Morgunblaðið - 02.02.1956, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.02.1956, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 2. febrúar ’56 MORGVNBLAÐIfí 11 iéhasin Péliir Hínoiitgarcrð ÞANN 22. þ. m. andaðist á heim- ili sínu, Vatnsstíg 10 B, hér í bæ, Jóhann Pétur Guðmundsson, tré- smiður, 83 ára að aldri. Það kann að vera óþarfi af mér, að skrifa um Pétur heit- inn, en Pétur var hann alltaf nefndur meðal kunningja, því að margir þekktu hann vel. En eftir um 40 ára kynni og um það bil 30 ára nábýli við Pétur renni- smið, get ég ekki annað en minnzt hans nokkrum orðum. Pétur heitinn var fæddur að Króki í G-rafningssveit, 26. 9. 1872, og voru foreldrar hans, þau hjónin Guðmundur Þórðarson bóndi og kona hans, Ingveldur Pétursdóttir, þar. — Tólf ára að aldri missti Pétur föður sinn, sem þá var nýfluttur að Úlfljóts- vatni í sömu sveit, en þar ólst Pétur upp og dvaldist áfram hjá móður sinni, og stjúpa, Guð- mundi Magnússyni, þar til hann var rúmlega tvítugur. Grafning- urinn var því hans fæðingar og æskusveit, enda átti hann alltaf hugljúfar minningar um æsku sína þar. Þar þekkti hann 'svo að segja hvert örnefni, hverja laut og hæð, og er mér nær að halda, að þetta fagra og samt hrikalega umhverfi, hafi haft sín áhrif á skapíerli hans. Aldamótaárið fluttist svo Pét- ur til Reykjavíkur, og 20. júní 1902 gekk hann að eiga unnustu sína, Þorbjörgu Eiríksdóttur, frá Kirkjuferju í Ölfusi. Þau hjón eignuðust fimm dætur og eru nú tvær þeirra á lífi, og átti það fyrir þeim að liggja að annast heimili hjá föður sínum um 30 ára skeið, en móðir þeirra and- aðist 26. 1. 1926. Var þá mikil byrði lögð á þeirra ungu herðar, en ástríki var mikið milli þeirra mæðgna, og varð Pétur að vera þeim bæði faðir og móðir. Þar kom blíðlyndi og umhyggjusemi hans bezt fram. Fyrst eftir komu sína til Reykjavíkur, stundaði Pétur sjó- sókn milli annarra verka. Þetta var á skútuöldinni og var hann meðal annars á kútter „Georg“, en þar var skipstjóri Þorsteinn Þorsteinsson, seinna í Þórshamri. Heyrði ég oft Pétur vítna með ljúfum hug um veru sína á „Georgi“. En þetta átti ekki að verða lífsstarf Péturs, því að snemma kom fram hneigð hans og hæfileiki til smíða meðan hann dvaldist hjá fóstra sínum Guðmundi á Úlfljótsvatni, sem sjálfur var þjóðhaga smiður. Að loknu námi hjá Bjama Jónssyni, trésmið (sá sem byggði Bjarna- borg), hófst smíðaferill Péturs og var hann þar ætíð stórvirkur, jafnframt því sem hann var vandvirkur, og öll smiði lék í höndum hans. Stundaði hann fyrst jöfnum höndum skipa- og húsasmíðar. Vann hann þá um tíma í Slippnum, en seinna unnu þeir saman bræðurnir, Magnús og Pétur, og byggðu nokkra vél- báta, sem sennilega eru með þeim allra fyrstu, sera hafa verið byggðir hér á landL Á seinni ár- um fór hann meira að leggja GuSmundsson stund á verkstæðisvinnu, og smíðaði líkkistur jafnframt því sem hann stundaði rennismíði á tré. Var það hér sem áður, að samfara afkasti, var vandvirkn- in framúrskarandi og hafa margir fagrir gripir farið út af vinnustofu hans. Sóttust stærri húsgagnaverkstæði og fleiri fyr- irtæki eftir viðskiptum við hann. Þessa vinnu, rennismíði, stund- aði hann fram á síðasta dag, þótt þróttur hans væri sýnilega far- inn að gefa sig seinasta missirið sem hann lifði. Pétur var fríður maður sýnum og vel vaxinn, þéttur á velli og þéttur í lund, en samt blíður í viðmóti og viðkynningargóður. Hann fylgdist vel með í þjóðfé- lagsmálum og var einlægur sjálfstæðismaður, enda hafði hann trú á sjálfbjargarviðleitni og einstaklingsframtakssemi. í trúmálum hélt hann fast við þann guð, sem hann hafði kynnst með barnalærdómi sín- um og þegar hann komst ekki í kirkju, sat hann við útvarpið sitt um messutímann að hlusta á messugerð og lofa guð. Og nú er hann kominn á fund hans, eftir langt og auðnuríkt starf og dygga framístöðu við alla, sem hann umgekkst. Tómt er nú sætið hans. En það má vera syrgjend- um huggun, að eftir hann eru að- eins ljúfar minningar og þar skyggir ekkert á. M. J. Andláfsfregn úr Fljótsda! HINN 17. jan. s.l. lézt að heim- ili sínu, Víðivöllum ytri, í Fljóts- dal, ekkjan Elísabet Þorsteins- dóttir, 48 ára gömul, eftir stutta en stranga legu. Hún hafði átt við langvarandi vanheilsu að búa. Maður hennar var Þórarinn Hallgríms’son á Víðivöllum, en hann lézt veturinn 1948, tæp- lega fertugur að aidri. Bjuggu þau á Víðivöllum ytri. — Börn þeirra hjóna voru þá öll í bernsku og hélt Elísabet sáluga þá áfram búskap og bjó á Víði- völlum til dauðadags. Mun hún hafa lagt meira að sér, en veil heilsa leyfði. Elísabet var friðleikskona, elskuð og virt af þeim er hana þekktu. Hún er harmdauði sveit- ungum, þótt þyngri sé raun ást- vina og barnanna, enn flestra í bernsku. Á þau er lögð, með fárra ára millibili, þyngsta raun er nokkurt barn fær að bera, missir beggja foreldra. Megi guðs hönd styðja þau. — J.P. Undanfarið hafa eftirtaldar gjafir borizt í Friðrikssjóð: Saml. skreiðarframleiðenda 5000 Starfsm. Áhaldah. Rvíkur 2125 Starfsfólk KRON 1700 Starfsfólk í Ölgerð Egils Skallagrímssonar 1675 Lögreglumenn í Keflavík 1100 Tjarnarklúbburinn 535 Vinnufl. Jóh. Benediktss. 430 Rotaryklúbbur Borgarness 350 Auk þess hafa ýmsir einstakl- ingar lagt í sjóðinn. Sjóðstjórn hefur beðið blaðið að flytja öll- um gefendunum kærar þakkir. Finnskir kommún- isfar KAUPMANNAHÖFN, 30. jan. — Norðurlandaráðið felldi í dag til- lögu frá finnsku kommúnistunum um að mæla með því að Paasikivi forseti Finnlands hlyti friðarverð laun Nobels. Ráðið vísaði tillögu um þetta efni á bug á þeim grund velli að málið varðaði ekki nor- rænar þjóðir, sem heild. Kynníng 23 ára gamall maður óskar eftir að kynnast ungri, ein- mana stúlku, sem skemmti- félaga. Tilboð sendist afgr. Mbl., merkt: „Framtíð — 383“. — Vön afgreiðslustúlka getur fengið atvinnu nú þegar eða síðar. Undirstöðumenntun nauðsynleg. A BEZT AÐ AVGLÝSA ± T t MORGUISBLAÐim ▼ <zH.ijij.ci Lí ^in HÉu vinn ■■■■■■■•■■■■ ii •■•■>*•< Okkar áriega utsaia hefst á morgun Hér skal nefnt fátt eitt af því, sem á boðstólum er: Vinnuföt Karlmannafatnaður Karlmannssokkar Nælon undirkjólar Peysur Undirföt Nælon sokkar Kápuefni Höfuðklútar ! Barnakápur Vesti (karlm. og drengja) o.fl. o.fl. FJOLBREYTT URVAL AF BUTUM Reykvíkingar þekkja af reynzlunni, að verðið er almennt hvergi lægra en í KRON. Þess vegna eru útsölur KRON sérstök tæki- færi til kiarakaupa. VEFNAÐARVÖRUDEILD »<V3<SkS<S*^<Sk/ * I I *) *) (*t 0 \ 4 í § * s y) ! | i •ú «1 ZETA ferða-ritvélin tiefii- dálkastilli og sjálfvirka setningu á spássíu. 44 .yklar. Er jafnsterk og vanaleg skrifstofu-rnvél, en vegur aðeins 6 kg. — Tílvalin jólagjöf. Einka-umboð: MARS TRADINC COMPANY Bankastræti 2. Sími 5325. Útsala: BÓKABÚÐ Bankastræti 2. Simi KRON 5225.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.