Morgunblaðið - 05.01.1956, Page 8
8
MORGVNBLAÐIÐ
F immtudagur 5. janúar 1956
Útg.: H.í. Arvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónssön.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600. •
Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu 1 króna eintakið.
Þegar snjókúla dýrtíðar-
fók að velta
innar
ISTUÐNINGSBLÖÐUM allra
stjómmálaflokkanna birtust
um s.l. áramót greinar eftir for-
ustumenn flokkanna. Þessar
greinar hafa sumar hverjar verið
langar, enda er það nú orðinn
siður, að sjónarmið hvers stjórn-
málaflokks birtist með hvað skýr-
ustu móti í þessum áramótagvein-
um.
Alla jafnan eru áramótagrein-
ar stjómmálamannanna mikið
lesnar, því að af þeim þykjast
merrn e.t.v. mega nokkuð ráða,
hverjar stefnur verði ríkjandi á
komandi tímum, hvað sé í vænd-
um í þjóðmálabaráttunni.
Málin skýrast
Um þessi áramót munu þæi
e.t.v. hafa verið lesnar víðar og
af fleirum en áður, því að menn
vita, að allmikill vandi er nú
framundan.
Á s.l. ári hófst upp ný og ægi-
leg verðbólga. Menn skilja það
almennt að fyrsta og fremsta or-
sök verðbólgunnar voru hin til-
gangslausu og almennu verkföll,
sem kommúnistar efndu til s.l.
vetur og menn skilja það einnig
orðið almennt, að beinar afleið-
ingar verkfallsins eru stórhækk-
uð útgjöld ríkissjóðs og bæjar- og
sveitarfélaga. Þeim auknu byrð-
um er svo óhjákvæmilegt að
skipta niður á þjóðfélagsborgar-
ana í hækkuðum sköttum og
hverskonar opinberum gjöldum.
Eftir það er kauphækkunarhring-
rás kommúnista lokið með því að
enginn launþegi hefur hag af, en
þjóðfélagið allt bíður stórfellt
tjón af glappaskoti þeirra.
Þessir atburðir hafa vissulega
stórlega skaðað þjóðarheildina.
Það getur nú ekki lengur leikið á
tveim tungum. Skemmdarverk
kommúnista hafa að vísu engin
úrslitaáhrif, en þau valda mikl-
um erfiðleikum varðandi þau
hagsmunamál, sem þjóðinni eru
dýrmætust.
ASÍ selt1 hendur
kommimistum
Það er annars fróðlegt að
kynm sér alla þróun þessa máls
frá upphafi. Hér hafði tekizt að
koma á efnahags'egu jafnvægi,
sem gat orðið styrkur grundvöll-
ur að miklum framfaramálum.
Traustið á krónuna hafði vaknað
sem sást bezt af því að sparifjár-
innstæður fóru vaxandi. Þá gerð-
ist sá atburður skvndilega, að
ólukkufugl Alþýðuflokksins seldi
kommúnistum í hendur stjórn
launþegasamtakanna.
Þessir athu’‘ðir eru einna skýr-
ast raktir í hinni ágætu áramóta-
grein Biarna Benediktssonar í
Morgunblaðinu 31. des. Þar segir
svo:
„Jafnskjótt og sýnt var, að
kommúnistar mundu ná völd-
um í A Ibýðusambandi fslands,
vaknaði hiá almenningi ótti
um, að þar af mandi leiða
nýia verðhækkunaröldu i
landinu. Þessvegna varð spam
aðarviljinn strax minni og
menn urðu óðfúsari en áður að
koma fé sinu í fast verðmæti.
Kommónistar hófu og beaar
eftir valdatökuna undirbúning
að víðtækum verkfölium."
Þannig lýsir Bjarni Benedikts-
son í fáum en rökvissum orðum
upphafi þeirrar hættulegu verð-
bólgu sem nú hefur flætt yfir
landið.
JiMsÉi. ’
Pólitískt verkfall
Kjarni þessa meins er fyrst
og fremst sá, að hið mikla og
stranga verkfall s.l. vetur var
í eðli sínu eins og það var
rekið, ekki hagsbóta- eða
kjarabótaverkfaU fyrir laun-
þegana. Það var eins og fmm-
kvöðlar þess lýstu berlega
yfir, fyrst og fremst pólitískt
verkfall, sem minnihlutafiokk-
ar, er þjóðin treysti ekki fyrir
málefnum sínum, stefndu gegn
löglegri ríkisstjórn er nýtur
óskoraðs trausts mikils meiri-
hluta þjóðarinnar.
En alvarlegasta hliðin á þessu
máli er sú, að þetta pólitíska
verkfall hlaut byr undir báða
vængi úr þeirri áttinni, sem sízt
hefði átt að vera. Réði það e.t.v.
ógæfuúrslitum. Um það er að
sinni ekki rúm til að ræða hér.
En þung ábyrgð hlýtur að hvíla
á þeim stjórnmálamönnum, sem
valdið hafa þjóðinni slíkum erfið
leikum. Mönnum, sem hafa metið
eigin pólitískan ávinning meir en
hag þjóðarinnar allrar.
Með verkfallinu og afleiðingum
þess, sem voru almennar launa-
hækkanir fyrir alla þjóðfélags-
þegnana, var verðbólguskriðan
svo endanlega sett af stað. Og svo
furðulega vildi til, að sjálfur sá
óheppni maður, sem seldi komm-
únistum í hendur yfirstjórn laun-
þegasamtakanna, gaf áhrifamikla
lýsingu á þessu verki sínu, er
hann talaði um þessi mái á þingi.
Hans lýsing var sú, að snjó-
kúla hefði oltið af stað. En allir
vita, hver velti þeirri snjókúlu.
Stððvun bátanna
BÁTAÚTVEGSMENN hafa nú í
vertíðarbyrjun ákveðið að
stöðva hóðra meðan rekstrar-
grundvöllur bátaútvegsins hefur
ekki verið tryggður með tilhlut-
an rikisvaldsins þessa vertíð.
Það er Ijóst af fréttum, að rík-
ísstjórnin ritaði samtökum báta-
útvegsmanna bréf, þar sem hún
fór þess á leit við þá, að fresta
stöðvuninni um sinn. Ef þeir
gerðu það, skyldu innflutnings-
réttindi bátaútvegsins framlengd
til næstu mánaðamóta. Hét rík-
isstjómin og að leggja höfuð-
áherzlu á það að ljúka samning-
um um viðunandi starfsgrund-
völl, svo snemma í janúar, sem
auðið væri.
Þessu höfnuðu bátaútvegs-
menn. Þeir hirtu ekki heldur um
það, þótt þessi tilmæli kæmu frá
ríkisstjórn, sem stundum hefur
jafnvel orðið að þola ámæli fyrir
það, að hún væri of vinveitt
bátaútvegsmönnum.
Ekki skal dregið í ela, að erfið-
leikar bátaútvegsins em þi -"ir,
eftir að hann hefur tekið á ig
þyngri launakostnað s.l. ár
En hitt munu útvegsmenn eiga
erfitt með að færa rök að, eftir
þessa neitun, að þelr hafi sýnt
það hóf og þá stillingu, s a aðrar
stéttir hafa legið undir ámæli
um að skorta.
j ÚR DAGLEGA LÍFINU j
J É
ALMAR skrifar:
Jóladagarnir.
Á JÓLADAG og annan í jólum
var dagskrá útvarpsins fjölbreytt
að efni og mjög til hennar vandað
eins og jafnan á þessari miklu
hátíð hins kristna heims. Skipt-
ist þar á fögur tónlist eftir ágæt-
ustu meistara að fornu og nýju cg
jólahugleiðingar eftir okkar mæt-
ustu kennimenn. í barnatimun-
um var yngstu hlustendunum séð
fyrir viðeigandi hugvekjum
ásamt söngvum og hljóðfæra-
slætti, sögum og ævintýraleik.
Og að lokum reis dagskráin hvað
hæst með flutningi hins áhrifa-
mikla leikrits „Skálholt" eftir
Guðmúnd Kamban, á annan dag
jóla. — Yfir dagskrá beggja dag-
anna hvíldi blær helgi og fegurð-
ar og var til þeirra valið af vand-
virkni og mikilli smekkvísi.
Árni Björnsson fimmtugur.
ÞRIÐJUDAGINN 27. des. var
minnst I útvarpinu fimmtugsaf-
mælis Árna Björnssonar tón-
skálds. Við það tækifæri ílutti
Jón Þórarinsson stutt erindi um
tónskáldið og starf þess, en síðan
voru leikin og sungin ýmis tón-
verk þessa snjalla listamanns,
þar á meðal nokkrar nýjar lon-
smíðar. Var það að verðugu að
Árni Björnsson var þannig heiðr-
aður á fimmtugsafmælinu, þvi að
hann er einn af okkar mikilhæf-
ustu tónskáldum, gæddur ríku
listamannseðli, og hefur um langt
skeið verið einn af traustustu
liðsmönnum í baráttunni fyrir
aukinni tónlistarmenningu þjóð-
arinnar. Vinir hans um land allt
fagna því af heilum hug að heilsa
Vrá útvaminu
i óiöuátu viLu
hans fer nú batnandi og vona að
hann eigi ennþá eftir að auðga
íslenzka tónlist af mörgum ágæt-
um verkum.
Ljóð Kjarvals.
ÞETTA SAMA kvöld las ungfrú
Steingerður Guðmundsdóttir
nokkur kvæði eftir einn snjall-
asta og vinsælasta listamann
þjóðarinnar, — Jóhannes Kjar\’al
listmáiara. — Kjarval er ekki að-
eins mikill og furðulegur tólra-
maður er hann beitir þenslinuin.
Pénninn er honum einnig þjalí't
vopn í hendi eins og ritgerðir
hans og kvæði bera með sér.
Einnig á því sviði fer hann sínar
eigin götur eins og í málaralist-
inni og er þá einnig þar oft æði
torráður, enda er hann lífsfilosóf
meiri en flestir aðrir. Kafar hann
þá stundum svo djúpt, að maður
óttast að hann komi ekki upp
aftur. En slíkur ótti reynist þó
alltaf ástæðulaus, því að honum
skýtur jafnan fljótlega upp aftur
og þá oft með perlur í lófa.
Ðavíð Stefánsson skáld.
FÖSTUDAGINN 30. f.m. var út-
varpað kynningu þeirri á verk-
um Davíðs frá Fagraskógi, er
fram fór í hátíðasal Háskólans
27. nóv. s.L á vegum stúdentaráðs
og var þá hljóðritað. — Hófst
kynningin með afbragðsgóðu er-
indi dr. Brodda Jóhannessonar
um skáldið, en síðan var lesið úr
VeU andi óhrifar:
Hanðhæg leið
F-6 skrifar mér á þessa leið: '
— Um það var skrifað í pistl-
inum þínum, að gangandi vegfar-
endur hefðu engan frið haft í allri
hlákunni fyrir bílum, sem óku
vægðarlaust um götumar og
slettu á þá óhreinu vatni. Þessu
var lýst sem stórmiklu vanda-
máli, en ég er ekki þeirrar skoð-
unar, að þetta sé neitt vandamál.
Því að þeir, sem verða fyrir því
að tillitslaus bílstjóri sletti á þá
vatni af götunni, eiga handhæga
leið með að kæra hann tafar-
laust.
Hver einasti maður hlýtur að
sjá, að slík ókurteisi er óþolandi,
að einn þjóðfélagsborgarinn geti
óhindraður slett annan aur og
bleytu. Þess vegna hefur bjóð-
félagið að sjálfsögðu ráð til að
bæta þeim manni það upp, sem
fyrir slíkum órétti verður.
Enginn má sletta
annan aur
EF einhver vegfarandi verður
fyrir þessu, á hann hæglega
að geta lesið upplýsta númers-
plötu bílsins og er þá auðveld
leið fyrir hann að kæra brotið.
Myndi hann þá bæði fá skaða-
bætur, borgaða hreinsun á fötum
og bifreiðastjórinn yrði sektaður
samkvæmt ákvæði í lögreglu-
samþykkt.
Þess vegna segi ég þér það,
Velvakandi, að þetta er enginn
vandi. Það er ofur einföld regla
í samlífi þjóðar, að enginn getur
slett aur á annan. Það skiptir
ekki máli, hvort það er gert með
bíl eða öðrum verkfærum — F-6.
Gai'íii kærastinn
kominn heim
OVENJULEGT og langt bréf
barst mér í gær frá manni,
sem nefnir sig „Afbrýðissamur“.
Bréfið er svo langt, að hér er
ekki hægt annaö_en að rekja efni
þess.
„Afbrýðissamur" skýrir frá
því, að s.l. haust hafi hann opin-
berlega trúlofazt stúlku einni
eftir stutt kynni. Það var ekki
fyrr en síðar, sem hann komst að
því, að þessi stúlka hafði verið
trúlofuð öðrum manni, sem dvald
ist erlendis.
En nú fyrir jólin kom gamli
kærastinn heim og „hr. Afbrýðis-
samur" kveðst hafa sterkan grun
um, að þau hafi átt vingott sam-
an aftur nú í árslokin. — Telur
hann slíkt vera alveg óþolandi.
Líði hann nú miklar sálarkvalir
vegna ótrygglyndis stúlkunnar.
Síðan spyr hann, hvað hann eigi
að gera, kveðst hann hafa traust
til Velvakanda til að leysa úr
þessu flókna vandamáli.
Othello og hamingja
hjóna
EG svara því fyrst til, að þú
verður örugglega að gæta
þess, að ástæðulaus afbrýðissemi
sé ekki að hlaupa með þig í gön-
ur. Lestu leikritið Othello eftir
Shakespeare og þá geturðu séð,
hver bölvaldur hún getur verið.
Þú ert að nokkru leyti í sömu að-
stöðu og Othello. Kringumstæð-
urnar eru þannig, að það sem róg-
tungurnar segja „getur verið“
rétt. En þú verður að vera „viss“,
að hafa örugga sönnun.
Ef svo er, að þú hefur öruggar
•sannanir fyrir ótrygglyndi stúlk-
unnar, þá skaltu ekki hika við að
slíta við hana öllu sambandi og
það sem fyrst. Þá er hún þess
ekki verð, að njóta trausts þíns
og ef hún hefur einu sinni rofið
tryggðabandið, þá verður henni
ekki mikið fyrir að gera það oft-
ar. Slíkt geymir litla hamingju,
fyrii hvorn aðilan sem er.
. iivj *«••**. i*. >
Ijóffum þess og sungin lög við
kvæði eftir skáldið. Mjög var
misjafn lesturinn og bar þar af
skáldið sjálft, er las nokkur
k\ æði með sinni djúpu, karlmann
legu og hljómfögru rödd. Þá var
og prýðisgóð framsögn Baldvins
Haíldórssonar á særingarkafían-
um úr leikriti Davíðs Landinu
gleymda, og frábær söngur béirra
Þuriðar Pálsdóttur og Kristins
Hallssonar. — Fór öll þessi at-
höfn vel og virðulega fram eins
og sæmdi hinu mikilhæía og ást-
sæla skáldi.
Varnaðarorð
torsætisráðherra.
Á GAMLÁRSKVÖLD futti Ólaf
ur Thors. forsætisráðherra ára-
mótaræðu sína, — ávarp til þióð-
arínnar. Var ræða ráfjðherrans
afbragðsvel samin, þróttmikil .og
skörulega flutt eins og hann á
vanda til. Ræddi ráðherrann af-
komu þjóðarinnar til lands og
sjávar, þann vanda sem að henni
hefði steðjað á árinu sem var-að
kveðja og horfurnar á komandi
ári. Benti hann á þann voða. sem
af þvi stafaði að menn stilltu eigi
kröfum sínum í hóf, en vildu
leggja æ meiri byrgðar á aðal-
atvinnuveg þjóðarinnar, sjávar-
útveginn, en hann væri fær
um að standa undir. Brýndi
hann fyrir mönnum með
þungum varnaðarorðum að sí-
felldar kauphækkanir væri hið
sama og lækkandi verðgildi þen-
inganna, og ef haldið væri áfram
á þeirri braut væri stefnt beint í
voðann. — Þessum sömu varnað-
arorðum talaði Ólafur Thors til
þjóðarinnar í áramótaræðu sinni
í fyrra. en við þeiin var dáuf-
heyrst af þeim mönnum, sem
ráða alþýðusamtökunum í land-
inu, og efndu þeir sællar minn-
ingár til stórfelldra verkfalla til
þess að knýja fram kauphækkan-
ir. — Afleiðing af því er öllúm
kunn, — aukin dýrtíð á ölluro
sviðum og minnkaður kaupmátt-
ur krónunnar. — Er vonandi að
alþjóð hafi lært af þeirri dýr-
keyptu reynslu og að hún verði
minnug þessara avöruþrungntr
va rnaðarorða forsætisráðherrans
á hinu nýbyrjaða ári.
Að venju flutti Vilhjálmur Þ.
Gíslason ánnál ársins sem var að
liða. Greinargott yfirlit og vel
flutt
MerkiV,
sem
klæðir
landið.
Stormasöm jói
| á Snæfelhnesi
BORG í Miklaholtshreppi. 3. jan.
— Hér voru á sunnanverðu Snæ-
fellsnesi óvenju stoimasöm jóL
Flesta daga síðan fyrir jól
vonsku veður og stóra stormur,
með sjónkomu suma dagana.
Hafa því fjallvegir, Kerlingar-
skarð og Fróðárheiði, verið þung
færir bifreiðum.
I
LEIKSYNINGAR
I Hinn- 30. des. hélt íþróttafélag
Miklaholtshrepps samkomu í fé-
lagsheimili hreppsins að Breiða-
j bliki. Sýnt var leikritið „Happið*'
eftir Pál J. Árdal. Tókst sýning
þess ágætlega og vakti óspart
ánægju áhorfenda.
Á nýársdag hélt Ungmennafé-
lag Staðarsveitar samkomu að
Görðum, sýndi þar ungmenna-
félag Breiðuvíkur sjónleikinn
„Hreppstjórinn á Hraunhamri",
eftir Loft Guðmundsson. ■— Voru
leikendur óspart liyilt með und
irtektum áhorfenda, og þótti
j leikur þessi takast sérlega vel. :
Fóru samkomu þessar mjög vel
fram og var þar ríkjandi mikil)
menningarbragur óg prúðmann-
leg framkoma samkomugosta,
Páll.