Morgunblaðið - 10.12.1955, Side 14
14
MORGUN BLAÐIB
Laugardagur 10. des. 1955
ANNA KRISTÍN
EFTIR LALLI KNUTSEM
Framhaldssagan 22
aS mig rak varla minni til þess.
Ég horfði þess vegna undrandi
upp í bæinn, þegar við höfðum '
(agzt að bryggju. Allt var svo
ólíkt því, sem ég átti að venjast
á Mæri. Ótölulégur fjöldi húsa,
náir kirkjuturnar, þröngar göt-
ur, fjöldi fólks, allt þetta gerði
.nig hálf ruglaða í kollinum,
Strax og hægt var fór ívar í
íand til að hitta Ebbe Carstens-
son. Um leið og hann gekk upp
bryggjuna kallaði hann til okk-
ar: — Þið bíðið mín hér. Ég fæ
vagn hjá Carstensson handa
ykkur. i
Anna Kristín hafði nú risið úr
rekkju, snyrt sig og leit mjög vel
út. Hún kom til mín strax og
ívar var farinn og sagði: — Ég
er að fara í land. — Nei, sagði
ég ósjálfrátt og tók í handlegg
hennar. — Ég fer víst, sagði hún.
Ef ívar fer með mig heim til Car-
stenssons, kemst ég aldrei þaðan
aftur.
Mér var óglatt af slorlyktinni,
sem lagði af bryggjunum og ég
gáði í allar áttir hvort vagn Car-
stenssons birtist ekki. — Sjur og
Jokum sleppa þér aldrei í land,
sagði ég. — Þeir geta ekki bann-
að mér að fara, ég er húsfreyjan
á Mæri. — Já, ennþá ertu það,
sagði ég dapurlega, en þeir
standa áreiðanlega með ívari og
Mæri, þegar þú stendur uppi
slypp og snauð. — Við eigum
volduga ættingja. — Hvers virði
hafa ættingjar okkar verið okk- *
ur hingað til? Þeir græða ekki á
því að blanda sér nú í málin.
— Mér þykir þú vera orðin skarp
greind í seinni tíð, sagði hún reið.
— Ég er nógu greind til að vita I
að það er of seint að byrgja
brunninn þegar barnið er dottið
ofan í. — Ég fer, sagði hún æst,
Jokum getur farið með mér.
Hún kallaði til Jokums og
hann kom til okkar. Hann gekk
hægt og andlit hans var svip-
laust. — Ég er að fara í land. Þú
kemur með mér. í stað þess að
hlýða, leit hann til jarðar og
sagði: — Það held ég að þér
ættuð ekki að gjöra, frú. Vagn-
inn fer að koma. Hún stappaði
niður fætinum. — Ég skipa þér
að koma með mér. Hann leít
snöggvast á hana, en varð svo
niðurlútur aftur. — Höfuðsmað-
urinn sagði mér að vera kyrr um
borð þar til hann kæmi.
Nú Jagði hún höndina á hand-
legg hans og sagði lágum rómi,
fljótmælt: — Ég þarf ekki að
leyna þig neinu, Jokum. Þú veizt
hvert ég ætla að fara. Höfuðs-
maðurinn má ekki fá vitneskju
um það. Þú verður að koma með
mér, þú hefur þekkt mig frá því
að ég var lítil. Hann stóð þögull
litla stund. Svo sagði hann:
— Það er heppilegast að ganga
sumra erinda í myrkri. Ég hef
fyrr verið hér með höfuðsmann-
inum. í kvöld þegar vínið hefur
svifið á hann, skal ég fara með
yður.
Systir min horfði hugsi á hann
og sagði svo lágt: — Hvaða rétt
hef ég til að skipa þér? Ég, sem
er orsök í því að þú átt engan
son. — Þá voruð þér aðeins barn
að aldri, sagði hann og svinur
hans varð óræður. Það er ekki
hægt að dæma óvita barn fyrir
gerðir smar. Hann hefði líka átt
að vita betur. En ætt mín og yðar
hafa lengi búið á Mæri og þér
eruð í rauninni húsbóndi þar, en
ekki höfuðsmaðurinn.
Éétt í þessu kom hinn stóri
vagn Ebbe Carstenssons út á
bryggjuna. Strax og hestarnir,
sem drógu vagninn, stönzuðu,
stökk hann sjálfur léttilega út og
gekk til okkar: — Ég er kominn
til að sækja yður, fagra frú,
hrópaði hann glaðlega til systur
minnar. Fyrirgefið að þið þurft-
uð að bíða. Gjörið þið svo vel.
Góðan dag, mín kæra. Þú hefur
árætt að heimsækja ljónagryfj-
una. En hvernig færi ef þér
slyppuð ekki úr henni aftur?
Stórar hendur hans luktust um
hönd mína, en augu hans hvíldu
á systur minni. Hnarreist og tígu-
lég eins og drottning steig hún
á land og hann hjálpaði henni
upp í vagninn.
Ebbe Carstensson var milli
þrítugs og fertugs. Hann nafði
ungur komið til Þrándheims, og
þar eð hann var bæði duglegur
og greindur auðgaðist hann brátt
og var nú orðinn mikill virðing-
armaður bæjarins, verzlunarráð
að nafnbót. Hann var stór maður
og myndarlegur á velli, en and-
litsfríður var hann ekki. Hann
hafði beint, en of langt nef,
sterklega, framstæða höku, lítil
augu og hárkollu með brúnum,
hroknum lokkum, sem námu við
herðar. Svipur hans var ekki laus
við að vera drembilegur.
Við ókum nú gegnum bæinn.
Ebbe var skrafhreyfin og talaði
um alla heima og geima. En
Anna Kristín var þögul. Hún sat
með lokuð augu, en bros lék
öðru hvoru um varir henni. Ég
vissí að hugsanir hennar voru
víðs fjarri umtalsefninu, sem að-
allega snerist um umhverfið og
sögu bæjarins.
Þegar ekillinn staðnæmdist úti
fyrir gamla kaupmannshúsinu í
Fjarðargötu, stóð systir Ebbesar
á tröppunum og bauð okkur vel-
komnar.
Mereta Carstensson var bú-
stýra bróður síns. Hún var um
þrítugt, ógift, lagleg og vel efn-
um búin eins og bróðirinn. Hún
hafði einstaka sinnum heimsótt
okkur á Mæri áður fyrr, en milli
hennar og systur minnar var eng-
in vinátta svo að þær heimsókn-
ir lögðust niður. Nú heilsúðust
þær alúðlega.
Morgunverður beið okkar, en
Anna Kristín var svo föl og
þreytuleg að ég sagði við Meretu:
—• Ég ætla fyrst að fá systur
mína til að f«a í rúmið, hún
svaf ekkert á leiðinni. — Mér
þætti vænt um að fá að blunda
svolítið, samþykkti Anna Kristín.
Merete fór með henni upp á loft
og kom að vörmu spori aftur.
— Nú er Anna Kristín komin
í rúmið, sagði hún, ég bað hana
að hvíla sig fram eftir deginum,
hún lítur ekki vel út. — Það er
sumarhitanum að kenna, sagði ég
hæglátlega. — Segið heldur
Jörgen Randúlf að kenna, sagði
Mereta rólega og helti kaffi í
bollann minn. Viljið þér sykur
út í? Ég bar bollann upp að munn
inum. — Hvað veizt þú um Jörg-
en Randulf? — Fiskisagan flýg-
ur, svaraði hún, og ekki hafið
þið gert mikið til að þagga hana
niður. Fyrst héldum við að það
værir þú, sem hann sæktist eftir.
Nú í seinni tíð hafa borizt hing-
að sögur um ýmislegt, sem sæm-
ir ekki húsfreyjunni á Mæri.
— Hún hefur alla sína ævi verið
óhamingjusöm, sagði ég áköf.
Merete svaraði ekki, en ég sá
að hún herpti saman varirnar.
Við sátum aleinar í borðstofunni,
sem sneri gluggum út að garðin-
um. Það var komið sólskin og
farið að hvessa. — Nú er að koma
sunnan hvassvíðri, sagði Merete,
gott að þið eruð ekki á sjónum.
Gjörðu svo vel og fáðu þér eitt-
hvað meira að borða. Mér sýnist
þú mögur líka. Þér veitir ekki af
að fitna svolítið svo að karlmönn-
unum lítist vel á þig. Ég hló.
— Það er víst líkt á komið með
okkur. Ég kæri mig ekki um að
gifta mig. — Hvers vegna?
— Hvers vegna giftir þú þig
ekki?
Við höfðum nú lokið við að
borða og Merete tók sauma sína.
— Af því að ég hef haft bróður
minn til samanburðar við biðl-
ana. — Og það hefur ekki verið
þeim í hag? Hún hristi höfuðið.
— Ebbe er vitur og víðsýnn. Svo
„S/emens44
STRAUVÉLi
Sjóðurinn i Afihambra
SPÖNSK ÞJÓÐSAGA
3.
Sanchita hljóp frá brunninum létt eins og rádýr, þangað
sem hún hafði farið frá hinu fólkinu, en dansinum var
lokið, eldarnir slokknaðir og hver farinn heim til sín. —
Sanchita nam staðar, sprengmóð og lostin skelfingu.
Þá heyrði hún allt skýrara og greinilegra en áður: hnegg
í hestum, lúðrablástur og glamur í herklæðum úr járni.
Og sér til mikillar undrunar sá hún mikla sveit máraridd-
ara koma ríðandi í öllum herklæðum. Þeir sátu beinir í
söðlum sínum, eins og riddurum sæmir, en alhr voru þeir
bleikir eins og dauðinn.
Mitt á meðal þeirra reið Bóabdil el Chicó konungur. Hann
bar kórónu á höfði, sem glóði af gimsteinum, og var klædd-
ur purpurrakápu með hermelíni og dýrum steinum.
Sanchita sá hina löngu, glæsilegu sveit ríða framhjá sér
niður til Alhambra. Henni skildist vel, að hér var allt
magnað töfrum, en hrædd var hún ekki lengur. Hún vissi,
að verndargripurinn, sem hún hafði fundið í grasinu, var
þessum mönnum heilagur og verndaði hana frá öllu illu.
Þegar þeir seinustu voru komnir framhjá henni, fór hún
á eftir. Riddarasveitin fór alla leið til Alhambra. Þar stóð
hallarhliðið opið og þeir fóru inn um það með blaktandi
fánum. Sanchíta hugsaði sér að gera hið sama, en þá sá
hún sér til undrunar op í sjálíum turninum. Þar var upp-
Ijómaður stigi og hann lá niður í djúpið.
Hún komst ekki framhjá stiganum, en hún var forvitin
og gekk niður hann og kom brátt að stórum helli í hamrin-
um, þar sem birtan frá lömpum úr gulli og sílfri féll á
borð og stóla úr fílabeini og flosklædda legubekki með
VÍIA- «9 RAfMKJAVtRZLlW h.f.
Bankastræti 10 — Sími 2852
í Keflavík: Hafnargötu 28
Kvöldkjólar
Síðdegiskjólar
Samkvæmiskjólai
í glæsilegra úrvali en nokkru sinni fyrr.
MARKAÐURINN
Mjólkurfélagshúsinu, Hafnarstræti 5.
Spönsk blúndusjöl
LeBurtöskur
mjög fallegt úrval.
MARKAÐURINN
Mjólkurfélagshúsinu, Hafnarstræti 5.
Wý sendiug
amerískir kjólar
GULLFOSS