Morgunblaðið - 02.02.1956, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.02.1956, Blaðsíða 2
s MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 2. febrúar ’56 Mennfaskólaleikurinn 1956: „UPPSKAFNINGURINN' eftir Moliérk: Leiksfjóri Benedikt Arnason ÞAÐ er alltaf tilhlökkunarefni, Jakob Moller í hlutverki scing- ekki sízt gömlura nemendum > kennarans, ísak Hallgrímsson er Menntaskólans, þegar von er á leikur dansmeistarann, Þór Bene hinni árlegu Herranótt Mennta- j diktsson í hlutverki skylminga- skólans hér. Gamlar endurminn- ! meistarans og Þorkel Sigurbjörns íngar rifjast upp, kostuleg' atvik ' frá æfingum og frumsýningum' á menntaskólaleikjum á liðnum tímum, þar sem gáski og gleði æskufólksins fyllir salarkynnin í Iðnó á báðum vígstöðvum, — niðri meðal áhorfendanng og nppi á sviðinu. Það er að*'VíSu kominn nokkuð annar svipur á leiksýningar Menntaskólans nú, •en áður var, meiri festa og meiri alvara í sarfi hinna ungu leik- ara, en þó hefur á engan hátt dregið úr leikgleðinni, sem hefur gefið Menntaskólaleikjunum svo mikinn þokka og átt sinn drjúga þátt í vinsældum þeirra. Því verður maður aldrei fyrir von- brigðum á leikkvöldum Mennta- gkólans og maður fer þaðan jafn- an glaður og með þakklæti í huga til allra þeirra, sem af brennandi áhuga og ósérplægni hafa unnið að þessum sýningum. En að baki þeim liggur meira starf, en flestir gera sér ljóst og gegnir furðu hversu góður árangurinn hefur oft orðið af þessu tómstundastarfi nemenda. Að þessu sinni hafa nemend- urnir tekið til sýningar „Upp- SJkáfnTngiim“ (Le Bourgois Gent- ilhomme) eftir Moliére, og er þá ékki í kot vísað. Verð ég að játa, að er ég heyrði um viðfangsefnið, þá þótti mér nokkuð djarft telft, þ\i að leikrit þetta er að mörgu leyti allt annað en barna með- fæt i, en jafnskylt er mér að játa það að leikendurnir leystu vand- »nn betur en búast hefði mátt við, þar sem flestir eða allir leik- endur eru algerir nýgræðingar á leiksviði. Á leikstjórinn, Bene- dikt Arnason áð sjálfsögðu sinn rnikia þátt í því hversu vel hefur tekizt um þessa leiksýningu yfir- leitt. Er heildarsvipur leiksins furðugóður, staðsetningar eðli- iegar og hraðinn jafn og snuðru- laus. Mun þetta vera í fyrsta sinn <er Benedikt hefur leikstjórn á hendi og verður ekki annað sagt er. að hcnum hafi tekizt mæta- veL Hluverkin í „Uppskafningn- um“ eru alimörg og misjöfn að vöxum, en sum þeirra gera mikl- ar kröfur il leikendanna. Mest raæðir þarna á Bernharði Guð- *nuii«ssyni, er leikur aðalhlut- verkið, „uppskafninginn", Mon- tsér Jói-dan. Má heita að hann sé alltaf „í eldinum11. — Bernharður hefur áður tekið þátt í Mennta- ekólaleikjum, enda mátti sjá þess vott, í leik hans, að hann er ekki aiveg óvanur sviðinu. Var leikur hans furðu öruggur og oft mjög skemmtilegur, énda tókú. áhorf- endur honum með miklum fögn- uði. Má'ddömu Jórdan, ’köriu „upp ekafningsins", heilbrigða mið- síéttakonu, sem fyrirlitur upp- skafningshátt 'manns síns, leikur Hólmfríour K. Gunnarsdóttir af töluverðu skapi og myndugleika, en Lúsilu, hina ungu og fögru dóttur þeirra leikur Auður Inga •ft.skarsdóttir. Gefur það hlutverk ekki tilefni til mikilla leikrænna Staka. Nikólínu, þerau á heimili Jórdans leikur Brynja Benedikts dótiir. Er það skemmfeilegt hlut- verk og er leikur Brynju prýðis- góður. Er hún sviflétt..og eðlileg í hreyfingum, — en hlátur henn- ar ekki mógu hjartanlegur, Ólaf- wr B. Thors leikur af góðum til- þrifum Kleont, vonbiðil Lu.silu cg Jón E. Ragnars fer laglega með hlutverk Koviels, þéhara Kleonts og vónbiðils Nikólínu. — Þá var og einkar áferoargóður leikur Ragnars Arnalds í hlút- verki Dórartts greifa og Ragn- fceiður Torfadóttir , i’er vel með hlutverk Dóriipenu. markgreifa- ekkju, með reisn*qg glæsileik. — Áf öðrum leikendum má nefna son er fer með hlutverk heim- spekingsins. — Önnur hlutverk eru minni. Söngur er nokkur í þessum leik og gæti verið hetri. Hins vegar var menúetinn, sem stiginn var í leikslok, hinn prýðilegasti. Bjarni Guðmundsson hefur þýtt leikinn á létt og lipurt mál. Að leikslokum voru leikstjóri og leikarar kallaðir fram hvað eftir annað og þeir ákaft hylltir með langvarandi lófataki og fögr um blómum. „Uppskafningurinn" er sígild ádeila á hvers konar undirlægju- hátt og fordild og því nú sem fyrr, holl lexía, jafnt ungum sem gömlum. Hafi hinir ungu leikendur þökk fyrir skemmtunina. Sigurður Grímsson. Sveíl Karðar hefur forvsfuna í REYKJAVÍKURMÓTINU í bridge var á þriðjudagskvöld spiluð 7, umferðin. Úrslit urðu þá þessi: Hörður vann Vigdísi, Einar B. vann Gunngeir, Róbert vann Vilhjálm, Ingvar vann Brynjólf og Hallur vann Ingólf. Jafntefli gerðu Sveinn og Hilmar. Staðan er þá sú, að Hörður hefur 12 stig en næst koma sveit- ir Einars B. og Ingvars Helgason- ar með 10 stig hvor. Sfyrkur úr Minning- Brunhorgs ISLENZKUM stúdent eða kandi- dat verður veittur styrkur úr Minningarsjóði stud. oecon. Olavs Brunborgs, tíl náms við háskóla í Noregi veturinn 1956— 57. Styrkurinn verður 1600 norsk ar krónur. Umsóknir skal senda Háskóla íslands í siðasta lagi 23. febrúar. da! brann ti! ESdhúsdagsumræðurnar Frh. af bls. 1 .stöðuflokkunurn, að aðgerðir ríkisstjórnarinngr til aðstoðar útvegimim myndu hleypa af stað nýrri verðbólgu. Verðhækkanir af henni myndu verða rttlar í sam anburði við afieiðirtgar kaup- gjaldshækkananna. Enda myndi ríkisstjómin enn gera ráðstafanir til að hindra dýrtíðarskrúfuna. ILLMÆLGI í UMRÆÐUM Gunnar Thoroddsen átaldi stjórnarandstöðufiokkana fyrir það illyrta málfar sem hún hefði tamið sér í umræðum þessum. Hún hefði kallað núverandi ríkis stjórn nöfnum eins og kaupa- héðnar, verðbólgubraskarar, af- ætur, ræningjar o. fl. o. fl. Til hvers eru stjórnarandstæðingar að tala með þessum mannskemm- andi svívirðingum. Eru þeir að tala til hinnar íslenzku þjóðar, sem talin hefur verið stanaa öðr- um þjóðum framar að menntun og menningu. Slíkt orðbragð, sagði Gunr.ar Thoroddsen, er óskammfeilin móðgun við dómgreind fólksins. IIVAR ER MILLILIÐA- GRÓÐINN? Þá vék borgarstjóri að dylgj- um kommúnista um að hinn bági efnahagur útvegsins stafaði af milliliðagróða. Kvaðst hann í þessu sambandi hafa farið yfir reikninga bæjarútgerðarinnar. Þar hefðu þessir útgjaldaiiðir ver ið stærstir i röð eftir upphæðar- hlutfalli. Fyrst kaup og fæði skipverja, þá kostnaður í höfn hér og er- lendis, sem væri hafnargjöld og vinnulaun, þá tryggingargjöld, sem væri greidd í Samtryggingu botnvörpuskipá, þá kæmi 3 V2 % fyrning, því næst í röðinni væri kaup á veiðarfærum, sem útgerð- in annast sjálf um innkaup á, næst í röðinni. Þá kæmu viðgerð ir og væri sérstakur vélaeftirlits- maður, sem hefði með höndum að halda kostnaði þeirra sem mest niðri. Lægst upphæð þess- ara liða færi til olíu, en bæjarút- gerðin væri meðeigandi í olíu- félagi því er hún verzlaði við. Hvar er nú hinn margumtalaði milliiiðagróði? sagði ræðumaður eftir þessa upptalningu. ÞJÓÐNÝTING TJÓAR EKKI Þá svaraði Gunnar Thoroddsen nokkuð þeim dylgjum, sem fram hafa komið um að útgerðxnni sé illa stjórnað og hún þurfi annaS rekstrarhorf. Hann kvað það nú Lltlu sesti engu bjargað AKUREYRI, 1. febr. KLUKKAN að ganga tvö í nótt kom upp eldur í bænum Sökku í Svarfaðardal, sem er um 5 km. leið frá Dalvík. Fréttaritari Mbl. átti tal við Ara Þorgilsson, sem var einn af heimamönnum á Sökku, og hefir hann skýrt svo frá. ekki tjóa lengur að halda því fram að opinber rekstur væri hag kvæmari, því að hann hefði þeg- ar verið reyndur og væri halli bæjarútgerðanna sízt minni en af einkaútgerð. íslenzkir útvegsmenn hafa sýnt dugnað og fyrirhyggju í starfi og eru tillögur stjórnarandstæðinga um þjóðnýtingu ekki í framfara- átt. ENGIN SAMEIGINLEG STEFNA Jóhann Hafstein benti á það í upphafi máls síns að stjórnarand stöðuflokkarnir hefðu nú stöðugt verið að tönnlast á orðunum „vinstri stjórn“. En það væri at- hyglisvert að enginn þeirra hefði gert sér grein fyrir neinni sam- eiginlegri stefnu. í þessum um- ræðum hefði hvergi komið fram nein sameiginleg vinstri stefna, heldur hefðu allir stjórnarand- stöðuflokkarnir verið sjálfum sér sundurþykkir, MESTUR HLUTI TIL SJÁVARÚTVEGS Þá minntist hann á þær rök- semdir kommúnista að styrki til útvegsins ætti að taka af bönk- unum. Jóhann skýrði frá því að útlánaaukning Útvegsbankans hefði s.l. ár öll farið í þrjá liði. 92% fór til sjávarútvegsins, en afgangurinn til raforkufram- kvæmda og húsnæðislána. ER VINSTRI STEFNAN AÐ STÖÐVA ÍBÚÐABYGGINGAR? Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt að fjárfestingin hafi verið of ör. Hvað þýðir þetta hjá þeim. Það þýðir, að þeir vilja ekki svo miklar íbúðabyggingar sem nú standa yfir. Er það ef til vill sú eina sameiginlega vinstri stefna sem fram hefur komið, að stöðva íbúðabyggingar. Þeir vilja takmarka innflutning byggingar- efna, nýtt fjárhagsráð, ný höft og bönn. LAUSNIN FYRIR HONDUM Jóhann Haístein sagði að lokum, að íbúðabyggingar hefðu verið svo mikiar á s.l. ári, að nú eygðum við fyrst lausn húsnæðisvanda- raálsins. Það hefur gifurlega þýðingu að Ijúka íbúðarhúsa- byggingunum og gera mark- vissa áætlun um útiýmingu húsnæðisleysisins, nú þegar aðeins herzlumarkið vantar til þess. t VAR® FLJÓTT ALELDA íbúðarhúsið á Sökku var fram- I hús og baðstofa með búri og eld- húsi á milli. Framhúsið var úr timbri og járnklætt, Ari var ný sofnaður, er hann vaknaði skyndilega við þá tilfinningu að eitthvað væri að. Reis hann á fætur og opnaði dyrnar fram, en þá kom reykur á móti hon- um. Ari svaf uppi í framhúsi, og þar sváfu einnig ung hjón. Fór hann inn til hjónanna og vakti þau, og hlupu þau strax niður stigann og út. Eldurinn var í ketilhúsi á neðri hæð, og var veggur steyptur upp ketilhúsið, og í gegnum það lágu rafmagns- línur um húsið. Ari fór inn í herbergið sitt aftur, þegar hann hafði vakið hjónrn, og heyrði hann ekki þegar þau hlupu nið- ur og hélt að þau hefðu forðað sér út um glugga. Hugðist hann klæða sig í sokka, en var ekki kominn nema í annan, er ólíft var orðið í herberginu sökum reyks, og varð hann að brjóta Framh. af bl*. 1 um að fremja ekki landhelgis- brot. Séu rússnesku skipin búin nákvæmum staðarákvörðunar- tækjum, sem samkvæmt frásögn skipstjóranna rússnesku hafi sýnt að skipin hafi ekki verið í landhelgi. Er því þó hnýtt aftan í, að veðurskilyrði séu oft og tíðum svo slæm, að erfitt sé að taka nákvæmar staðarákvarð- anii'. Rússneski skipstjórinn á skipi því, er tekið var í land- helgi í dag, viðurkenndi, að hann hefði verið að veiðum innan landhelgislínunnar. Yfir menn norska varðbátsins, er síóð rússneska skipið að verki, gerðu staðarákvarðanir með skipstjóranum á staðnum, og kom þá í Ijós, að hann var inn- an lanöheígisiínunnar. Engu að síður segir í grein- argerð rússneska útvegsmála- ráðuneytisins, að hér sé um misskilning að ræða, þar sem skipstjórarnir á rússnesku skipunum neiti, að þeir hafi verið að veiðum í landhelgi. Vonist Ráðstjórnin til þess, segir í greinargerðinni að af- greiðslu málsins verði hraðað og skipin iátin laus. ★ ★ Yfirheyrslur yfir rússnesku skip stjórunum hófust síðdegis í dag og fór túlkur í dag áleiðis frá Osló til að aðstoða við undirbún- ing málshöfðunar. Neituðu skip- stjórarnir að svara spurningum lögregluyfirvaldanna. í morgun k,omu fjórir fulltrúar rússneska sendiráðsins í Osló til Álasunds. í dag ræddi Lange utanríkis ráðherra mál þetta í þinginu. Skýrði haim frá því, að hann hefði rætt við rússneska sendi herrann í Osló og gert sendi- herranum Ijóst, hversu alvar- legmn augum Norðmenn hlytu að líta á svo víðtæk landhelgisbrot. Kvaðst hann vona, að slíkt endurtæki sig ekki. Og að rússneskum skip- stjórum yrði gert fyllilega Ijóst, hvar norska landhelgis- linan lægi. Norðmenn hafa aukið mjög land helgisgæzlu á miðunujn úti fyrir Álasundi. glugga og stinga höfðinu þar út, Kom þá maðurinn, sem hann hafði vakið, út á hlaðið, og fór Ari þá út um gluggann og lét sig síga niður á hlaðið. KOMST ÚT A NÆRFÖTUNUM Hjónin, sem Ari vakti, höfðu strax hlaupið inn i baðstofuna, og komst fólkið, sem þar var, óhindrað út, án þess þó að hafa tíma til þess að klæða sig. I baðstofunni sváfu 4 menn. Á heimilinu voru 7 manns, bóndinn, Gunnlaugur Gíslasom frá Hofi og kona hans, Rósa Þor- gilsdóttir, Ari bróðir Rósu, Ragnhildur Ágústsdóttir gömuí kona, Jóna Jónsdóttir, sem er> hálfsystir Ara og Rósu, Þorgils sonur bóndans og kona hans, Olga Steingrímsdóttir. / LITLU SEM ENGU TÓKST AÐ BJARGA Veður var hvasst að austan í gærkvöldi, en fór lygnandl þegar á leið nóttina. Menu á næstu bæjum komu til aff- stoðar við að slökkva eldinn, en vegna þess að símasam* bandslaust var við Dalvík, var jeppi sendur þangað til þess að fá hjálp, og kom þaðan bíll með dælu. Ekki var við eldinn ráðið, en auðvelt var að verja útihús. Var húsið fallið á fjórða tímanum. — Engu tókst að bjarga af inn- anstokksmunum, en einhverjö af fötum tókst fólkinu að ná út. — Tjónið af þessum eldsvoða er því mjög tilfinnanlegt fyr- ir fólkið, því þarna í bænuns voru auk helmilismuna, geymd öll matvæli heimilis- ins tii vetrarins, en allt mun hafa verið óvátryggt, nema húsgögn og þau mjög lágt. —1 Heimilið að Sökku var orð- lagt fyrir rausn og myndar- skap. '5 FLYZT Á NÆSTA BÆ Fólkið á Sökku hefir haldið til á prestsetrinu Völlum. Næsti bær við Sökku heitir Hánastað- ir, en þar á Eiríkur Hjartarson, kaupmaður í Reykjavík, íbúð. — En líklegt er að fólkið flytjisí þangað, því að enginn býr þar núna. Geta ábúendur á Sökku hugsað um búskapinn áfram, þar sem ekki er lengra á millí bæjanna en um fimm mínútna gangur. — Jónas. Ökuníðmgar valda skemmdimt á bílnm RANNSÓKNARLÖGREGLAN er nú að eltast við nokkra ökuníð- inga, sem valdið hafa meiri og minni skemmdum á nýjum bíl- um, sem staðið hafa mannlausir. Hafa þessir menn sýnt fádæma skeytingaleysi með því að gera ekki eigendunum viðvart, svo að þeir gætu fengið skaðann bætt- ann. Undanfarna daga hafa rann- sóknarlögreglunni borizt daglega kærur út af slíkum árekstrum. Það var að kvöldi 26. jan., sem Hilman-stationbíll varð fyrir skemmdum, er ekið var á hann mannlausan vestur við Seljaveg 27. Hinn 29. jan. varð nýr Opel, sem stóð fyrir utan Hótel Borg, kl. 10 um kvöldið, fyrir skemmd- um. Næstu nótt var ekið á annan Frairth. á bls. 1S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.