Morgunblaðið - 08.12.1955, Side 10

Morgunblaðið - 08.12.1955, Side 10
26 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 8. des. 1955 Hentugtar ffeymsEur Eigum á lager 4 stæ^ðir af þessum skápum: 16 skúffur 24 skúffur 32 skúffur 48 skúffur ADAtSTRATI REYKJAVIK Eitt af merkustu ritum fornbókmennta Norður- landa er Konungsskuggsjá. Þessi sérstæða og gagn- merka bók hefir aldrei komið út á íslenzku, en Jón Helgason, prófessor í Kaupmannahöfn og bóka- vörður við Árnasafn, hefir lengi haft hug á því að koma bókinni út með nútímastafsetningu, og hóf hann fyrir nokkrum árum að undirbúa útgáf- una eins og sagt var frá hér í blöðunum fyrir tveim- ur árum í viðtali við útgefandann. Konungsskuggsjá í útgáfu Helgafells kemur út í tveimur bindum, í fyrra bindinu er textinn sjálf- ur en í síðara bindinu formáli Jóns Helgasonar og ítarlegar skýringar hans á verkinu. Fyrra bindi verksins kemur út núna fyrir jólin en síðara bind- ið á næsta ári. Það þarf ekki að eyða orðum að því, að enginn maður núlifandi er færari Jóni Helga- syni til þess að gefa út þetta stórmerka rit og skýra það svo að það verði að lifandi bókmennum fyrir nútímafólk, en án slíkra skýringa mætti líkja verkinu við fullt hús matar, sem hvergi fyndust dyr á. Þeir sem lesa vilja Konungsskuggsjá sér til gagns verða að fá í hendur útgáfu Jóns Helgasonar prófessors með skýringum hans. Það er Helgafellshók Jon Jónsson íiskiíræðingur: Er ufsastofninn í hættu? Hr. ritstjóri. UNDANFARIÐ hefur nokkuð verið rætt um smáufsaveiði í blaði yðar og þeirri fyrirspurn beint til íslenzkra fiskifræðinga, hvort veiði þessi gæti ekki tal- 1 izt hættuleg fyrir stofninn. Af þeim vísindalegu rann- sóknum, sem til eru um ufsa- | stofninn hér vð land, er ekk- , ert sem gefur til kynna, að of ' nærri honum hafi verið gengið. Þvert á móti, tnun þessi stofn vera tiltölulega lítið nýttur, mið- að við t. d. þorsk og ýsu. Þetta I kemur m. a. fram í því, að í ; vertíðaraflanum eru oft mjög 1 margir árgangar í einu (oft um i 20). Eronig er lengdardreifing hrygníngarfisksins mjög breið, það er tiitölulega mikið af smá- um fiski og stórum fiski. Sveiflur i styrkleika stofnsins virðast heidur ekki jafn áber- andi og i þorski. Árgangarnir geta þó verið misstórir, t. d. má nefna að hin sérkennilega veiði ufsa í herpinót norðanlands á árunum J950—1953, byggðist að verulegu leyti á hinum ríka ár- gángi frá 1945. Göngur ufsans hér við land eru lítið rannsakaðar enn sem komið er, en þær geta þó haft; all-mikil áhrif á veiðimagnið. ■ Árgangurinn frá 1945 virðist t. d. j af einhverjum óþekktum orsök- um, hafa iagst frá landinu vet- urinn 1953 og líklega gengið suð- ur á hrygginn milli Islands og Færeyja. Vel má vera að hér sé um að ræða göngur eins og hjá Norðurlandssíldinni, enda er ufsinn í öllum lifsháttum sínum líkari síld en frændsystkinum sínum þorski og ýsu. Fæða ufsans er all-breytileg, eftir því á hvaða aldri hann er. Seiðin á 1. ári lifa mest á krabba- flóm og krabbalirfum. Smáufs- inn, á 2. og 3. áfi, lifir mikið ,á ýmsum smádýrum við botn- j inn, svo sem rækjum, krabba- flóm og smáum krabbadýrum, burstaormum og smærri fisld ufsa- og þorskaseiðum). Sem miðlungs og stórufsi lifir hann mest á ýmsum smáfiskum, svo sem síld, sandsíli, loðnu, spærl- ingi, smáþorski og seiðum þess- ara físka. Þá forsmáir hann held- ur ekki ýmsar ljósátutegundir (t. d. kríli, augnsíli og nátt-l lampa). Segja má því að ekki sé hann neinn aufúsygestur í smáfiskahjörð og geri að því leyti ógagn. Aðal hrvgningarsvæði ufsans er víð suður- og suðvesturströnd landsins. Hann hrygnir fyrr en þorskurinn og stendur hrygning hæst í marzbyrjun. Mikið af seiðunum leitar botnsins við suð- ur- og vesturströndina, og eru þau þá 4—5 cm. löng. Töluvert berzt þó af svifseiðum norður, fjrrir og allt austur undir Langa- nes, en þá eru flest komin á botnstigið. Straumurinn ber þau suður með Austfjörðum og eru þá næstum komin hringinn. Það má því segja, að ufsinn alizt upp allt í kringum landið, en heldur mun þó vera meira af honum í heita sjónum. Vöxtur ufsans hér við land er örari en við Noreg, Færeyjar eða í Norðursjó. Ufsi sá, sem vex upp í heita sjónurn sunn- anlands og vestan vex hraðar en sá, sem elzt upp í kalda sjón- um norðanlands og austan. Þetta kemur einnig fram í kynþroska fisksins, þvi að þeir sem hrað- ast vaxa eru komnir í gagnið 4 ára, en þeir síðbúnustu eru orðnir 9 ára, þegar þeir hrygna í fyrsta skipti. Árið 1953 var heildarufsaveið- in hér við land tæp 73 þúsund I tonn og var það um 31% af heildarufsaveiði Evrópuþjóða. Af j þessum afla tókum við íslend- ingar rúm 30 þúsund tonn, Þjóð- verjar tæp 27 þúsund tonn og Englendingar tæp 13 þúsund tonn. Uísaveiðin er ekki mikil, ef miðað er við þorsk, því að þetta ár var heildar-þorskveiðin við ísland 515 þúsund tonn og hlut- ur íslendinga 263 þús. tonn. Ufs- inn var þá fjórði í röðinni að magni eða 6,6% af heildarafla okkar, en á undan komu: þorsk- ur 60%, síld 15% og karfi 9%. — Smáufsaveiði hefur aldrei ver- ið stunduð hér í eins stórum stíl og í Noregi, en þar er tals- verður hluti aflans smá- og milli- ufsi. Mér er þó ekki kur.nugt um, að sú veiði sé talin hafa nein áhrif á eldri hluta stofnsins. Meirihluti afla þess er fékkst í herpinót norðanlands og undan- farna vetur í Keflavíkurhöfn er milliufsi. Frá fiskifræðilegu sjónarmiði er veiði ungs fisks, sem ekki hef- ur náð kynþroskaaldri, ákaflega ómerkileg. Þegar um er að ræða vel nyíjaða fiskistofna, svo sem þorsk, ýsu eða skarkola, er slíkt fullkomið glapræði, og höfum við íslendingar spornað við slíku með útfærzlu landhelginnar og auk- inni möskvastærð í botnvörp- um. Ufsastofninn virðist hins veg- ar ekki það mikið nýttur ennþá, að réttlætanlegt sé að banna veiði smá ög milliufsa að svo stöddu. Fiskideildin mun fylgjast með því sem gerist í veiðum þessum á næstu árum, og ég vænti þess að við getum fljótlega hafið kerfisbundnar rannsóknir á öll- um ufsastofninum á sama hátt og nú er fylgzt með þorskstofn- inum. Fiskideild, 30. nóv. 1955. Jón Jónsson urðufrétt úr hókmenntaheiminum Um 400 — fjögur hundruð — óbirt Ijóð og vísur eftir meistarann Pál Ólafsson Það er næsta ótrúlegt en satt að fyrst núna, fimmtíu árum eítir dauða listaskáldsins Páls Ólafssonar, kemur út með hans eigin þjóð verulegur hluti beztu ljóða hans og vísna. Bókaútgáfan Helgafell hefir fyrir nokkr- um árum ákveðið í samráði við börn skáldsins og aðra ættingja og vini að fela Páli Hermannssyni fyrrverandi alþingismanni, að freista að ná saman öllum óbirtum ljóðum og kvæðum skáldsins og er þessi nýja bók, hátt á þriðja hundrað blaðsíður, árangur þess mikla og vandasama starfs, reyndar aðeins úrval úr því, sem Páll hefir nú undir höndum. Ef þetta verður ekki metsölubók ársins hefir íslenzk þjóð beðið mikið tjón á sálu sinni. Helgafellsbék

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.