Morgunblaðið - 29.12.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.12.1955, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 29. des. 1955 ANNA KRISTÍN EFTIR LALLI KNUTSEN Framhaldssagaix 36 | nagði hann. Svona á hkki að drekka vín. Það er hreinasti ósiður. — Mér er alveg sama um alla siði, sagði ég. ívar hefur rétt að mæla. Lífið er ömurlegt og við þurfum að drekkja sorgum okk- ar í einhverju. Vínið er sú veig, fíem bezt gefst til allra hluta. Hann svaraði ekki, en kom með teninga og glas handa sjálfum nér og við byrjuðum að spila. Þegar við stóðum upp frá spila- borðinu var farið að birta af degi. Ég hafði unnið talsvert. ■— Heppni í spilum, óheppni í ást- um, sagði ég og fór að slökkva Ijósin í stofunni. Ég var undir áhrifum áfengis og fannst mér líða vel. — Ég er alltaf að kom- ast betur og betur að raun um það, að ívar er vitrastur okkar allra sagði ég loðmælt, Hann lagði hönd sína á öxl mér. — Taktu ívar ekki þér til fyrir- myndar. Það er hættulegt. — Ef óg gerði það, öðlaðist ég skjól og skjöld og þyrfti ekki að kvíða jþví að áhyggjurnar yfirbuguðu mig. — Ef ég væri nokkrum ár- um yngri, skyldi ég vernda þig fyrir öllum áhyggjum. — Þú ger- j.r of mikið úr aldri þínum, sagði ág gremjulega. Hann tók undir höku mína og horfði beint í augu mér. — En hvernig fer, ef þú iðrast svo eins og systir þín? Ég þrýsti mér að honum og hann lagði handlegg- inn utan um mig. — Það kemur aldrei fyrir, sagði ég, ef þú verð- ur mér góður eiginmaður og hjálpar mér til að frelsa Önnu Kristínu úr því öngþveiti sem hún Íí. Hann ýtti mér snögglega i sér. — Anna Kristín, sagði hann beisklega. Alltaf Anna Kristín- þú veizt ekki hvað þú gerir. Ást þín á henni kemur þér á kaldan klaka. Hann tók Ijósið og gekk til dyra. — Farðu ekki frá mér, sagði ég áköf. Ég þori ekki að vera einsömul. Jú, sagði hann. Nú fer ég frá þér. í nótt getur þú ekki svarað spurningu minni. Þú ert barn ennþá, en þegar þú vitkast spyr ég þig aftur. 21. kafli. Snemma næsta morgun vakti Sesselja mig. — Þú verður að fara strax á fætur, sagði hún. Höfðus- maðurinn er farinn á veiðar og hefir tekið Randulf með sér. Þeir fóru einir. Lárus sagði okkur frá þessu og Anna Kristín vill að þú farir og reynir að ná þeim. Hún heldur að það geti forðað slysi. Ég flýtti mér í fötin og greip það sem hendi var næst, en það var guli silkikjóllinn, sem ég hafði verið í um kveldið. Það var ekki fyrr en ég kom á hestbak, að ég áttaði mig á hversu afkáralega klædd ég var í þessa för. Lárus beið mín úti á túni meö Gránu mína. Um leið og hann hjálpaði mér á bak, sagði hann: — Ég skal fylgja yður, jómfrú, og vísa yður rétta leið. — Þess þarf ekki. Þú hefir sjálfsagt mætt þeim á leið þinni frá hjáleigunni. Þar er ég kunnug. En komdu á eftir mér. Má vera að ég þurfí á hjálp þinni að halda. Hann leit á mig og í fvrsta sinnhorfðumst við í augu. Ég leit undan ein- beittu, hlýlegu augnaráði hans. — Já, ég kem á eftir sagði hann rólega. Ég sló í Gránu og sneri til norð- urs, á stíginn sem lá inn í skóg- inn. Mér var ekki rótt innan • brjósts. Ég var ekki hrædd um líf Jörgens Randulfs. Hann hafði svikið systur mína, ?egar henni var mest hjálpar þörf. Hans vegna gæti ég aldrei fellt eitt einasta tár. En ég var hrædd um Önnu Kristínu. Hvað skyldi ívar taka til bragðs? Hvernig ^nyndi hann hefna sín á henni? Því að hann hlaut að vita, eftir orð Hieronymusar um nóttina, að það var ekki hans barn, sem fæddist þá og dó. Ég var niðursokin í þessar hugsanir þegar ég heyrði skotið. Ég hrökk í kút og keyrði síðan hestinn sporum. Þetta skot var úr skammbyssu. Allt í einu kom ívar þjótandi á móti mér innan úr skóginum. Svitadropar stóðu á enni hans og augnaráð hans var hræðslulegt. Ég stöðvaði hestinn og hrópaði: — Hvar er liðsfor- inginn? Hann snarstanzaði fast við hestinn og svaraði strax. — Hann skaut sig. — Er hann dá- inn? — Það — það veit ég ekki. Ég stökk af baki. — Skaust þú hann? — Hvað er að heyra til þín. Ég er að enda við að segja þér að hann gerði það sjálfur. — Þú hefir víst ráðið honum bana, sagði ég æst. Og þar með hefír þú eyðilagt allt milli þín og Önnu Kristínar um tíma og eilífð. — Hann • tók brennivínspela, sem hékk í leðurreim við hnakk töskuna, skrúfaði hettuna af og drakk vænan teig. Svo rétti hann mér pelann. — Andskoti er að sjá þig. Hefurðu ekkert farið úr föt- um í nótt, eða hvað? Hárið á þér er í tjásum og þú ert hvít eins og nár í framan. Ég leit niður á kjólinn minn. Hann var krypplaður og blett- óttur eftir reiðtúrinn. Ég saup á. — Svaraðu mér, sagði ég. Ef þér finnst ég líta illa út geturðu sjálfum þér um kennt. Skaustu Randulf? — Það veit guð að ég gerði ekkL Hann réð sér bana sjálfur. Mér varð hugsað til Randulfs og útlits hans daginn áður og ég fahn að ívar mundi segja satt. Ég fleygði taumunum um háls hests- ins og sagði: — Hvar er hann? ívar gekk þunglamalega af stað og ég á eftir. Grána elti. Randulf lá í litlu rjóðri skammt frá. Andlit hans var svart af púðurreyk og úr sári á enni hans rann blóð niður í mosann. Skamm byssan lá við hlið hans. Hægri hönd hans var einníg svörtv — Þarna sérðu, sagði ívar. Hann gerði það sjálfur. — Já, svaraði ég, ég sé það. En því trúir ekki Anna Kristín. Hún sendi mig á eftir ykkur. Hún held ur að þú hafir myrt hann. Hann settist á fallinn trjástofn og stundi mæðulega. -— Hvað á ég að gera? muldraði hann í hálfum hljóð- um og starði á líkið. Ég kraup niður og lagði höndina á hjarta- stað Randúlfs. Hann var dáinn. — Hvað sagðirðu við hann? spurði ég. — Af hverju heldurðu að ég hafi sagt eitthvað? Rödd ívars var hræðsluleg, Ég settist við hliðina á honum, tók brenni- vínspelann og rétti honum: — Drekktu, þér veitir ekki af því í dag. Við verðum að segja að ég hafi verið komin til ykkar þeg- ar þetta skeði. Hann hristi höfuð- ið, — Hún trúir því aldrei, sagði hann þungbúinn. — Hún skal verða að trúa því, sagði ég. En þú verður að segja mér orðrétt hvað ykkur fór á milli. Orð hans komu hægt og slitrótt. — Það versta er að ég hafði hugs- að mér að skjóta hann. Þess vegna fékk ég hann með mér. Hann tók hana frá mér. Hann rændi því eina, sem ég átti eftir, heiðrinum. Hans vegna varð ég að athlægi allrar sveitarinnar. Auðvitað voru Sesselja og hún með í ráðum. Ég trúði Sesselju í gær, þegar hún sagði mér að barnið hefði fæðst fyrir tímann. En nú veit ég sannleikann í því máli. Hann átti barnið. — Þrátt fyrir það hefirðu ekki átt að láta þér til hugar koma að drepa hann, sagði ég kuldalega. Þér meiri menn hafa fóstrað gauksunga í hreiðri sínu. Þar að auki auðn- aðist barninu ekki að lifa. — Sök þeirra var hin sama. Þessu hefði haldið áfram. Það var ekki hann sem hún vildi losna við. — Hvað meinarðu? — Manstu eftir kveld- inu sem ég varð veikur? Já, sagði ég óttaslegin. — Viltu svara mér í einlægni? Heldurðu að það hafi verið af hennar völdum? Ég gat ekki svarað strax. Mér Kötturinn og músin 1. EINIJ SINNI komst köttur í kunningsskap við mús. Hann hvíslaði að henni svo mörgu fallegu um þá miklu ást, sem hann bæri í brjósti til hennar, að músin féllst að lokum á það, að þau slægju saman reitum sínum og gerðu með sér féíagsbú. „Við verðum að birgja okkur upp fyrir vetturinn, svo að við drepumst ekki úr sulti,“ sagði kötturinn, „og þú verður að vera ákaflega varkár, svo að þú lendir ekki í gildru.“ Þau keyptu sér nú flot í krukku, en þeim gekk illa að verða á eitt sátt um það, hver geyma skyldi krukkuna. Kötturinn hugsaði sig lengi um og sagði að lokum: „Við getum engan stað fundið óhultari en kirkjuna. Þaðan þorir enginn að hnupla neinu. Við skulum fela krukkuna undir altarinu. En við megum ekki snerta á flotinu fyrr en okk- ur er brýn þörf á því.“ Þau komu nú krukkunni fyrir undir altarinu, en það leið . ekki á löngu, þangað til köttinn fór að langa til að smakka já flotinu. Og einn daginn sagði hann við músina: „Ég var næstum jþví búinn að gleyma því, músin mín, að mér var boðið í j skírnarveizlu hjá henni frænku minni. Hún hefir eignast son, sem er hvítur með brúnum flekkjum. Ég á að vera skírnarvottur. Þú verður að gæta hússins ein á morgun.“ j „Far þú í herrans nafni“, svaraði músin, „og hugsaðu til mín, ef þú færð eitthvað gott að borða. Mikið hefði mér þótt gaman að fá ofurlítið í staupinu líka.“ En það var auðvitað engin hæfa í því, að kötturinn væri Lakkskór * Þær bezt dæddu ganga í skóm frá okkur <r Aðalstræti 8 — Laugavegi 20 — Laugavegi 38 Snorrabraut 38 — Garðastræti 6 FLUGELDAR Fagnið nýja árinu! — Kveðjið gamla árið! Til áramóta verða hinir skrautlegu og margbreytilegu TIVOLI-FLUGELDAB og stjörnuljós seldir hjá okkur. Gerið innkaupin tímanlega og forðizt þrengslin. Htigeidasalan Goðaborg Austurstræti 1 Freyjugötu 1 (Gengið inn frá Veltusundi) SAXA - KRYDD - SAXA Kauill Bl. krydd Muscat Engifer Karry Hvítur pipar KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ H.F. Bifreiðamiðstöðvar nýkomnar Bifreiðavöruverzlun Friðriks Bertelsen Hafnarhvoli Sparísjóðtirinn í Keflavík verður lokaður laugardaginn 31. desember og mánudaginn 2. janúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.