Morgunblaðið - 09.02.1956, Blaðsíða 7
i
pr*'""-
Fimmtudagur 9. feórúar 1956
MORGUNBLAÐIÐ
Á ÉG AÐ GÆTA BRÓÐUR MSlMS
ÞA SAGÐI Drottinn við Kain:
Hvar er Abel bróðir þinn?
En hann mælti: Það veit ég ekki,
á ég að gæta bróður míns?“
(Mós. 4. 9—10). Þessi sígildu og
alvarlegu orð koma ósjálfrátt í
hugann, þegar rætt og ritað er
um mannúðar- og menningarmal
og önnur þau, er marka spor í
líf- og sambúð manna. „Á ég
að gæta bróður míns?“ svaraði
Kain Guði — og samvizkunni,
eftir að hann hafði drepið Abel,
að því er virðist vegna öfundar
og eigingirni.
Á ég að gæta bróður míns?
Þessi spurning er greypt í sál
hvers hugsandi manns, vísast
fylgjandi öllum aðalcrúarbrögð-
um jarðar. Vitanlega hefir gengið
á ýmsu að uppfylla þessa bróður-
skyldu í gegnum aldirnar. Þrétt
fyrir miklar og fjölbreyttar efn-
íslegar framfarir og síaukna
skólamenntun, sjást þess enn of
fá dæmi, að bróðurkærleikurinn
skipi þann sess, er vera ætti í
sambúð manna og þjóða. Lengra
eru mennirnir ekki komnir að
því háa marki. Samt miðar í átt-
ina.
Það eru svo margar athafnir
manna og mannhópa, sem rýra
manngildið og skerða í bráð og
lengd gleði og farsæld þúsund-
anna. Fjöldi vökulla þegna þjóð-
arinnar sáu, að í óefni stefndi
ef þannig átölulaust var látið
landi, ef menn hætta sér út á þá
hálu braut, að vara við ýmsum
horfa, en fengu ekki sem skildi
jim þokað til bóta. Það er nú
svo á stundum í okkar lýðfrjálsa
augljósum röngum lifnaðarhátt-
um og öðru því er miður fer, og
vara við afleiðingunum og benda
á úrræði til bóta, að hinir sömu
menn eru bornir sökum, taldir
þr^fegsýnir og ofsatrúarmenn.
sem ekki sé eyðandi orðum við.
Þannig er ávörpin, sem t. d. Góð-
templurum og bindindismönnum
eru valin, þegar rætt og ritað er
um áfengismálið og leiðir út úr
ógöngum ofdrykkjunnar.
GÓÐTEMPLARAREGLAN
Meðal annarra orða: Hvers
vegna þessi hrópyrði og ásakanir
til Góðtemplarareglunnar? Það
gegnir fádæmum skraf og skrif
sumra manna, um markmið og
leiðir bindindissamtakanna í
landinu um áfengismálin Það
mætti draga þær ályktanir af
þeim skrifum, að félagsskapur
þeirra kappkostaði að vinna á
móti öllum skynsamlegum leið-
um gegn áfengisbölinu, að allar
þeirra gjörðir í þeim málum
væru gjörræði og fá!m.
Það er vitanlegt þeim. er vilja
Vita satt og rétt, að bindindis-
hreyfingin í landinu vinnur merk
mannúðarstörf. Sjónarmið og
starfsgrundvöllur er þannig
kristilegur í orði og athöfn: \ð
reyna eftir megni með ráðum og
dáð, að styrkja og rétta við þann
sem breyskur er og fallið hefir
fyrir freistingum vínsins, fræða
um skaðsemi þess og vinna að
varanlegri lausn út úr töfrum
Og fjötrum vínblekkingarinnar.
Er það ekki fullkomið öfugmæli
og ábyrgðarleysi, að kasta stein-
um lítilsvirðingar og illmælgi að
þeirri einu stofnun. sem i sjötíu
ár hefir helgað sér það göfuga
hlutverk. að vera hrópandinn í
eyðimörk vínnautnar og oí-
drykkjuböls. Varað við hættunni
Og sýnt fram á með rökum, hvern
ig getur farið og hefir of oft
farið, ef áfengis er neytt. Að
forðast fyrsta staupið, er aðvör-
un, sem ekki má vanmeta. Fyrir
þessa starfsemi eru þeir dæmdir
ofstækismenn.
Væri ekki vert. að hugleiða
hvernig væri í dag umhorfs í
áfengismálum þjóðarinnar, ef
Góðtemplarareglan hefði ekki
náð hér fótfestu?
Mér finnst svarið hljóti að
verða á eána lund: að ástandið
væri vægast sagt mun verra.
Sökiun þess, að engin skipulögð
fi'æðsla og hjálparstarfsemi hefði
verið í gegnum árin um skað-
Grein um áfengisvandamálið
semi áfengisins, og ekkert mark-
víst andóf á móti neyzlu þess
og sölu og dreifingu. Þar sem
lítil eða engin fræðsla er, er
þekkingin á lágu stígi. Vegna
verkanna standa íslendingar í
mikilli þakkarskuld við Góð-
templara og aðra þá karla og
konur, er fórnað hafa tíma og
fyrirhöfn um áratugi fjöldanum
til heilla.
HÁLEITT TAKMARK
Hvers konar fólk er í röðum
bindindissamtakanna?
Það ég bezt veit, er í þeirri
fylkingu konur og karlar úr all-
flestum eða öllum stéttum þjóð-
félagsins, sem langar að líkna
öðrum, sér og skilur hvað áfeng-
ið- er mikill bölvaldur. Einnig
er þar fólk, sem illa hefir orðíð
fyrir barðinu á Bakkusi og aðrir
þeim áhangandi. Það orkar ekki
tvímælis, að þama er ekki fóik
að störfum vegna tildurs og hé-
gómaskapar eða efnalegs ávinn-
ings, því launin eru engin, nema
síður sé.
Takmark þessa fólks í nafni
bindindissamtakanna er háleitt
og markvíst, að útrýma orsök-
um áfengisbölsins með stig-
minnkandi áfengisneyzlu og að
lokum öllu áfengi úr landinu. —
Þetta er eina örugga og varan-
lega lausnin. Það er önnur saga,
hvenær lokatakmarkinu verður
náð. Á meðan verður að vinna
ötullega að bindindi og reglu
meðal allra íslendinga jafnt hárra
sem lágra.
Mig langar að spyrja þá, er
mest setja út á vinnubrögð bind-
indismanna: Er sú kona o’g móð-
ir ofstækismanneskja, sem fer
alls á mis, er sér fram á eymd
og hrun heimilisins, maka og föð-
ur bama sinna verða andlegan og
líkamlegan aumingja, eingöngu
vegna langvarandi neyzlu og of-
neyzlu áfengis?
Eru þeir foreldrar ofstækis-
manneskjur. sem horfa á barn
sitt eða börn verða í auknum
mæli áhugalaus og kærulaus um
eigin hag og velferð, á hraðri
leið út í spillingu og auðnuleysi,
vegna vaxandi neyzlu áfengis? —
Eru unnendur (getur jafnt átt við
konu sem karl) ofstækismann-
eskjur, þegar þeir sjá fólk sér
nákomið vini og velunnara spilla
og oft eyðileggja heilsuna, at-
vinnuna vegna áfengisneyzlu? —
Nei. Það er ekki hægt með
neinu móti, og til þess þarf tals-
verða óskammfeilni, að álasa bví
fólki er hér á hlut að málum.
og klína á það stimpli ofstækis-
ins. Það er í alla staði mann-
legt og sjálfsagt frá þess dýr-
keyptu reynslu, að vinna mark-
víst og með öllum löglegum og
siðferðilegum aðferðum að því,
að takmarka sölu og neyzlu á-
fengis og því verði útrýmt að
lokum. — Þeim hejans bölvaldi,
sem er aðal orsök ógæfunnar og
hefir valdið óbætanlegu tjóni,
vonbrigðum, sorg og kvöl. „Mað-
ur líttu sjálfum þér nær, er í
götunni steinn".
Ég held að það sé öllum þarft
og hollt að dæma ekki, en ganga
hljóðlega og hógvært um dyr
böls og harma. Það eiga svo
margir um sárt að binda, vegna
hersetu Bakkusar. Ef til viíl
einnig þeir, er hrópa hátt og
krefjast meira frjálsræðis um
sölu og neyzlu áfengra drykkja.
Það er gott að vera minnugur
þess, að það ber ekki allt upp á
sama daginn.
ÁFENGISSJÚKLINGAR
Sagt hefir verið frá því, í
blöðum að nærri þúsund áfeng-
issjúklingar væru í landinu, að
flestir þeirra væru ólæunandi,
ævilangt vesalingar. Það er i-
hugunarefni, hvað þetta ógæfu-
fólk hefir valdið aðstandendum
miklum erfiðleikum og hugai -
angist áður en kom t þetta loka-
stig vínneyzlunnar. Guði sé lof
fyrir það, að þar lenda ekki all-
ir er neyta víns. Því má ekki
gleyma, að fyrsta staupið er upp-
hafið, er of oft verður byrjun
á langri þrautagöngu og auðnu-
leysi, er endar með dauða fyrir
aldur fram. Fullyrt er að drykkju
skapur færist i aukana með ári
hverju, kveður'nú mest að honum
meðal æskufólks. Þetta er hræði-
leg staðreynd, sem margur ótt-
aðist þegar vínkránum fjölgaði.
í alvöru talað: — Er ástæða fyr-
ir þá eldri að sakast við æsk-
una, að benda á drykkjuskap
hennar og óreglu?
Ég ætla ekki að afsaka þessi
víxlspor hennar, þau eiga sínar
orsakir eins og allar athafnir,
illar og góðar. Er ekki æskan
með óreglu sinni að taka á móti
arfinum, sem eldri kynslóðin læt-
ur henni í té? Hafa ekki þeir
eldri heimtað fleiri drykkjukrár
og óskorað frelsi til sölu og
neyzlu áfengra drykkja? Hafa
ekki þeir ungu séð þá eldri und-
ir áhrifum víns og ofurölvi á
mannamótum, á götunum, á
skemmtistöðunum, á vinnustöð-
unum, við bílakstur' á heimil-
unum, um borð í skipunum o. fl.
stöðum. Hafa ekki þeir ungu séð
og heyrt um ,,timbruðu“ menn-
ina, sem voru ýmist hálfir menn
eða ófærir til vinnu að morgn'i,
vegna ofurölvunar að kvöldi og
fram á nótt, eða þá r.ina, er alls
ekki mættu af sömu ástæðu.
Halda víndáendur, að slíkt, fram-
ferði láti sig án vitnisburðar?
Er ekki sífellt verið að klifa á
bví, að æskan eigi að erfa land-
ið, er annars að vænta en hún
erfi ókostina eins og kostina. Hún
astlar sem nú horfir að svala sér
á ókostunum. Hvernig sem henni
tekst við Grettistökin?
Þegar þessi vandamól eru
skoðuð frá kristilegu sjónarmiði,
er aðeins ein leið, sú að vaxa
frá víninu. að neyta ekki veita
og hafa um hönd vín og annað
það, er verður mönnum til freist-
ingar og tjóns. — Hvað höfðingj-
arnir hafast að, hinir ætla sér
leyfist það.
BINDINDISMENN f
ÁBYRGÐARSTÖÐUR
Þeirri réttmætu kröfu hefir
stundum verið haldið fram, að
í ábyrgðarstörf til sjós og lands
verði valdir bindindis- og reglu-
menn, menn sem þekktir eru að
því að misnota ekki vín. Ekki
er það síður nauðsyn. að skóla-
stjórar kennarar oe aðrir upp-
alendur séu bindindis- og reelu-
menn í hvívetna. Þessir aðilar
móta mest börn, unglinga og
æskumenn, á þeirra samvizku
hvílir sú skylda, að kenna þeim
í orði og með góðum fordæmum
undir lifið og hvernig verði bezt
lifað sjálfum sér og öðrum til
gæfu og gengis. Eins og stundum
áður, var í útvarpinu siðasta
vetrardag 1954, dagskrárliður
helgaður háskólastúdentum. —
Þetta kvöld var meðal annars
rætt um félagslíf stúdenta. Kom
í ljós, að 20 félög bg samtök væru
í skólanum. Ekkert þeirra var
helgað bindindishugsjóninni —
Þetta ár voru um 700 ungmenni
þar.
Háskólinn er stofnun, sem
menntar mótar og útskrifar alla
embættismenn þjóðarinnar kenn
aralið æðri skóla og marga óðra
er fara í viðskipta- og athafna-
lífið. Skapgerðarmótun stúdenta
í Háskólanum gagnsýrir þannig
allt þjóðlífið. Þess vegna varðar
mestu, að frá þessari æðstu
menntastofnun komi bindindis-
sinnaðir einstaklingar. Nú er því
ekki fyrir að fara. Væntanlega
verður bót á því ráðin, því á-
fengisvarnarráð hefir mikir.n
áhuga á að fá lækni, sem þekkir
til hlítar áfengismálin og síðan
stundi fræði sín við hóskóla.
AFENGISSALAN
Þegar breytingar á áfengis-
löggjöfinni voru á döfinni, full-
yrtu veitingamenn, hófdrykkju-
menn og aðrir vínunnendur, að
ekki yrði meira drukkið, þó út-
sölustöðum yrði fjölgað. Bind-
indissamtökin töldu hins vegar,
að rýmkun á sölu, myndi auka
vínneyziuna Árið 1954 er spíritus
neyzla á mann 1,574 lítrar, eða
105 gr. meira en 1953, þá var
hún 1,469 lítrar á mann að með-
altali. Þegar þetta er ritað, eru
ekki komnar skýrslur fyrir ár-
ið 1955.
Árið 1954 seldi Áfengisverzl-
unin áfengi fyrir kr. 84,197,529.00
— er það nær 7,8 milljón kr.
meira en árið áður. Er þetta nær
600,00 kr. skattur é nef. Þegar
veitingahús og levnisalan hafa
bætt sinni þjónustu við, hvað er
skatturinn þá hár? Þetta eru
blóðpeningar, sem bölvun fylgir.
Það er hráslagaleg staðreynd, að
fjárhagsgrundvöllur. ríkisins
skuli riða eða falla saman, ef
tekjur af áfengi og tóbaki væru
numdar í burtu. Það er mikið
auðnuleysi, að þurfa að byggja
afkomu sína af nautnafýsn og
ósjálfstæði fjöldans. Undanfarin
ár hafa íslendingar verið minnst-
ir vínneytendur allra Norður-
landanna og þótt víðar væri
leitað. Mest vegna þess, að vín-
sölustaðir hafa verið fáir og
strjálir og þeir bundnir við lok-
unartíma sölubúða, engin smá-
skammtasala og engin sala á-
fengs öls. Vitað ei-, að hömlur
draga úr neyzlu.
HERÐA ÞARF RÓÐURINN
Ráðamenn þjóðarinnar hai'a
illu heilli látið undan síga. Vegna
þess er augljóst, að nú verður
að herða róðurinn til stórra muna
frá því sem er, til að vega á
móti áfengisflóðinu, er seytlar
með vaxandi hraða inn í líkama
og sál æ fleiri íslendinga. Sam-
kvæmt nýju áfengislögunum hef-
ir verið sett á stofn áfengis-
varnarráð, er það skipað 5 mönn-
um, góðum og gegnum, sem all-
ir geta treyst. Formaður er bind-
indisfrumkvöðullinn Brynleyfur
Tobíasson. Áfenisvarr.arráði eru
falin þessi verkefni meðal ann-
ars: „Vinna að eflingu bindindis-
samtaka í landinu, að fá til vegar
komið bindindisfræðslu í skólum
í samráði við fræðslumálastjórn-
ina, að vinna gegh neyzlu áfeng-
is og efla samvinnu meðal allra
bindindissamtaka í landinu. Á
þennan hátt er reynt að haía
áhrif á almenningsálitið. Alþingi
hefir nú lagt fyrir hina nýju stofn
un, að vinna gegn neyzlu áfengis,
að sjálfsögðu vegna þess. að það
telur þroska þjóðarinnar og heill
standa tjón af.
Viljum við í þessu efni heita
á landsmenn að bregðast vel við
málum þessuA%g starfa af alhug
að eflingu bindíftdismála í land-
inu, ekki sízt blöð og útvarp. —
Áfengisvarnarráð mun einnig í
náinni framtíð leggja áherzlu á,
að fá menn til þess að ferðast
um laodið og leiðbeina áfengis-
varnarnefndum, sem eru í hveri-
um hreppi og bæjarfélagi, : starfi
sínu. Nú kemur út eitt rit mán-
aðarlega, „Eining". er fjallar um
þessi mál. Þá hefir verið rætt
um stofnun landssambands i
bindindismálum, sem þegar er
komið í framkvæmd og koma á
útvarpsþætti o. fl.
Þá er einnig eitt af áhuga-
málum ráðsins að fá lækni til
að kynna sér áfengismál til hlít-
ar, sem síðan stundaði grein sína
í sambandi við Háskóiann.
Þetta er ágrip af samtali við
Brynleif Tobíasson um störf á-
fengisvarnarnefndar.
AFSKIPTALEYSI A EKKI
AÐ ÞEKKJAST
Þessi starfsgrundvöllur spáir
góðu um hugsaðan árangur. Það
varðar miklu að ekki sé dottað
,á verðinum, að allir geri skyldu
sína. Ekki aðeins þeir, er til'
þessa hafa barizt í fremstu víg-
línu og allur þunginn hefur mætt
á, einnig hinir, er hafa vérid
afskiptalausir um þessi mál. Ntx
eru þeirra t ekifæri komin, af5
vakna af svefni iinnuleysis og!
sjálfselsku og taka virkan og já-
kvæðan þátt í baráttunni við á-
fengið o? áf^ngisböl’ð er ógnar
í vaxandi mrali velferð og ham-
ingju svo margra einstaklinga og
þjóðinni allri.
Það er bágt til þess að vita,
hvað margir láta sig litlu eða
engu varða, hvernig þessu stór-
máli reiðir af. Samt varðar þett»
þegnana miklu meira en" þeir
gera sér grein fyrir, bæði í tíms
og framtíð. Sofandahátturinn og
sjálfsblekkingin gengur sv®
langt, að fólk, sem á um sárt aC
binda vegna langvarandi óregiu
og volæðis aðstandenda og vinc*,
hefst lítið eða ekkért að, jafn*
vel lítilsvirðir þær stofnanir og
einstaklinga er . vilja hjálpa.
Hlutleysi í þessu máli sem öðr-
um er varða heill og hamingju
fjöldans, eru svik við alla. ÞaS
er að mínum dómi aum mann-
tegund, sem ekki hefir manndóna
eða þor til að láta skoðun sína
í ljós, taka ákveðna afstöðu til
mála og sýna í verki hvar þeii'
standa á hverjum tíma.
Þeir lærifeður, er hamra í tím&
og ótíma á hlutleysi, — hlutleysi
er dauð hönd, sem lögð er a
dómgreind og ábyrgðarkennd
manna. Hlutlausi maðurinn ber
kápuna á báðum öxlum, þykist;
allra vinur, engum trúr. Ei'
nokkur maður í innsta eðli sínu
hlutlaus? Jesús Kristur, höfund-
ur kristindómsins, hafnaði hlut-
leysinu. Hann segir: „Sá sem
ekki er með mér, er á móti mér,
og sá sem ekki samansafnar mef)
mér, sundurdreifir" Lúk. J1,
23. Þessi afstaða frelsarans, er
ótvíræð og lærdómsrík.
„BLÁA BANDIГ
Félag fyrrverandi ofdrykkju-
manna er starfandi í Reykjávík,
Hafa forustumenn þess stofnsett
hæli, „Bláa bandið“, til a8
hjálpa og lækna þá er Bakkuít
hefir lagt að velli. Þessir menn
hafa sett sér það takmark, afí
hjálpa hver öðrurr- og sam-
eíginlega berjast gegn ofdrykkju
að reyna eftir getu að forðast
vínið og þá „fyrsta staupið“, sem
allt af er byrjunin og þess vegna
hættulegast. Þessi starfsemi hefii'
þegar komið mörgu góðu til leið-
ar, og á áreiðanlega eftir af?
vinna þrekvirki á sviði menn-
ingar og mannúðar.
Það vanhagar alla jafnan um
Sam\œÉÉS(sí«.eim- stanzar vegin-
um cðraraÍt" binda urh sárin
ala þeim særðu. Okkt9
igéiýsvo tamt að gaiíjj|sg
látast ekki sjá
Tfj'áiHum öðrum að géj^
V^erkið. Það er sýpé
sta. Þessi starfsem^;
luð á trúnni á Q|iSp
gitói mátt Jesú Knstá^
v&rðunum: „Á ég ' ál
míns“ svarað
'0f<>g kærleiksverkip
rttökin vinna þanr
fjlndvelli og að sö^
jum. að draga sem
og skemmdarsta’rj^.
jusar. Til þess þáðy.
^prs marga sjálfboða&
mmæði, fórnfýsi
'íka þjónustu.
tláfíö GÆTA
MÍNS“
Hjuð gæta bróður mins': ,
jjfemvizkuspurning,t: sém ;
^áfcyélt er að svara,! én
jíriérfiðar að rækja >
^'úmgengni við menhitia.
Itur svarar skyldu kvöð-
„Því að húngéáðu*
'þér gáfuð méýfaðí
■'1 £jyar eg, og-þér gáfu&
Sp<a; gestur var ég,
jQ-úg; naldnn . óÖ..
Frainh. á bls. 11