Morgunblaðið - 10.12.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.12.1955, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIP Laugardagur 10. des. 1055 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórl: Valtýr Steíánsson (óbyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigvi. Lesbók: Árni Öla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanda. í lausasölu 1 króna eintakið. SkálatúnsheimiHð vinnur merkt líknarstart Efnt til happdrætfis til styrktar starfseminni Glöggt dæmi um hugnuð olmennings nf einknrekstri A' ÆSKULÝÐSSÍÐU blaðsins í gær var rifjuð nokkuð upp saga fólksflutninganna milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar undanfarin ár. Kom þar í ljós, að á meðan hið opinbera annaðist þessa flutninga voru þeir reknir með stórfelldu tapi, er nam hundruðum þúsunda. Þrátt fyrir þennan mikla hallarekstur ríkti veruleg óánægja meðal almenn- ings um framkvæmd ferðanna á þessari fjölförnustu leið landsins. Sá kostur var því valinn að hætta við opinberan rekstur á flutningatækjum þeim, sem önn- uðust farþegaflutninga milli Reykjavikur og Hafnarfjarðar. Nokkrir ungir menn mynduðu þá með sér samtök er þeir nefndu Landleiðir. Hafa þau síðan ann- azt fólksflutninga á þessari leið. Síðan einkaframtakið tók þennan þýðingarmikla rekstur að sér er óhætt að segja að hann hafi gengið vel. Þar hef- ur ekki verið um neinn veru- legan gróða að ræða, en hins vegar hefur verið hægt að byggja upp góðan vagnakost, sem hefur gert ferðalögin á milli Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar stórum þægilegri en áður. S.L tvö ár hefur orðið nokkur hagnaður af rekstri félagsins. Hvað hefir gerzt? Hvað hefur í raun og veru gerzt með þeirri breytingu, sem varð á rekstri flutningatækjanna þegar hið opinbera hætti honum? Það er fyrst og fremst þetta: Nokkrir ungir og dugandi ein- staklingar, sem höfðu reynslu og þekkingu á bifreiðaakstri, tóku að sér rekstur ferðanna milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Þeir lögðu kapp á að gæta fyllstu hagsýni og árvekni í starfi sínu, um leið og þeir reyndu að full- nægja óskum viðskiptavinanna eftir föngum, t d. með því að afla sér nýrri og betri vagna. Ýmsir byrjunarörðugleikar urðu á vegi þeirra, svo sem skortur á fjár- magni, innflutningshömlur o. fl. En þessir erfiðleikar voru sigrað- ir. Hallarekstrinum var smám saman útrýmt og hið opinbera hafðí verið losað við veruleg út- gjöld sem það hafði haft af flutn- ingunum. Þarna gerðist í raun og veru fyrst og fremst tvennt: Einkaframtakið sannaði að það gat rekið fólksflutninga á fyrr- greindri leið hagkvæmar og bet- ur en hið opinbera. í þessu sambandi er rétt að varna fram bí-r'ri spurningu, hver hafi í raun og veru greitt hallann á hinum opinbera rekstri fólks- flutninganna milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar? Það gerði almenningur í landinu. Þegar ríkisfyrirtæki tapar verður þjóðin að borga brúsann. Það er staðreynd sem ekki verður gengið á snið við. Falskenninuar sósíalista . Sósíalistar, sem vilja láta ríkið .gnnast hvers konar rekstur, halda -því fram að þjóðnýting fyrir- tækja sé ævinlega til hagsbóta fyrir almenning. Hvernig samræmist nú stað- hæfing reynslunni í því máli, sem hér hefur verið gert að um- talsefni? Hér kemur það greinilega í ljós, að almenningur hefur tapað á ríkisrekstrinum. Hann þurfti að borga stórfelldan halla á rekstri fólksflutninganna milli Reykja- víkur og Hafnarfjarðar meðan hið opinbera annaðist hann. Þeg- ar einkaframtakið tók við hon- um losnaði ríkið við hallarekst- urinn og fólkið fékk betri þjón- ustu. Þetta er aðeins lítið dæmi um það, hversu víðsfjarri fer því, að hagsmunum almennings sé alltaf betur borgið með því að ríkið reki sem flestar stofnanir eða greinar athafnalífsins. Einkafram takið hefur þvert á móti oftast nær miklu betri aðstöðu til þess að gæta hagsmuna almennings og annast margvíslega þjónustu með góðum árangri fyrir þá, sem hennar eiga að njóta. Hvað samrýmist bezt þjóðarhagsmunum? Vitanlega getur verið sjálfsagt og eðlilegt að ríkið, bæjarfélög eða einstakar stofnanir hins opinbera annist rekstur sem mikla þýðingu hefur fyrir almenn ing, svo sem t. d. raforkufram- leiðslu, póst- og símaþjónustu o. s. frv. En yfirleitt verður það að vera markalínan milli einka- reksturs og ríkisreksturs, hvað samræmist bezt hagsmunum og þörfum þjóðarinnar. Það er blá- ber heimska og ábyrgðarleysi að krefjast ríkisrekstrar á fyrirtækj- um og stofnunum, þar sem einka- framtakið er miklu færara um að tryggja hagsmuni almennings en hið opinbera. f því felst fyrst og fremst þröngsýn oftrú á fræði- kenningar sósíalismans. Kjarni málsins er sá, að reyrislan og lífið sjálft verður að skera úr um það, hvaða rekstur er hagkvæmast að einkaframtakið annist, og hvað er skynsamlegra að hið opinbera taki í sínar hendur. Það er stefna Sjálfstæ»is- manna gagnvart þjóðnýtingu eða einkaframtaki. Mannrétfiitda- yfirlýsingiit. í J)AG eru rétt' 10 ár liðin síðan Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna samþykkti Mannréttindayf- irlýsingu samtakanna á fundi sín- um í París. Með henni var því lýst yfir að allir menn eigi rétt á mannhelgi og séu jafnir fyrir lögum og rétti. Enginn megi neins í missa fyrir sakir þjóðernis, trú- arbragða, litarháttar eða kynþátt ar. Allar þjóðir heims eigi rétt á frelsi og mannréttindum. Hver maður sé borinn frjáls og eigi að njóta frelsis alla ævi. Hinum Sameinuðu þjóðum er vissulega sómi að þeirri háleitu hugsjón, sem liggur til grundvall ar þessari yfirlýsingu. En því mið ur er hún ekki virt sem skyldi. Það sannast bezt á ástandinu i þeim löndum, sem kommúnistar ráða. En vonandi ber framtíðin raunverulega framkvæmd henn- ar í skauti sér. um heim allan. Oft er glatt á hjalla í Skáiatúni. (Ljósm. R. Vignir). \Jelualzandi ihrifc ar: Tóbakseinkasalan og ávísanir. AUPMAÐUR" skrifar mér nokkrar línur í gær á þessa „K leið: „Fyrir nokkru var komið með tóbaksvörur í verzlun mína frá Tóbakseinkasölu ríkisins. Ætlaði ég að greiða andvirði þeirra eins og oft áður, að nokkru með pen- í ingum og að nokkru í ávísunum. ! En nú brá svo einkennilega við, 1 að sendill Tóbakseinkasölunnar neitaði að taka við ávísunum sem greiðslu. Kom mér þetta ákaflega á óvart. Ég veit ekki betur en það hafi verið föst viðskiptavenja milli einkasölunnar og viðskipta- manna hennar undanfarin ár, að greiðslur fyrir tóbaksvörur færu ýmist fram í reiðu fé eða ávísun- um. Mér er spum: Hváða breyt- ing hefur hér á orðið? Það væri æskilegt að fá það upplýst við tækifæri." Óþolandi frekja. SÍÐAN verzlun SÍS var opnuð í Austurstræti verða vegfar- endur um Vallarstræti oft fyrir miklum óþægindum af vöruflutn- ingum að bakdyrum hennar sem snúa út að Austurvelli. Vörubif- reiðar standa þar tímunum sam- an og eru affermdar þar. Sama hendir stundum við „Heklu“ en þó miklu sjaldnar. Þetta er óþolandi frekja. Vall- arstræti er ekki það breitt, að hægt sé að afferma þar vörubif- reiðai a peim tima dags, sem um- ferðin er mest. Hendir það líka iðulega að bifreiðaumferð stöðv- ast algerlega um strætið. Úr þessu verður að bæta. Þær verzlanir, sem hafa bakdyr að Vallarstræti, verða að flytja vörur til sín á öðrum tímum, en þegar umferð er þar mest. Annað er með öllu óviðunandi. Eftirlitslausar skólaskemmtanir. ONA í Vesturbænum“ skrif- TÍÐINDAMAÐUR Morgtin- blaðsins ræddi nýlega við Jón Gunnlaugsson, stjórnarráðs- fulltrúa um Skálatúnsheimilið, en það er, sem kunnugt er, fvrir fávitabörn. — Hver starfrækir Skálatúns- heimilið? — Það er sjálfseignarstofnun, sem stjórnað er af sérstakri nefnd og er ég einn af 5 stjóm- arnefndarmönnum, segir Jón Gunnlaugsson. •— Hvað kom ykkur til þess að stofna slíkt heimili? — Þetta mál er búið að vera lengi á döfinni. Margir munu enn minnast þess hversu ötullega frú Guðrún heitin Lárusdóttur barð- ist fyrir fávitamálinu á Alþingi og utan þess. Fyrir hennar at- beina voru svo loks sett lög um fávitahæii árið 1936, sama árið og hún féll frá. Hún hafði í ræðu og riti bent á hvílík van- ræksla það væri við alla fávita og sérstaklega við vanþi-oska börnin og foreldra eða aðra vandamenn þeirra, að koma ekki upp sérstökum heimilum, þar sem séð væri fyrir þörfum bamanna. Því er ekki að leyna að oft eru miklir erfiðleikar á því að hafa fávita á heimilum, sérstak- lega þar sem heilbrigð böm eru fyrir. Veldur slíkt oft miklum vandræðum, eins og þeir for- eldrar vita bezt, sem svo ógæfu- sömu eru að eiga andlega van- heil börn. En það, sem eiginlega kom okkur af stað var að stjóm Líknarsjóðs íslands hét að leggja fram 30 þús. kr. gjöf til heimilis- ins, ef við byrjuðum. ÞUNG BYRÐI Tilgangurinn með stofnuninni var því sá m. a. að létta af heim- ilunum þungri byrði og að gefa börnunum tækifæri til þess að K ar: „Ung vinkona mín — 14 ára gömul — hóf í haust framhalds- nám í skóla einum hér í bænum. í skólanum var stofnað til skemmtunar til að kynna yngri nemendurna þeim eldri, Foreldr- ar telpunnar höfðu ákveðið, að hún skyldi ekki sækja að stað- aldri skemmtanir í skólanurrr fyrsta veturinn, þar eð þeim þótti hún of ung til að sækja dans- skemmtanir, sem misjafnt orð fer af. Þegar yngri nemendunum van boðið á skemmtunina af eldri nemendunum, töldu foreldrarnir víst, að skólinn stæði að ein- hverju leyti að þessum fagnaði Og leyfðu þau dóttur sinni að fara. En-.svo.var-að sjá sem skól- inn hefði engan veg eða vanda af skemmtuninni, a. m. k. voru eng- ir kennarar sjáanlegir og er það mjög hæpin ráðstöfun. Skemmt- analíf þessa skóla virðist því vera mjög „í brotabrotum“. Eldri nemendurnir stjórnuðu skemmtuninni, sem aðallega var fólgin í því að dansa og drekka úr vasafleygum. Ábyrgðarleysi AHRIF þau, er börn verða fvrir innan fermingar eru mjög misjöfn, og ráða foreldrarnir þar mestu um. Eftir það fara utanað- komandi áhrif á unglingana vax- andi — í skólunum, á vinnustöð- unum og á opinberum skemmtun- um. Það er því mjög áríðandi, að á þessum stöðum ráði siðmenntað og háttvíst fólk. Uppeldi ungu kynslóðarinnar hvílir raunveru- lega á öllum þessum aðilum, en því miður virðist mikið á skorta, að þeir geri sér ábyrgð sína Ijósa. Ég óttast, að skólarnir skipti sér of lítið af hegðun og félags- lífi nemandanna og gjöri of litlar kröfur til að þeir sýni háttvísi og prúðmennsku eða hafi ekki lag á að framfylgja þeim kröfum. F,l:ki bæta skemmtistaðirnir þetta upp. Veitingahúsamenning er hér því miður á lágu stigi — og allir vita, að unga fólkið í Reykja yík fjölmennir hvað mest á skemmtistaðina. Afleiðingin er augljós — fornar dyggðirnar hverfa úr tízku — sómi þykir að skömmunum, orð- hákar eru f hávegum hafðir, ruddaskapur er skemmtun, og sá þykir snjallastur, sem brýtur settar reglur eða hreykir sér á kostnað annarra. Háttvísi, dreng- skapur og siðfágun eru úreltar dvf*»ðir.“ Jón Gunniaugsson eignast eigið heimili, við sitt hæfi. — En hvemig er kennslu hag- að? — Það er erfitt að svara þessu, því eitt hæfir einu barninu og annað öðru, en einkum er það verklegt aám, sem hér kemur að gagni og okkur þótti mesta furða s. 1. vor að sjá árangurinn af kennslunni. Kennslukona er nú á heimil- ínu, sem annast þessi mál og taka flest bömin einhvem þátt í nám- inu. KOSTAR MIKLA "i VINNU OG FÉ Þegar við réðumst í að kaupa Skálatún fyrir þessi börn, var það gert af bjartsýni um að fólk mundi bregðast vel við og styðja þessa tilraun, ef til þess yrði leitað. Víst hafa margir lagt mál- efni þessu lið, þar á meðal ríki, bær og Bamaverndarfélag Reykjavíkur og síðast en ekki sízt Líknarsjóður íslands, svo sem fyrr er sagt. En ennþá vant- ar mikið fé. Margt er ógreitt og reksturskostnaðurinn er mikilL Þess vegna hefur stjórn heimilis- ins ákveðið að leggja út i happ- drætti. Er það eitt álitlegasta happdrætti, sem hér hefur verið stofnað til. Verða þrjár bifreiðar í happdrættinu og gildir hver miði fyrir alla þrjá drættina, — Fólki, sem styrkja vill happ- Framh, á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.