Morgunblaðið - 08.12.1955, Síða 7
Fimmtudagur 8. des. 1955
UORGVNBLAÐIÐ
23
HEIMATILBÚIÐ sælgæti vekur
ekki aðeins gleði gestanna og
heimilisfólksins, sem nýtur þess,
heldur einnig eru stundirnar,
þegar sælgætið er búið til
skemmtilegar og ættu allir í fjöl-
skyldunni að hjálpa til við fram-
leiðsluna, a. m. k. eftir megni.
í fyrra birti kvennasiðan heil-
mikið af sælgætisuppskriftum,
má auðvitað nota þær aftur og
svo fara hér á eftir nokkrar upp-
skriftir til viðbótar.
FYLLTAR DÖfiLTJR
125 gr. hakkaðar möndlur, 125
gr. flórsykur, 15 gr. hrísmjöl, 25
döðlur, 200 gr. sykur, 2 tesk.
sítrónudropar, 1 dl. vatn.
Fyrst er mönduldeigið búið til
á þann hátt að þér blandið vel
saman flórsykrinum og hökkuð-
um möndlunum ásamt hrísmjöl-
inu og dál. volgu vatni, það má
gjama lita með matarlit. Hrærið
vel í þar t.il deigið er orðið vel
mjúkt. — Ef steinar eru í döðl-
unum eru þeir fjarlægðir og deig-
ið látið inn í döðlurnar í stað
þeirra. Síðan eru döðlurnar sykr-
aðar í sterkum glerungi, sem bú-
inn er til úr sykrinum, sítrónu-
dropunum og vatninu. Döðlunum
er difið ofan í glerunginn og sið-
an látnar þoma á kökurist. Þær
eru framreiddar í litlu pappírs-
formum (t. d. úr gömlúm kon-
fektkassa) eða á litlum pappírs-
pentudúk.
SÚKKULAÐIKARAMELLUR
250 gr. sykur, % plata af suðu-
súkkulaði, 2 dl. af rjóma, 1 mat-
skeið ljóst hunang, og smjör-
f
biti (á stærð við valhnot). Syk-
urinn, súkkulaðið og 1 dl. rjómi
er látið í pott og soðið og hrært
stöðugt í á meðan. Þegar suðan
kemur upp er 1 dl. af rjóma hellt
út í og hrært í þar til kremið
er orðið mjúkt og þá er hunang-
ið látið út í. Hrærið stöðugt í,
og iátið pottinn stancta á hita-
plötunni. Tákið af og tíl prufu
af deiginu og látið á disk og
látið kólna. Takið pottinn af hit-
anum þegar deigið er orðio nægi-
lega þykkt.
Það á að vera þannig að hægt
sé að skera það sundur með hnif,
og það mjúkt að það festist ekki
við hnífinn. — Mesti hitinn er
látinn rjúka af deiginu,. en síðan
er því hellt á blikk-plötu, sem
er vel smurð með smjöri, og síð-
an er deiginu velt yfir á bökun-
arplötuna, losið það varlega með
hjálp breiðblaða hnífs. — Skerið
síðan út karamellurnar í férkant-
aða bita og vefjíð þeím inn í
pregamentpappir, sem gjarnan
má vera mislitur.
SÍTRÓNU-DROPAR
500 gr. flórsykur, 2 dl. vatn,
5 sítrónudropar.
m
xJ
SS>——A
Búið til í potti á eldavélinni
þykkt deig úr flórsykrinum (sigt-
uðum), og vatninu. Gætið þess
að hita deigið, en ekki láta það
sjóða, látið dropana í og hræfið
vel í. Síðan skulið þér smyrja
bökunarplötuna vel og láta síðan
deigið i smá kúlur eða dropa á
hana. Látið þetta kólna og losið
af plötunni þegar droparnir eru
orðnir vel kaldir. Gerið það mjög
variega, því þeír eru mjög brot-
hættir.
Geymast bezt í blikkdós með
þéttu loki,
KAFFI-BITAR
125 gr. smjör, 250 gr. sykur,
1 dl. mjög stei'kt kaffi (ekki með
kaffibæti), 1 dl. rjómi.
Sykurinn og smjörið er brætt
i potti í um það bil 10 mín. Síðan
er kaffið og rjóminn látin út í
og þetta er allt soðið þar til þykk
froða hefur myndazt ofan á, hell-
ið því þá fljótt á vel smurða
plötu eða í form. Þegar deigið
er orðið kalt er það skorið í hálf-
mána eða ferkantaða bita.
Þetta ágæta sælgæti má einnig
búa til með súkkulaði í staðinn
fyrir kaffi, þá er notað % pl. af
suðusúkkulaði uppleyst í V2 dl.
atf vatni i staðinn fyrir kaffið og
rjómann.
,STÚDENTA-SÚKKULAÐI“
100 gr. dökkt suðusúkkulaði,
1 matsk. sjóðandi vatn, 3 matsk.
hakkaðar möndlur eða hnetur,
l tesk. smjör, 2 matskeiðar hakk-
íðar rúsinur.
Súkkulaðið er brotið í smá-
;tykki í slcál, ásamt sjóðandi
/atninu og smjörinu. Þetta er
irætt yfir sjóðandi vatni og þeg-
Framhald á bls. 28
Næstkomandi sunnudagur er þriðji sunnudagurinn í jólaföstunnl
og þá eigum viS að kveikja á þriðja kertinu í aðventukransinum
eða jólaföstukransinum. Þá kveiktu þúsundir manna um heim
allan sitt íyrsta jóíaljós, eða tendruðu á fyrsta kertinu í aðventu-
kransinum sínum. —- í fyrra toirtum við „uppskrift“ að slíkum
kransi, sem hangir í fallegu silkibandi á 35—40 cm langri stöng,
sem stentíur á fæti. Kransinn sjálfur er búinn til úr basti, og síðan
klæddur með greni og skreyttnr með grenikönglum. — Nú skulið
þið, sem ekki fengnð ykkur krans í fyrra, verða ykkur úti um eiim
fyrir næsta sunnudag. Þessi skemmtilegi siður er mjög vinsæll í
Evrópu. Hítnn minnir okkur á i.elgi jólanna áður en aðal undir-
búningurinn kemst í algleyming og helgin fellnr í skugga „við-
skiptanna".
Smyrpð með smföri
ÞÉR skulið athuga við jóíabakst-
urinn að þegar þér bakið smá-
kökurnar fyrir jóliðj skulið þér
aldrei smyrja plötuna með smjör-
líki, heldur nota smjör. Það er
svo lítið sem fer af smjöri í þetta
og hægt er meira að segja að
nota pappíxinn utan.af smjörinu
til þessi án þess að bæta þar
pokkru við. — En þegar platan
er smurð með smjörlíki kernur
alltaf salt bragð af kökunum,
sem getur eyðilagt þær gersam-
lega. — Gott er að hafa það
fyrir fasta reglu að kasta aldrei
pappírnum utan af smjörstykk-
inu ,heldur geyma það til þess
að smyrja innan kökuform og
plöturnar!
Gæðið ykknr á eigin sælgæti um jólin
Þfíðja kertið fendrað á sunnisdag
Nú nálgast jólin óðum og allir cru önnum kafnir við að útbúa
jólagjafirnar eða a. m. k. að hugsa um þær. Börnin eru fyrir löngu
farin að biðja um hitt og þetta, —- og hér er listi, sem þau geta
fengið til þess að fylla út með jólagjafaóskum sinum. Þau geta litað
hann mcð skemmtilegum litum, og sáðan afhent hann pabba eða
mömmu.
EZT
yBinsr
Hofum opnað nýja verzlun
í VESIUKVC
Við munum sem áður kappkosta að selja góðan og smekklegan
kvenfatnað með sanngjörnu verði og við allra hæfi.
Eigum mikið af smekklegum jólagjöfum.
BE ZT VESTURVER