Morgunblaðið - 29.12.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.12.1955, Blaðsíða 1
grgw#I 16 sídur 42. árgangur 297. tbl. — Fimmtudagur 29. desember 1955 Prentsmiðja MorgunbJaðstas 70 MILUÓNIR FLUG- FARÞEGA ÁRIÐ SEM LEIÐ FLIJtiUMFERO HEFUR SEXTUGFALDAST SÍÐAN FYRIR STRÍO truf lanir en á IsSandi Montreal 28. des. — NTB-Reuter. UMFERÐ á alþjóðaflugleiðum jókst um 20 hundraðshluta á árinu sem leið og ástæða er til þess að ætla að aukn- ingin verði hlutfallslega meiri á næsta ári, segir í skýrslu alþjóðaflugmálastofnunarinnar, sem birt var í dag. William Mildred, formaður stofnunarinnar, skýrir frá því að fiugfélög, sem eru þátttakendur í IATA (alþjóðaflugmálastofnun- innij muni á árinu 1955 hafa flutt um 70 milljónir farþega. Sam- ; svarandi tala ársins 1954 var 59 milljómr. Póstflutningar og aðrir j - * . . ....... vöruflutningar hafa aukizt hlutfallslega í sama mælikvarða. Að óbreyttu er ástæða til þess að gera ráð fyrir að flugfarþegar Það er víðar en hér á íslandi, sem snjóþyngslin tefja umferðina. verði á næsta ári 85 milljónir og .á árinu 1957 yfir 100 milljónir, Hvít jól með fannkomu voru á „hinum" Norðurlöndunum. Mynd sagði formaðurinn. I þessi tekin í Danmörku sýnir nokkrar fólksbifreiðar, sem strönduðu Formaðurinn upplýsti að flugflutningar væru nú sextiu sinnum ' í snjósköflum á sléttum vegi. Falcks björgunarsveitin var þegar meiri heldur en á árunum fyrir stríð. j kölluð til að draga bílana. Um verkfræðilega þróun í flug málum lét formaðurinn svo um mælt, að enn um sinn myndi verða þörf fyrir flugvélar með stimpilhreyflum. En allt benti þó til þess að höfuðverkefni flug- íélaga á næstu árum myndi vera að afla þrýstiloftsflugvéla til íarþegafíutninga. „Framundan er stærsta endur- nýjunartímabil flugmálanna," sagði formaðurinn. Flugvélaiðn- aðurinn hefur nú óafgreiddar pantanir, sem nema að verðmæti þúsund milljónum dollara. COMET III Nokkru áður en skýrsla for- manns alþjóðaflugmálastofnun- arinnar var birt, lenti á Lundúna- flugvelli nýjasta þrýstiloftsfar- þegaflugvél Breta, Comet III, eftir að hafa á endaspretti heims- flugs flogið yfir Atlantshafið frá Mpntreal til London á sex klst. og 18 mínútum. Flugstjórinn sagði að hann hefði aldrei í ferðinni umhverfis hnöttinn reynt að setja ný met, hann hefði flogið með sama hraða og hann myndi hafa gert á venjulegu farþegaflugi. Flug- teiðin yfir Atlantshafið er 5.360 km. Meðalhraði flugvélarinnar var 880 km á klst. en hraðinn komst einu sinni upp í tæpa 1000 km. á klst. Rússar fagna amerískri óperu LENINGRAD, 27. des. — Ame- rísku óperunni „Porgy and Bess" var ,,mjög vel tekið", að því er Moskvu-útvarpið segir, er hún var sýnd í fyrsta skiptið í Sovét- ríkjunum í Leningrad í gær. Áhorfendur voru 2300 eða eins margir og leikhúsið „Menning- arstöð Leningrad" rúmaði. Leik- endur eru allir negrar. .Er tjaldið var fallið í síðasta 8inn stóðu áhorfendur í fullar tíu mínútur og klöppuðu. „New York Times" segir að áhorfendur hafi nveð lófaklappi sínu verið að fagna yfir hugmyndinni um menningarlegt samstarf Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna, ekki síður en yfir sýningunni, sem fcam hafði farið á undan. -Óperan „Porgy and Bess" verð ur sýnd tíu sinnum í Leningrad «1 síðan hefjast sýningar í Moskvu og í öðrum borgum I Sovétríkjunum. Rnna Magnani „bezta leikkona ársins ái Peng biður um ný föt NEW YORK, 28. des. — Kvik- myndagagnrýnendur í New York komu saman á 21. ársfund sinn í dag, til þess að veita verðlaun fyrir beztu erlendu kvikmynd ársins. Gagnrýnendur komu sér saman um í fyrsta skipti, síðan þeir hófu að veita þessi verð- laun, að skipta verðlaununum fyrir beztu erlendu kvikmynd ársins 1955 milli frönsku kvik- myndarinnar „Diabolique" og ítölsku kvikmyndarinnar „Um- berto D". Gagnrýnendurnir, sem eru sextán að tölu, voru sammála um að ítalska leikkonan Anna Magn- ani væri bezta leikkona ársins og dæmdu þeir þar af leik hennar i kvikmyndinni „The Rose Tatoo". „Time" velur rr „mann arsms NEW YORK, 28. des. — Forstjóri „General Motor" hlutafélagsins í Bandaríkjunum, Harlow S. Curt- ice, hefur verið kjörinn „maður ársins" af ameríska vikuritinu „Time", fyrir hlut sinn í amerísku viðskiptalifi og skerf þann sem hann hefur lagt fram til vel- gengni í Bandaríkjunum og til friðar í heiminum. í fyrra var það John Foster Dulles, utanríkisráðherra Banda- ríkjartna, sem „Time" kaus „mann ársins". 30 klukkustundir r * r I SJ0 MIAMI, 28. des. — Norskur sjó- maður, sem féll fyrir borð af skipi sínu út af strönd Florida- skaga á jóladag, hefur skýrt frá því að hann hafi haldið sér uppi á sundi í þrjátíu klukkustundir, áður en honum barst björgun. Honum var bjargað um borð í brezkt skip. Sjómaðurinn segir að hann hafi séð til ferða 20 skipa, áður en honum var bjargað. i Þeir kusu ameríska leikarann Ernest Borgnini bezta leikara ársins og dæmdu þar eftir leik hans i kvikmyndinni „Marty", en hún var kjörin bezta ameríska kvikmynd ársins. Aðrar erlendar kvikmyndir, sem greidd voru um atkvæði, voru „Ævintýrið mikla" (sænsk) „Letters from my Windmill" (frönsk) og „The sheep has five legs" (frönsk). j Brezkur leikstjóri, David Lean, I hlaut verðlaunin fyrir beztu leikstjórnina á árinu í kvik- myndinni „Summertime", en leikendur í þeirri mynd eru Kat- herine Hepburn og Rossano Brazzi. Reynir Tito að miðla málum? KAIRÓ, 28. des. — Tító marskálk ur kom hingað til Kairó í dag með járnbrautarlest frá Súezeiði, en þar steig hann á land í Egypta- landi af einkasnekkju sinni. Tilkynnt er að samningur „um stjórnmál og viðskiptamál" muni hefjast á morgun milli júgóslaf- neska leiðtogans og Nassers for- sætisráðherra. Egyptalandsför Títós vekur nokkra athygli vegna þess að tal- ið er að hann hafi nokkurn hug á því að taka að sér að reyna að iðla málum milli Egypta og ísraelsmanna. í sólskini WASHINGTON, 28. des. — Eis- enhower, forseti Bandaríkjanna, fór í dag flugleiðis frá Washing- ton til Key West á Floridaskaga. Hann ætlar að hvíla sig þar í næstu tvær vikur í sólskini og heitu vetrarveðri. Eisenhower forseti mun dvelja á Key West í sömu íbúð og Tru- man dvaldi jafnan í er haon fór í vetrarleyfi til Key West. CHIN PENG heitir hami og hann hefur falið sig i frum- skógum Malakkaskaga í átta ár. í gær kom hann ásamt 40 manna lífverði til Baling á Malakka- skaga, nálægt landamærum Tha- Iands, til þess að taka upp samn- inga við iandsstjórann á Malakka og forsætisráðherrann, Ramann, um vopnahlé og friS. I Chin Peng er foringi kommún- ista, sem staðið hafa að óeirðum á Malakkaskaga undanfarin átta ár. Frá því að óeirðirnar hófust hefur Chin Peng farið huldu höfði. Þegar hann kom til Baling í gær var eitt hið fyrsta, sem hann bað um, að honum yrði fengin ný föt og ný nærföt. Hann fékk hvorttveggja. Síðar settist Chin Peng að samningaborði með landsstjóran- um Marshall og forsætisráðherr- anum Ramann. Samningafundur- inn stóð i fjóra og hálfa klukku- stund og annar fundur verður haldinn í dag. Chin Peng gerði kröfu til þess á fundinum í gær að starfsemi kommúnistaflokksins á Malakka- skaga yrði leyfð að nýju og að engum af hermönnum hans. sem ! tekið hafa þátt í uppþoti gegn stjórn landsins, yrði refsað. — Hvorutveggja var neitað þegar í I stað af forsætisráðherranum Ra- mann. Ramann sagði að þjóðir I Malakkaskaga myndu ekki þola i það, að starfsemi kommúnista- lflokksins yrði leyfð aftur. W Mehru sep korantánista aiturhaidsama" 09 „úr tízku" BOMBAY, 27. des. — Nehre, lor- sætisráðherra Indlands, hefir deilt harðlega á indverska koMam- únista og sakað þá um ai vera afturhaldssama og um a3 halda dauðahaldi í kenningar sen» löngtt séu úr tízku. í ræðu sem Nehru flutti i Trichur á mánudaginn, sakaði ráðherrann kommúnista um aS reyna að taka upp aðferðir, sem notaðar eru í Sovétríkjunum, þar sem skilyrði séu algerlega frábrugðin og vandamálin óskyld þeim sem Indverjar eigi við aðj glíma. Ráðherrann benti á að kenn- ingar Karls Marx væru byggðar á atvinnuástandinu í Evrópu, sem skapaðist af iðnaðarbyltingu 19. aldarinnar. „Það sem heimurinn þarfnast á atomöld í dag", sagði Nehru, „er eitthvað voldugt og byltingarkennt en samt sem áður halda indverskir kommún- istar dauðahaldi í kenningar, sem eru löngu úr gildi og orðn- ar gamaldags cg eiga ekkert skylt við staðreyndir í dag". Nehru sagði að hægt væri að segja um kommúnista að 'þeir væru „afturhaldssamir og að bylting þeirra væri i því fólgiii að apa eftir öðrum þjóðum, án nokkurs tillits til aðstæðna heima". Yf ir 4. mil!!, bifreiðar á hálfu ári WASHINGTON, 28. des. — Buizt er við að framleiddar verði £ Bandaríkjunum á fyrra misseri næsta árs yfir 4.250.000 bifreiðar. Aldrei hafa verið framleiddar i Bandaríkjunum jafn margar bif- reiðar og á árinu, sem er að líða, en áætlunin fyrir næsta misseri tekur þó öllu fram, sem þekkzt hefur þar vestra. Frá þessu segir í skýrslu verzl- unarmálaráðherrc Bandaríkjanna um viðskiptahorfur á næsta ári. Ráðherrann telur að fram- leiðslan í iðnaði Bandarikjanna muni halda áfram að aukast á næsta misseri, Járn- og stál- iðnaðurinn er talinn vera loft- vogin, sem sýni atvinnuástandið í landinu, og báðar þessar grein- ir, segir í skýrslunni, munu halda áfram metframleiðslu á næsta misseri. í flugvélaiðnaðinum eiga verk- smiðjur óafgreiddar pantanir, að verðmæti 13.500 millj. doll- j ara. Pantanir á hafskipum eru 18% meiri en næsta misseri held- ur en á sama timabili á þessu ári. Hagfræðingar verkalý8shreyf- ingarinoar í Bandaríkjunum telja horfur um atvinnu góðar i Bandaríkjunum á næsta ári. General Motors félagið, stœrsta hlutafélag í heimi, skýrir frá því að félagið muni á árinu sem er að líða, selja vörur fyrir meir en 12.000 milljónir dollara. í skýrslu verkalýðsmálaráð- herrans, Mitchells segir að „ame- rískir launþegar hafi í dag Haeiri vinnu, afli meira fjár og eigi við meira öryggi að búa heldnr en nokkm sinni áður." Meira en 65 milljónir Bamdí.- ríkjamanna hafa vinnu í ðag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.