Morgunblaðið - 06.12.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.12.1955, Blaðsíða 8
8 mORGU N BLAÐIÐ Þriðjudagui 6. des. 1955 ovgmsiMðMfe Útf.: H.f. Arvakur, Reykjavlk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Steíánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Xigmx. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 20.00 6 mánuði innanlands. í lausasölu 1 króna eintakið. LOG MOLOTÖfS RAÐIN? ALLT BENDIR TIL ÞESS, A BANN KVEREE A SJÓNARSVIDIN Réttoröryggið í ríkjtun sósíolismons FRÁ því hefur verið skýrt hér í blaðinu að mynduð hafi verið alþjóðleg samtök frjálsra lög- fræðinga. Er það fyrst og fremst hlutverk þeirra að fylgjast sem nákvæmlegast með réttarþróun- inni í ríkjum komúnismans og afla áreiðanlegra upplýsinga um hana. Byggja þessi samtök rann- sókn sína á algerlega hlutlægum grundvelli. Þau safna saman upp- lýsingum beint úr lagasöfnum, dómsúrskurðum og öðrum opin- berum heimildum frá ríkisstjórn- um þeirra landa, sem kommún- istar stjórna. Það er vissulega ómaksins vert aff gefa almenningi í hin- um vestrænu lýffræðislöndum tækifæri til þess aff kynnast réttarþróuninni í löndum sósíalismans. Vitneskjan um hana gefur glögga mynd af því ástandi sem skapast á sviði laga og réttar, þar sem koram- únistar ná völdum. Afstaða til almennra mannréttinda í stjórnarskrám hinna komm- únisku ríkja er svo látið heita að borgurunum sé áskilið prent- frelsi. En þegar nánar er aðgætt kemur það í Ijós að raunverulega er ekkert til þar sem nálgast að geta heitið prentfrelsi. Ríkið eitt má eiga og reka prentsmiðjur. í sumum hinna kommúnisku lnnda þurfa menn jafnvel að sækja um leyfi til ríkisvaldsins til þess að mega hafa undir höndum ritvélar og fjölritunartæki. Ákvæðin um slíka skrásetningarskyldu eru að sjálfsögðu sett til þess að gefa valdhöfunum tækifæri til þess að hafa eftirlit með þeim mönnum sem slík „þjóðhættuleg“ tæki eiga. í framkvæmdinni er „prent- frelsið“ því þannig í ríkjum só- síalismans að enginn nema komm únistaflokkurinn, sem hefir stjórn ina í sínum höndum má eiga prentsmiðju eða tæki, sem til þess eru ætluð að dreifa lit prent- uðu eða rituðu máli. í stjórnarskrám þessara ríkja er einnig ákvæði um það að þar eigi að ríkja stjómmálafrelsi, fundafrelsi og félagafrelsi. En þessi ákvæði eru framkvæmd þannig, að andstöðuflokkar kommúnista eru vægðarlaust bannaðir. Aðeins kommúnista- flokkurinn má halda opinbera fundi og efna til stjómmálasam- taka. Þannig hafa almenn mann réttindi gersamlega veriff af- numin í löndum sósíalismans, enda þótt svo sé látiff heita í stjórnarskrám þeirra, sem kommúnistar hafa sett að eig- in geffþótta, aff borgurunum séu tryggff þessi réttindi. Bréfleynd afnumin En það er ekki nóg með það, að þessi almennu mannréttindi hafi verið afnumin í löndum sósíalismans. Sjáift einkalíf fólks ins er undir stöðugu og nákvæmu eftirliti ríkisvaldsins, það er leynilögreglu kommúnistaflokk- anna. Bréfleyndin hefir verið af- numin. í opinberum dómum og úrskurðum kemur það greinilega fram að menn eru dæmdir jafn- vel i hinar hörðustu reísingar fyrir að láta ógætileg orð falla í persónulegum bréfum til vina og vandamanna. Enginn getur verið óhultur um sig fyrir hinni leyni- legu lögreglu. Hún hefir alls stað- ar augu. Víðtæku njósnakerfi er haldið uppi og einkalíf borgar- anna er stöðugt undir hinni kommúnisku smásjá. Menn geta gert sér í hugarlund, hvers konar öryggi og hvers konar innra sjálf stæði það er, sem slíkir stjórnar- hættir skapa. Kommúnistar munu sjálfsagt segja að hér sé á ferðinni hinn venjulegi rógur um „alþýðulýðræði“ þeirra. En til grundvallar þessari lýsingu á réttarfarsástandinu í löndum þeirra liggja opinberar heimildir frá hinum kommúnisku valdhöf- um sjálfum. Það er þess vegna ekki hægt að véfengja sannleiks- gildi þeirra upplýsinga, sem sam- tök hinna frjálsu lögfræðinga hafa safnað. Þaff er mjög gagnlegt aff fólk í hinum frjálsa heimi fái affgang aff þessum upplýsing- um. Borgarar hinna vestrænu lýffræffisþjófffélaga verffa aff fá aff vita það nákvæmlega, hvers konar réttarfar kommún isminn stefnir að aff skapa í löndurn þeirra. Viff ísiending- ar verffum t. d. aff gera okkur þaff Ijóst aff sigur kommúnism ans á íslandi hefffi í för meff sér algert afnám almennra mannréttinda, afnám bréf- leyndar og alls réttaröryggis. Dómstólarnir yrffu affeins tæki í höndum ósvífinnar einræffis- og ofbeldisklíku. Slíkt ástand vill enginn heiðarlegur fslend- ingur leiffa yfir þjóff sína. Skrifsfolusfjérann vantar. FRÁ því var skýrt í blaðinu s.l. sunnudag, að 7 manna milliþinga- nefnd, sem skipuð var s.l. vor hefði unnið það afrek á 7 mán- uðum að kjósa sér Hermann Jón- asson, formann Framsóknar- flokksins fyrir formann á fyrsta fundi sínum, sem haldinn var í sumar. Aðeins einn annar fundur hefði verið haldinn í nefndinni og hefði þar verið ákveðið að ráða henni skrifstofustjóra. Sú villa er í þessari frásögn, að skrifstofustjórinn hefur ekki ennþá verið ráðinn. Hins vegar kom fram tillaga um það á síðari fundi nefndarinnar að gera það. Við íslendingar þurfum vissu- lega á því að halda að fjölga at- vínnugreinum okkar og hagnýta betur auðlindir lands okkar. Þess vegna hefði mátt vænta þess, að milliþinganefnd, sem sérstaklega hefur verið falið að gera tillögur um þau efni, tæki starf sitt alvar- lega. Það hefur hún ekki gert til þessa. Formaður Framsóknar- flokksins taldi brýnni nauðsyn bera til þess s.l. vor og sumar að ferðast um landið og flytja svívirðingaræður um samstarfs- flokk sinn heldur en að hafa for- ystu um sæmileg vinnubrögð í þýðingarmikilli nefnd, sem hann hafði látið kjósa sig formann í. En. það er rétt að vona að starf nefndarinnar takist betur en til hefur verið stofnað. Ekki er öll nótt úti enn. Vonandi vaknar for- maður hennar og áttar síg á landslaginu.. HÁVÆRAR raddir eru nú uppi um það, að dagar Molotovs, utan- ríkisráðherra Rússa, séu nú brátt taldir. Öllum er það í fersku minni, er Molotov var fyrir skemmstu látin gefa yfirlýsingu í málgagni kommúnistaflokksins, Kommúnistanum, þess efnis, að hann hefði ekki starfað í anda flokkshugsjónarinnar, og lýsti starf sitt vítavert. Við því var búizt, að Molotov yrði látinn hverfa af sjónarsviðinu strax eftir þessa yfirlýsingu — en það fór samt á annan veg. Nú þykir margt benda til þess, að með auknum völdum Krusjeffs muni Molotov verða látinn víkja. Það hefur verið langur aðdrag- andi að þessu — og mikil bolabrögð hafa átt sér stað að tjaldabaki í Kreml. FALL MALENKOVS Á flokksfundi skömmu fyrir fall Malenkovs var bundinn endahnúturinn á hreinsun hinnar svokölluðu „Leningrad-samtaka" en þeir menn, sem að þeim sam- tökum stóðu, voru m. a. sakaðir um það, að hafa bruggað vinum Andrei Zhadanovs launráð. Zad- anov lézt á dularfullan hátt árið Nú er röffin komin aff Molotov. 1948, og var sagður harðasti keppinautUr Malenkovs. Á þess- um fundi var frá því skýrt, að fall Malenkovs var ekki langt undan. ÖRLÖG HANS ERU KÁÐIN í febrúar n.k. mun verða háð flokksþing — og meðal þeirra mála, sem þar verða tekin fyrir, er dómurinn yfir Georgíumönn- unum, sem líflátnir voru nú fyr- ir skömmu. Þeir voru m. a. ákærðir fyrir að hafa bruggað vinum Sergo Ordzhonikidze launráð. En hver var þá þessi Ordzhonikidze, sem iézt á svo dularfullan hátt árið 1937? — Þaff voru þessir tveir menn, Molotov og Ordzhonikidze, sem Stalin bjó undir að taka við for- sætisráðherraembætti aff sér frá- föllnum. Ordzhonikidze var því harffasti keppinautur Molotovs — en hvarf snögglega af sjón- arsviðinu, eins og áffur segir. SAMI LEIKURINN Nú verffur endurtekinn sami leikurinn viffvíkjandi Molotov Vöruhappdræitið í GÆR var dregið í 12 flokki Vöruhappdrættis S.Í.B.S Dregið var um 1225 vinninga, að fjár- hæð 490 þús. kr. Hæsti vinningurinn 150 þús. kr. kom á miða nr. 2286 sem seldur er í Grafarnesi við Grundarfjörð. 10 þús. kr. vinninga hlutu eftir talin númer: 35804, 37144, 42292, 43388, 47556. 5 þús. króna vinninga hlutu þessi nr.: 6450,13616, 14408, 2(j671, 36396, 41075, 41422 og 41739. og var leikinn til þess aff koma Malenkov úr valdastóli. Það gæti einnig komið margt annaff til greina — og t. d. væri ekki óhugsanlegt, aff í febrúar uppgötvuffu þeir Krúsjeff og Bulganin, aff stefna Ráffstjórn- arinnar sé orffin full einstreng- ingsleg, þegar tekiff er tillit til hins ört vaxandi styrks Vestur- veldanna og einhuga samstöðu þeirra. Hver var það, sem sat Genfarfundinn aff hálfu Rússa — og hverjum var þaff aff kenna hvernig fór? SIGLUFIRÐI, 2. des: — Nýlega var, við hátíðlega guðsþjónustu í 'Siglufjarðarkirkju, stofnað Æskulýðsfélag Sigluf jarðarkirkju, fyrir forgöngu sóknarprestsins, séra Ragnars Fjalars Lárussonar, en hann er mikill áhugamaður um æskúlýðsmál. Formaður félagsins er Páll Helgason, Lindarbrekku 1 Siglufirði, sem fermdist s. 1. vor, en það voru fyrstu fermingarbörn sóknarprestsins. Stóðu börn þessi einkum að félagsstofnuninni. — Stefán. ÞÚFUM, 1. des. — Nokkurn snjó gerði hér fyrir tveimur dögum og hefir sauðfé nú verið tekið á hús og gjöf víða hér um slóðir. — Slæmar heimtur eru á fé af fjalli. Mun minna er nú um rjúp- ur hér en var í fyrra og orsakast það sennilega af því, að tíð hefur verið góð og jörð auð. — í Borg- arey eru nú um 200 fjár og fimm hross. — PP. ULí andi áhrij^ar: Erfiff færff HALDIST veðurfarið óbreytt — sem er reyndar heldur ó- líklegt — er svo að sjá sem við fáum hvít jól í ár. Jólasnjórinn eykur birtu hátíðarinnar og lýsir upp skammdegið og því kjósum við heldur hvít jóla, enda þótt það hafi ýmis óþægindi í för með sér. Færðin verður eriið bæði fótgangandi mönnum og farar- tækjum, og höfum viff þegar feng ið smjörþefinn af því, þó að lítil fönn hafi fallið. Þeir borgarbúar, sem lögðu leið sína niður í miðbæinn um helgina til að virða fvrir sér fyrsta vottinn af jólaskre> ting- um á götum úti og í búðarglugg- um, fengu margir hverjir óþægi- lega byltu, og flestum mun hafa skrikað óþægilega fótur. Það er vissara að gæta þess að fóta sig á svellinu þessa dagana. — og of mikill asi BIFREIÐASTJÓRARNIR eiga fullt í fangi með að hofa stjórn á bifreiðunum, þó að keðj- urnar hafi verið teknar í notkun. En það er eins og fyrri daginn — hættulegastir í bílaumferðinni eru þeir, sem alltaf eru á hraðri ferð. Þeir streitast við að smokra sér fram úr, þó að tæplega sjái fyrir endann á bifreiðaröðinni, sem er fyrir framan þá. Venju- iZjf- • " '"'oV ^ tl m lega komast þeir í sjálfheldu. þar sem fæstar götur í miðbænum eru svo breiðar, að þær rúmi tvær bifreiðar samhliða, Það má vissu- lega til sanns vegar færa, að jóla- annirnar eru að hefjast og mönn- um liggur mikið á. En það eru ekki þeir, sem annríkast eiga, sem frekast gera sig seka um að troð- ast í bílaumferðinni. Slík atvik eru tíð á þröngum götum mið- bæjarins á kvöldin — og afar oft eru það ungir menn, sem hafa fengið lánaða bifreiðina hans pabba síns til að keyra kunningj- ana ,,rúntinn“. En þó að ungu mennirnir séu miklir á lofti, og vilji komast leiðar sinnar í hvelli, ættu þeir að minnast þess, að slíkt flan er sízt til flýtisauka og getur haft mjög alvarlegar af- leiðingar. Ólipur framkoma. FAÐIR“ skrifar: „Það má með sanni segja, að svo virðist sem menn eigi að þakka fyrir að fá að borga stórfé fyrir að komast inn á hvers kon- ar skemmtistaði hér í bæ. S.l. sunnudag leyfði ég 11 ára gam- alli dóttur minni að fara á síð- degissýningu í einu kvikmynda- húsinu. Hún hafði lengi hlakkað til að sjá þessa kvikmyr.d, sem fjallaði einmitt um Iitla stúlku. Dóttir mín fær ekki að fara í bíó, hvenær sem henni þóknast, og þess vegna er það talsverður við- burður í hennar augum og mikið tilhlökkunarefni. Er hún hafði staðið drjúga stund í biðröð í leiðindaveðri, fékk hún afgreiðslu. Vantaði þá tvær krónur upp á, að hún gæti greitt fyrir tvo miða. Fór hún þá fram á, að miðarnir yrðu geymd- ir, ef hún greiddi þær 16 krónur, sem hún hafði handbærar, meðah hún næði í 2 krónur til viðbótar. Svarið var neitandi, og hún kom heim ákaflega sár yfir þessari ólipru framkomu. Ekki veit ég, hvort kvikmynda- húseigandinn sjálfur hefir mælt svo fyrir, að afgreiðslunni skuli hagað þannig, eða hvort af- greiðslustúlkan tekur slíka breytni við viðskiptavinina upp hjá sjálfri sér. En eitt er víst: Þetta eykur ekki aðsóknina að kvikmyndahúsinu." MerklV, klœSIr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.