Morgunblaðið - 10.04.1956, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.04.1956, Blaðsíða 1
Ió síður 4X. árgancor 81. tbl. — Þriðjudagur 10. apríl 1956 Prentsmiðja MorgurtblaðtÍBB I^LLKKAN 8,30 árd. í dag mun. hin konunglega flug- vél, sem flytur hans hátign Friðrik IX. og hennar hátign Ingiríði drottningu, hefja sig til flugs af Kastrupflugvelli í Kaupmannehöfn og fljúga áleiðis til Islands. Hér í Kvík og um suðvesturhluta lands- ins er spáð björtu veðri og ættu konungshjónin því að fá hina fegurstu landsýn, er flug vél þeirra lækkar flugið, úr 10.000 feta hæð, sem flogið verður í, er hún keraur upp að lar*d?nu. Klukkan 15 mín- útur yfir tvö mun flugvélin fljúga inn yfir bæinn. Stund- arfjórðungi síðar mun hún lenda skammt frá flugstjórn- arturninum, þar sem forset- inn, forsætisráðherra o. fl. munu taka á móti hinum tignu gestum, sem hér munu hafa þriggja daga viðdvöl. Búizt er við miklum mann- fjölda á götunum þar sem leið konungshjónanna liggur um, er þau aka til Ráðherrabú- staðarins. FBIÐRIK KONUNGUR IX. FVh ó bls 11 INGIRÍÐUR DROTTNING Sjálfstæðismenn fylgja ábyrgri íslenzkri utanríkissteínu Málsmelferð Framsóknar og banðalag hennar kcmmámsla um öryggismálin lýsir óverjandi ábyrgðarleysi Ræða Jóhanns Hafsteins aljpm. ú Varöarfundi / gærkvöldi UM það verður ekki deilt, að það er með öllu óverjandi og ábyrgð- arlaus afstaða að fara með sjálf öryggismál þjóðarinnar eins og nú hefur vetið gert, þar sem þau eru beintínis gerð að samn- ingamáli milli tveggja flokka í ráðagerðum þeirra um allsherjar atkvæðaverzlun með kjósendur landsins. Þannig fórust Jóhanni Hafstein orð í ágætri og rökfastri ræðu um öryggismálin á fundi í Varðarfélaginu í gærkvöldi. Var mikill manníjöldi saman kominn á fundinum, enda mun almenningur nú fordæma framkomu Framsóknar í meðferð öryggismála þjóð- arinnar og tilræði hennar við varnarsamtök vestrænna þjóða, er hún beitti sér fyrir því að heimta uppsögn varnarsamningsins, án nokkurs minnsta undirbúnings, þekkingar eða röksemda. Það kom fram á fundinum, að þegar Framsókn hefur þannig klofið hið mikilvæga samstarf lýðræðisflokkanna um utanríkis- og öryggismál, er nauðsynin meiri en nokkru Framhald á bis. 2 LYSENKQ fallinn Moskva 9. apríl. TASSFRÉTTASTOFAN skýrði frá því í dag, að rúss- neska lífeðlisfræðingnum Lys enko hefði verið vikið úr Framh. á bls. 4 Forsætisráðherra ámælir Framsókn fyrir að nota öryggismálin sem pólitískt bitbein. ÞAÐ eykur ekki á virðingu tslands, hvorki inn á við né út á við, ef við hættum öryggi okkar og nágrannaþjóða með því að hafa varnarmálin sem bitbein í kosningum, í þeim tilgangi að vinna eitt eða tvö kjördæmi hver frá öðrum. Þannig mæUi Ólafur Thors forsætisráðherra á hinum fjölmenna Varðarfundi, sem haldinn var í Sjáifstæðishús- inu í gær. En hann tók til máls næst á eftir framsöginnanni, Jóhanni Hafstein. í ræðu sinni skýrði Óiafur frá því, að ha»n hefði nýlega verið á stjórnmálafundi í sveitakjördæmi, Jar sem maxgir bændur tóku til máis. Það sem var mönnum efst í huga, voru þeir ískyggilegu atburðir, sem gerðust á siðasta degi þingsins. Það kom greinilega í ljós, að Jþótt vamarfram- kvæmdir kunni að hafa képpt við bændur um vinnuafl, þá hefur öll þjóðin þó næman skilning á því, að svo viðkvæmt mál sem öryggismál þjóðarinnar má ekki nota sem kosn- ingabrellu. Forsætisráðherra gagnrýndi harðlega og alvarlega þá ábyrgðarlausu meðferð sem öryggismáiin hafa fengið í höndum Framsóknarmanna. Þann 16. des. s.I. samþykkti ráð Atlantshafsbandalagsins undir forsæti dr. Kristins GuS- mundssonar, að þörí væri aukinna varna. Þrtmur mánuðum b’ramhald á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.