Morgunblaðið - 05.01.1956, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.01.1956, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 5. janúar 1956 ISLEIMDIIMGAR VIIMIMA A MEÐ SOLU SKREIÐ- AR í AÐALMARKAÐSLANDIIMU NIGERfU ntAMLEIÐSLAN »JfÉR þykir rétt að fara örfáum íj'rir. Mun ég eigi ræða reikn- ifcgana eða einstök atriði nema töefní gefist til, en ræða almennt um árið á sviði skreiðarfram- knðslunnar og að öðru leyti ástand og horfur nú. 1953 var mikið framleiðsluár á skreið. Mun þá hafa verið framleidd þurr skreið, eigi minni en 12000 smálestir, en 1954 varð framleiðslan allnokkru minni eða milli 8 og 9000 smálestir. í byrjun 1954 iágu allmiklar skreiðarbirgðir £iá 1953 í land- inu. Var nokkur uggur í mönn- um fyrri hluta ársins við að framleiða skreið, enda mikið sótt eftir fiski í fyrstihúsum og til söltunar. Hðarfar til skreiðarverkunar 1954 var yfirleitt, að ég held, í öllum landshlutum gott og nýtt- ist skreiðin mun betur það ár, og var þar stór munur miðað við 1953 og árið í ár, sem er alveg einstakt í sinni röð hér suð- vestanlands, eins og kunnugt er. UMKVARTANIR VEGNA ÍTALÍUSKREEÐAR Talsvert magn af skreið var selt til Ítalíu, en þar er eins og vitað er greitt hæst verð, enda gerðar strangar kröfur um gæði. Má segja að árið 1954 sé í raun- inni fyrsta árið, sem við náum fótfestu á ítalíumarkaðinum. — Nokkrar aðfinnslur komu frá Italíu, einkum á síðustu sending- arnar tvær. Vil ég fara örfáum oröum um kvartanir þessar. Reynt var að gera úlfalda úr mýflugunni, þegar það fréttist, að kvartanir hefðu komið um ísl. skreið, sem seld var til Ítalíu. Jafnvel varð þetta blaðamatur hér heima. En sannleikurinn var nú samt sá, að þó um kvartanir, væri að ræða, voru þær um lítið magn og sumar umkvartanir vafasamar. Munu þessar um- kvartanir fyrst og fremst hafa komið vegna þess, að þá var markaðurinn að slappast. Langmest af ítalíuskreiðinni frá íslandi var annars fl. vara, en sáralítið af fyrsta flokki, og annars flokks vara getur aldrei verið alveg gallalaus. Norðmenn, sem verkað hafa skreið í marga áratugi, verða að sætta sig við umkvartanir, bæði um verkun og gæði ítalíuskreiðar sem og Afríkuskreiðar. Þó hafa þeir miklu meiri reynslu og þekk- ingu á verkun og mati hennar en við. Ég hef séð umkvartanir um norska skreið og eitt árið var talað um að senda sendinefnd. til Noregs frá kaupendum að tals- verðu magni skreiðar, til að! semja um afslátt vegna lélegrar vöru. Slíkt hefði þótt blaðamatur á íslandi. íslenzka skreiðarmatnið er eðlilega ennþá á unglingsárum, en þó höfum við ennþá, að ég vil segja, rekið þessa atvinnu- grein áfallalaust. Eg er ekki að afsaka hér neitt, hvorki fyrir mig né aðra skreiðarframleið- endur. heldur aðeins að benda á það sem mér finnst staðreyndir. Eins og vitað er fór megnið af skreiðinni til Afríku, bæði birgðirnar frá 1953 og einnig framleiðsla ársins 1954. Litið eitt fór til annarra landa. SKREIRi ARFRAMÍ .ETÐSLAN NÝR ATViNNUVEGUR A fSLANDl Eins og kunnugt er, er skreið- arframleiðsla fslendinga tiltölu- lega nýr atvinnuvegur í því formi sem hún er nú. Má segja að hún eiei 20 ára afmæli í ár, því að 1935 er fyrsta árið, sem farið er að verka skreið á ís- landi fyrir erlendan markað svo nokkru nemi. Eins og sjá má á ofangreindri skýrslu er fyrst stór framleiðsla á skijeið 1953, 1954 og 1955. Norð- menn hafa stundað þessa fram- Skýrsla Óskars Jónssonar á aðalfundi Samlags skresðarfrantleiðenda leiðslu og verkun skreiðar í tugi ára og við höfum lært af þeim verkun og aðra meðferð vörunn- ar. Árið 1953 er mest verkað af nokkru minni eða ca 53 þús. slægður fiskur með haus, sem er miðað við nýtingu aflans nær 27% allrar þorsk-, keilu- og ufsa- framleiðslunnar. Árið 1954 varð framleiðslan nokkru minni eða ca 53 þús. lestir af blautu hráefni og í ár, 1955, er hún aðeins meiri -en í fyrra, eða 56 þús. lestir, sem reikna má með að sé 15—20% af þorsk-, ufsa- og keiluaflanum, en það eru þær tegundir svo að segja eingöngu, sem hertar eru. ER SKREIÐARFRAMLEIDSLAN STUNDAR-FYRIRBRIGÐI Það eru ýmsir sem spyrja: „Verður nokkur framtíð í þessari VANDA ÞARF VERKUN SKREIÐAR Við verðum að leggja höfuð- áberzlu á að halda þeim mörkuð- um alveg sérstaklega og vinna á jafnt og þétt, þar sem verðið er bezt, en það gerum við aðeins með bættri vöruvöndun. Því er ekki að leyna, að ýmsir þeir ágallar eru á framleiðslu okkar, að hún er ekki fyllilega sam- keppnisfær við það bezta hjá Norðmönnum og á ég þar við Lofoten-fiskinn, sem þeh- Ieggja mikið kapp á að verka vel og selja fyrir gott verð á erlendum mörkuðum. Við getum ekki ráðið við ís- lenzkt tíðarfar, en við ættum að geta ráðið við það að bæta með- ferð og verkun vörunnar frá því að sá guli kemur í sjólokin við skipshliðina, þar til hann er kominn i geymsluhús hins er- lenda kaupanda. aðilar, er ég nefndí áðan, sam- einast um það. LÁNSFJÁRSKORTL R SKREEÐARFRAMLEIÐENDA Enn er það eitt, sem ég vildi minnast hér á og er það í sam- bandj víð tillögu, er stjórn Sam- lagsins leggur fyrir þennan fund. Þetta mál er um hin gífurlegu vandræði, sem framleiðendur eiga við að stríða með að geta geymt fiskiim í góðum og örugg- um geymslum. Nú er það svo að lánsstofnanir hafa litla peninga lánað til þessa svo að segja nýja atvinnuvegar, nema út á hráefnið sjálft svo sem venjulegt er, lítið til fiskhjalla og ekkert til geymsluhúsa. Þetta verður að breytast. í þessu er talsvert ör- yggisleysi, sem þegar segir til sín og þá ekki sízt í tíðarfari eins og var s.l. sumar. Bankarnir lána út á þessa vöru -\v*.;; * ' Límí atvinnugrein — skreiðarfram- leiðslunni?“ Norðmenn, sem hafa miklu meiri og lengri reynslu í þessari framleiðslu en við, telja að síðan um s.l. aldamót hafi skreiðarframleiðslan í Noregi verið eins örugg og jafnvel ör- uggari en saltfiskframleiðslan. Afríku-markaðurinn hefur aukizt og er engin ástæða til að halda að hann dragist saman, meiri líkur til að hann aukist frá því sem nú er. ítalíu-markaðurinn tekur allt- af eitthvað af góði-i skreið og ég sé enga ástæðu til að ætla að hann gangi saman. Við höfum undanfarið selt smávegis af rá- skornum þorski, ufsa og löngu til Svíþjóðar og Finnlands og vonir standa til að sú verzlun geti haldizt áfrarn, en því miður hefur tíðin s.l. sumar gert það að verkum, að ekki var hægt að fullnægja þeim samningum, er gerðir voru um sölu á þessari vöru til Svíþjóðar og Fmnlands. Fiskrönur Ég skal nefna nokkra ágalla, sem við getum bætt um: Við verðum að hætta að rista fram úr kviðnum, (láta fiskinn hanga saman á lífoddunum), hætta að stinga í búk fisksins, bæði úti á sjónum og eins í að- gerðarhúsinu, við verðum að bæta um afhausunina, henni er nú mjög mikið ábótavant, varast að endar fisksins verðí bognir í herzlunni á ránum. Sundmaginn þarf að vera ljós og hreinn. Ekki skera aftur í gotraufina, ef fisk- urinn er að öðru leyti heilbrigð- ur. Allt eru þetta gallar, sem hægt er að laga, ef vilji er fyrir hendi, bæði hjá fiskimönnum og þeim er verka fiskinn. - Misbrestur á þessu getur skað- að þjóðina um milljónir króha, því verðmunur er mikill á I. og II. flokki og hvað þá heldur á III. flokki — Afríku-skreiðinnL Við verðum að bæta nokkuð hér um og við getum þáð, ef þeir Til Til Til Ar ísfiskur herzlu söltunar frystingar Annað AJÍs 1935 14.284 841 161.310 175 1936 16.035 3.205 123.954 2.618 1937 13.275 4.993 120.989 4.947 1938 15.748 2.748 127.630 4.597 1939 18.197 3.832 133.155 7.225 1940 92.652 2.321 65.747 20.267 1941 115.838 2.930 56.896 14.025 1942 129.224 1.495 23.639 39.098 1943 163.895 1.183 4.084 31.833 166 201.161 1944 175.044 1.328 3.701 55.207 4.191 239.471 1945 156.356 1.834 3.307 59.787 2.576 223.860 1946 87.942 736 31.723 73.100 3.290 196.791 1947 74.678 66.900 7.1.147 3.374 216.099 1948 154.365 28.070 76.428 2.831 261.694 3949 142.227 59 42.362 77.872 3.374 265.894 1950 32.178 494 99.343 57.041 2.195 191.251 1951 52.300 6.832 63.006 93.183 3.362 218.683 1952 28.755 14.715 127.103 124.892 2.766 298.231. 1953 8.216 78.995 95.148 105.905 3.452 291.716 1954 11.764 53.293 86.163 179.450 3.216 333.886 1955 til okt.loka ca. 56.000 fram í gömlu skúradrasli, og verður framleiðslan miklum mun erfiðari og kostnaðarsamari en þyrfti að vera, ef viðunandi húsakostur væri. Einnig verður framleiðslan lakari að gæðum af þessum ástæðum. Skortur á hús- um fyrír verkaða skreið hefur valdið framleiðenduin tugum milljóna tjóni á ári, vegna lé- legra gæða og aukins vinnukostn- aðar.“ Ég tek hér lítið dæmi: Framleiðandi, sem ég nefni A, hefur góð húsakynni og hefur tekið tæknina í þjónustu sína við verkun skreiðar. Hann framleiðir skreið úr 2000 lestum og spaiar mikið fé með því að hafa góð hús og tæki. Hinn framleiðandinn, sem ég nefni B, notar „primitiv“ áhöld og léleg húsakynni. Aðgerð á fiskinum og upphenging á trön- ur, kostar 7 aura meira á kg. af blautu hráefninu heldur en hjá A. Séu báðir með sama magn munar þetta einungis á þessum eina lið 140 þús. krónum. En við skulum halda áfram. Það er eftir að koma fiskinum í geymslur, binda hann í balla, sauma um hann o. m. fl. Þar gæti A sparað fram yfir B 10 aura á hörðu kg.( sem láta mun nærri að séu um 350 lestir, þar sparar A 35 þús. krónur miðað við B. A fær góða verkun á sínum fiski, hann fær 50 lestir af verðmeiri skreið en B og munar þar að meðtöldu bátagjaldeyrismeðlagi 2/15 pr. kg. eða 107.500 kr. Á því sem hér hefur verið tal- ið er sá munur á A og B þessi: þ. e. A græðir á góðum húsa- kynnum og að hafa tekið tækn- ina í sína þjónustu: Kr. Aðgerð og upphenging 140.000.00 Vinnuspamaður við harða skreið ....... 35.000.00 Vegna betri vöru .... 107.500.00 án þess, í nokkrum tilfellum, að framleiðandinn hafi nægjanlegt húspláss tíl að geyma skreiðina í. Ég gæti nefnt mjög sláandi dæmi þessu til sönnunar, en því verður sleppt hér. Það hefur verið talið nauðsyn- íegt að lána fé til áð byggja og stækka geymslur fyrir hrað- frystan fisk og einnig verkaðan og óverkaðan saltfisk, og er það alveg hárrétt. En hitt er líka engu að siður nauðsynlegt að lána út á skreiðargeymslur og fisktrönur, því það er afar nauð- synlegt að skreiðin sé geymd i góðum húsum, en ekki í húsum þar sem saltfiskur er geymdur, og ekki úti í stöflum með léleg- um yfirbreiðslum. Slíkt ástand er alveg óþolandi og verður að breytast. Þessi at- vinnugrein, skreiðarframleiðslan, er ekkert stundar fyrirbrigði, hún er þegar stór þáttur í ís- lenzku atvinnúlífi og hún verð- ur að sitja við sama borð hjá því opinbera og aðrar atvinnugrein- j ar. Lánsstofnanirnar sjálfar eru í hættu með að lána milljónir króna út á vöru, sem ekki er, hægt að geyma inni, ýmist vegna | lélegra húsa eða þá alls engrá húsa. Það hefur skapazt sú trú hjá oí mörgum, að nægilegt sé, að geta hengt upp fisk á trönur, þá sé allt í lagi, og það mætti halda að sú skoðun væri of víða ríkjandi, þegar litið er á svörin, sem lánsstofnanirnar gefa, þeg- ar framleiðendur biðja um að- stoð við að koma upp skreiðar- geymslum. Einn þeirra manna, er oft hef- ur talað vel fyrir máli íslenzka útvegsins, segir í grein í opin- beru blaði nýlega: „Tugir ef ekki hundruð mill- jóna fara í súginn, vegna þess að fiskvinnslustöðvarnar eru ófullkomnar vegna fátæktar út- vegsins — .“ „Framleiðsla saltfisksins og skreiðai irmar fer að mestu leytij Samtals kr. 282.500.00 En því miður munu flesttr skreiðarframleiðendur teljast í B-flokki. Menn skulu ekki halda, að þessi dæmi séu gripin úr lausu lofti. Þau eiga sér stað í veru- leikanum. En þá spyrja menn, hvers vegna eiga skreiðarfram- leíðendur ekki góð húsakynni og hvers vegna nota þeir ekki tækn- ina eins og framleiðandi A? í velflestum tilfellum er það vegna fátæktar, vegna lánsfjár- skorts. Þegar skreiðarverkun hófst fyrir nokkrum árum, veittu bankarnir aðeins lítinn stuðning til fisktrönukaupa, sem greiðast átti af andvirði skreiðar fyrsta árið, engin lán út á skreiðar- geymslur. Hafa því sárafáir skreiðarframleiðendur getað lagt peninga í annað en trönumar og ófullkomnar skreiðargeymslur. En skv. því dæmi, er ég nefndi áðan, kæmu þeir peningar fljótt heim aftur, sem varið væri til aö koma upp góðum skreiðar- geymslum og bæta alla aðstöðu til betri verkunar. Til þess hefur sú stofnun, sem ætlað er að lána til þessara hluta ekki getað hjálpað neitt að ráði, vegna lánsþarfa til annars. t— Stjómin flytur hér á fundinum, eins og áður segir, tillögu til ályktunar fyrir þennan fund einmitt um þetta atriði: Láns- fjárskort skreiðarframleiðenda út á skreiðargeymslur og að- gerðarhús. Gera má ráð fyrir að eitthvert tjón verði vegna skemmda á skreið í ár, fyrst og fremst vegna hins óhagstæða tíðarfars, en ekki þá síður vegna lélegra húsa- kynna hjá sumum, þar sem skreiðin er geymd. Skreið er manna matur og all- ar okkar aðgerðir með skreiðina verða við það að miðast, en ekki hitt að hún sé nógu góð í svert- V'•‘i.mr. s bU 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.