Morgunblaðið - 09.02.1956, Qupperneq 6
6
MORCUTSBLAÐÍÐ
Fimmtudagur 9. febrúar 1956
Gísli Björnsson - minning L ^1 Magnús Arnbjarnarson - minning
GÍSLI BJÖRNSSON frá Elliða-
vatni andaðist að heimili sínu
Laugaveg 80, 1. febrúar síðast-
liðinn, og fer jarðarför hans fram
í dag.
Gísli var fæddur að Kröggóifs-
stöðum í Ölfusi 6. nóvember 1866.
Foreldrar hans voru Björn Gísla-
son bóndi og Björg Jónsdóttir
kona hans. Bróðir Björns var Sig-
urður faðir Ögmundar skóla-
stjóra í Flensborg, en systir
þeirra var Guðrún, gift Sæmundi
Sæmundssyni óðalsbónda á Ell-
iðavatni.
Móður sína missti Gísli, er hann
var á þriðja ári, en ólst upp
áfram á Kröggólfsstöðum hjá
föður sínum, þar til hans missti
við, en þá var Gísli á 18. ári
Fluttist hann þá suður að Elliða-
vatni til Guðrúnar föðursystur
sinnar og átti þar heima í fjög-
ur ár. Þar leið honum vel og átti
þaðan alla ævi fagrar æskuminn-
ingar, enda kenndi hann sig löng-
um við Elliðavatn.
Þaðan fluttist hann með frænku
sinni til Reykjavíkur, eftir að
hún missti mann sinn, og dvaldi
þar um hríð. Þá fór hann aftur
ráðsmaður að Elliðavatni og var
þar fram til ársins 1896, er hann
fluttist alfarinn til Reykjavíkur
og hefur átt þar heima síðan.
Aldamótaárið kvæntist Gísli
Jóhönnu Þorsteinsdóttur ljós-
móður frá Fíflholti í Vestur-
Landeyjum, og lifir hún mann
sinn. Þau eignuðust eina dóttur,
Guðrúnu, sem verið hefur hjá
þeim alla tíð og ar.nast þau af
mikill umhyggiu s ðan kraftar
þeirra fóru að : "erra.
Eftir að Gísli se:* 't að í Reykja
vík vann hann lengi við verzl-
unarstörf, meðal annars hjá
Gunnari Gunnarssyni kaupmanni
og fleirum. Síðar gerðist hann
þjónustumaður bæjarins, var fá-
tækrafulltrúi í 12 ár og innheimtu
maður bæjarins í 11 ár, þar til
hann varð að láta af því starfi
hálfsjötugur að aldri vegna bil-
unar í fæti, sem gérði hann að
lokum farlama siðustu æfiárin.
Gísli vann sér traust og hylli
allra þeirra, er hann veitti þjón-
ustu sína, enda skorti hann
hvorki greind né hvggindi og
trúmennskan var óyggjandi.
Þótt ekki væri skólanáminu
fyrir að fara í æsku, hafði hann
numið svo vel undirstöðuatriði
allrar bekkingar, lestur, skrift
og reikning, að honum entist
til fullrar hlítar. Enda fylgdist
hann vel með fram til síðasta
dags öllu því sem ge "ðist í um-
heiminum bæði i.man lands og
utan, og hafði va’ ;:.di áhuga
fyrir öllu því, sem til framfara
horfði
í sex tugi ára var Gísli reyk-
vískur borgari traustur og vel
metinn. þegn hins vaxandi bæj-
arfélags. Samt var hann alla sína
tíð barn sinna bernskustöðva,
gamall og gróinn Ölfusingur.
Þangaði leitaði hugur hans allt
af og þar dvaldi hann langdvöl-
um mörg sumur með fjölskyldu
sinni.
Þegar Guðrún á Elliðavatni
andaðist árið 1897 hafði hún arf-
leitt Gísla að parti ur Reykja-
torfunni Eignaðist hann þá jörð-
ina Kross og hálfa Vellina. Smátt
og smátt bætti Gísli við þessar
eignir og átti að lokum alla torf-
una, en það eru fimm jarðir sam-
liggjandi Er það mikil jarðeign,
þótt ekki væri hún honum arð-
bær að sama skapi.
Árið 1922 reisti Gísli sér sumar
skála á Gevsisf’öt undir Reykja-
fjalli, fögrum stað. steinsnar frá
Litla-Geysi, sem er þar frægastur
hvera. Leiddi hann hveravatn í
skálann til hitunar, suðu og
neyzlu og baða Mun það einhver
alfyrsta framkvæmd af því tagi
sunnanlands Guðrún, dóttir
Gísla hafði þá átt ■'úð mikla van-
heilsu að stríða, og var það álit
lækna, að hún ætti ekki langt
líf fyrir höndum. Gísli hugðist
nú reyna við hana lækningamátt
hveravatnsins. Honum varð að
trú 8»nni. Hún fékk tullan bata.
Fátt eða ekkert mun hafa glatt
Gísla meir á lífsleiðinni. Þrem
árum seinna tóku þáu þangað
systurdóttur Gísla, Bergþóru Hall
dórsdóttur, sjö ára gamla. Hafði
hún þá verið tvö ár sjúklingur á
Vífilsstöðum. Hún fékk líka
fullan bata Tóku þau Gísli og
Jóhanna hana að sér upp frá
því, sem aðra dóttur sína. Marg-
ir aðrir sjúklingar dvöldu hjá
þeim lengur eða skemur á sumr-
in í Guðrúnarskála á Geysisflöt.
Þeim og fjölda mörgum öðrum
hafa nærfærnar ljósmóður hend-
ur Jóhönnu hjukrað og hlúð að
um dagana Og ekki var það úr
, talið af Gísla, því að ekkert mátti
hann aumt sjá
Árið 1929 sel.di Gísli ríkinu
Reykjatorfuna, en hélt lóðar-
I bletti sínum og skála sem áður.
! Þau kaup voru gerð af fullri
i forsjá og framsýni af hálfu þess
! ráðherra, er hlut átt.i að máli,
því að þarna eru framtíðarmögu-
leikar miklir og ekki séð nema
upphafið enn á öllu því, sem þar
mun gera mega. En það var áhuga
mál Gísla, að þau jarðgæði yrðu
til almenningsnota.
Gísli var heimilisfaðir ágætur
og ástríki mikið milli þeirra
hjóna oe dóttur og uppeldisdótt-
ur. Gestrisni, glaðværð og mynd-
arbragur ríkti á heimili þeirra,
enda átti margur þangað erindi.
Gísli var allra manna glaðastur
heim að sækja, gamonsamur og
skemmtilegur í viðræðu og víða
heima, fylgdist vel með öllu, las
mikið og leitaði sér fróðleiks
og frétta, þar sem föng voru á.
Reikningsmaður var .hann ágætur
og skrifaði skýra og læsilega rit-
hönu Ha. di var hreinn og beinn
og émvrl ur í máli hver sem í
hlut átti. mætti með fullri djörf-
ung og einurð ef á harxn var leit-
að og lét ógjarnan hlut sinn eða
rétt. Hins vegar var hann ein-
staklega bamgóður, vorkunn-
samur og brjóstgóður við smæl-
ingja og alla þá, sem bágt áttu,
bæði menn og málleysingja.
Byggingabréf, sem hann gerði
einum af landsetum sinum, end-
aði hann á þessa leið:
„Það er ósk landsdrottins, þeg-
ar harðindi eru, að ábúandi kasti
þá út á heppilegan stað salla
undan heyi og úr jötum, svo þeir
smáfuglar sem leita kunna heim
og líða hungur geti náð til þess,
einnig að hann gefi svonefndum
bæjarhrafni, þegar harðindi eru“.
Slík athugasemd í opinberu
skjali mun fátíð. En þessi hans
eigin orð lýsa mannœum betur
en langt mál.
Gísli var trúmaður, þótt ekki
flíkaði hann mikið beim mál-
um. Síðustu ævidagana. þegar
hann beið þess æðrula is, sem
verða vildi, var honum efst í huga
þakklæti til skaparans fyrir það
mikla lán að fá að hafa hjá sér
til hinztu stundar ástvini sína,
eiginkonu, dóttur, uppeldisdóttur
og mann hennar og börn þeirra,
sem öll voru vakin og sofin að
veita honum þá hjálp, sem í
manns /aldi stendur.
Gíslí var búinn að fara marga
ferðina á sinni löngu æví. Nú er
hann lagður upp í þá síðustu.
Gefi Guð honum góða heimkomu
og eilífan velfarnað. Fr. G. -
MEÐAL þeirra daga, sem sér
staklega eru helgaðir mannúðar-
starfseminni í landinu, er blindra
lagurinn, Á þeim degi hefur al-
menningiverði gefinn kostur á að
xaupa merki og hefur ágóðanum
af merkjasölunni verið varið til
kyrktar blindu fólki. Með því er
þeim sem eru svo lánsamir að eiga
augu sín heil, gefið tækifæri til
að láta þá finna, er við það böl
búa, að hafa misst sjónina, að
þeir lifi í samfélagi, þar sem einn
vill annars byrði bera. Venjan
mun hafa verið að skólastjórar
barnaskólanna hafa tekið að sér
að annast sölu blindramerkjanna
og falið skólabörnunum dreifingu
þeirra meðal almennings. Fyrir
hvert selt merki hafa börnin
fengið 50 aura í sölulaun. Hér
sem annars staðar hefur þetta
gengið svo til. — Á. s.l. hausti
gerði Njáll Guðmundsson, skóla-
stjóri á Akranesi það frávik frá
venjunni, sem telja ber til fyrir-
myndar, að láta börnin vinna
þetta verk, án þess að krefjast
launa fyrir. Hann skýrði það
fyrir börnunum, hve mikilsvert
það væri fyrir þau, að tileinka
sér þjónustu hugsjónina og ljá
henni krafta sína. Það væri í öll-
um tilfellum meira virði, en
aurarnir í lófann, þó góðir væru.
Börnin skildu þetta. Þau fóru
um bæinn full áhuga á að salan
gengi vel og vöru glöð yfir ár-
angrinum, glöðust þó yfir því, að
hafa unnið göfugt starf, án þess
að taka borgun fyrir það. Þau
fundu verðlaunin í sjálfu verk-
inu. Safnast þegar saman kem-
ur. Njáll skólastjóri sagði mér,
að ef þessi háttur yrði á hafður
í öllum skólum, þar sem blindra-
merki eru seld, myndi Blindra-
félaginu, sem haft hefur forgöngu
um að létta þung líískjör blinda
fólksins með ýmsu móti, verða
mögulegt að auka starfsemi sína
all-mikið. Svo ríkulega segist
Njáll skólastjóri hafa uppskorið
á síðasta blindradegi, þar sem
skólabörnin hans áttu í hlut, að
hann segist hlakka til að sjá
hópinn sinn ganga hina sömu
braut eftirleiðis, 11 ára börnin,
sem hann hefur sérstaklega valið
til þessa verks. «
Ég vil með línum þessum þakka
Njáli skólastjóra fagurt fordæmi,
og það gera án efa margir með
mér. Vonandi fara aðrir skóla-
stjórar að eins og hann.Hér er um
stórt uppeldislegt atriði að ræða,
og stærra, en margur hyggur í
fljótu bragði. Við eigum ekki að
ala börnin upp í andrúmslofti
peninga og aftur peninga. Það
er nóg komið af svo góðu. Það
andrúmsloft er eitur fyrir við-
kvæma og ór.ótaða sál. Góði
hlutinn, sem aldr-ei verður frá
manni tekinn, er falinn í sjálfu
manngildinu, því, að vinna verk-
ið verksins vegna, því, að eiga
drenglund og hjartalag, sem nær-
ist af kærleika til alls, sem lifir.
Stígum á þann ljóta löst, að
börnin heimti peninga fyrir alla
hluti. Kennum þeim, að óeigin-
girnin leiði til lífshamingju, en
eigingirnin í svarthol, ómennsku
og óhamingju. i
Með kærri þökk, Njáll.
J. M. Guðj.
GÆFA FYLGIR
trúlofunarhringununi frá Síg-
urþór, Hafnarstræti. — Sendir
gegn póstkröfu. — Sendið ná-
irvæmt mál
STElHPOR’sl,
PlL
TRÚLOFJNAKHRINGAH
‘4 kara:a og 18 karata
MAGNUS Arnbjarnarson lög-
fræðingur verður til grafar bor-
inn í dag á Selfossi.
Hann var fæddur á Selfossi í
Flóa 8. júlí 1870. Foreldrar hans
voru Arnbjörn bóndi Þórarins-
son og kona hans Guðrún Magnús
dóttir. Þau voru bæði af greind-
um bændaættum í Árnessýslu.
Magnús gekk fyrst í Flens-
borgarskóla, en naut svo kennslu
merkismannsins sr. Þorgríms í
Görðum og minntist Magnús hans I
jafnan með hlýhug. Stúdent varð 1
hann 1893, með 1. einkunn, og
cand. juris frá Kaupmannahafn- j
arháskóla árið 1900 með hárri 1.
einkunn.
i Það gerðist sögulegt við prófið
að hann deildi við einn af pró-
fessorunum um prófspursmálið í
og var honum ósammála, en allir
sem Magnús þekktu munu full-
vissir um það að hann hefur
ekki látið af skoðun sinni þótt
j við próf væri.
í Magnús var frekar hár vexti
og vörpulegur, teinréttur fram á
elliár og hinn höfðinglegasti að
vallarsýn.
Allir sem þekktu Magnús til
hlítar munu mér sammála um
það að hann var skarpgáfaður,
sérstaklega bar hann af öðrum
mönnum í rökvísi og gagnrýni.
Hann fór sínar eigin götur í skoð-
unum á mönnum og málefnum,
en það er oft ekki þokkasælt.
j Hann var fáskiptinn um annarra !
I hagi, átti fáa vini, en var þeim
allra manna tryggastur, eins og
vænta mátti um jafn mikinn
j skapfestumann.
I Það má undarlegt telja um jafn
i mikinn hæfileikamann og Magn-
ús var, að hann kom aldrei opin-
berlega fram, nema með skrifum
sinum um Sambandslagafrum-
vörpin 1908 og 1918, sem hann
var báðum mótfallinn og ritaði
ýtarlegar greinar um.
Magnús hafði um langt skeið
allmikil pólitísk áhrif. Hann var
jafnan í fararbroddi þeirra er
lengst gengu í sjálfstæðismálum
landsins og í innanlandsmálum
var hann manna framsæknastur.
í innanlandsmálum studdi hann
til dæmis mjög að stofnun Bún-
aðarbankans og op úiibús Lands-
bankans á Selfc- .i.
Magnúsi var b ðið að vera í
kjöri í Reyl javík við alþingis-
, kosningar 1908 og hefði þá átt
kosningu vísa, en ekki þáði h mn
það.
Ýmsar sögur hafa gengið um
einkennilega framkomu Magnús-
ar og skuiu nér tvær sagðar sem
ég vfeib sunnr.r.
Júlíus Havsteen amtmaður
gerði honum eitt sinn boð að
finna sig og hugðist að setja hann
sýslumann. Magnús, sem grunað
mun hafa erindið, gerði honum
boð aftur og sagðist skyldi vera
heima á ákveð um ':ma, en taldi
það annars hir.a rér á óvr~t að
hann ætti erindi /i’5 sif.
í annað skipti korn !;nm til
hans og bað har. i að flytja r.iá!
fyrir sig og sagðist treysta hon-
um næst Guði til þess. Magnús
sagði henni þá að það mundi
réttara fyrir hana að snúa cér
beint til Guðs.
Þetta var reiknað Mag. é ú til
mivillætis.
Ég spurði Magnús um þessar
sögu. Hann sagði að sagan væri
að vísu sönn, en hins vegar hefði
málið verið nauðaómerkilegt,
smámunaerjur við aðra konu.
Trúmaður var Magnús ekki f
venjulegri merkingu þess orðs.
Hann trúði ekki á grundvallar-
kenningar kirkjunnar, var og oft
gaman að heyra hann rökræða
við presta og heyra hve fimlega
hann hrakti með rökum margar
kreddur og kenningar kirkjunn-
ar; þrátt fyrir þetta voru ekki
allfáir prestar í vina- og kunn-
ingjahópi Magnúsar.
Hann las aftur á móti allt sem
hann náði í um „spiritisma", og
þótt hann tæki kenningum hans
með gagnrýni og varúð þá vænti
hann þó helzt að með tilstyrk
hans mætti komast að vísinda-
legri sönnun fyrir tilveru annars
lífs.
Magnús var höfðingi í lund og
manna heiðarlegastur í öllum
viðskiptum.
Hann komst í fjárþröng eftir
fyrri heimsstyrjöldina eins og
fleiri góðir menn.
Magnús Sigurðsson bankastjóri
vinur hans og samstarfsmaður,
firrði því að eignir hans væru
teknar af honum og bætti í all-
mörg ár vöxtum við veðlán hans
í stóreignum beggja vegna
Ölfusár. Pétur Magnússon, sem
tók við bankastjórn af Magnúsi,
flutti lánin austur í Útibúið á
Selfossi og ætlaði þá að draga
frá vexti, en þeir voru allmörg
þúsund, sem fyrntir voru. „Ég
borga mínar skuldir“, svaraði þá
Magnús og heimtaði vöxtxmum
bætt við.
Tveir vinir Magnúsar, þeir
Ingvar Sigurðsson og Jón Lúð-
víksson lánuðu honum allmiklar
fjárupphæðir, en hann lét þá
hafa lóðir í Hellislandi, upp f
skuldirnar, sem þeir högnuðust
báðir á.
Magnús var eitt sinn beðinn að
taka mál á hendur Lefoli stór-
kaunmanni.
„Ég tek ekki mál á hendur
honum“, svaraði Magnús, „hann
lánaði mér peninga á stúdents-
árum mmum“.
Sem dæmi um höfðingsskap og
hiálpsemi Magnúsar er frá því
að segja að ég heimsótti hann
eitt sinn er ég var bóndi á Sela-
læk. Ég sagði honum frá því að
prófessor Alexander Jóhannesson
og þýzki konsúllinn ætluðu að
heimsækja mig daginn eftir.
„Bíddu“, sagði Magnús, „þangað
til búið er að vitja um“. því þetta
var um laxveiðitímann. Vel hafði
veiðst. Hann gekk að kösinni og
rétti mér tvo stórlaxa.
Svo var átthagatryggð hans
mikil að hann undi naumast
hvergi nema á Selfossi. Hann var
á hverju sumri hjá Sigurgeir
bróður sínum, bónda þar, og slð-
ustu árin allt árið.
S'ðustu árin var hann Votinn
að heilsu andlega og líkamlega
og naut þá aðhlynningar frú
Jóhönnu Einarsdóttur mágkonu
sinnar, fágætrar ágætiskonu og
sömuleiðis Guðrúnar dóttur
hennar.
Oft datt mér í hug hve lík
mundi skapgerð Halldórs Snorra
sonar og Magnúsar, þeir fóru
báðir sínar eigin leiðir og hvik-
uðu hvergi.
Margir hafa talið að meira
hefði mátt liggja eftir jafn mik-
inn hæfileikamann og Magnús
var, en sannleikurinn var sá að
hann markaði meiri spor í ís-
lenzkxim stjórnmálum á löngu
timabili en margan grunar, þótt
ekki sé hægt að skýra frá því f
stuttri minningargrein, en hann
vann alltaf bak við tjöldin aff
framgangi áhugamála sio^a.
Gunnar 'irðsson
Selal ’k)
I-
ilmai Cjaíba’is
héradsdómslogmaAur ,
Málflutningsskrifstofa
Sinu' J 477