnarfjörSur- og Keflavíkur- apótek eru opin alla virka daga frá kl. 9—19, laugardaga frá kl. 9—lö og helga daga frá kl. 13j00 til 16,00. — • Messur • Á ,M. O'ItGU N: ] Dómkirkjan: — Messa kl. 11. í-éra Björn Ó. Bjömsson. — Sið- degisguðsþjónusta fellur niður vegna aðalsafnaðarfundar, sem kaldinn verður í kirkjunní kl. 5. Hallgrimskirkja: — Messa kl. 11 f.h. Séra Sigurjón Árnason. Messa kl. 2 e.h. Séra Jakob Jóns- soni — Barnaguðsþjónusta kl. 9,30 f.h. Séra Sigurjón Áraason. Fríkirkjan: — Messa kl. 'S. — Séra Þorsteinn Björnsson. Jiaugarneskirkja: —- Messa kl. 2 e.h. Séra Garðar Svava-rsson. — Barnaguðsþjónusta kl. 10,15 f.H. fiéra Garðar Svavarsson. BústaSaprevtakalI: — Messað í Háagerðisskóla kl. 2 e.h. — Barna f-amkoma- kl. 10,30, sama stað. — Séra- Gunnar Árnason. Kaþólska kirkjan: — Lágmessa kl. 8,30 árdegis og hámessa og pré- dikun kl. 10 árdegis. — Alla virka daga er lágmessa kl. 8 árdegis. Grindavíkurkirkja: — Guðs- þjónusta kl. 2 e.h. Sóknarprestui'. Langltoltsprestakall: — MesSa í Laugarneskirkju kl. 5. — Barna- samkoma að Hálogalandi. kh. 10,30 f.h. Séra Árelíus Níelsson. Útskálaprestakall: — Messa að Íítskálum kl. 2 síðdegis. — Safn- aðarfundur eftir messu. — Sókn- arprestur. Háteigsprestakall: — Messa í ■hátíðasal Sjómannaskóians kl. 2 e. h. — Barnasamkoma kl. 10,30 f. h: Séra Jón Þorvarðsson. HafnarfjarSarkirkja: — Messa kl. 2. -— Séra Garðar Þorsteínsson. Mosfellsprestakall: — Barna- guðsþjónusta á Selási kl. 11 f.h. Séra Bjami Sigurðsson. Néspeestakall: —— Messað í Mýrarhúsaskóla kl. 2,30 e.h. Séra Jón Thorarensen. Keflavik: — Barnaguðsþjón- usta kl. 11 árdegis. — í sjúkra- húsinu kl. 2 messa. — Séra Bjöm Jónsson. • Brúðkaup • ISystrabrúðkaup: — I dag veiða ■gefin saman í hjónaband af séra Þorsteini BjÖrnssyrii' ungfrú Ragn 'heiður Haraldsdóttir, Vik í Mýr- dal og Jón V. Guðmundsson, véla- maður, Hlíðargerði 4. Heimili þeirra verður að Akurgerði 17. — Um leið gefur sami prestur saman í h.jónahand systur brúðgumans, Guðrúnu H. Guðmundsdóttur og Ragnar Þorsteinsson, hifreiðar- stjóra, Nökkvavogi 5. Heimili peirra verður að Nökkvavogi 5. Einnig verða gefin saman í b.jónaband í dag, í Kapellu Há- skólans af séra Sigurbimi Einars- syni, systir þeirra Jóns og Guð- *únar, ungfiií Bryndís S. Guð- mundsdóttir og Þórhallur Halldórs son, m.jólkurfræðingu r. — Heimili þeirra verður að Bólstaðahiíð 6. 1 dag verða gefin saman í hjóna fcand af séra Árelíusi jNíelssyni, ungfrú Elín Sólmundai’dóttir og Jón Bárðarson. Heimili jþeirra verður að Laugateigi 27. 1 dag verða gefin saman í hjóna band af séra Þorsteini Björnssyni ungfrú Bergljót Sveinsdóttir, Bðl- staðahlíð 8 og Ragnar Fr. Guð- mundsson, Leifsgötu 7. Heimili ungu hjónanna verður að Soga- vjegi 86; i Gefin verða saman í h.iónaband í dag. af séra Kristni Stefánssyni tingfrú Ólöf Árnadóttir, Tjamav- fcraut 9, Hafnarfirði og Þorvaldur Dagbók Ólafsson, Sogavegi 28, Rvík. Heim- ili þeirra verður að Sogavegi 28. í dag verða gefin saman í hjóna iband af prófessor Sigurhimi Einarssyni, ungfrú - Guðmunda Halldðrsdóttir frá Dvangsnesi og Ingimúndur Jörundsson ti’ésmiður, frá Hellu við Steingrimsfjörð. — Heimili ungu hjónanna verður að Mímisvegi 4. í dag verða gefin saman í hjóna Iband af séra Þórsteini. Bjömssyni iungfrú, Agnes Kjartansdóttir og Ingvi Guðmundsson. — Heimili ;ungu hjónanna verðuv fyrst um sinn að .Sigtúni 27. Gefin verða saman í hjónahand i dag af séra Óskari J. Þorláks- syni, Inga Guuðmundsdóttir og ömi Signrjónsson, Heimili þeirra er að Á-svegi 16. Á morgun verða gefin saman í h.jónahand af séra Þorsteini Björnssyni Sigríður Þorsteinsdótt Bústaðarvegi 57 og stud. jur. Jón A. Ólafsson, Laugavegi 49. Heim- ili ungu hjónanna verður að Vest- urhrún 2. • Afmæli • Fininitiig er í dag Sigríður Ás- geirsdöftir, Laugavegi 87. 50 ára er í dag, merkisbóndinn Þórður G'uðmundsson að KíÍ- hrauni á Skeiðum. x K. F. W. K. Athygli skal vakin á bazar fé- lagsins, sem verður í dag kl. 4 og samkomuna í kvöld kl. 8,30. Bazar til ágóða fyrir líknarsjóð Ás- laugar Maack, heldur kvenfélag Kópavogs í barnaskóiahúsinu, sunnudaginn 4. des. kl. 2. Anstfirðíngafélakið eftiir tii skemmtifundar annað kvöld í Þórskaffi. Verður þar féiagsvist o. fl. skcmmtiatriði. Orð Íífsins: En iiú hefur réttlæti Guðs, •sem vit/iaó er um af lög/ruílinu oy spá- mönnunum. opinberast án lögmáls, það er: réítheti Guðs fyrir trú á Jemni K-ri:<t öllum■ þeim til hatnda, sem trúa. (Rónv. 3, 21—-22.). • Aætlunarferðir • Bifreiðastöð fslands á niorgun: Akureyri; Grindavík; Keflavík; Kjaiarnes—Kjós; Mosfelisdalur; Reykir. Fyrir yngstu börnin Pyrir yngst-u börniti, sem nú ieru farin að’hiakka tii .ióianna, er jkomin úts skemmtilegt hefti með jlitprentuðum mynd.um: „Jóiasvein iat'ttir með víssum og myndum“ jheitir það. Er.u þar nokkrar gam- 'alkunnar Vísur, en utgefandi er JMyndahójkaútgáfan. Kvenfélag Háteigssóknar i heidur fund í Sjómannaskólan- jum, þriðjudáginn 6. dés. kl. 8,30. F. H. og HauRar í Hafnarfirði Önnur skemmtunin á vetrinum jverður í Góðtemplarahúsinu í jkvöld og leikur ágæt hijómsveit ;uhdir dansinum. Kvenfélag Hallgrímskirkju i Því miður verðúr að fresta drætti’ í innanfélagshappdrætti fé- lagsins til 15. janúar. Konur eru ■beðnar um að gera skil sem fyrst. Afmælishátíð Eggerts Stefánssonar frestað Vegna Veikinda óperusöngvar- jans Vincenso Demetz, er aftnælis- hátíð Eggerts Stefánssonar, frest- að fram yfir helgi. Sjúklingar á VífiKstöðum háfa beðið biaðið að færa „Litla fjarkanum" og „Hijjómatríöinu“, beztu þakkir fyrir góða skemmt- un 1. desember s. 1. Góðir gestir í fyrrakvöld kom Guðmundur Baldvinsson söngvari að Grund og jsöng fyrir heimilisfólkið, J>ví til mikiliar gleði og ánægju. Undir- leik annaðist Ólafur Vignir. — Hefur forstjórinn á Grund heðið blaðið að þakka þessum ágætu listamönnum fyrir k'omuna, og lét um leið þá von í Ijós, að þeir verði margir iistamenniimir, sem fari að dæmi þeirra Guðmundar og Ólafs. Árnesingafélagið gengst fyrir skeanmtifundi með fjölbreyttri dagskrá,, í kvöld kl. 8,30 í Tjámarcafé. Verkakvennafélagið Fram- tíðín í Hafnarfirði Munið 30 ára a’fmælisfagnaðinn í Alþýðuhúsinu í kvöld. Fyrirlestur um kjarnorkuvísindi Brezki þingmaðurinn Mr. Ge- orge Darling flýtur fyrirlestur um kjarnoi’kuvfsindi í Bretlandi, mánudáginn ð: des. kl. 6 e.’h. í I. kennslustofu’ háskólans. — Öllum er heimill aðgangur. | Sunnudagaskóli Hallgrímskirkju er íi gagnfræðaskólahúsinu við Lindargötu’ kl. 10 f.h. — Öll börn 1 velkomin. ^ ForeWrafélag Laugamesskóla theldur aðalfund sunnudaginn 4. des. kl. 4 í Laugarneskólanum. — Þar verður fi’éttaþáttui’ frá starfi j foreldrafélaga. Ragnar Þorgríms- son ræðir úm bekkjarfundi með foreldrum og Kristinn Gíslason, formaður Kennarafélags Laugar- nesskólá, skýrir frá sjónarmiðum og niðurstöðum varðandi bekkjar- fundi. Frjálsar umræður verða á eftir. — Kolbrún Sæmundsdóttii’ leikur einleik á píanó og síðan verða venjuleg aðalfundarstörf. — Kennurum skólans er sérstakl. boð ið á fundinn. Allir foreldrar úr hverfinu eru velkomnir. • Flugferðir • Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug: Sólfaxi fór til Giasgow og Kaupmannahafnar, í morgun. Flugvélin er væntanleg aftur til Reykjavíkur kl. 19,30. —- Innanlandsflug: I dag er ráðgert að fljúga til Akureyrar, Bíldudals, Blönduóss, Egilsstaða, ísafjarðar, Patreksfjarðar, Sauðárkróks, Vest mannaeyja og Þórshafnar. — Á morgun er ráðgert að fljúga til Akureyrar og Vestmannaey.ja. J • títvarp • Laugardagur 3. deseniber: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Ingi- björg Þorbergs). 16,30 Veðurfregn. ir. Skákþáttur (Guðmundur Arn- laugsson). 17,00 Tónleikar (plöt- ur). 17,40 Iþróttir (’Sigurður Sig- urðsson). 18,00 Útvarpssaga barn anna: „Frá steinaldarmönnum í Garpagerði” eftir Loft Guðmunds- son; VII. (Höfundur les). — 18,30 Tómstundaiþáttur barna og ungl- inga (Jón Pálsson)'. 18,55 Tónleik ar (plötur). 20,30 Leikrit: „Nú í nótt“ eftir Kai Wilton. — Leik- stjóri: Valur Gíslason. — 22,10 Danslög (plötur). — 24,00 Dag- skrárlok. Ingibjörg Jónsdótfir BAB-O INNIHELDUR blelkiefni! SUBBlf V m; BAB-0 ilmar ÞEGAR við lttum yfir dagblöð- in, blasa við á hverjum degi til- kynningar, sem minna okkur á hverfulleik lífsins, dánartilkynn- ingarnar. Eina slíka tilkynningu lásum við í sumar, hún flutti andlátsfregn frú Ingibjargar Jðnsdöttur húsfreyju á Njálsg. 27. Eri f dág 2. des. hefði hún orðið 70 ára, og þessa afmælis viljum við minnast vinir henn- ar, minriast hinnar þróttmiklú konu, sem ávallt hvatti til dáða og einingar til að leysa vanda meðbræðranna. Ingibjörg Jónsdóttir fæddist á Skólavörðustlg 3 í Reykjavík 2. des. 1885. Foreldrar hennar voru Jón Benediktsson útgerðarmað- ur (sonur Benedikts Jónssonar bónda í’ Grísartungu og konu hans, Unnar Magnúsdóttur, hálf- systur séra Jóns Þórðarsonar á Aúðkúlu) og Sigrún Einarsdött- ir (Einars GuðmundssOnar bónda í- Seli i Grímsnesi og konu hans, Guðrúnar Þorleifsdóttur). Ein systir Ingibjargar er á lífi, Mál- friður Jónsdóttir (kona Theodórs Magnússonar bakaram.) og voru þær systur mjög samrýndar, svo var og stjúpbróður þeirra, Lárus Guðmundsson, sem búsettur er í Færeyjum. Fýrir nokkrum ár- um kom hann í heimsókn til Ingibjargar systur, sem hann svo kallaði þó hann færi héðan 11 ára gamall. Ung vann Ingibjörg nokkur ár á hinu forna menningar heim- ili Elínar og Magnúsar Stephen- sen landshöfðingja. Vera hennar þar reyndist hinn bezti skóli, og var ávallt vinátta milli hennar og þeirrar fjölskyldu upp frá því. Einnig minntist Ingibjörg með þakklátum huga frú Vig- dísar Magnúsdóttúr í Miðseli i í Reykjavík, sem var húsmóð- ir hennar á unglingsárunum. Árið 1908 giftist Ingibjörg Kristjáni Jóhannssyni skósmið. BÖrn þeirra vou: Guðlaug, gift Stefáni Gíslasyni húsasmíðam., Ölöf, gift Þorkel Þórðarsyni skrifstófum., Gunnar skrifstofu- maður, giftur Guðlaugu Klem- ensdóttur, Sigrún, gift Kristjáni Oddssyni línum., Lilja, gift Þor- steini Stefánssyni skrifstofum. Á framangreindu sést að ærið verkefni hefur fallið í hlut frú Ingibjargar innan heimilisins. Ég minnist frú Ingibjargar með innilegu þakklæti fyrir samveru- stundirnar, alla samvinnuna og fómfýsina í félágsstarfinu. Alltaf var hún reiðubúin að bæta á sig aukavinnu fyrir félagið sitt, Hvítabandið og öll þau störf 70 ara mmnmg vann hún með þeirri prýði og virðuleik, sem ávallt einkendi hana. í samfleytt 40 ár vann hún í Hvítabandinu að bindindis- og líknarmálum, í söfnunarnefnd til Landspítalans og seinna í Hall- veigarstaðanefnd og hverju góðu málefni lagði hún lið. Ógleymaniegir og ævinlega fjölsóttir . voru saumafundir Hvítabandsins á Njálsgötu 27, þar sem húsmóðirin tók opnum örm- um móti gestum sínum. Hlý- lega heimilið hennar bar hinni starfsömu heimilisprúðu hús- freyju fagurt vitni. Ingibjörg unni söng og tónlist og ól hún börn sín upp í þeirri mennt og hefur það átt sterkan þátt í gæfu heimilisins næst trú- rækni og góðleik húsbændanna. Sambúð fjölskyldunnar var hin ástúðlegasta, samfara nærgætni og fórnfýsi, sem bezt sýndi sig er sjúkdómurinn herjaði. Frú Ingibjörg andaðist 8. júlí 1955 á Sjúkrahúsi Hvítabandsins. Þar hafði hún þráð að bíða sinn- ar hinztu stundar, enda hafði hún lagt mikið á sig fyrir þá stofnun. Það er gott ástríkum eigin- manni og börnum að varðveita minningu slíkrar konu, sem jafn- vel á banvænni sóttarsæng alla vildi gleðja og allt þakka. „Hví skyldi ég kvarta," sagði hún hel- sjúk, ,,ég hefi notið svo mikillar gleði með eiginmanni mínum, börnum og barnabörnum, að ég má þakka guði íyrir allt.“ Um leið og ég enda þessí kveðjuorð, bið ég guð að blessa ástvini hennar alla. Hvítabandssystir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.