Morgunblaðið - 05.01.1956, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.01.1956, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 5. janúar 1956 MORCVNBLAÐIÐ 7 (iuðjón Sfeingrímsson Hjðifa öÓumSvarfaðarda! kveBja frá œskuvinkonu Leikendurnir í Manni og konu“. Leikfélag Akraness: ,MaSur og kona' eftir Jón Thoroddsen F. 24. des. 1925. B. 23. des. 1955 ÞAÐ er mannlegum huga ofvax- ið, að skilja vegi forsjónarinnar, er hún hrífur mann á be/.ta aldi i, frá elskandi eiginkonu og fjórum ungum börnuní mitt í, undirbún- ingi mestu gieðihátíðar ársims, jóianna. Kæri vinui’, þegar svona stend- ur á, verða öll orð fátækleg og megna ekki að túlka hugsanir þær er inni fjTÍr búa. Þó vil ég reyna að þakka l.»ér þær ánægjustundir er ég átti með þér, er ég frá sex ára aldri og fram að fermingu, dvaldi á hei.ni- ili foreldra þinna. Þó ég nú um árabil hafi dveííð , íjarri þessu bernskuheimiii mínu, j hvarflar húgur minn oft tií ykk- í ar og ætið er bjart yiir þeim ! minningum. Mér er líka minnisstætt er ég: sumarið 1953 dvaidi í nokkrat daga hjá ykkur. Þú tekinn viðí búinu af öldruðum foreldrum* þínum, giftur yndælli konu ogr orðinn faðir, bætandi arfleifð' þina af stórhug og dugnaði og; framtíðin virtist brosa við ykkur björt og hamingjurik. Þvi er okkur ölium svo-erfitt að gera okkur grein fyrix, að þú sért horfinn héðan að fullu. Ég þakka þér allar þær sólskins- stundir er við áííum saman og sendi konu þinni, börnum og föður þinurn, minar innilegustu samúðarkveðjur og bið Guð ad hugga þau í sorg þeirra og halda sinni almáttugu verndarhendi yfir þeim á komandi tímunt. Þorhjörg Jóhanna Guðlaugsdóttir Leikstjóm: Hólmgeir Pálmason og Þórleifur Bjarnason SAGAN hermir, að Rómverjar hinir fornu væru jafnan há- værir í kröfum sínum um leiki og brauð. Sá hugsunarháttur, sem að baki þessum kröfum liggur, er þó hvorki sérstaklega einkennandi fyrir fornöldina né heldur Rómverja. í honutn felst raunar megin kjarni óska vorra enn í dag. Svo er fyrir að þakka, að hér á Akranesi hefur atvinnulíf jafn- an verið með þeim hætti, að menn hafa yfirleitt ekki þurft að hafa áhyggjur út af daglegu brauði. En svo er einnig fyrir að þakka, að hér er til fólk, sem ekki aðeins skilur, að til þess að lifað verði menningarlífi, nægit ekki eitt saman brauðið, heldur leggur það einnig á sig mikla fyrirhöfn og erfiði til þess að gera sitt til að sjá samborgurum sínum fyrir ýmsum nauðsynjum andans. Hef óg hér sérstaklega í huga það fólk, sem starfar í Leikfélagi Akraness, enda þót1 ummæli þessi eigi að sínu leyti jafn vel við fjölmarga aðra utan þess félagsskapar. Starfsemi Leikfélags Akraness hefur verið óvenju blómleg það sem af er þessum vetri. Fyrsta viðfangsefni félagsins á vetrinum var gamanleikurinn Jeppi á Fjalli, eftir Ludvig Holberg, sem frumsýndur var 15. október s.l., en alls sýndur sjö sinnum, fjór- um sinnum á Akranesi og þrisvar sinnum utan Akraness, ávallt við mjög góða aðsókn. En leikfélagið lét ekki þar við sitja. Nú hefur það hafið sýning- ar á alþýðusjónleiknum Manni og konu eftir Jón Thoroddsen, en Emil Thoroddsen og Indriði Waage hafa snúið sögunni í leik- ritsform. Frumsýndi leilcfélagið sjónleik þennan í Bíóhöllinni fimmtu- dagskvöldið 29. desember s.l., og hafa þeir Hólmgeir Pálmason og Þórleiíur Bjarnason sett leikinn á svið og annazt leikstjórnina. Eru þeir báðir nýfluttir hingað til bæjarins og eru vel þekktir menn á sviði leiklistar. Enda hafa þeir þegar sýnt með þátttöku sinni í umræddri leiksýningu, að Leikfélagi Akraness hafa bætzt góðir starfskraftar þar sem þeir eru, svo vel hefur þeim tekizt sviðsetning og leikstjórn og með- ferð hlutverka sinna í leiknum. Auk þess að annast að nokkru leyti leikstjórnina, leikur Þór- leii'ur Bjarnason aðalhlutverkið, séra Sigvalda, prest að Stað. Er óhætt að segja, að hann leysir það af hendi með sérstökum ágætum. Er ekki á íæri neinna viðvaninga eða meðalmanna að túlka, svo vel sé, jafnmikla hræsni og fláttskap í senn, sem hlutverkið gerir kröfu til. Er framsögn Þórleífs sérlega skýr og látbragð og málhreimur eins og bezt verður á kosið'. En svo mikið er í húfi að vel takist með- ferð þessa hlutverks, að eklti mun ofmælt, að leikurinn staridi Þórleifur Bjarnason sem séra Sigvaldi. eða falli með því, hvemig á því er haldið. Steinunni, konit séra Sigvakla, leikur frú Margréí Jónsdóttir. Skilar hún hlutverki sínu vei. Er framsögn hennar skýi' og lát- bragð eðlilegt. Staðar-Gimnu, bróðurdótttir séra Sigvalda, leikur frú Ingí- björg F. Hjartar, og ferst hertni það með prýði. Verður ekki ann- að sagt en að hún nái vel gust- miklu fasi þessarar sí-önuglyndu konu, sem alltaf er að bíða eftir því, að vonir hennar og þrár ræt- ist, en verður þó jafnan að sjá þær bregðast hverja af annarri. Ragnar Jóhannesson leikur Þórarin stúdent, mág prests. Fer hann smekklega með hlut- verkið, en þó virðist svo se*n hann kunni ekki alls kostar við sig í því, og myndi það vafalaust hæfa betur yngi'i manni. Karl Ragnarsson fer með hlut- verk Hjálmars Tudda, vinnu- manns að Stað, og leysir það ágætlega af hendi. Er gervi hans prý-ðilegt og tilburðir allir í góðu samræmi við það. Bregzt honum ekki bogalistin, hvort heldur áhugamál hans er skófnapottur- inn, Þórarinn stúdent og „dúfan með gullhárið og konubrjóstin“, eða þá bara „blessað kindar- brjóst“. Finn vinnumann á Stað leikur Hólmgeir Páimason, auk þess sem hann annast að veruiegu leyti leikstjómina, sem fyrr geí- ur. Er hlutverk þetta lítið, en smekkiega af hendi leyst. Ástæða virðist þó til að telja gervi hans sem vinnumans óeðlilega íburð- armikið, miðað við gervi ýmissa annarra persóna leiksins. Sigurður B. Sigurðsson leikur Grím méðhjájpara. Er atiðséð, að hann hefur góðan skilning á hlut- verki sinu, enda tekst honum mætavel' að túlka gúðrækilegt yfirbragð og háttalag meðhjálp- arans, sem alltaf hefur á reiðum höndum tilvitnanir í Salómon og Prédikarann. Alí'reð Einarsson fer með hlut- verk Egils, sonar Gríms m.eð- hjálpara. Tekur hann það þeim tökum, að ekki er um að villast, að með það fer maður gæddur ótvíræðum Ieikarahæfileikum. enda hefur hann oft áður sýnt, að í honum er allgóður efniviður Óiafur Jónsson leikur Sigurð bónda í Hlíð. Ólafur mun vera alger nýliði á leiksviði, en eigx að síður skilar hann hlutverki sínu svo vel, að fullrar athygli er vert, og má nokkurs af hon- um vænta í framtíðinni á sviði leiklistar, ef hann leggur hana fyrir sig. Þprdísi, húsfteyju í Hlíð, leik- ur frú Sigriður Ólafsdóttir. Hef- ur hún góða persónu í hlutverk þetta, en nokkuð skortir á, að hún túlki nægilega vel þau geð- brigði í orðum og athöfnum, sem hlutverkið gefur tilefni til. Væri ' eðlilegt, að hún sýndi all miklu meiri skaphita og gæfi tilfinn- ingum sínum lausari tauminn í samtaii sinu við séra Sigvalda, i eftir að hann með lymskulegum ! undirferlum og fláttskap hefur fengið Sigurð bónda hennar til að aísala sér jörðinni Hlíð. j Frú Sigríffur Sigmundsdóttir Íeikur Sigrúnu Þorsteinsdóttur, fósturdóttur hjónanna í Hlíð. Er leikur hennar á ýmsan hátt áferðargóður og tekst henni viða i vel að túlka yndísþokka þessarar ungu stúlku. En ef til vill mætti hún þó stundum sýna örari við- brögð og meira æskufjör. Þá þyrfti frúin og að þjálfa betur rödd sina, því að nokkuð skortir á, að hún sé nægilega skýr og þróttmikil. Þergils Stefánsson leikur Bjarna bónda á Leiti vel og sköruiega. Er auðséð, að þar er maður með góða hæfileika, enda kann hann með þá að fara. Er framsögn hans mjög skýr og góð tilþrif í leik hans. Vaitýr Benediktsson leikur Hallvarð Hallsson og gerir hlut- verki sínu sæmilega góð skil. Frú Bjiirg ívarsdóttir leikur Siggu, ungfrú Sigurlaug Áma- dóttir leikur Ástríði, Þorgiis Stefánsson ieikur Hrólf og Arn- Framh. á bls. 12 Begíno í Ha!nocijnrðorhíói — Luice Ulhrich — NÚ um áramótin keppast kvik- myxtdahúsin um að hafa úrvals- Tnýndir á boðstólum. Síðan bíó- um fjölgaði er samkeppnin hörð og oít tvísýn. Af þeim myndum, sem- ég hefi séð, þá tel ég hik- laust að Hafnarfjarðarbíó sé í fremstu röð. Þýzka stórmyndin Regína (Arostátten) er skilmála- .laust ein hin bezta kvikmynd er sýnd hefur verið hér á síðári ár- Luise TJIbrieh um. Ekkert skrum, engin tál- beita og engin dægurlög,- öll áherzla iögð á listræn vinnubrögð og vandaðan frágang. Mynd þessi hefir fengið ótví- ræða og góða dóma; og er talin vera ein af fjórum kvikmýndum er mest voru sýndar árið 1955 á rneginlandintt. Leikur Luise Ul- brich í aðalhlutvérliinu — Reg- ína —'er álitinn mesta leikafrek ársins í Þýzkaiandi (Mvndin er nýlega tekin, undirbúningur haf- inn 1954). Um önnur hlutvefk er svipað að segja, leikendur eru vandlega valdir og þjálfaðir, svo að áhorfandinn gleymir að um leik er að ræða, og atburðirnir gerast á meðal vor. Myndin er byggð þannig að enginn verður ósnortinn af ör- lögum kvenhetjunnar Regínu — sem fórnar öllu fyrir ást sína, en jafnframt er boðskapur myndar- innar, að „aðgát skal höfð á nær- veru sálax". — í stríði og friði þá sigrar kærleikurinn að lokum. Þarna sýnir Lui^ Ulbrich hina miklu leikhæfileika sína á stórbrotinn hátt, og ber leikinn upp eins og svo oft áður (t.d. í Hamsuns-myndum og fjallamynd um Luis Trenkers). Þeir, sem fylgzt hafa með leik- ferli þessarar ágætu Ustakonu, munu telja hana eina beztu skapgerðarleikkonu sem nú er uppi, þó hún hafi runniö sína mestu sigra í kvikmyndum þá er hún jafnhæf á leiksviði. Tæpra 16 ára gömui vann hím sína fyrstu leiksigra á sviðum Vínar- leikhúsanna. Frá upphafi var leiklistin líf hennar og yndi, hvort sem hún bjó sig undir sýn- ingar á sviði, eða í kvikmynda- hlutverk, þá vann hún þannjg að, sem þeir einir gjöra, er telja hlutverkið heilagt. Hvort sem þaS var kvikmyndastórveldið U.F.A. eða þjóðleikhúsið í Vínarborg eða Berlín, þá lék hún aldrei nema tvö stórhlutverlc á ári. Nú er hún bað kröfuhöro að hún leikur í 'ðeins einr.i mynd á ári. Þessi staðreynd bljómar und- trlega í eyrum nú á dögum, þeg- ar þokkagyðjur (misjafnlega ’áfaðar) hoppa og hía í þremur tða fjórum myndum nærri sam- 'imis og kunna ekki a. b. c. leik- 'istarinnar, eða almenna liegðun. Þcss er gott að minnast, að Luise Uíbrich hefir ferðazt ltér > íslandi um fjöll og jökla. Mest í hestum og skíðum. Hún ann 'andi og þjóð, og finnst að hún sigi lieima hér — eins og í landi eðra sinna, Tyrol. Styrjaldarárin urðu afdrifarík fyrir ieikkonuna, eins og margan annan. Hið fagra hús hennar í Dalilem við Berlín gjöreyðilagð- ist, æskuheimilið sömuleiðis. Þá urðu tyrólsku fjöllin athvarf hennar. Þar kynntist hún manni sínum, CastelJ greifa. Þau búa n.ú við ísarána (nálægt Múrtchen), eiga tvær ungar dætur og safn listaverka. Fjölskyldan hefir oft látið þá ósk i Ijósi, að koma hingað með ferðavagr.inn sinn að sumarlagi og ferðast um óbyggðir, heyra svanina syngja og reyna hesta Yngvars á Bjalla. Guðmundur Einarsson frá Miðdal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.