Morgunblaðið - 15.01.1956, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 15.01.1956, Qupperneq 9
Suimudagur 15. jan. 1956 MORGVHBLAÐIÐ 9 Reykjavíkurbréf: Laugardagur 14. jcnúar Tíðincfalítil vika — Kommúnistsr og úlgerðin — Þeir hafa gert fiesvni alif til meins Bænakvak tim stjórnarþátttöku — Yfiriýsing um kosningabasidalag - Kilarinn huggar sig — Tveir prófessorar reikna og reikna — SjáSfstæðismenn vllja efna Boforð sfn — Víðsýn upphyggingarstefna eða neikvæður fírýioboðskapiiir Tíðindalítil vika ÞESSI vika hefur verið fremur tíðindalítil. Norðanátt með töluverðu frosti hefur verið um land allt. Hafa mjólkurflutning. ar sums staðar gengið erfiðlega. Ekkert hefur rofað til um róðr- arstöðvunina. Niðurstaða er ekki ennþá fengin um stuðning við útgerðina á þessu ári. Ríkisstjórn- in hefur gert útvegsmöm.um til- boð um svipaða aðstoð og veitt var með bátagjaldeyrisskipulag- inu á s.l. ári. Því tiiboði hefur ekki verið tekið. Þess verður aS vænta að fljótiega verði gengrið frá sam komulagi um þessi mái. Ennþá hefur lítið tjón orðið að því að vertíð hefur ekki verið haf in hér sunnanlands. Veður hef ur verið svo óstoðugt, að lítið hefði orðið úr róðrum þó allt hefði verið með felltlu. En það væri fullkomið hneyksli ef bátaflotinn væri bundinn við lanðfestar lengi úr þessu eftir að sæmilegar gæftir hefðu skapazt. Á Alþingi hefur ekki verið viðburðaríkt þessa viku. Fjár- veitinganefnd hefur umnð að und irbúningi fjárlaga og aðrar nefnd ir hafa starfað. En þingfundir hafa yfirleitt verið stuttir og átakalitlir. Ætla má að miklar annir verði á þingi næstu viku. Afgreiðslu fjárlaga verður að Ijúka fyrir 20. þ.m. Fyrir þann tima þyrfti því að vera ljóst, hvaða leiðir fara verður til tekjuöílunar vegna stuðnings við útflutningsfram- leiðsluna. Kommúnistar og útgerðin KOMMÚNISTAR þykjast stund- um vera miklir vmir islenzkrar útgerðar, og þá einkum vélbáta- útvegsins. Öðrum þræði ausa þeir þó útvegsmenn blóðugum svívirðingum. Það er ómaksins vert að athuga lauslega afstöðu kommúnista undanfarin ár til þessarar þýðingarmiklu atvinnu- greinar. Þegar gengisbreytingin var gerð veturinn 1950 og hagur útvegsins réttur verulega með henni hömuðust kommúnistar gegn þeirri ráðstöfun. Það er þó til marks um heilindi þeirra, að einstakir kommúnistaþingmenn höfðu lýst því yfir, að gengis- 1 breytingin væri óhjákvæmileg og biðu hennar með óþreyju. Engu að síður greiddu þingmenn komm únista allir í einum hóp atkvæði gegn henni. Þegar bátagjaldeyrisskípulagið i var upp tekið skömmuðu komm- únistar ríkisstjórnina ofsalega' fyrir þá ráðstöfun til stuðnings bátaútveginum. Töldu þeir þetta I fyrirkomulag „árás á lífskjör al- j mennings" enda þótt með henni væri tryggð atvinna og afkoma fólksins við sjávarsíðuna. Þegar ríkisstjórnin ákvað að rýra báta- gjaldeyrisfríðindin lítillega um næstsíðustu áramót skömmuðu kommúnistar hana líka fvrir það. Þannig var samræmið í málflutn- ingi hins fjarstýrða liðs. En jafnhliða þvi að komm- únistar hafa barizt gegn flest- um opinbei nm ráðslöfunum til stuðning-s útgerðinni hafa þeir heitt áhrifum sínnm eftir fremsta mef i til þess að auka tilkosÞiað b inar á öllum s úðum. Blandast a® sjálfsögðu eiigum sæmilega vitibornum manni hugnr um það. að vand- ræði útvcgsinc nú spretta ekki hvað sízt. af h 'mim mikln kaup hækkunnm. r -m knmmúnist- ar höföu iorystu um á s.l. ári og hafa haft i för með sér stór- fellt kapphlaup á milli kaup- gjalds og verðlags. Hafa gert útgerðinni ailt til meins ÞEGAR á allt þetta er litið verð- ur það augljóst, að stuðningur kommúnista við íslenzkan sjáv- arútveg, hefur á undanförnum ár- um verið harla neikvæður. Þeir hafa gert allt sem þeir hafa getað honum til bölvunar. Því miður hefur þeim orðið of vel ágegnt. Þess vegna er íslenzk útflutnings- framleiðsla nú komin út í fen stöðugs hallareksturs. Þess vegna hefur núverandi ríkisstjóm orð- ið að grípa til ýmis konar úrræða til þess að halda hinum þýðing- armiklu framleiðslutækjum sjáv- arútvegsins í gangi. Biðja um að taka sig í stjórn EN jaínhliða því, sem íslenzkir komrnúnistar hafa verið að grafa undan rekstursgrundvelli ís- lenzkra bjargræðisvega, hafa þeir haft uppi sífellt bænakvak um að einhver sæi aumur á þeim og byði þeim þátttöku í ríkis- stjórn. Þeim tókst að lokka einn af þingmönnum Alþýðuflokksins tíl þess að kljúfa flokk sinn inn- an verkalýðshreyfingarinnar og hleypa þar lokum frá dyrum lýð- ræðissinna, sem stjórnað höfðu Alþýðusambandinu siðan árið 1948 í andstöðu við kommúnista. Eftir að kommúnistar unnu þetta afrek hafa þeir misnotað heildarsamtök verkalýðsins á hinn herfilegasta hátt til áróðurs fyrir stjórnarþátttöku þeirra sjálfra. En þrátt fyrir bréf og til- boð um forystu um stjórnarmynd un hefur þeim lítið orðið ágegnt. Formaður Framsóknarflokksins lýsti því að vísu yfir í áramóta- grein fyrir rúmu ári síðan, að „hálfur Sósíalistaflokkurinn" væri samstarfshæfur. — Fannst kommúnistum strax mikil upp- örvur, rð hcr "n það. Hertu þeir upp úr því rócur sinn gegn jafn- vægi efnahagslffsins og skelltu á stórverkföllum með hvers konar ofbeldi og yfirgangi. Mun bænd- um í Framsóknarflokknum hafa bótt lítið til þess ,.siðferðisvott- orðs“ koma, sem formaður flokks þeirra hafði veitt kommúnistum að veganesti út í verkfallið á s.l. ári. En þrátt fyrir allt virðist málum þó svo komiö nú, að kommúnistar hafa ekki getað fengið neinn til samstarfs við sig nema fyrrgreindan þing- mann Alþýðuflokksins, sem klauf sinn eigin flokk innan verkalýðshreyfingarinnar. Er það rýr eftirtekja eftir langa og harða baráttu. Yfirlýsing um kosningabandalag ÞAÐ vakti nokkra athygli, að ritari miðstjórnar Alþýðuflokks- ins, sem einnig er þingmaður og prófessor, skýrði frá því í grein í flokksblaði danskra jafnaðar- manna fyrir skömmu, að Alþýðu- flokkurinn hefði boðið Fram- sóknarflokknum og Þjóðvarnar- flokknum kosningabandalag við næstu kosningar. Gerði hann sér þar sæmilegar vonir um að slíkt kosningabandalag kynni að gefa góðan árangur. Ekki var hann þó fullviss um að allir kjósendur þessara flokka vildu láta fram- selja sig þannig á víxl í hinum einstöku kjördæmum. Hins vegar taldi hann líklegt, að „margir af kjósendum Sameiningarflokksins (kommúnista), sem ekki eru kommúnistar myndu kjósa sam- bræðsluna sem einasta möguleika til þess að hindra áhrif íhalds- ins á stjórn landsins“. Loks gerði hann sér von um að „launafólk, sem kosið hefur Sjálfstæðisflokkinn myndi kjósa sambræðsluna vegna óskar sinnar um trausta meiri- hlutastjórn“. Ekki of gott að hugga sig RITARA Alþýðuflokksins er vissulega ekki of gott að hugga sig með því að skrifa slíkar hug- leiðingar í blað flokksbræðra sinna í Danmörku. Vel má vera að einhver ’eggi trúnað á þær þar í landi. E i á í landi trúa þvi víst fáir, a“ S .ilfstæðisfólki kæmi til hugar að kjósa sam- eiginlega frambjóðendur Fram- sóknar, krata og bjóðvarnar. Það getur verið að einhverjir komm- únistar gerðu þaC, af því að þeir hafa svo mikinn áhuga fyrir „vinstri stjórn“. En trúlega finnst þeim, að þeirra eigin flokk ur verði að fá að vera með til þess að þeir geti stutt „samfylk- inguna“ af heilum hug!! En prófessorinn, sem er rit- ari Alþýðuflokksins og annar prófessor, sem er í Framsókn- arflokknum, eru búnir að reikna og reikna, draga frá og leggja saman atkvæði fólks og flokka í fjölda kjördæma. — Hver skyldi svo leyfa sér að draga niðurstöður þeirra í efa? — Tveir prófessorar plús kjósendur Framsóknar, krata og þjóðvamar — það er sama sem þingmeirihluti og „frjálslynd umbótastjórn", eins og hallærisstjórnin, sem sat frá 1934—1939 og hafði nærri riðið íslendingum að fullu. Látum svo vera. „Hælumst minnst i máli, metumst heldur of val felldan“, eins og segir í forn- um fræðum. Afstaða Sjálfstæðis- flokksins SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN gekk til núverandi stjórnarsam- starfs fvrst og fremst með það í huga að hrinda í framkvæmd ýmsum þjóðnytjamálum og hug- siónamálum sínum. Efst á þeim lista var rafvæðing landsins, um- bætur í húsnæðismálum og al- hliða stuðningur við atvinnulífið. Sjálfstæðismenn telja það fvrst og fremst skyldu sína að efna þau loforð, sem þeir gáfu fyrir og eftir kosningarnar um framgang þessara mála. — Þeir fagna því að allmikið hefur þeg- ar áunnizt í framkvæmd stjórrt- arsáttmálans. — Raforkufram- kvæmdirnar hafa verið undirbún ar og eru að hefjast. Veðlána- kerfið er komið í gang og mun halda áfram að starfa og stuðla að bættu húsnæði. Lánastofnanir atvinnuveganna hafa verið efld- ar enda þótt hin mikla þörf þeirra kalli stöðugt á ný framlög. En margt er einnig ógert af því, sem stjórnarsamningurinn fól i sér fyrirheit um. Margvísleg vandkvæði hafa einnig skapazt vegna þess, að kommúnistum hefur tekizt að misnota' vald sterkra verkalýðsfélaga til þess að gera kröfur á hendur fram leiðslunni, sem hún ekki fær risið undir. Sjálfstæðismeníi skorast ekki undan því, að vinna að lausn þessara vandamála. Og þjóðin krefst þess að allir á- byrgir stjórnmálamenn leggi þar hörnl að verki. — Með kommúnistum reiknar þar að sjálfsögðu enginn Þeirra hlut- verk er ailt annáð, nefnilega að eyðileggja alít sem hægt er að eyðileggja í efnahagskerfi landsmanna. Hin jákvæða stefna ÍSLENDINGAR hafa áreiðanlega veitt því athygli, að starf og bar- átta Sjálfstæðismanna hefur und- anfarið fyrst og fremst verið fólgin í því, að koma í fram- kvæmd umbótum, sem bæta að- stöðu fólksins til sjávar og sveita í lífsbaráttu þess. Það hefur verið jákvæð og raunbæf framkvæmda og uppbyggingarstefna, sem Sjálí stæðisflokkurinn hefur barizt fyrir. Af henni befur allt starf flokksins dregið svip. Barátta hinna sósíalísku flokka og jafn- vel samstarfsflokksins í ríkis- stjórn hefur hins vegar í aðalat- riðum mótazt af neikvæðri hræðslutefnu, grýluboðskap og draugatrú. Þessir flokkar hafa lagt megináherzlu á það, að hræða þjóðina með Sjálfstæðis- fiokknum, hinu hræðilega ,íha)di‘, sem væri sízt betra en „bófa- flokkar í Suður-Ameríku“, svo munnsöfnuður Tímamam'fe. sé notaður. Svo langt hefur Tíminn gengið í hatursáróðri sínum gagn. vart samstarfsflokki sínum og málgögnum hans, að hann hefur krafizt þess að hálfbyggt hús Morgunblaðsins yrði „rifið til grunna“!! Getur það verið að Tímamenn og hinir sósíalísku flokkar hafi ekki meiri trú á dómgreind ís- Jenzks almennings en svo, að þeir haldi að slíkur málflutningur sé sigurvænlegur? íslenzkt fólk dæmir stjórn- málamenn og flokka þeirra af verkunum, en ekki af slegg ju- dómum blaða, scm ekki ern vönd að virðingu sinni. Sjálf- stæðismenn þurfa því engu að kvíða um framtíð flokks síns. Innan vébanda hans eða í sam- vinnu við aðra heiðarlega og öfgalansa menn munu þeir halda áfram hinu mikla upp- byggina-arstarfi í þágu lands og bjóðar. Merkisbéndi láfinn 13. Þ.M. lézt í sjúkrahúsi í Kaup- mannahöfn Sigfús Eiríksson, bóndi að Einarsstöðum í Eyja- firði, fyrrum hreppstjóri og bóndi að Skjöldólfsstöðum í Jökuldal, aðeins 51 árs að aldri. Sigfús tók ungur við búi atf Skjöldólfsstöðum eftir föður sinn, bændahöfðingjann Eirík Sigfús- son, og sinnti ennfremur marg- víslegum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Skjöldólfsstaðir liggja sem kunnugt er í þjóðbraut og því mikill gestagangur, ekki sízt þeg- ar samgöngur voru lakari á landi en nú tíðkast og færð var slæm, en bóndinn á Skjöldólfsstöðum og heimili hans var annálað fyrir ósérhlífni, fyrirgreiðslu og gest risni, og munu n gir rninnas1 hvað gott var að ko<na í Skjöld ólfsstaði, eftir langa ferð yfir erfiða fjallvegi, svo sem Jökul- dalsþeiði cr. tíðum. Sigfús iætur eft:r sig konu, Kristínu djörgvinsdótt.ur frá Eskifirði, og 7 börn, það elzta 15 ára. i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.