Morgunblaðið - 27.03.1956, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.03.1956, Blaðsíða 16
Veðurúflit í dag: S-kalcH eða stinningskaldi. Kign- ing öðru hverju. 73. tbl. — Þriðjudagur 27. marz 133G LærSsveSnar Stalins Sjá grein á blaðsíðu 9. Mikill sóknarhugur SjálísSæiis / manna á Suð-Vestarlandi 5 fjölsóttir flokksfurtdir vorú haldnir i þessum landshluta um siðustu helgi stæðisflokksins SJÁLFSTÆÐISMENN á Suð-Vesturlandi hófu kosningabaráttu sina með 5 fundum um síðustu helgi. Voru þeir haldnir í Keflavik, á Akranesi, í Stykkishólmi, Ólafsvík og í Búðardal. j !\tltlFV alItíSVSllI Mættu ýmsir forystumenn flokksins á þessum fundum, sem aliir «*í J . voru ágaétlega sóttir og sýndu mikinn sóknarhug og baráttuvilja Sjálfstæðisfóiks í þessum landshluta. Var framsöguræðum ágæt- Iega tekið, og margt heimamanna tók til máls á fundunum. I KEFLAVíK Fundurinn í Keflavík hófst kl. rúmlega 4 á sunnudag í Ung- mennafélagshúsinu. Var þar hús- fyllir. Frummælendur voru Ólaf- ur Thors forsætisráðherra og Sigurður Bjarnason forseti Neðri deildar. Til máls tóku auk frum- mælenda þeir Guðmundur Guð- mundsson sparisjóðsstjóri, sem jafnframt var fundarstjóri. Alfreð Gíslason bæjarfógeti og Karvel Ögmundsson útgerðar- maður. í fundárlok hylltu fund- armenn Ólaf Thors forsætisráð- herra með ferföldu húrrahrópi, en hann hefur um þessar mund- i.r, verið þingmaður Gulibringu- og Kjósarsýslu í 30 ár. Á AKKANESI Fundurinn á Akranesi hófst kl. 4 að Hótel Akranesi. Jón Árna- ;on formaður Sjálfstæðisfélags- ins setti fundinn, en fundar- tjóri var kjörinn Jón Ásmunds- >on formaður Félags ungra Sjálf- ■ tæðismanna. Framsöguræður fluttu þeir Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra og Pétur Ottesen alþm. Auk þeirra tóku til máls Jón Árnason, Gunnar Bjarnason kennari á Hvanneyri, Sigurður Vigfússon, Jón Bjarna- >on, Jón Ásmundsson og Finnur Árnason Var fundurinn fjölsótt- ur og mikill einhugur ríkjandi um málstað og stefnu Sjálf- stæðismanna. Fundarritari var Ólafur Fr. Sigurðsson. Á SNÆFELLSNESI í Stvkkishólmi hofst fundur Ajálfstæðismanna kl. 8,30 á faugardagskvöldið. Þar var fund- arstjóri Þórir Ingvarsson form. 3j álfstæðisfélags ins ,,Skjaldar“. Framsöguræður þar fluttu Ingólf vtr Jónssor. viðskiptamálaráð- herra og Sigurður Ágústsson L.ingmaður Snæfellinga. Auk þeirra tóku ti' máls þeir Árni Helgason og Árni Ketilbjamar- ♦ on. í Ólafsvík héldu Sjálfstæðis- menn fund á sunnudaginn kl. 4. Var Einar Bergmann fram- kvæmdastjóri þar fundarstjóri. Þeir Ingólfur Jonsson og Sigurð- ur Ágústsson héldu þar einnig framsöguraéður. En auk þeirra tóku til máls þeir Elías Jónsson, Einar Bergmann og Barður Jens- son. Báðir þessir fundir á Snæ- fellsnesi voru ágætiega sóttir. Ríkir mikill áhugi meðal Snæ- fellinga á að gera sigur fram- bjóðanda Sjálfstæðisflokksins sem stærstan í næstu kosning- um. I DOLUM Fundurinn í Búðardal var-hald inn á laugardáginn. Var það sameiginlegur fundur, sem Félag ungra Sjálfstæðismanna og trún- aðarmenn flokksins í Dalasýslu héldu. Sóttu hann trúnaðarmenn flokksins úr öllum hreppum sýsl- unnar. Var þar samþykkt ein- róma áskorun til Friðjóns Þórð- arsonar sýslumanns að verða í kjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn í héraðinu við næstu kosningar. Varð hann við þeirri ósk fundar- manna og er því framboð hans ákveðið. Elías G. Þorsteinsson formað- ur Félags ungra Sjálfstæðis- manna setti fundinn og stjórnaði honum, en s.'ðan flutti Friðjón Þórðarson ræðu. Þá fcuttu ræður þeir Einar Ingimundarson alþm. og Gunnar Helgason erindreki. Auk þeirra tóku til máls þeir Guðmundur Ólafsson, Ytra- Felli, Jón Sumarliðason, Breiða- bólstað Klemens Samúelsson, Gröf og Elías G. Þorsteinsson, Búðardal. Fundarritari var Hjört ur Ögmundsson, Álftatröðum. Mikill áhugi ríkir á því í Dalasýslu að efla ahrif Sjálf- stæðisfiokksins og tryggja sigur Friðjóns Þórðarsonar í næstu kosningum. MYKJUNESI, 19. marz: — A að- alfundi Sjálfstæðisfélags Rang- æinga 18. þ.m. voru eftirtaldir ^ menn kjörnir á lista flokksins í sýslunni við næstu Alþingiskosn- ingar: 1. Ingólfur Jónsson, viðskipta- málaráðherra, 2. Sigurjón Sigurðsson, bóndi, Raftholti. 3. Guðmundur Erlendsson, hreppstjóri, Núpi. 4. Séra Sigurður Haukdal, Bergþórshvoli. Eru þetta allt þekktir menn, sem óþarfi er að kynna. Ingólfur Jónsson hefur verið þingmaður kjördæmisins síðan árið 1942 og er héraðsbúum kunnugt um hve geysi miklu hann hefur komið í verk fyrir kjördæmið á þeim tíma. Sigurjón í Raftholti hefur unnið mjög að málefnum bænda- stéttarinnar langa tíð og reynzt traustur málsvari hennar. Guð- mundur á Núpi og séra Sigurður Haukdal, hafa unnið mikið að héraðsmálum og eru vel þekktir. Ganga Sjálfstæðismenn sigur- vissir til kosninga með þessa menn á framboðslistanum, þegar til kosninga kemur. — M. G. Aðeins hrókur peð voru á borðinu Séð heim að vinnuhælinu að Litla Hrauni. A Ivarlegt u ppþot i Litla-Hrauns fnngu ' 10 manfla liij;reglusveit skakkaði leikinn UM helmingur gæzlufanganna að vinnuhælinu Litla-Hrauni, tók þátt í uppþoti þar aðfaranótt sunnudagsins. — Lögreglumanna- sveit héðan frá Reykjavík var send austur um nóttina til þess að skakka leikinn. Slys varð ekki á mönnum. í gærkvöldi tilkynnti dómsmálaráðuneytið, að það hefði ákveðið að láta fram fara sér- staka, rannsókn út af atburði þessum. - Að vinnuhælinu Litla Hrauni er rúm fyrir 24 gæzlufanga. Húsið var upphaflega byggt sem sjúkrahús. Hefur það ætið verið mjög óheppilegt sem vinnuhæli fyrir menn, sem þangað hafa ver- ið sendir til afplánunar fangelsis- dóma. Þar er til dæmis enginn klefi þar sem hægt er að ein- angra fanga ef mcð þarf, — í ráði er, að í sumar vetði byggt við Litla Hraun og þar gerðar ýmsar endurbætur á. Atvinnuleysistryggingar afgreiddar sem lög Þingmenn álitu þó ýmis ákvæðin vanhugsuð IGÆR voru samþykkt lög um atvinnuleysistryggingasjód. Voru þau afgreidd frá Efri deild Alþingis. Heilbrigðis- og félagsmálanefnd deiidarinnar hafði mælt með þvi að frumvarpið yrði samþykkt með tilliti til þess að megin- atriði frumvarpsins eru fyrir fram bundin samningi. En ö!l nefndin var sammála um að ýmislegt í frumvarpi þessu v*ri vanhugsað. Eina bótin væri sú, að lögin skyldi endurskoða eftir tvö ár. Nú væri ekki hægt að breyta ýmsum ákvæðum, sem mióur færi. Sérstök óánægja kom fram í nefndinni vegua þess, að atvinnu- ieysistryggingafénu ætti að skipta milli fjölda margra sérsjóða, Detta myndi gera það að verkum, að sjóðirnir yrðu öflugastir þar sem vinna væri nóg, en hins vegar mjög veikir, þar sem atvinnu skorti og þess vegna væri mest þörf fyrir féð. Margt fleira töidu nefndarmenn að hefði mátt til betra vegar í«era. I FRTÐRIK ÓLASSON vann þann (frækilega skáks.igur á sunnu- daginn í lokaumferð „Guðjóns- mótsins" að ná jafntefli við Rússlandsmeistarann Taimanov og þar með varð Friðrik efstur á hinu ísl.-rússneska skákmóti með 8 vinninga en rússnesku skák- snillingamir Taimanov og Uivit- sky voru með 7Vz vinning hvor. Lokaskák þeirra Friðriks og Taimanov stóð alls yfir í 6 klst. og voru leiknir 72 leikir. Var þá samið um jafntefli. Var þá ekkert orðið eftir á borðin annað en hrókur og peð hjá hvorum. Var peð Friðriks að vísu dauðadæmt þá, en bað nægði Rússanum ekki til sigurs og jafntefii var óum- flýjanlegt. í upphafi tafisins fékk Friðrik þrengra tafl. Var Taimanov í stöðugri sókn alla skákma og svo virtist 'em honum myndi tak- ast að knýja fram sigurinn. Friðrik aftur á móti sá við hin- um snjalla skákmanni og tókst að koma auga á beztu vamar- leikina og náði sífellt hagstæðum uppskiptum, unz Taimanov hafði ekki lengur á að skipa nægu liði til þess að sigra Friðrik, sem lék með hvítt. Röðin á mótinu varð að öðru leyti sem hér segir: Gunnar Gunn arsson var í 4 sæti með 4 vinn- inga og þykir frammistaða Gunn. ars hafa verið mjög góð. Benóný Benediktsson og Guðm. Ágústs- son 3V2 v., Baldur Möller og Jón Þorsteinsson 3 v., Freysteinn Þor- bergsson og Sveinn Kristinsson 2V2 vinning hvor. ALLIR bátar héðan voru á sjó nemá einn. Var afli línubátanna 5 til 11 lestir. Freyja er að búa sig á net. Togarinn Akurey kom í morgún með 82 lestir fiskjar. — Oddur. L’NGIF, MENN OG ILLSKEYTTIR Menn sem þangað hafa \ærið sendir til afplánunar, hafa yfir- leitt verið rólegir. Atburðir sambærilegir þessum hafa ekki orðið þar. Eru nú meðal vist-1 manna nokkrir ungir menn ill- skeyttir mjög. Voru það þeir, sem til óeirðanna stofnuðu. Um helmingur fanganna tók engan þátt í óeirðunum. Um tilgang óspektarmanna með þessu uppþoti er ekki vitað, t. d. strauk enginn þeirra af hæl- inu, eftir að þeir voru búnir að ná algjörlega yfirhöndinni, en fangaverðir eru óvopnaðir og að- , eins þrír á verði. Hins vegar fromdu þeir ýmis speilvirki, brutu og eyðilögðu. MEÐ ELDHÚSSVEÐJUR Upphaf þessa máls er það, að klukkan að ganga 11 á laugar- dagskvöldið fór inn í klefa sinn ungur fangi, sem hefur í vetur verið til aðstoðar i eldhúsi Litla Hrauns. Laust fyrir klukkan 11 hringir hann og er fangaverðir opna klefa hans stóð hann þar fyrir innan með tvær sveðjúr úr eldhúsinu. Hafði hann og i hót- unum við gæzlumennina að svipta sjálfan sig lífi. Þéir lokuðu hurð- inni og fóru til varöstofu sinnar til þess að sækja lögreglukylfur, og Síðan afvopna manninn. Þeir fara svo aftur í klefann til mannsins og taka hann. Var hann mjög æstur. Fanginn kailar til artnarra vistmanna, en mjög hljóðbært er um allt húsið, að fangaverðirnir hefðu lagt á sig hendur og farið illa með sig. ÓK.YRRO í MÖRGUM KLEFUM Að lítilli stundu liðinni, var mikil ókyrrð komin á í mörgum klefum, og sumir fanganna byrj- aðir á því að brjótast út um lítt traustar hurðir fangaklefanna. Fangaverðir voru að sinna öðrum föngum á neðri hæð, er þeir sáu, hvar hokkrir fangar komu ofan af hæðinni fyrir ofan, Höfðu þeir sprengt upp hurðim- ar. — Einn fangavarðanna, Hörður Ragnarsson sá að hér voru stór- vandræði i aðsigi. Stökk hann út og hugðist sækja hjálp niður á Eyrarbakka. En þar voru engir menn til taks, er farið gætu til liðs við fangaverðina. Herði tókst ekki að ná þaðan sambandi við Reykjavíkur-Iögregluna. — Varð hann að fara upp að Selfossi, vekja þar upp og var klukkan um 3, er hann náði löks sambandi við Reykjavík. 10 MANNA LÖGREGLUSVEIT Héðan úr bænum fór svo 10 manna hópur lögreglumanna austur og var hann kominn á vettvang um klukkan hálf fimm um morguninn. Léku þá óspektarmenn laus- um hala í vinnuhælinu og höfðu sem fyrr segir framið ýmiss kon- strokið og þar í byggingunni voru ar skemmdarverk. Enginn hafði fangaverðirnir þrír, er ekkert fengu að gert. Fangarnir veittu lögreglumönnunum ekki viðnám að heitið geti. Voru mennirnir færðir í klefa sína, en engri hurð var hægt að loka sakir þess að óspektarmenn höfðu rifið aUar læsingar úr hurðum eða brotið dyrastafi. Á sunnudag og í gær vorú lög- reglumenn þar eystrá ásamt fangavörðum við gæzlu. Þegar þetta gerðist var forstöðumaður Litla Hrauns, Magnús Pétursson í bænum, svo og einn fanga- varðanna Steinþór Ásgeirsson, en þeir fóru báðir austur þegar um nóttina. UPPÞOTIÐ RANNSAKAÐ Dómsmálaráðuneytinu voru £ gær send gögn varðandi þetta mál frá sýslumanni Árnessýslu, og í gærkvöldi birti ráðuneytið eftirfarandi fréttatiHcynningu: „Ráðuneytið hefur skipað Valdi- mar Stefánsson, sakadómara, sem sérstakan dórnara til þess að hafa með höndum rannsókn á þessu máli og kveða upp dóm £ málum þeirra, sem ákærðir kunna að verða á grundvelli þeirrar ránnsóknar.“ 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.