Morgunblaðið - 08.12.1955, Page 12

Morgunblaðið - 08.12.1955, Page 12
28 MORGUNBLAblO Fimmtudagur 8. des. 1955 Rœða Thor Thors Frh. af bls. 25. nokkurn órar fyrir og merkar uppgötvanir koma góðu heilli oftsinnis óboðaðar og oft að ó- vörum öllum nema þeim vísu mönnum, sem lesa leyndardóma stjEtmanna eða eiga snilld atóm- heilans, ef nota má það orðtæki. Það er einnig athugandi, að næstu ráðstefnur um kjarnorku- mál þurfa ekki nákvæml. að vera með sama fyrirkomulagi og ráð- stefnan í Genf. Okkur hættir við að álíta, að notkun atómsins snerti aðallega framleiðslu orku. En við vitum líka, eða réttara sagt okkur hér er sagt frá því, að atómið búi yfir dásemdum á sviði heilbrigði og einnig í þágu landbúnaðarins. Það má því vel vera að betra sé að halda marg- ar smáar ráðstefnur sérfræðinga á hverju einstöku sviði. HLUTVERK SÞ Sam. þjóðirnar ættu undir for- ystu okkar virðulega aðalfor- stjóra, að halda áfram að fylgj- ast með þessum málum og bera ábyrgðina á framkvæmdunum. Næsta kjarnorkuráðstefna ætti að vera haldín af SÞ. Á því tíma- bili sem líður til næstu ráð- stefnu er ekki aðeins hyggilegt, heldur nauðsynlegt, að ráðgjafa- nefndin, sem fjallaði um Genf- arráðstefnuna, starfi áfram við hlið og til leiðbeiningar aðal- forstjóranum. Það er æskilegt að þessi nefnd verði óbreytt og fyigi þeim starfsreglum, sem hún hafði og sem aðalforstjórinn leggur til að haldnar séu. Ráðgjafamefnd- in hefur fengið mikið lof fyrir undirbúning Genfar-ráðstefnunn ar. Hinir miklu vísindamenn í þessari nefnd hafa nú fengið reynslu við það að undirbúa og stjórna alþjóðaráðstefnu. Allir viðurkenna þekkingu þeirra í kjarnorkumálum og hin nýja reynsla vísindamanna gerir ráð- gjafarnefndina enn færari en áð- ur til að vera aðalforstjóranum til leiðbeiningar og liðsinnis í hans geysilega vandamikla starfi. Ég vil þá minnast á hina al- þjóðlegu kjarnorku-stofnun, sem nú skal mynduð. Allar þjóðir SÞ hafa fengið tillogur um tilhögun þessarar stofnunar, sem Eisen- hower forseti fyrst gerði tillögu um í hinni ógieymanlegu ræðu sinni hjá S. Þ. Þessi tillaga er nú til athugunar hjá ríkisstjórnum þjóðanna, og það er rétt að bíða eftir svörum þeirra. Ég skal því ekki ræða þetta mál frekar, en mér finnst að rnálefnalegar um- ræður hér um hinar væntanlegu starfsreglur, geti orðið til leið- beiningar áður en endanlega er gengið frá samþykkt þeirra. Það er þó ljóst, að enga endanlega ákvörðun er hægt að taka á þessu þingi. íslenzka sendinefnd- in álítur að þessi nýja stofnun aetti að vera í nánum tengslum við S. Þ., en þó frjáls og ó- þvinguð. Vísindin eru jákvæði og framsækin og verða ekki stöðv- uð með pólitískum brellum. Herra forseti. Ég vildi að lok- um leggja áherzlu á eitt atriði, Xveffiiasifc ' sem að mínu áliti skiptir megin- máli og hefur frá öndverðu verið efst í huga mér. Ég á við það, á hvern hátt þessi nefnd ætlar að afgreiða þetta mikla mál. Það eru nú þegar komnar fram fjórar ályktanir og ýmsar breyt-' ingatillögur. Fleiri eru væntan- legar. Þar sem við erum nú í almennum umræðum, skal ég íorðast að rekja efni hinna ein- stöku tillagna. Það sem mér er mest í muna er að minna þessa háttvirtu nefnd á það, að hinn 4. des. 1954 samþykktum við í einu hljóði ályktunina, sem skap- 1 aði og gjörði ráðstefnuna í Genf að veruleika. Við höfum allir dásamað árangur þeirrar ráð- stefnu. En má ég spyrja: Hvað var það sem gerði það kleift að halda þessa ráðstefnu og tryggði þennan árangur. Við vitum allir hvað það var. Aðeins samhugur okkar allra gat gert ráðstefn- una að veruleika. Aðeins þetta gat yfirleitt kallað ráðstefnuna saman á slíkum alheimsgrund- velli. Það voru líka hin sam- stilltu átök okkar sem tryggðu árangur ráðstefnunnar. Það var ! samhugur ykkar allra, sem réði því, að ávextir þekkingar og framfara voru öllum gefnir og vegurinn til farsældar var opn- aður öllum til afnota. Þessu skyldum við ekki gleyma. Við skulum ekki glata því sem við þegar höfum unnið. Það hefur verið sagt í þess- um umræðum, að veittan fróð- leik sé ekki unnt að afturkalla. Það er vissulega rétt. En er það ekki einnig ljóst, að fenginn fróð- leik er unnt að nota í mismun- andi tilgangi, annað hvort til blessunar mannkyninu eða því til tortímingar. Við skulum minnast þess og halda áfram eins og- sannkallaðar Sameinaðar þjóðir að því marki, sem fundurinn í Genf um friðsamlega notkun kjarnorkunnar beindist að. Kjarn orkan hefur tvær hliðar. Við skulum fara varlega og þræða rinn örugga veg fram til farsæld- ar, allir saman. I fyrra þegar kjarnorkan var til umræðu í þessari nefnd, komu fram tvær mismunandi ályktan- ir og margar breytingartillögur frá ýmsum þjóðum. Svo fóru leikar, að aðeins ein ályktun varð eftir, sem við allir samþykktum í einu hljóði. Við skulum láta það verða okkur til leiðbeining- ar nú í ár. RÖDD LÍTILLAR ÞJÓÐAR Herra forseti. Ég hefi viljað færa fram þessar athugasemdir til þfess að láta heyrast rödd j lítillar þjóðar, sem er fátæk að efnum en rík af fróðleiksfýsn og framfaraþrá. Ég hefi viljað bera fram þakkir okkar til stór- þjóðanna, sem áttu svo mikið til að miðla og gáfu það með gleði. Með því að njóta öll sameiginlega auðæfa þessarar jarðar og af- rakstrar mannlegs vísdóms, j munum við einnig öll sameigin- j lega njóta blessunar friðar á jörðu. Frh. af bla. 23 ar það er orðið vel lint er rúsin- unum og möndlunum bætt út í Öllu blandað vel saman. Síðan látið í smá „hauga" á smurða plötu eða smurðan pergament- pappír og látið kólna. Geymist vel í dós með þéttu loki. ENSKT SÆLGÆTI 3 dl. sykur (um 240 gr.) 1% matsk. smjör, 2 dl. mjólk eða rjómi, 1 matsk. vanillusykur 2—3 sléttfullaar matsk. kókó. hakkaðar möndlur ef vill. Allt er látið í pott og látið sjóða vel. Eftir svo sem 7—8 mínútur fer þetta að þykkna, og þá er þessu hellt á fat eða í form, sem annað hvort hefur verið smurt eða einungis skolað úr heitu vatni. Látið þetta standa andartak en skerið það síðan út í ferkantaða bita. Látið þá kólna vel, þá eru þeir teknir af fatinu eða úr forminu og látnir í kassa. „MILLJÓNERA“-KÍJLUR 100 gr. marsípandeig, 50 gr. Lakkaðar hnetur (helzt valhnet- ur), 2 matsk. fínthakkaðar rúsín- ur, 1 matsk. fín hakkað súkkat, engifer framan á hnífsoddi, en því má sleppa. Þessu er hnoðað vel saraan og búnar til litlar kúlur, sem difið ér í hjúp-súkkulaði, sem brætt er yfir gufu á þann hátt að 200 gr. af súkkulaði er brytjað niður og látið gufusjóða með 1 teskeið af smjöri. Áríðandi er að gufan komist ekki ofan í súkkulaði- pottinn, þá getur það orðið grátt á lit. Kúlunum er difið ofan í súkku- laðið með gaffli, og síðan eru þær látnar þorna á pergament- pappír. Indiáni i Cherkee-þorpinu yrkir jörðina. Aður voru Cherokee- Indiánarnir herskáir veiðimenn. Tennessee Fyrir þau yngsfu wL, -3' ■ . í r« $ ú * ,f i Þessi skemmtilegi „sjóræningi" er búinn til úr eintómum tvinna- keflum, nema handleggirnir og annar fóturinn. — Tvinnakeflin eru máluð og siðan fest saman á einn eða annan hátt, t. d. með lími, en vitanlega verður að festa j handleggina með litlum nöglum. — Þetta er tilvalin jólagjöf fyrir yngstu börnin, eða verkefni fyrir börnin sjálf að glíma við. Ekkerf aðhafst Heyrðu, það eru engar bremsur á að nema STYKKISHOLMI, 0. des.: — Síð- ustu daga hefur vinna við ver- búðabygginguna í Stykkishólmi legið niðri, vegna óhagstæðs veð- urs. Er byggingin vel á veg kom- in, og gerðu menn sér vonir um að hún yrði komin undir þak fyrir jól. Allt útlit er nú fyrir að bílnum. Hvernig ferðu þá að því verkinu stmki svo um muni staðar? vegna ótíðarinnar. — Árni. ppm&Ofi Frh. af bls. 22. EKKI BROT Á STJÓRNARSKRÁ Einkafyrirtæki í Tennessee litu þessar opinberu framkvæmd- ir frá upphafi frekar óhýru auga og töldu afskipti ríkisins af raf- virkjunum brot á stjórnar- skránni. En 1949 kvað hæstirétt- ur Bandaríkjanna upp endanleg- an úrskurð um að ríkið hefði fyllsta rétt til að selja rafmagn. Einstaklingarnir ættu að reyna að vera samkeppnisfærir. Þegar þessi dómur var kveðinn upp, seldu nokkur einkafyrirtæki afl- stöðvar sínar til TVA, þeir sem ekki töldu sér fært að keppa við TVA, en aðrir hafa treyst sér til að halda áfram og endurbætt rekstur sinn. Þegar TVA byrjaði var Tenn- essee mjög einangrað og hafði dregizt aftur úr öðrum ríkjum í USA. Þar var ömurleg fátækt og ótrúlegur menntunarskortur. Var fjöldi manns hvorki læs né skrifandi. Framfarir hafa nú orð- ið meiri þar en víðast annars- staðar. Tekjur bænda hafa auk- izt verulega og þeim forðað frá miklu tjóni af fióðunum. Þegar TVA byrjaði voru 50% íbúanna í Tennesee-ríki bændur og sveitafólk, en eru nú um 38%. Véltækni hefur þokað fólki úr sveitunum, en upp hafa risið iðnaðarborgir. Okkur var sagt að menntun bænda væri enn ábótavant í þessu ríki. Einnig var okkur sagt, að bændum í sumum afskekkt- ustu héruðunum væri ekki treyst fyrir bankalánum. Bændur í þessu ríki hafa litið á landbúnaðarverkamenn sem ódýran vinnukraft og meðferð þeirra á vinnufólki verið mjög slæm. Þróunin stefnir hins vegar í þá átt, að þeir verði að viður- kenna stéttarsamtök verka- manna. Stjórn og aðalábyrgð TVA hvílir á þremur forstjórum, sem forseti Bandaríkjanna skipar. Undir þá heyra svo sameiginlega 23 deildir, sem sjá um hin ýmsu verkefní. ÓBEINAR AÐGERDIR Ríkið á TVA og rekur það. Með því er þó ekki stefnt að sósial- isma, enda mun fólkið almennt vera á móti öllu í þá átt. Er fyrirtækið rekið með líku sniði og samvinnufyrirtæki, en ekki eins og áætlunarbúskapur í Rússlandi. Bæjar- og sveitarfélögin kaupa rafmagnið af TVA og selja það síðan aftur til almennings og til iðnfyrirtækja. TVA semur beint við verkalýðsfélögin um kaup og kjör. Verkamenn mega ekki gera verkföll þar skv. lögum, þar sem TVA er ríkisfyrirtæki. ■— Verkamenn eru þrátt fyrir það í stéttarfélögum og nota óbeinar aðgerðir til að knýja fram kröf- ur sínar t. d. þykjast þeir verða veikir unnvörpum eða fara í skemmtiferðir og eru samtök um það milli þeirra. Fastir starfsmenn við TVA fá sumarfrí frá 13—26 daga, eftir starfsaldri. 8—10% starfsliðsins eru konur, sem hafa sömu laun og karlar. Skýrt er tekið fram í launasamningi að negrar hafi sama rétt til vinnu og sömu laun og hvítir menn og því framfylgt. Vatnasvæði TVA er álíka stórt og allt ísland eða um 40 þús. íermílur. Flóðahættan þar var á tímanum 1. jan. til 1. apríl en er nú úr sögunni. En til að taka á móti hinu mikla vatns- magni flóðatímans er vatnsmiðl- un hagað svo að stíflulónin tæm- ast nær alveg um áramótin. Og svo eru þau orðin full í apríl. Við komumst að raun um að þessar framkvæmdir allar voru hinar stórkostlegustu, stíflurnar hin risavöxnustu* mannvirki og rafstöðvamar þar eftir. INDÍÁNARNIR VIÐFELLDNIR EN ÚRKYNJADIR Ýmsa aðra staði heimsóttum við í nágrenni Knoxville og minnist ég þar einkum Indíána- þorpsins Cherokee, sem er í Norður Karolína. Fórum við þangað á sunnudegi yfir háan fjallshrygg, sem skilur að landa- mæri Tennessees og Norður Karolína. Vorum við komnir í þorpið á hádegi og borðuðum miðdag hjá Indíánunum. Þeir eru viðfeldið fólk og í útliti eins og við höfum kynnzt þeim af myndum og kvikmynd- um. Við fórum og skoðuðum safnhúsið þeirra,' sem hefur að geyma marga muni, sem jafnvel eru frá því fyrir landnámstíð hvítra manna. Indíánarnir í Cherokee eru 4000 talsins og eiga allan dalinn, sem þeir búa í. Var hann gerður friðhelgur með lögum frá 1896. Þeir hafa nokkrar tekjur af ferðamönnum, og verzlun í því sambandi. Mér sýndist þeir vera fátækir. Þeir bjuggu í litlum timburkof- um. Börnin voru berfætt, en það eru hvít böm í Norður Karolína einnig. Aðaláhyggjuefnið í sambandi við Indíánana er að þeir eru að úrkynjast. Kemur það m. a. fram í því, að í Cherokee eru fæðingar færri en dauðsföll. Ótt- ast menn að þessir fyrstu byggj- endur Ameríku hverfi með öllu af sjónarsviðinu. Frh. af bls. 20. er auk bess prýdd ágætum mynd- um af soguhetjunni og lífinu f hæli hans í frumskógum Afríku. — Frágangur allur er góður og smekklegur; eiga bæði höfund- ur og útgefandi þakkir skilið fyr- ir þessa bók, sem vissulega mun verða ein af vinsæiustu búkum ársins 1955.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.