Morgunblaðið - 02.02.1956, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.02.1956, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 2. febrúar ’56 MORGUNBLAÐIÐ Þorður BiofHBSfui fzi Reykhólum 85 úru ÞÓRÐUR BJARNASON frá Reyk hólum er 85 ára í dag. Hann á það meira en skilið að fá hlýtt handtak frá Elliheimil- ínu Grund, þótt hann sé þar ekki daglegur gestur framar. Hann hefir verið aðalendurskoðandi reikninga þess frá b.yrjun, til þess kjörinn af bæjarstjórn, unz heilsufárið sagði fyrir fáum ár- um: „Hvíldu þig“. Enginn er jafnkunnugur reikn- ingum Grundar frá byrjun, hefir margt lagað og leiðrétt og stund- um einnig hrist höfuðið yfir „búskapnum“, þegar skuldirnar ætluðu að færa allt í kaf um og eftir 1930. En alltaf var hann trú- fastur vinur heimilisins, og hluthafi þess í dimmviðri og sól- skini. Því segi ég honum hjartans þakkir fyrir hönd vor allra, sem fyrr og síðar höfum litið eftir Grund. Vafalaust eru það miklu fleiri, sem muna ýmis störf hans með þakklæti, líklega allra helzt rosknir templarar, því að Þórður var fjölda mörg ár starfsamur fé- lagi G.T.-reglunnar. Bæjarfull- trúi var hann í 6 ár í Reykjavík. Annars var verzlun aðalævistarf- íð. Verzlunarstjóri í Borgarnesi, síðan í Reykjavík hjá h.f. P. J. Thorsteinsson, og seinna kaupm. í Reykjavík, og loks endurskoð- andi hjá mörgum fyrirtækjum. Aldamótaárið kvongaðist hann Hansínu Hansdóttur Linnet, ágætri konu, er staðið hefir örugg við hlið hans öll þessi ár. Upp- komin börn þeirra eru 5 og barnabörnin mörg, sem láta sér öll mjög annt um þau. Blessun Guðs fylgi þér og þín um um ár og eilífð, hugsa vinir þínir, Þórður Bjarnason. SigurbjÖFn Á. Gíslason, LæknisráB vikunnar: HundraB ára afmæli lœknasprautunnar FLESTIR núlifandi menn þekkja læknissprautuna af #igin reynslu, og ekki hvað sízt yngri kynslóðin, því nú eru svo til öll börn bólusett gegn barna- veiki strax á fyrsta ári. Sú aðferð, að sprauta lyfjum undir húð mannsins átti einmitt 100 ára afmæli fyrir nokkrum árum, eða nánar tiltekið 28. nóv- ember 1853, klukkan 10 að kvöldi. Þegar menn hugsa um það, hve hægt hefur verið að lengja líf margra manna með því að koma lyfjum í líkamann, án þess að þau hafi þurft að fara hina venjulegu leið um magann, finnst manni sannarlega ástæða Wl að hylla uppfinningarmann- inn að þeirri nýbreytni, en það var Englendingurinn Alexander Wood. Að vísu voru þessar sprautur hans ekki fyrstu tilraunir, sem gerðar voru til að koma lyfjum í mannslíkama utan magans og þarmana. Það var árið 1657, sem fyrst var reynt að sprauta lyfjum beint í æðar og maðurinn, sem það gerði, hét Christoffer Wren. Hann var stjörnufræðingur að mennt og síðar varð hann húsameist- ari, en slíkt skipti ekki máli í þá daga. Til þessarar læknisað- gerðar notaði hann nál úr silfri eða gulli, sem var hol að innan. Á öðrum enda nálarinnar var poki og í honum sá vökvi, sem átti að fara inn í æðina. Svo var pokinn kreistur og mest af inni- haldi hans fór þá sennilega í æð- ina. í pokanum var ýmist ambra, arsenik, kanel, brennisteinn eða eitthvað annað góðgæti, en stundum var ópíum í honum. — Þessi aðferð var þó svo frum- stæð og áhöldin svo óhentug að hún lagðist brátt alveg niður. Það var ekki fyrr en í byrjun þessarar aidar, að farið var aft- ur að notast við þessa aðferð eft- ir að Ehrlich, sá sem fann upp „salvansan“-ið, komst að því, að mjög var hentugt að koma lyfjum í mannslíkamann á þenn- an hátt, en þá hafði hann líka fengið í hendurnar hin réttu áhöld, nefnilega sprautuna og lausu nálina, sem Wood notaði í fyrst'a sinn 28. nóvember 1853. Uppfinning Woods var í því fólgin að hann sýndi fram á að hægt var að búast við árangri af lyfinu annars staðar í likmanum en nákvæmlega þar sem nálinni hafði verið stungið inn undir húðina, eftir því um hvaða lyfja- tegund var að ræða. Hann hafði sjúkling undir höndum, sem þjáðist af mjög sár- um taugaverkjum í ftandleggn- um. Hann hugsaði sem svo: ópíum hlýtur að verka betur, ef ég sprauta því beint í taugina. Hann gaf sjúklingi sínum sprautu með ópíum, sem leyst var upp í sherry, og hafði hún góð áhrif Seinna kdmst Wood að þeirri niðurstöðu að það skípti reyndar ekki mál, hvar sprautunni var stungið undir húðina, Ef ópíum eða morfín var í sprautunni, hafði hun tilætluð áhrif þó stung- ið væri langt frá þeim stað, þar sem sársaukinn átti upptök sín. Wood lýsti sjálfur uppfinningu sinni fyrir rúmum 100 árum á þennan hátt: ’ 1. Ef morfíni er spiautað und- ir húðina nálægt þeim stað, þar sem sársaukinn er mestur, minnk ar eða hverfur sársaukinn. 2. Áhrifin af morfíninu, sem sprautað er undir húðina, ná upp í heilann, og gera það að verkum að sársaukinn minnkar eða hverf ur, hvar sem stungið er í lík- amann. 3. Sennilega er þessu eins varið með önnur efni, sem sprautað er undir húðina. 4. Tilraunirnar sýna að vefur- inn undir húðinni er vel til þess fallinn að draga til sín lyf. Það vissu menn ekki þá, svo það var Wood að þakka að þessi aðferð hefur nú náð slikri út- breiðslu. Kristján Guðlaugsson hæstaréttarlögmaSur. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5 Austurstræti 1. — Sími 3400. IPROTTIR Fór fró 2 mónaða dóttur liieimo — vann gullverðlaun í Cartinu Bandaríkia vinna sinn fyrstn gnllpening CORTINA, 1. febrúar — frá NTB ÞÓ OLYMPÍULIÐ Bandaríkjanna sé eitthvert hið fjöl- mennasta í Cortina, þá hefur það fram til þess ekki sótt gullið þangað. Það var ekki fyrr en í dag, •— á sjöunda degi leikanna — að Bandafíkjamaður vann sér rétt til að stíga á efsta þrep verð- launapallsins. En þá fór það svo, að tveir aðrir Bandaríkjamenn stóðu á pallinum með honum. Þetta var eftir keppai í listhlaupi karla á skautum — en þar urðu þrír Bandaríkjamenn fyrstir. ★ GEYSIHÖRÐ KEPPNI Annars var það kvenna- keppnin í dag sem enn meiri athygli vakti. Þær kepptu í 3x5 km boðgöngu og í svigi. Finnsk- ar sveitastúlkur færðu landi sínu önnur gullverðlaunin á þessum leikum. Það var eins og þær væru staðráðnar í því frá upphafi að vinna sigur — og það tókst. Rússnesku stúlkurnar, sem allir bjuggust við að ættu til- tölulega auðvelt með að sigra, urðu að láta sér nægja annað sætið. Já, þær máttu jafnvel hrósa happi yfir því að fá silfur, því sænsku stúlkurnar, sem bronsið hlutu veittu þeim geysi- lega keppni og komu í mark aðeins 20 sekúndum á eftir. Og norrænir fréttamenn segja að Svíunum hefði tekizt að vinna Rússana ef fyrsta sænska stúlk- an hefði ekki sprengt sig í keppni við hina rússnesku — farið hæg- ara en jafnara. Sonja Edström er gekk lokasprettinn fyrir Sví- þjóð náði bezta tíma einstakl- inga (22,02 mín.). Norsku stúlk- urnar urðu að lokum nr. 4, en voru nr. 3 er síðasti spretturinn hófst. GOÐ FRAMMISTAÐA Finnsku stúlkurnar léku á als oddi. Það ætlaði allt um koll að keyra á áhorfenda- pöllunum er finnska stúlkan Siri Rantanen kom fyrst í mark að loknum fyrstu 5 km. Hún er 31 árs og fór að heim- Sfigin eftir 6 daga I BRUNI kvenna urðu úrslit þau á Olympíuleikunum, að Sviss hlaut gull- og silfurverðlaun. f þriðja sæti varð kanadisk stúlka og eru það fyrstu verðlaun sem Kanadamaður hlýtur á þessum leikum. Eftir 6 daga standa stigin þann ig: Rússland 82, Austurríki 42,5, 3. Svíþjóð 40, 4. Noregur 38, 5. Finnland 32, 6. Sviss 27,5, 7. Ítalía 18,5, 8. Bandarikin, og síðan koma Holland, Þýzkaland, Pól- land, Frakkland, Kanada, Japan, Tékkóslóvakía. Nú hefur verið keppt í 15 grein um og hafa verðlaun fallið þannig: Gullverðlaun: Rússland 4, Nor- egur 2, Austurríki 2, Finnland 2, Sviss 2, Svíþjóð 1, Ítalía 1, Þýzka land 1. Silíurverðlaun: Svíþjóð 4, Rúss land 4, Austurríki 3, Noregur, Sviss, Japan og Ítalía 1 hvert. Bronsverölaun: Rússland 5, Svíþjóð 3, Austurríki 2, Noregur, Sviss, Finnland, Pólland og Kanada 1 hvert. an frá 2 mánaða gamalli dóttur sinni til að taka þátt í Olympíuleikunum. Það varðí að styðja hana út af vellinum. svo örþreytt var hún eftir sprettinn. En ánægð var húnt og hamingjusöm. „Mamma'1 «r hún kölluð meðal finnskia keppendanna. Hún van» bronsverðlaun á Oslóleikun- um 1952 og silfur á heims- meistaramótinu í Falun 1954 Annan sprettin gekk 25 ára gömul sveitasiúlka. Hún var bezt af finnsku stúlkunum oy er það afrek út af fyrir sigy. því hún var ekki vel frísk er hún lagði af stað og fékte magakrampakast nokkur eftir að hún kom í mark. ' 4 ' -»v-' 'ý> ' *}. Eysteinn Þórðarson í svigbrant. 26. í svigi karla I stórsvigi urðu Islend- ingar nr. 56, 60 og 62 CORTINA, 1. febr. — frá Óskari Guðmundssynp fréttaritara Mbl. A í SVIGKEPPNI karla varð Eysteinn Þórðarson 26. r. 7 röðinni og var tími hans 4:00,3 mín. Einar Valur Kristjánssoíí varð 37. í röðinni og var tími hans 4:18,6 mín. — Tími sigur vegarans Sailers var 3:14,7. Igaya frá Japan 3:18,7 og tím- Sollanders, Svíþjóð, er varð þriðji, var 3:20,2 mín. á Þessi árangur Eysteins er hvað röð snertir, sá bezti, er ís 7 lenzkur svigmaður hefur náð á Olympíuleikum. Á Olympíu leikunum í Osló varð Ásgeir Eyjólfsson nr. 27. í röðinni. í FRÉTTABRÉFI sem blaðinu barst í gær frá Óskari Guð- mundssyni segir svo um stór- syigskeppnina, sem fram fór á sunnudaginn var. Keppnisbrautin var lögð ofan af toppi Monte Faloria, sem er í 2300 m hæð. Þangað voru allir keppendur fluttir í risastórri skíðalyftu. Brautin var 2660 m á lengd og hæðarmismunur 623 metrar. í henni voru um 70 hlið. Brautin var mjög erfið og krafð- ist gríðarmikillar tækni af keppendunum. Hún var víða brött og mishæðótt. Olympiumeistari varð hinn 20 ára gamli Austurríkismaður Toni Sailer. Sigur hans var óveriju glæsilegur. Han'n var 6,2 sek. á undan næsta manni, land; sínum Molterer, sem þó þyki: enginn viðvaningur. Sailer hef ur mjög fallegan stíl. Hani tekur allar beygjur mjög langa: og mjúkar og virðist ekki far; ýkja hratt. En hann levnir mjöj á hraðannm. Allar torfærur oj mishæðir í brautinni virtus .honum leikur einn. Það virtis jafnvel stundum frekar svo sen hann væri að leika sér en a< keppa um Olympíutitil. Austurríkismenn áttu 1., 2., 3 og 6. mann. Það var glæsilegu: en verðskuldaður sigur. Tveim (ur Frökkum tókst að komast im á milli austurrísku keppendann; — í 4. og 5. sæti. Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.