Morgunblaðið - 02.02.1956, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.02.1956, Blaðsíða 16
VeMtiiS í d&g: AUhvass eða hvass SV, él. ttgnnMafet 27. tbl. — Fimmtudagur 2. febrúar 1956 Stokkhótmsbréf Sjá bJa. 9. Bent Larsen Norðurlandameistari Vonn síðnstn einvígisskákinn Veglegir verðlaunagrspir frá Noregi A U S T fyrir miðnætti í nótt er leið, lauk skákeinvíginu um Norðuriandameistaratitilinn með því að Bent Larsen sigraði Friðrik Ólafsson í síðustu einvígisskákinni. Hinn nýi Norðurlanda- meistari mun taka við siguriaununum á sunnudaginn kemur við at- riöfn sem fram fer í Sjálfstæðishúsinu. Friðrik Ólafsson varð Norður- iandameistari árið 1953. Þar áður hafði Baldur Möller orðið meist- ari, en á mótinu 1953 varði Bald- ur ekki titilinn, þar eð hann tók ekki þátt í því skákmóti. ★ Mikill mannfjöldi var viðstadd ur lokaeinvígið í gær. — Þáð verður að segja hverja sögu eins og hún er, að þessi mikli mann- fjöldi varð eðlilega fyrir miklum vonbrigðum. f fyrrakvöld er Frið :ik lék með svörtu á móti Larsen, haíði hann sýnt framúrskarandi leik. Nú, er Friðrik hafði hvítt bjuggust menn við því að honum myndi takast að sigra hinn harða mótstöðumann sinn. En þó leikslok yrðu þessi, þá .■amglöddust áhorfendur Larsen með löngu og innilegu lófataki, Þetta einvígi hafði verið um margt mjög skemmtilegt Hinir ungu skákmenn höfðu háð harða keppni. ★ Þegar tíðindamaður Mfcl. hitti Friðrik Ólafsson að máli kvaðst hann ekkert sérstakt hafa að legja um þessa lokaskák. En leik- urinn g5 hefði verið vafasamur mjög hjá sér. Sá leikur var 22. En Friðrik virtist staðráðinni í bví, að ylja Larsen undir uggum iðar, því Norðurlandameistara- mót er tefit annað hvert ár. Frið- rik tók í höndina á Larsen og óskaði honum ti! hamingju með 'igurinn. Larsen lék auðvitað á als oddi, svo sem vera ber. ★ Bent Larsen sagði, að um ein- vígið í heild væri það helzt að -.egja, að hvorugur þeirra hefði sýnt verulega góða skák. En keppnin hefði verið hörð. — Hér ikaut Friðrik því inn í að aðeins ein af átta skákum hefði orðið jafntefli. ★ — Hvenær hittist þið svo næst? Skáksnillingarnir brostu hvor framan í annan. Larsen sagði: Ég kemst ekki á Uppsalamótið. — Hver veit nema það verði aust ur í Moskva, hætti hann við. í þessu skákeinvígi hefur ver- <ð keppt um tvo veglega verð- aunagripí, sem Larsen verða af- hentir á sunnudaginn við athöfn i Sjálfstæðishúsinu. Er það bik- ar sem Hákon Noregskonungur hefur gefið, og silfurskál sem Oslóborg gaf. ★ Við þetta tækifæri munu skák menn kveðja Bent Larsen. Hann fer heim til Danmerkur á þriðju- daginn kemur. GANGUR LOKASKÁKARINNAR Kl. 9 gaf fréttaritari Mbl. K.Á. blaðinu upp 13 leikina fyrstu og sagði: Staðin virðist opin nokkuð hjá báðum og báðir virðast tefla með það fyrir augum, að gera út um einvígið í kvöld. Báðir eiga möguleika — og það eru gagn- möguleikar hjá báðum. Enn þá er ekki hægt að segja um hvernig fara muni. Klukkan 9,30 16 leikir búnir. Ummæli fréttaritarans: Mér finnst þetta of mikill „hasar“ og of lítið öi-yggi. Langa hrókunin hjá Friðrik skapar einhverja hættu. En ég sé ekki hvor staðan er betri nú. Klukkan 11,30 hófðu verið leíknir 26 leikir og þá sagði frétta ritarinn að Friðrik væri kominn í talsvert tímahrak — átti eftir 15 mínútur en Larsen 45 mín. ,,Að minum dómi er staða Frið- riks nú lakari“, sagði fréttaritar- inn og tel ég horfur á að skák- inni Ijúki í kvöld. Rétt fyrir miðnætti kom frétt- in um tap Friðriks. Fréttaritar- inn sagði: Þetta skeði allt í svo skjótri svipan, að það var ekki hægt að gera sér grem fyrir því. Friðrik varð að leika svona hratt klukkunnar vegna — og fékk svo aðeins tíma til að líta á stöðuna eftir mannfallið — og þá var ekki um annað að gera en að gefa. HVÍTT: SVART: 1. e2-i-e4 2. Rgl 3. d2—d4 4. RÍ3xd4 5. Rbl—c3 6. Bcl—gö 7. Ddl—f3 8. 0—0—0 9. Hhl—gl 10. g2—g4 11. Df3—e2 -f3 Friðrik. Larsen. c7—c5 d7—d6 c5xd4 Rg8—f6 a7—a6 e7—e6 Bf8—e7 Dd8—c7 Rb8—c6 Rc6—e5 b7—b5 Fullvíst Jiykir að Keflvík ingamir hafi dmkknað ALLAR HORFUR eru á því að Keflvíkingarnir Jón Erlendsson, 26 ára, Vesturgötu 7 þar í bæ, og Jón Ólafsson, 21 árs, Kirkju- vegi 44, sem hurfu aðfaranótt mánudags, hafi farizt. Ofsaveður o£ stómgnino; C ö o varhér í bænum í «ærkvö!di O Vafn komsl víða í Itfallara Rafmagnslaust i úfhverfum o?| veglr skemmdlr SUNNAN ofsaveður var hér í bænum í gær. í gærkvöldi var ekki kunnugt um slys á fólki af völdum veðurofsans en íllstætt var á götunum. Lögreglan skýrði Mbl. svo frá i gærkvöldi, að sér væri kunnugt um að víða í bænum hefði vatn flætt inn í kjallara húsa. Þakplötur fuku og allvíða og rafmagnslaust var, einkum þó í úthverfunum, sagði varðstofa Rafveitunnar blaðinu,, Óttazt er að vegir út frá bænum hafi stórskemmzt af völdum flóða. Bent Larsen Norðurlandameistari 12. f2—f4 13. Rc3—bl 14. Bg5—h4 15. Bfl—g2 16. Rbl—d2 17. Kcl—bl 18. Rd2—b3 19. Bh4—el 20. Rb3—d2 21. h2—h4 22. g4—g5 23. f4xe5 24. Rd4—Í3 25. Hdl—cl 26. De2—fl 27. c2—c4 28. Hclxc3 29. Hc3xc7 30. Bel—g3 31. Bg2xfl 32. h4xg5 33. Rí3xe5 34. Bg3xg4 35. Bf4xh2 36. Re5—f3 37. a2—a3 38. Kbl—a2 39. Rd2xHfl 40. Rfl—e3 41. Gefið. b5—b4 Re5—d7 Bc8—b7 Rd7—c5 Ha8—c8 Rc5—a4 h7—h6 Ra4—c5 Rf6—d7 g7—g6 e6—e5 d6xe5 Rc5—e6 Re6—f4 Bb7—c6 b4xc3 e.p. Bc6—b5 Hc8xc7 Bbðxfl h6xg5 Be7—c5 Bcðxgl Bgl—h2 Hh8xh2 Hh2—hl Rd7—c5 Hhlxfl Rc5xe4 Hc8—c5 Það hefur komið í Ijós, að um nóttina hafa þeir tekið lítinn pramma og farið út á sjó á hon- Um. f fyrradag var sporhundur Flug björgunarsveitarinnar fenginn :uður í Keflavík til þess að leita mannanna. Rakti hann spor þeirra að skemmu einni í bæn- um, þar sem pramminn var geymdur, þaðan rakti hann spor- in niður í flæðarmál. Mikill fjöldi mann á Suður- nesjum leitaði í gær á stóru svæði, en veður var mjög óhag- stætt til leitar í fyrrakvöld og í gær var fár- viðri þar syðra og ófært veður fyrir litla báta, svo að augljóst mál er, að hér hefur orðið hörmu- legt slys. Jón Erlendsson var sonur Er- lendar Jónssonar verkstjóra í ís- félaginu. Jón Ólafsson var einkasonur Ólafs Jónssonar, sem er starfs- maður við Dráttarbraut Kefía- víkur. Eidur í véibáii HAFNARFIRÐI: — Um sjö leytið í gærmorgun var slökkviliðið kallað niður á Gömlu bryggju, en þar hafði komið upp eldur í vél- bátnum Stjörnunni, sem er um 100 smál. Þegar slökkviliðið kom á vettvang, var töluverður eldur í borðsalnum og eldhúsi og einnig lagði mikinn reyk upp úr bátn- um. Fimm menn sváfu í káet- unni, sem er undir borðsalnum, og hafði einn þeirra vaknað við reyk. Gerði hann félögum sínum þegar aðvart og komust þeir all- ir upp, en einn þeirra brenndist nokkuð á hendi. Slökkviliðinu tókst fljótlega að ráða niðurlögum eldsins, en þrátt fyrir það urðu töluverðar skemmdir í borðsalnum og eld- húsinu, sem er áfast. — Eldurinn kom upp út frá olíukyntri elda- vél. I fyrrakvöld kom hingað vél- báturinn Flóaklettur, en hann hafði verið í Danmörku síðustu vikur, þar sem sett var í hann ný vél. Fékk báturinn ágætt veður alla leið yfir hafið, þar til hann kom að Vestmannaeyjum, en það an fékk hann hið versta veður. — G. E. VAXANDI ER A DAGINN LEIÐ Það var um nónbil, sem veður- hæðin tók að vaxa og rigning að sama skapi. Veður var hlýtt og komst hitinn upp í 8 stig. Eftir því, sem á daginn leið fór veðr- ið og úrkoman vaxandi. Þegar vinna hætti almennt, um klukkan 6, var afspyrnurok og stórrign- ing. FLÓÐ Flóð var víða á götum bæj- j arins og stórar tjarnir, t. d. „feikna stöðuvatn“ í Lækjargöt- unni við Skólabrú. Svo mikil var veðurhæðin, að fullharðnaðir menn áttu fullt í fangi með að fóta sig. Veðrið mun hafa náð hámarki milli kl. 6 og 7, og var þá veður- hæðin 10 vindstig, og komst upp í 12. — Miklar annir voru á öll- um bílastöðvum, og voru víða biðlistar viðskiptamanna. MARGIR LEITUÐU TIL LÖGREGLUNNAR í gærkvöldi voru miklar annir í lögregluvarðstofunni, en þang- að leitaði fólk aðstoðar vegna flóða í kjöllurum húsa sinna. Þá var lögreglan beðin um að- I stoð, þar sem þakpiótur voru | að fjúka, og vegna ýmissa ann- : arra minni skemmda af völdum veðurofsans og úrkomunnár. í úthverfum bæjarms var víða rafmagnslaust í gærkvöldi. Höfðu rafmagnslínur slitnað í veðr- inu. VEGIR STÓRSPILLTIR í gærkvöldi birti Vegamála- skrifstofan aðvörun til bílstjóra um að gæta varúðar, vegna þess að þá var vitað, að víða hafði vatn flætt yfir vegi og grafið þá í sundur, t. d. var vegurinn austur yfir Fjall talinn hafa spillzt á mjög mörgum stöðum. Var jafnvel búizt við því, að erfitt gæti orðið fyrir mjólkur- bílana að komast hingað til bæj- arins árdegis í dag. Sama máli gildir um Suðurnesjaveg. Hann var víða undir vatni. í Hvalfirði beljaði vatn víða um veginn. ILLSKUVEÐUR I DAG Um klukkan 9 i gærkvöldi hafði nokkuð dregið úr veður- ofsanum og rigningunni. Þá voru starfsmenn Rafmagnsveitunnar að viðgerðarstörfum og vinnu- flokkar frá Reykjavíkurbæ voru þá víða við að aðstoða fólk við að bægja frá flóðahættu í húsum. En að lokum má geta þess, að veðurstofan hefir spáð því, að I dag muni verða hér hvöss suð- vestan átt og éljaveður. ÞAK BROTNAR Seint í gærkvöldi bárust Mbl. fregnir um það, að vestur á Sel- tjarnarnesi hefði húsið Kolbeins- staðir, hús frú Ástu Kolbeins, orðið fyrir miklum skemmdum. I veðurofsanum hafði allmik- ill hluti þaksins brotnað og sópazt í burtu. Var verið að reyna að tjalda yfir með segli, þar sem brotnað hafði, en erfitt var við að eiga, þvi snjög var enn hvasst í gærkvöldi, 8—9 vindstig. Og þar vestur frá var rafmagnslaust, því þakplötur höfðu fokið á raf- magnslínur og orsakað skamm- hlaup. Skemmdir munu hafa orðið af völdum vatns í íbúðum, sem voru þar undir, sem þakið brotn- aði. ----------------------- ; Flugvélarnar tefjast VEÐURS vegna urðu truflaniu 1 á flugi míllilandaflugvélanna £ gær. Sólfaxi, sem átti að koma að utan, hélt í nótt kyrru fyrir í Glasgow, en er væntanlegur i dag, ef fært verður að lenda hér, þrátt fyrir suðvestan hvassviðrí og snjóél. í gærkvöldi, er draga tók úr veðrinu, hélt flugvélin Hekla för sinni áfram vestur um haf. —- í nótt vax væntanleg frá Banda- ríkj unum önnur Lof tleiðaflug- vél. Hún hafði viðkomu í Gander á Nýfundnalandi og tók þar benzínbirgðir til þess að geta þá haldið áfram til Prestvíkur, ef ólendandi verður hér, er hún flýgur hér yfir. Þrír Akranesbétar urðu fyrir smáskeirnndum AKRANESI, 1. febr.: — Aílinn hér í gær var 47 lestir á 12 báta, Hæstur var Reynir með rúmar 10 lestir. Ægisdætur voru að glettest við þrjá bátana í róðrinum í gær. Á Guðmundi Þorláki brotnuðu rúð ur í stýrishúsi, á Sigurvon brotn- aði aftursiglan og á Fylki brotn- aði eitthvað af borðstokknum beggja vegna. í dag hefir verið hér landsynn- ingur, rokhvass á köflurn og mikill áhlaðandi við hafnargarð- ana. Virðist veðrið vaxa með kvöldinu. Seinni hlutann í dag hafa sjð- menn verið til eftirlits í bátun- um og munu verða fram yfir há- flæði, en það er kl. 9 í kvöld. — Oddur. Róðrsr byrjaðir 1 SANDGERÐI, 1. febr.: — Hcr eru nú alls 13 bátar byrjaðir róðra. Nú um mánaðamótin var hcildar- aflinn sem hér heíur verið lagður á land orðinn 448 smál., á mótl 1629 í fyrra, en þá voru fleúi bát- ar byrjaðir róðra. Nú er Víðir II. rrieð alls 63,5 smál. afla og er hæstur bátanna. í vetur munu 20 bátar róa héð- an og af þeim verða 16 aðkomu- bátar. Þeir eru ekki nærri allir byrjaðir rótlra. Hér er landiegq í kvöld, enda hið versta veður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.