Morgunblaðið - 29.12.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.12.1955, Blaðsíða 16
Veðurúflif í dag: Hæg norðanátt, léttskýjað. Vernsrli^ð S'.:nta! vI3 Jchn V.'liUc liershöfö- ir.gja á blaSalða 9. . Tillaga borgarsfjóra að ráðhúsið verði við T]örnina ABÆJARSTJÓRNARFUNDI sem haldinn verður klukkan fimm í dag, verður til umræðu og ákvörðunar hvar velja eigi ráðhúsi Reykjavíkur stað. Ei það eina málið á dagskrá fundarins. Á bæjariáðsfundi á Þoriáks-*’ messu var rætt um stað fyrir! ráðhúsið. Auk hinna reglulegu bæjarráðsfulltrúa, mættu bæjar- fulltrúarnir Magnús Ástmarsson og Þórður Björnsson á fundin- um, samkv. tilmælum borgar- tjóra. Borgarstjóri gat þess, að hann myndi boða bæjarráðsfund næsta þriðjudag og leggja þar fram ákveðna tiliögu um staðar- val. Á þeim fundi lagði svo borg- arstjóri fram svohljóðandi til- lögu: „Bæjarstjórnin ályktar, að ráð- hús Reykjavíkur skuli reist við norðurenda Tjarnarinnar á svæðí því, sem markast að austan af Ijækjargötu, að norðan af Von- arstræti og að vestan af Tjarn- argötu. Bæjarstjórnin ályktar að kjósa 5 manna ráðhúsnefnd til þess að undirbúa og hrinda í framkvæmd byggingu ráðhússins-* Þessari tiilögu var vísað til bæjarstjórnar, sem tekur hana til meðferðar á fundinum i dag eins og áður er sagt. klenzkir jélasöngvar í brezka úfvarpinu í FRÉTT A A UK AÞÆTTI (Radio Newsreel) brezka út- varpsins var í gær mjög skemmtilegur þáttur frá jóla- trésskemmtun íslendinga í Lundúnum. Þulur lýsti þar á skemmti- legan hátt jólasiðum íslend- inga, þjóðbúningnum og sagði frá landi og þjóð. Síðan heyrð- ist þegar íslenzku börnin gengu í kringum jólatréð, sungu íslenzka sálma og barnalög. M.a. sungu þau „í Betiehem er barn oss fætt“, „Göngum við í kringum eini- berjarunn" og „Gekk ég yfír sjó og land“. Þessi upptaka var prýðileg, skýr og greinileg og gaf hún smekkiega mynd af leik bamanna. Þulurinn var í tali mjög vinveittur íslandi. ICIIR mm HRMR TIL RM IC FELAIÍI HiS SLASASI UJÖC Enn sviplegl slys af völdum hríðar og myrkurs um jólin Seyðisfirði 28. des. EKKI eru menn búnir að átta sig á einu sviplegu slysi fyrr en annað siglir i kjölfar þess. — Að kvöldi annars jóladags fórst cíonur Péturs Jónssonar bónda á Egilsstöðum á Völlum, Ólafur að nafni, er hann hrapaði fram af björgum í blindhríð. SNJÓBÍLLINN BILAÐI Ólafur heitinn var á ferð í snjó- bílnum í forföllum eigandans. — Var hann á leið til Skeggjastaða í Fellahreppi til að sækja þangað fólk, Fyrir norðan bæinn Ás bil- aði snjóbíllinn. VFIRGÁFU BÍLINN' Ólafur fór þá heim að bænum Hofi til að fá aðstoð. Réðst til þess með honum Ingibergur Björnsson. Þeim tókst ekki að koma bílnum í lag. — Þeir munu þá hafa ákveðið að yfirgefa bíl- inn og ganga heim að Hofi. HRÍÐ SKALL Á Rétt í þann mund og þeir lögðu af stað herti veðrið af norðvestri með blindskafrenningi, en slík veður eru mjög tíð á Héraði, en standa ekki lengi. Þegar farið var að lengja eftir þeim Ólafi og Ingibergi, var farið að leita þeirra. — Menn frá næstu bæjum hófu þá leit, Kl. 0.30 um nóttina fnndu leitarmenn þá báða liggjandi undir svonefndu Ás- klifi, sem er hamraveggur vestan við bæinn Ás. Var Ól- afur Pétursson örendur, en Ingibergur Björnsson slasaður og ósjálfbjarga. Slysið mun hafa skeð kl. 8,30 og hinir slösuðu legið undir hamra- veggnum í 5 klst. áður en leitarmenn fundu þá. Er sýnt að í myrkrinu og hríðinni, er brast á þá á leið til bæja, hafa þeir villzt af leið. Hamrabelt- ið, sem þeir fóru fram af, er um 30 metra hátt. Líðan Ingibergs er eftir atvik- um. Furða menn sig á því að hann skyldi lifa af fallíð. ★ ★ Mikill harmur er kveðinn að foreldrum Ólafs heitins, sem var um tvítugt, efnispiltur hinn mesti. Hann var sonur hjónanna Elínar Ólafsdóttur, Stephensens prests í Bjarnarnesi og Péturs Jónssonar, Bergssonar bónda á Egiísstöðum, og er þjóðkunnur maður, Ólafur heitinn var meðal glæsilegustu ungra manna á Hér- aði og öllum harmdauði. — B.J. Leitað að ósvifirnm ökunlðingi LÖGREGLAN leitar nú að ósvífn um ökuníðingi, sem eldsnemma í gærmorgun skemmdi mjög bíla, sem stóðu við húsið Laugarnes- veg 41. Voru það bílarnir R-319 og R-7649, og hinn þriðja laskaði hann litilsháttar, R-1812, Það sáu einhverjir að hér var um að ræða svartan 6 manna bíl, sem þessi maður ók, en nánari upp- lýsingar hefur lögreglunni ekki tekizt að afla sér um bílinn. En það eru vinsamleg tilmæli henn- ar til þeirra er gætu gefið upp- lýsingar um svartan sex manna bíl, væntanlega allmikið skemmd an eftir áreksturinn, að gera lögreglunni aðvart. Þessi árekst- ur á Laugarnesveginum varð um kl. 6,30 árdegis. Engar flugsam- göngur síðan uin jól FRÁ því á aðfangadag hafa allar samgöngnr mif.fi Reykja- vikur og AkBureyrar legið niðri. Hvorki flngvélar né bíl- ar hafa komizt vegna stöðugs óveðnrs. í gærmorgun fóru héðan af stað til Akureyrar tvær flug- vélar. Þær komust inn yfir bæinn, en þá var enn tekið að snjóa, Flugvélarnar gátu því ekki lent, en flugbrautin hafði verið rudd um nóttina. I Ekki hefur heldur verið flug veður vestur á ísatjörð, en þar , hefur verið nær látlaus hrið frá því á aðfangadag, en þá j komst flugbátur vestur. —! Loks hefur ekki verið hægt að lenda á Egilsstöðum. o;amla C gar s á Svínafelli 210 þúsund jólahréí horin út í Meykjavííe MJÖG annríkt var á pósthúsinu í Reykjavík nú um þessi jól sem fyrri ár. Voru jólabréf fleiri en nokkru sinni áður. Útburður þeirra var erfiðari en fyrri ár, vegna slæmrar færðar a götunum. Enn sem fyrr hefur þess gætt, að pósthúsið er orðið alltof lítið og úrelt. Magnús Jochumson póstmeist- ari skýrði blöðunum frá þessu í gær. 'Hann upplýsti, að póstsend- ingar þær sem pósthúsið afgreiddi í desember-mánuði fram til 24. des. hefðu verið sem hér segir: Aðkomið frá innlendum póst- húsum. — Bréf og blöð 9100 kg. Bögglar 28200 kg eða 8890 stk. Aðkomið frá útlöndum. — Bréf og blöð 17,600 kg, þar af flug- leiðis 3600 kg. Bögglar 19 þús. kg., þar af flugleiðis 1070 kg, eða alls 3370 bögglar. Sent til innlendra póststöðva. — Bréf og blöð 27,500 kg, þar af flugleiðis 6182 kg. Bögglar 62,600 kg, sem er miklu meira en í fyrra, þegar bögglaþunginn út á land var 50 þús. kg. Sent til útlanda. — Bréf og blöð: 5300 kg, þar af flugleiðis 2700 kg. Bögglar 7406 kg, þar af flugleiðis 1659 kg. Jólakveðjurnar. — Jólabréfin í bæinn voru nú 210,471 stk., eða meira en nokkru sínni áður. Jól- in 1954 voru þau 204 þúsund. Af- greiðsla þeirra bar ægishjálm yfir allt annað starf á Pósthús- inu. Að sundurlestri jólapóstsins, uppröðun og útburði unnu 135 manns, þar af voru 97 aukaað- stoðarmenn eingöngu við útburð bréfapósts og 12 manns við akst- ur á bögglapósti til viðtakenda. Jólaglaðnmgur með þyrilvæiigjii AKRANESI, 28. des. — Á að- fangadag jóla flaug sú fregn fyr- ir að von væri á jólasveini hing- að til bæjarins með flugvél. Svo birtist allt í einu yfir bænum: þyrilvængja skrautlýst eins og I jólatré. Kom nú heldur en ekki hreyfing á börnin og ungling- j ana, og jafnvel hina fullorðnu : iíka. Þyrilvængjan settist á völl-i unum hjá sjúkrahúsinu. — Það var enginn jólasveinn, en þeir sem í þyrilvængjunni, sem var af Keflavíkurflugvelli, fluttu jólaglaðning í sjúkra og elli- heimilið. Að lítílli stundu liðinni hóf þyrilvængjan sig til flugs á ný og stefndi suður í ijósadýrð- ina í höfuðborginni. —Oddur. Jólasöfnun MœBrastyrks nefndar nam 147 þús. kr. MBL. átti í gærkvöldi tal við Jónínu Guðmundsdóttur, formann jólasöfnunar Mæðrastyrksnefndar, og spurðist fyrir um söfn- unina að þessu sinni, Nokkru minna safnaðist nú en í fyrra, eða 147 þús. kr. í peningum, en auk þess fatnaður og ýmsar aðrar gjafir. VÖRUBÍLLINN, sem myndin sýnir, er kominn til ára sinna og hefur margan farangurinn flutt. Þetta er Ford af árgangi 1928, sem hefur verið í eigu Sigur- bergs Árnasonar bónda á Svína- felli í Homafirði í 20 ár. Myndin var tekin við heyskap í sumar. Er verið að hlaða hinn aldur- hnigna bíl heyi með heyhleðslu- vél. Sigurbergur keypti gamla Ford inn af Austfjörðum um 1935. Voru þá fáir bílar í Hornafirð- inum, en bíllinn var hentugur til aðflutninga að búinu. Yfir tvær ár var að fara frá Svínafelli t u Hafnar-kauptúns, það er Horna- fjarðarfljót og Hoffellsá. Var farin mörg svaðilför yfir þær & bílnum, kom það fyrir að bíllinn festist úti í á og jafnvel að „g'r“- kassi brotnaði. Stundum var svo mikið í fljótum þessum, að viss- ara þótti áöur en út í þau var lagt, að beita hestum fyrir bfln inn og auka þannig orkuna. Oft kom það fyrir að Sigur- bergur var fenginn til að flytja á bílnum flutning til bænda I Mýrahreppi og einnig var hnnn notaður í vegagerð. Þá h’aut gamli Fordinn nafn. var hann kallaður Reykur, því að h rnn hitnaði og rauk úr vatnskassan- um. Nú hefur Sigurbergur fengið sér nýrri vörubifreið, sem et Chevrolet frá árinu 1947. En gamli Reykur lifir rólega elli- daga. Ennþá er í honum sama aflvélin og í fyrstu, en hún hef- ur verið gerð upp og „fræst' og gengur nú ágætlega, þó svip- meiri hávaði fylgi hans göinla tign en nútímabílunum. Nú er Reykur ekki lerguí sendur til að glíma við va ni- föllin. Hann situr heima og hef- ur náðuga daga. Þar er hann not- aður til að dreifa áburði á tú lin, enda er hann léttari en nýir bfl- ar og fer því ekki illa með g. as- svörðinn. Þá hjálpar hann til við heyskapinn. Er heyhleðsluvél fest aftan í hann og þá líður < kkl á löngu þar til vörupallurinn et fullur af ilmandi heyi, eins og myndin sýnir. AÐSTODARBEIÐNIR Nefndinni bárust að þessu sinni milli 7—800 beiðnir um peninga- styrk fyrir jólin og er það' svipað og var s.l. ár. Þá bárust einnig beiðnir um fatnað. Öllum er til nefndarinnar leituðu var veitt úrlausn. ÞAKKA REYKVtKINGUM Frú Jónína Guðmundsdóttir bað blaðið fyrir hönd nefndar- kvenna, að færa Reykvíkingum innilegt þakklæti fyrir þá vin- áttu og traust, er þeir hafa sýnt nefndarkonunum með rausnar- legum framlögum fyrír jólin, er nefndin skipti á milli fátæks fólks. I»ess má geta, að allar j nefndarkonurnar vinna endur-, gjaldslaust að þessu máli, ogl heimsækja m. a. öll þau heimili, er óska eftir fjárhagslegrí að- stoð og kynna sér heimilisástæð- ur allar, en þau voru að þessu sinni sem fyrr segir milii 7—800. Skot liljóp í læri AKRANESI, 28. des. — Hér í sjúkrahúsinu liggur nú 18 ára piltur, Jón Sigurðsson, Lauga- braut 13, en hann særðist í fyrradag, er skot hljóp í lærið á honum. Var hann ásamt nokkr- um piltum öðrum að handleika skammbyssugarm, sem skotið hljóp úr. Kúlunni hefur verið náð og snerti hún ekki sjálfan legginn. —Oddur. Allar götur tepptai* á bafirSi VESTUR á ísafirði liggja nol’.kr- ir togarar í vari, því úti á mið- unum er stöðugir stormar ;;en* hamla veiðum. Þar í bænum er kominn mikill snjór, svo bráðófært er orðið fyr* ir bíla á öllum götum. Togaramir Sólborg og ísborg, sem ætluðu að landa fiski tfl herzlu, hafa ekki getað það. þvl ekki hefur verið hægt að flytja fiskinn upp að trönunum £rfc skipshlið. ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.