Morgunblaðið - 29.12.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.12.1955, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 29. des. 1955 MORGVJS BL AÐIÐ 7 Efnt til happdrættis til ágóða fyrir Skálatúnsheimilið Fréðlðð yiirlitsprem i um bækur Ara Arnaldsi FRÉTTAMENN áttu í gær tal við stjórn Barnaheimilis templara aS Skálatúni, sem er uppeldis- og hjúkrunarheimili íyrir vanþroska börn. Heimilið tók til starfa 30. janúar 1954, og á því tveggja ára starfsafmæli í vetur. Heimilið er sjálfseignar- Stofnun, starfrækt og stofnað af Umdæmisstúkunni nr. 1. EFNDI TIL HAPPDRÆTTIS , Skömmu fyrir jólin, yar efnt til happdrættis, til ágóða fyrir starfrækslu heimilisins að Skála- túni. Verður dregið í happdrætt- inu í fyrsta skipti 2. janúar n.k. Verður þá dregið um fólksbif- teið. Vinningarnir eru þrír fólks- foílar og fjórir farmiðar til út- Janda, tveir með skipi og tveir sneð flugvél. Annar dráttur í happdrættinu fer fram 2. apríl n.k. og verður þá dregið um bíl. Þriðji dráttur fer fram 2. júní Verður þá dregið um þriðja bíl- ínn og farmiðana. Happdrættis- miðarnir kosta 10 kr. og gilda fyrir alla drættina. 20 BÖRN HEIMILISFÖST AÐ SKÁLATÚNI Að Skálatúni eru nú 20 börn foeimilisföst, á aldrinum 5—13 ára. Eru þau víða að af landinu. Hægt er að rúma 22 börn á heím- ilinu, en flest hafa þau verið þar 21. Starfslið heimilisins er einn kennari, Markúsína Jónsdóttir, forstöðukona, Christel Marilse Beckemeier, þýzk kona, sem er útlærð barnahjúkrunarkona, er unnið hefur á slíkum barnaheim- ilum í Engíandi og Þýzkalandi, átta starfsstúlkur og þrír karl- menn er vinna að búrekstrinum. Yfirlæknir heimilisins er Krist- ján Þorvarðarson og hefur hann sinnt heimilinu endurgjaldslaust síðan það tók til starfa. MIKILL BÚREKSTUR Að Skálatúni er gott landrými, en land jarðarinnar nær frá þjóð- veginum til sjávar. Rekur heim- ilið bú og eru þar 30 nautgripir í fjósi og 250 hænsni. Standa nú fyrir dyrum byggingar útihúsa, auk annarra framkvæmda. HÚSn) FULLGERT Á EINU ÁRI Umdæmisstúkan nr. í keypti húsið fyrir starfsemina 1954. Var það þá hálfbyggt. Á einu ári var foúsið síðan fullgert með ýmsum foreytingum og tók heimilið til starfa þá þegar. Er það 160 ferm. Útbúnaður er allur hinn bezti. Börnin uru í fimm herbergjurn auk leikstofu og verið er nú að koma upp fullkominni leikstofu handa þeim, og hefur heimilinu þegar borizt 60 þús. kr. peninga- gjöf frá Barnaverndarfélagi Reykjavíkur til kaupa á húsgögn- irni í leikstofuna. MIKILL STYRKUR STARFSEMINNI Svo sem vænta má, þarf míkið fjármagn til þess að reka slíkt heimili. Ríkið leggur fram á ári hverju 60 þús. kr. til starfræksl- unnar. Daggjöld eru 60 kr. og foorgar ríkið þar af 44 kr., við- komandi sveitarfélög 12 kr., en aðstandendur barnanna mismun- ínn. Þá hafa ýmsir styrkir fallið heimilinu til frá ríki og bæ Má í því sambandi nefna, að bærínn hefur veitt heimilinu 100 þús. kr. lán vaxtalaust. Einnig hafa félög og einstaklingar oft látið rausnar- lega af hendi rakna til starfsem- innar, svo sem Barnaverndarfé- lag Reykjavíkur, er gaf allan sængurfatnað og rúm er heimilið tók til starfa. , STJÓRNIN Stjórnin er kosin af Umdæmis- stúkunni nr. 1 og eru fimm i stjórn. Skipa hana nú: Formaður Barnaheimili templara að Skálatúni Jón Gunnlaugsson, gjaldkeri Páll Kolbeins, ritari Þorsteinn Þor- steinsson. Meðstjórnendur eru frú Guðrún Sigurðardóttir Og frú María Albertsdóftij;. MÁL ER TEKUR TIL ALLRA LANDSMANNA Skálatúnsheimilið er eiha upp- eldis- og hjúkrunarheimilí van- þroska barna hér á landi. Þegar eftir tæpra tveggja ára starf, hef- ur það sýnt sig að börnin sem notið hafa aðhlynningar heim- ilisins hafa tekið miklum þroska. Starf þess fóiks, er staðið hefur | að stofnun og starfrækslu þess er ómetanlegt. Þar hafa líknandi hendur og fórnfús vilji sameinast í stóru átaki er allir landsmenn ættu að vera samtaka í að styðja óg styrkja í framtíðinni. FYRIR nokru birtist í vestur- I íslenzka blaðinu Lögberg, fróð leg yfirlitsgrein um bækur Ara Arnalds fyrrum sýslum. Er þetta vaíalaúst fyrsta blaða greinin, þar sem rakin er rit- ferill Ara Arnalds á bók- menntasviðinu. Höfundur greinarinnar er próf. Richard Beek. Fer greinin hér á eftir. ÞAÐ er óneitanlega sjaldgæft, að menn gerist skyndilega snjallir og mikilvirkir rithöfund- ar á gamals aidri. Það kemur þó stundum fyrir, og er Ari Amalds fyrrv. sýslumaður glæsilegt dæmi þess. Hann var kominn fast að áttræðu. þegar fyrsta bók hans, Minningar, kom út 1949, er hlaut einróma lof íslenzkra ritdómara og vinsældir almenn- ings. Var það mjög að verð- ugu, því að þar fór saman frá- sagnarlist í atburða- og mann- lýsingum og sambærileg stú- snilld, svo að með þessari bók sinni tók höfundurinn sæti fram- arlega á bekk íslenzkra rithöf- unda samtíðarinnar. CiEðmundsdéttir ílrejer HÚN lézt í, Danmörku 11. júli s.l. Rannveig fæddist á ísafirði 6. júlí 1902, fiuttist til Reykja- víkur 8 ára, hún var dóttir hjón- anna Guðfinnu Magnúsdóttur og Guðmundar Sveinssonar, er lengi bjuggu á Kárastíg 3. Guðfirma dó árið 1953, en Guðmundur er á lífi. í Reykjavík lifði Veiga, en svo var hún jafnan kölluð, æskuárin sín björtu í skjóli ástríkra for- ■ eldra, og henni þótti vænt um bæinn sinn. Það átti þó fyrir henni að liggja að dveljast lang- dvölum erlendis og enda þar ævi sína. Hún giftist góðum manni 1. júlí 1922, Axel Drejer, dönsk- um, sem starfaði um tíma hjá Ölgerðinni Agli SkaRagrímssyni. Tveim árum seinna fluttust þau alfarin af landi til heimalands hans og settust að í Vordingborg. Þar var heimili þeirra jafnan, opið og ástúðlegt hverjum sem var, enda bæði vinmörg, Á naarg- ur landinn ljúfar minningar um það elskulega heimili, og er ég, sem þessar línur rita, ein í þeim hópi. Rannveig eignaðist dreng áður en hún giftist, cg ólst hann upp hjá föðurömmu og *afa hér í bæ. í hjónabandi sínu eignaðist hún 6 börn, 4 drengi og tvær stúlkur. Eru þau uppkomin, nema tveir drengjanna, sem hafa orðið að sjá á bak móður sinni i bemsku. Elzta dóttirin, Elsa, fluttist til íslands og er gift Guðmundi Guð- mundssyni, rannsóknarlögreglu- þjóni. Öll bera börnin svipmót sinna góðu foreldia. Rannveig þráði landið sitt alla stund. Þó að hún dveldist mörg ár ævinn- ar í Danmörku og ætti þar faRegt heimili, festi hún þar aldrei ræt- ur. íslenzku fjöllin voru jafnan í huga hennar, því tignarlegri sem hún fékk sjaldnar að sjá þau. Allt, sem íslenzkt var, var henni svo mikils virði. Þrisvar kom hún til íslands á þeim árum, er hún var búsett í Danmörku Dg síðast s.l yetur. Sagði hún þá brosandi, er hi'm steig á skipsfjöl aftur til brottferðar: „Ég kem aftur eftir eitt ár.“ Sú von henn- ar rættist á annan veg en hún hugsaði þá. Hún barðist yið ólæknandi sjúkdóm upp frá því. Rannyeig var vel gerð kona, frábær móðir börnunum sínum, lífsglöð og trölltrygg. Hugsaði hún að jafnaði meira um aðra en sig sjálfra. samúðarrik og hjálp- arhella öllum bágstöddum. Tók hún virkan þátt í opinberum félagsskap, er vann að h'knar- máium, og \ar formaður hans. Var augljós yottur þakklætis til hennar fyrir hennar góða starf, sem samborgarar hennar auð-. sýndu þeim hjónunum á silfur- brúðkaupsdegi þeirra, og frábær- lega fagpr. Við, Veiga bundumst vináttu- böndum sem ungar stúlkur hér í Reykja\’ík. Á þá vináttu bar aldrei skugga, og sízt frá hennar hUð, Minning hennar og mynd er björt og fögur í huga mínum. Hið sama munu allir, sem kynnt- ust henni, geta sagt. Ég sendi ást- vinum hennar öRum einlæga samúðarkveðju mina, með ósk um bjart og gleðilegt nýtt ár. Vinkona. GÆfA FYLGIK rOiofanarhringuntun fra Si* trþór, Hafnarstr*Bil. — ragn póstkröf'U —. EUmdtS sA namt máJ Að vísu hafði Ari Arnalds sýnt það á ritstjórnarárum sinum framan af ævinniý áð hann var maðor ritfær yel, • óg mikla at- hygli höfðu hin prýðiiegu út- varpserindi hans frá síðari árum, sem prentuð eru í Minningum hans, vakið hjá áheyrendum; samt mun flestum hafa komið það á óvart, að hann reyndist, á sínum aldri slíkur ritsniRingur og afkastamaður í ritmennskunni eins og raun ber vitni. Er það þeim mun eftirtektarverðara og aðdáunarverðara,. þegar í minni er þorið, að hann hafði á löng- um og annasömum embættis- ferli haft aðra hnúta að hnýta um dagana en að sinna fagur- fræðilegum ritstörfum. Skal þá vikið aftur að fyrstu bók hans. Hún hefst á framúr- skarandi hugþekkum, og ósjald- an jafn listrænum, lýsingum á átthögum hans » í Breiðafirði, menningarbrag þar, bernsku- heimili hans og skólagöngu inn- an lands og utan. Næst er á blaði útyarpserindi hans um skiinað Norðmanna og Svía 1905, en um þær mundir dvaldist hann i Nor- egi; er það gagnfróðleg og snilld- arleg lýsing á þeim söguríka at- burði, sem sýnilega hefur snert höfundinn djúpt og váfglaust átt sinn þátt i því að gera hann eins ótrauðan flokksmánn í hópi Landvarnamanna og hann reynd- ist, en hlutur þeirra í sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar verður seint ofmetinn, svo öriagarikur var hann. Þriðji og ítarlegasti kafii mimi- inga hans, „Frá Landyarnartíma- bilinu“, fjallar .einmitt um það efni, sem þar eru gerð. ágæt skil í stuttu máli, svo að átökin i is- lenzkum stjórnmálum á þeim örlagaárum standa . lesandanum lifandi fyrir sjónum. Er frásögn þessi því mikilvæg heimild um það tímabíi í sögu þjóðaripnar. Dr. Sigurður Nordai fer eigi villur vegar, fremur en vænta mátti, er hann segir í hinum prýðilega formála sínum að Minningum Ara Arnalds: „Auk útvarpserindanna, sem áður em' kunn, má einkum greina hé*- tvenns konar efni. Annað er bar-i áttusaga ungs manns við fátækft og heilsuleysi, sem verður þ(> þrátt fyrir allt saga hamingju- manns, af því að hann nýtuif fágætrar hylli góðra manna og traustið á æðri handleiðslu bregzg honum ekki í neinni raun. Hit.ti er þáttur úr þjóðarsögunni, sem gott er að rifja upp fyrir hinnl yngri kynslóð, — þáttur ungra manna, sem létu málin til ^sio taka af óvenju hreinum huga, án þess að hvggja á völd né- hagnað, og mörkuðu óafmáanleg spor i sjálfstæðisbaráttu íslend- inga, sVo að enn leikur Ijómi tm» það nafn, er þeir völdu sér.“ ; Að öðru leyti er efni Minn- ínganna þrir þættir hver öðruna snjallari um efnismeðferð <jgf fagurt málfar, þar sem segja má, að raunsannar frásagnir og skáldl sk ir fléttist saman í samræma heild. Dr. Nordal lauk fyrrnpfndum formála sínum með þessum orð- um: „Ari Arnalds á fteira í hand- raðanum, sem gaman væri fyrir almenning að hlusta á og lesa. Og þegar maður er svona efni- legur byrjandi á 78. árinu, þegar fyrsta bók hans kenaur nú út„ er hann vís til að sýna enn betur á níunda tugnum, hvað i honum. býr“. Þetta hefur reynzt spá-, mannlega mælt, þvi að mcð seinni bókum sinum hefur Ari sýnt það í enn rikara mæli, hve mikilli frásagnargáfu og ritsniRdl hann er gæddur. Önnur bók hans, örlagabrot (1951), kom út þegar hann var kominn á áttugasta árið. í henni eru tvær frásagnir, byggðar á eigin reynd höíundar, en jafn- framt í skáldlegu íorm.i, syo að segja má, að hin. fyrn þeirra, „Hjörleifur Hjörleifsson“, sé £ reyndinni stutt skáldsaga. Sýnir höfundur þar ágætlega, hverk vald hann hefur á, skáldsagna- gerð, því að saga þessi er allt í senn prýðisvel byggð, mannlýs- ingar og atburða Ijó.slifandi, og stíllinn aðlaðandi og með sterk- um persónulegum bjæ. Næmur sálfræðilegur skilningur og rík samúð með sögupersónunum svipmerkja einnig þessa yndis- legu sögu. Þátturinn „Grasakon- an við Gedduvatn", er með sömu snilld í frásögn, örlagaþræðirnir fléttaðir með nærfærni og af djúpum skilningi á mannlegum tilfinningum. I Nýjasta bók Ara Arnalds, Sólarsýn (Gömul kynni), sem kom út fyrir ári siðan, er hana var tveimur árum betur en átt- 1 ræður, ber öll hin ágætu rithöf- undareinkenni fyrri bóka hans. Eins og skilgreiningin „Gömul kynni“ gefur í skyn, leggur höf- undur sanna atburði til grund- vallar frásögn sinni, sem. hann færir í skáldlegan búning, svo að úr verður hið fegursta listaverk. í bókinni eru tvær sögur, og nefnist hin fyrri og stórum lengri „Örlygur í Urðardal", heillandi frásögn frá byrjun til enda. Eru höfuðpersónurnar, Örlygur og Alda kona hans, óvenjulega geð- þekkar og heRsteyptar í lund. Er ástúðlegri samíylgd þeirra í hjúskapnum ágætlega lýst á þessa leið: „Líf þeirra er eins og fögur hljómlist, þar sem enginn tónn er falskur, heldur samstillt og þýð. En í baksýn gnæfa hin vestfirzku fjöll, sem speglast í bláum fleti“. (Thorolf Smith blaðamaður í Vísi 6. des. 1954). Seinni sagan, „Skilaboð“, sem er dulræns eðjis, er með hand- bragði sömu frásagnargáfu og samúðar. Enda er það skemmst frá að segja, að göfugmennska — aðalmennska andans og hjart- ans — skín alls staðar í gegnum frásögn Ara Arnalds. ;. Það er engin tilviljun, að hann hefif nefnt þessa bök sína Sólarsvn og valið henni að eink- unnarorði hinap kunnu ljóðlin-, ur Bjarna Gissurarsonar: , Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.