Morgunblaðið - 09.02.1956, Qupperneq 1
16 ssður
Situr við sama á Kýpur
SMABÖRN SEND UT AF ORKINNI
E'
Nicosia 8. febr.
’NN heldur óeirðunum á Kýpur áfram. í dag tók mikill fjöldi ‘ MOSKVU,
skólabarna á aldrinum sex til ellefu ára þátt í mótmælagöngu
gegn Bretum. Rifu þau niður og brenndu brezka fána — og
drógu í staðinn upp gríska. Réðust þau einnig inn í marga skóla og
rifu niður mjrndir, sem þar voru af brezku konungsfjölskyldunni.
Löadunarbannið ræit í JParás
.. . .. . ^ Von til þess oð deilan leysist
IJæmdur til dauoa
„ENOSIS“ ♦
Brezka öryggislögreglan ætlaði
á sumum stöðum að tvístra
hópnum, en fékk á sig grjót-
hríð. Hrópuðu börnin hástöfum
„Eriosis", sem þýðir „sameining
Kýpur og Grikklands“. j
Augljóst var, að hópganga þessi
var vel skipulögð — og senni-
lega í mótmælaskyni við dauða
18 ára pilts í gær. Tók piltur
þessi þátt í óeirðum [ Famagusta
— þg varð fyrir skoti er lög-
reglan bældi óeirðirnar niður
með vopnavaldi.
í dag hafa einnig borizt fregn-
ir til Nicosia þess efnis, að sams
konar barna-kröfugöngur hafi
verið á 20—30 öðrum stöðum á
Kýpur.
Fullveldi
Molukka
BONDON, 8. febr. — Samkvæmt
tilkynningu, sem gefin var út í
London í dag, mun þess nú verða
skammt að bíða, að ríkjasam-
bandið á Malakkaskaga hljóti ó-
skorað fullveldi. Fyrst um sinn
munu Bretar þó vera ábyrgir fyr
ir utanríkismálum ríkjasam-
bandsins, en stjórn innanlands-
málanna mun strax verða feng-
in í hendur Malakkamönnum.
8. febr. — Maður
nokkur í Suður-Rússlandi var
fyrir nokkru dreginn fyrir dóm
fyrir að hafa rænt 17 ára stúlku.
í dóminum dró hann skyndilega
upp skammbyssu og skaut á
stúlkuna með þeim afleiðingum
að ,hán lézt. Einnig drap hann
frænda hennar, sem þar var
staddur, og særði bróður stúlk-
unnar. Ekki þurfti lengur vitn-
anna við — og var maðurinn um-
svifalaust dæmdur til dauða.
BERLÍN — Danski blaðamaður-
inn Henrik Bonde Henriksen,
sem fyrir. skömmu hjálpaði Otto
John til þess að flýja A.-Þýzka-
land — er nú kominn aftur til
V.-Berlínar. Hann óttast mjög, að
a-þýzkir kommúnistar reyni að
koma fram hefndum á honum —
eða ræni sér jafnvel, og hefur
hann fimm lífverði, sem gæta
hans og fjölskyldunnar nótt sem
nýtan dag.
Ben Gurion ber fram nýjar til-
lögur um lausn vandamálanna
Athyglin beinist nú sifellt meir
að Landinu helga
SAMKVÆMT ummælum utanríkisráðherra Bandaríkjanna og
Bretlaads, sem nýlega sátu fund — ásamt Eden og Eisen-
hower — er ljóst, að Bretar og Bandaríkjamenn, og herir ísraels
og Arabaríkjanna — dragi sig til baka frá landamærum ísraels
— þannig að hlutlaust svæði verði þar í milli. Mun ætlunin síðan
vetfða sú, að Sameinuðu þjóðirnar gæti þess, að hvorugur aðili
sýni hinum neinn yfirgang. Ef slíkt samkomulag kæmist á — yrði
málunum þar eystra borgið að sinni — að því er virðist.
London 8. febr.
IDAG hófust i París fundir fulltrúa brezkra og íslenzkra tog-
araeigenda. Er það fyrir atbeina OEEC, að fundir þessir verða
haldnir, og verður rætt um fyrirkomulag fisklandana á íslenzkum
fiski í Bretlandi. Eftir fundina í dag áttu fréttamenn tal við for-
menn íslenzku og brezku sendinefndanna, og kváðust þeir báðir
óska þess, að takast mætti að jafna deiluna.
Ogata
látinn
BEN GURION HEFUR ORÐIÐ
í nýjustu útgáfu bandaríska
vikuritsins Newsweek segir, að
íorgætisráðherra ísraels, David
Ben Gurion, hafi í viðtali við
hlaðið tjáð ísraelsmenn fúsa, til
þess að ganga til móts við Ar-
aharíkin — í samkomulagsátt.
Kveður hann Israel vera fúst
til — í fyrsta lagi,
að jafna deilurnar um landa-
mærin með gagnkvæmum
samningi, sem væri bæði ísra-
el og Arabaríkjunum til hags-
bóta.
Mcllef læfur undan slga í ÁSsír
Fer heimleiðis í loft vikunnar
Paris 8. jan.
FRANSKI forsætisráðherrann, Guy Mollet, hélt í dag fund með
fulltrúum franskra manna í Alsír. Var fundurinn haldinn í
aðsetursstað lands3tjórans, en forsætisráðherrann hefur setzt
þar að. Lýstu Alsirmennimir yfir hryggð sinni vegna árásarinnar,
iem var gerð á Mollet, þegar hann kom til Alsír.
MOLLET IJÍT UNDAN
Svo mikið er víst, að á fund-
ánum í dag neyddu þeir Mollet
tU þess að víkja frá þeirri stefnu,
aem hann hefur tekið í Alsírmál-
unum. Var ásetningur Mollet að
vetta hinum níu milljónum Mú-
hameðstrúarmanna, sem í Alsír
búa, jafnan atkvæðisrétt við Ev-
rópumenn í Alsír. Samkvæmt
ftéttum hefur Mollet nú orðið
að hverfa frá þessu. Múhameðs-
trúarmenn og Evrópumenn í Al-
aír kjósa jafn marga fulltrúa til
franska þingsins, en verði þessu
þreytt, óttast Evrópumeimirnir,
að troðið verði á rétti þeirra,
sökum fæðarinnar.
Ef þessi ákvöríun Mollet verð-
| ur ekki til þess að jafna ágrein-
! inginn milli stjórnarinnar og Ev-
rópumanna í Alsír, óttast stjórn-
arvöldin, að til alvarlegri tíðinda
kunni að draga. Frönsku blöðin
í Alsír hafa undanfarið ráðizt
harkalega á stjórnina og kenna
Mendes France um stefnu þessa
í Alsírmálunum.
^ Samkvæmt síðustu fréttum
frá París mun Mollet hverfa
heim fyrir vikulokin. Hann ætl-
ar að tilnefna annan hershöfð-
ingja í stað Catroux áður en hann
fer frá Alsír — og er nú búinn
að senda stjórninni skýrslu um
ástandið í Alsír.
Ben Gurion.
f öðru lagi, að styðja land-
nám arabiskra flóttamanna í
nágrannalöndunum — á sama
hátt og flóttamenn af Gyð-
ingaættum, sem flutzt hafa
til ísraels, hafa verið styrktir.
f þriðja Iagi, að undirrita
samning þess efnis, að Ar-
abaríkin annars vegar — og
ísrael hins vegar heiti hvor
öðru því, að gera aldrei neitt
á hlut hvors annars. Einnig
að hefja samvinnu við Araba-
rikin á grundvelli einlægrar
vináttu á efnahags-, menn-
ingar- og stjórnmálalegu
sviði.
NÆR NÝJA TILLAGAN
FRAM AÐ GANGA
Með þessari yfirlýsingu forsæt-
isráðherrans er vissulega mikið
fengið. Ef Arabaríkin sýndu slík-
an samkomulagsvilja væri ágrein
ingurinn um landamæri ísraels
úr sögunni. Búast má við, að til-
laga Bretlands og Bandaríkjanna,
sem að framan er getið, gæti
orðið til þess að koma á frekari
sáttaumleitunum, ef Arabaríkin
á annað borð kærðu sig um slíkt.
AUKINN VÍGBÚNAÐUR
EGYPTA
Við komu Hammarskjölds til
Framh. á bls. 4
TOKYO — Japanski stjórnmála-
maðurinn Ogata er nú látinn.
Lézt hann af hjartaslagi hér í
Tokyo. Um skeið var Ogata aðal-
ritstjóri stórblaðsins Asahi —• og
var talinn mjög andvígur komm-
úniskum áþrifum í Japan. Á
stríðsárunum hafði hann mikil
völd í herstjórn Japana, en gerð-
ist harðvítugur baráttumaður
frjálslynda flokksins eftir að
stríðinu lauk. Var hann talinn
mjög líklegur eftirmaður Hatoy-
ama í forsætisráðherrastóli — og
kom mönnum fráfall hans á
óvart.
BEBI9 EFTIR EDffl MFB
lilKILLI LfTiRVÆSlTiG!)
LONDON, 8. febr. — Það var til-
kynnt í dag, að Sir Anthony
Eden mundi jafn skjótt og hann
kæmi heim gefa stjórn sinni
skýrslu um það, sem rætt hefur
verið í för hans til viðræðna við ,
ráðamenn í Washington og Ott- j
awa. —
Menn bíða eftirvæntingarfullir j
eftir því að heyra hvað Eden hef-
ur að segja um ástandið fyrir ■
botni Miðjarðarhafs. Búizt er við
að þeir Eden og Eisenhower hafi
rætt um hugsanleg meiriháttar- j
átök þar og hvaða- aðgerða heppi- |
legast yrði að grípa til — ef svo j
færi. — Reuter.
^VINSAMLEG SAMSKIPTI
i í tilkynningu, sem gefin var út
eftir fundinn, sagði, að fulltréar
beggja aðila hefðu skýrt afstöðu
sína og viðskipti fulltrúanna
hefðu í alla staði verið hin vin-
samlegustu. Á morgun munu full
trúarnir halda með sér annan
fund.
AÐEINS RÆTT UM
TOGARALANDANIR
Formaður samtaka brezkra
togaraeigenda, Croft Baker,
sagði, að hann vissi ekki hve
lengi fundir þessir mundu standa
yfir. Er hann var spurður hvort
nokkur árangur hefði orðið af
fundinum í dag, svaraði hann því
til, að vissulega hefði náðst ár-
angur. Nánari vinátta og aukinn
skilningur hefði skapazt á milli
deiluaðilanna — og gæfi það
góða von. Lagði hann sérstaka
áherzlu á það, að á þessum fund-
um væri aðeins rætt um land-
anir íslenzkra togara í Englandi,
og nýafstaðnar landanir á íslenzk
um hraðfrystum fiski í Tyneside
væru ekki á dagskrá fundarins.
f VAR
Kjartan Thors sagði, að sættir
í deilunni mundu gera íslenetmg-
um kleift að flytja fisk beina
leið af miðunum við fsland til
brezkra hafna, eins og áð»r var
gert. «
í gær sagði Baker í viðtaM við
fréttamenn, að íslendingar væru
nú að undirbúa nauðsvnlegar
breytingar þess efnis, að fram-
vegis yrði brezkum togarum
heimilt að leita vars við strend-
ur íslands í slæmu veðri — með
óbúlkuð veiðarfæri — gegn því
að togararnir tilkvnntu ísíenzku
yfirvöldunum það áður í skeyti.
Stigamenn í Ítolín ilýja ti! byggða
Snjóþyngsli og kuldar valda erfiðleikum
víða um heim
London, 8. febrúar.
• F.kkert lát hefur enn orðið á
illviðri því og kuldum, sem und-
anfarið hafa geisað á norður-
hveli jarðar. Fregnir berast sí-
fellt um vaxandi samgöngu-
örðugleika og mannfellir —
hvaðanæfa að.
0 Kuldastraumurinn nær alla
leið suður í Norður-Afríku, og
búa Túnisbúar t. d. við kaldasta
vetur, sem þar hefur komið í
manna minnum.
0 Fregnir frá Róm herma, að
veturinn sé orðinn það harður, j
að jafnvel stigamenn, sem láta
sér þó ekki allt fyrir brjósti
brenna, hafa neyðst til þess að
flýja fjöllin. Leita þeir nú til
byggða — og setjast að á af-1
skekktum bændabýlum. Neyða
stigamennirnir bændur, til þessl
J að gefa sér mat — og eru margir
bændur í dölum S.-Ítalíu famir
1 að búa við þröngan kost, þar eS
örðugt er um aðdrætti vegna
snj óþyngslanna.
• í Grikklandi hefur fallið
mikill snjór undanfarna ðaga.
Mjög er orðið erfitt með sam-
göngur í mörgum landshlutum,
og hefur orðið að varpa lyfjum
og öðrum nauðsynjum niður f
fallhlíf í mörgum héruðúm, eem
eru algerlega einangruð.
• Frost var í sumum héruðum
í Tunis í dag — og víða féll
snjór. Margt fólk er mjög illa
á vegi statt — og hafa roörg
kristileg og stjórnmálaleg sam-
tök hafið matgjafir og söfnun
fatnajðar til þeirraj, sem bág-
staddir eru.