Morgunblaðið - 04.05.1956, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.05.1956, Blaðsíða 1
16 síður MnMaMtSr *>. ixgsMgm 100. tbl. — Föstudagur 4. maí 1956 PrentsmiSJa, MoxgujnbtaStiatt Lægsíir tollar af nuuðsyitlegum neyzluvörum Eímeiroings - Frjúis verzlnn tryggí hóflegt vöru verð — Sinvinnnfélögin standi uton við póli- tískar flokkadeilur :--------------------- Hér fara á eftir ályktanir 12. landsfundar Sjálfstæðisflokksins um fjármál, skattamál, verzlunarmál og samvinnumál: FJÁRMÁL OG SKATTAMÁL LANDSFUNDURINN felur miðstjórn og þingmönnum Sjálísíæðisflokksins að vinna ötullega að því að styrkja grund- völl atvinnu- og fjármálalifs þjóðarinnar, m. a. með því: 1) Að veita einstaklingsframtaki og félagsrekstri aðstöðu til að safna nægjanlega miklu eigin fé, til viðbótar rekstrariánum bankanna, til þess að framleiðslustarfsemin verði rekin með eðlilegum hætti. 2) Að tollaálögum verði hagað þannig, að jafnan verði greiddir - lægstir tollar af öilum nauðsynlegum neyzluvörum til fram- færslu almennings í landinu, svo og af öllum vörum til út- flutningsíramleiðslunnar og nauðsynlegustu fjárfestingar, en tollaðar verði til hins ýtrasta allar óþarfavörur, hvort heldur eru til eyðslu eða fjárfestingar, til þess á þann hátt að spyrna fótum við óþarfa eyðslu í landinu. SAMKEPPNIN HALDI VÖRUVERÐI NIDRI 3) Að greitt verði sérstaklega fyrir viðskiptum við þau lönd, sem hagkvæmast er að hafa viðskipti við, svo að verðgildi útflutn- ingsvörunnar geti notið sín að fullu, svo og að verzlunin sé það frjáls, að samkeppnin megni að halda niðri vöruverðinu í landinu. 4) Að haldið verði áfram endurskoðun skattalaganna, svo sem Iofað var, á þeim grundvelli, sem markaður er með tillögum ', landsfundarins 1953. Harmar fundurinn, að þessu verki hefur ekki verið lokið. Felur hann miðstjórn og þingmönnum fiokks- 1 ins að vinna ötullega að því, að endurskoðuninni verði lokið sem fyrst, um leið og hann þakkar þann þátt sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur átt í þeim umbótum, sem þegar hafa fengizt. GREIÐSLUHALLALAUS FJÁRLÖG 5) Að gætt sé fyllsta sparnaðar í fjármálum rikisins, og að fjárlög séu jafnan afgreidd greiðsluhallalaus. Þakkar fundurinn Sjálf- stæðismönnum á Alþingi fyrir þá ábyrgðartilfinningu, sem þeir hafa jafnan sýnt við afgreiðslu fjárlaga, alveg án tillits til þess, , hvaða flokkur fer með fjármálin í ríkisstjórn. Fundurinn harm- ar þær miklu umframgreiðslur, sem orðið hafa árlega á ríkis- • reikningum og koma fram í aukafjárlögum, og telur að gera • beri sérstakar <áðstafanir til þess að koma í veg fyrir þær, m. a. með því að hafa mikið strangara eftirlit með eyðslu rikis- ins en gert er, og vill í því sambandi benda á, hve nauðsynlegt er að samþykkja frumvarp Gísla Jónssonar um eftirlit með rekstri ríkisins og ríkisstofnana, sem hann hefur borið fram á undanförnum þingum, en ekki hefur náð fram að ganga. VERZLUNARMÁL • Sjálfstæðisflokkurinn hefur ætíð talið frjálsa verzlun eitt af frumskilyrðum fyrir góðri afkomu almennings í landinu. Þess vegna hefur hann barizt fyrir afnámi verziunarhafta og gegn íhlutun hins opinbera um verzlun og viðskipti. í samræmi við þessa stefnu flokksins, telur fundurinn höfuð- nauðsyn, að þess sé gætt, að jafnvægi haldist í efnahagskerfi landsins, því að án þess verður ekki til lengdar haldið uppi frjáls- um og heilbrigðum viðskiptum. Ber þess vegna að stefna mark- vjsst að því, að lciðrétt sé svo fljótt sem unnt er það misvægi í efnahagskerfinu, sem nú gerir vart við sig og valdið hefur erfið- leikum með lánsfé og gjaldeyri. Varanleg stöðvun verðbólgunnar er fyrsta skrefið til þess að ná þessu marki. INNFLUTNINGSHÖFT ENGIN LÆKNING • Fundurinn leggur áherzlu á, að ekki verði gripið til innflutn- ingshafta í því skyni að leiðrétta að einhverju leyti misvægið í efnahagskerfinu, enda hefur reynslan sýnt, að með innflutnings- hpftum OH- verðlagsákvæðum fæst engin lækning í þessu efni og slíkar ráðstafanir veita hagsmunum almennings enga vernd. , Fundurinn vill benda á, að mikil nauðsyn er að gæta þess, að samdráttur sá sem nú á sér stað í útlánum bankanna leggist ekki með meiri þunga á verzlunina en aðrar atvinnugreinar. Heilbrigðri verzlun verður ekki haldið uppi í landinu nema hæfilegt lánsfé fáist til rekstursins. HÓFLEGT VÖRUVERD © Fundurinn telur afar mikilvægt að eðlilegt vöruframboð, heilbrigð samkeppni og frjálst verðlag geti haldizt í verzluninni, því að það tryggir ahnemiingi bezt hóflegt vöruverð og fyrirbyggir sjúklega verzlunarhætti, sem jafnaii fylgja ófrelsi og höftum í viðskiptum. Verzlnnarfyrirtækjum sé gert kleift að koma upp hentugu at- vinnuhúsnæði. ................... Frh á bls. 2. Undirnefnd afvopnunar- nefndar S.Þ. sleit fundi sinum í London í gær án þess að samkomulag næðist um eitt einasta atriði dagskrárinnar. o- Öll danska þjéðin sfendur á öndinni 15 ÁRA STÚLKA HVERFUR SPORLAUST Eftir 10 daga leit er löc^reglan jafn nær DANSKA lögreglan hefur nú með höndum rannsókn eins dular- fyllsta máls, sem hún hefur glímt við í lenfri tíma. Og' það" er ekki nóg íneð að allt hafi verið sett á annan endann i baeki- stöðvum lögreglunnar, því að segja má, að öll danska þjóðin stanfli á öndinni af eftirvæntingu eftir að mál þetta upplýsist. Það ef hvarf 15 ára gamallar stúlku, sem hér er um að ræða — og eftir 10 daga víðtæka leit og rannsókn er lögreglan jafn nær að heita má. ismay lætur af embætti Ráðherraíundur NATO hefst í dag París 3. maí. AMORGUN hefst ráðherrafundur Nato, og eru flestir ráðherr- anna þegar komnir til börgarinnar. Hafa þeir átt óformlegar viðræður í dag, og ræddu m. a. utanríkisráðherrar Breta og Banda- ríkjamanna um heimsókn þeirra Kúsjeffs og Búlganins til Bret- lands á dögunum. Margvísleg málefni verða tekin til umræðu á fundinum, og eitt aðalmálið verður nánari samvinna bandalags- þjóðanna í efnahagsmálum — með tilliti til hinnar nýju utanríkis- rnálastefnu kommúnista. I SAMKOMULAGSÁIT UM SAAR Rætt verfður ujm deilumálin fyrir botni Miðjarðar.nafsins, af- vopnun og Þý^kalandsmálin — auk fjölda annarra mala. Mikinn fögnuð vakti það í dag, er til- kynnt var, að fulltrúar Þjóðverja og Frakka hefðu setið á rök- stólum — og mörg ágreinings- mál viðvíkjandi Saar væru nú leyst. ÓVÍST HVER EFTIRMADUR- INN VERDUR Blaðamenn áttu tal við Ismay lávarð í dag — og kvað hann hernaðarlega samvinnu vera jafn mikilvæga og áóur, þrátt fyrir breytta stefnn Rússa á yfirborðinu. Stefna þeirra drægi á engan hátt úr hervarnarþörf frjálsra þjóða. Skýr'Si Ismay frá því, að hann hyggðist láta af embættj fram- kyæmdastjóra NATO á næsta ári, eri enn hefur ekkert heyrzt um það hver eftirmaður hans verði. Heyrzt hafði, að Pearson, utanríkisráðherra Kanada hefði verið beðinn að taka við, en hann vísaði öllum slíkum íréttum á bug, og sagði að þær hefðu ekki við nein rök að styðjast. "^ Málsatvik eru þau, að stúlkaft, Ina Laursen að nafni, hvarf svó að segja sporlaust laugardaginrt 21. fyrra mánaðar. Vann hún i plast-verksmiðju í bænum Vejlö á Jótlandi — og spurðist síðar íii hennar um hádegisbilið umgetinn dag, er hún var í þann veginn að ljúka vinnu. Varð hún síðust til þess að yfirgefa vinnustaðinn —¦ og síðan ekki söguna meir. Reið- hjól hennar fannst nokkrum dög- um síðar falið í hæðardragi skammt frá bænum, en það þykir iullsannað, að hún hafi ekki farið með það þangað. Lögreglan hefur lýst því yfir, að rannsókn verði haldið áfram þar til málið upplýsist að fullu, én ætlað er, að Ina hafi verið myrt. Hins vegar er það aðeins ágizkun, því að stúlkan hefur ekki látið eftir sig nein spor. MAROKKO, 3. maí — Mikil átök hafa verið undanfaivnn sólar- hring í nánd við bæmn Marrak- esh í Marokko. Hafa óaldarsegg- ir gert harða hrííð'að fylgis-' mönnum hin nýlátna tíl Glaoui. Þegar síðast fréttist hofðu óald- arseggirnir drcpið 3o menn. Franskt herlið var kvatt á vett- vang, en ekki hafð: tekizt að brjóta alla andspyrm> i, bak aft- ur, er síðast fréttist. Missir stöðva o ísiondi veikir stórlego vornarmátt NATO — segir Grunther hersliíifðingi Hammorskjöld gefur skýrslu NEW YORK, 3. mai — Dag Hammarskjöld, framkvæmda stjóri Sameiniuðu þjóðanna, sendi Öryggisráðinu í dag út- drátt úr skýrslu sinni um við- ræður sínar við stjórnarvöid ísraels og Arabarikjanna. Kvaðst hann vongéður um að samningur sá um> áframhald- andi vopnahlé, sem hann fékk deiluaðila til þess að undirrita, bæri góðan árangur. Geta má þess, að ísraelsmenn hafa þeg- ar sakað Egypta um að hafa brotið samning þennan — og rannsakar fulltrúi S. Þ. nú mál þetta. Hammarskjöld koni til Káiro í dáííf og ræd*ði stiitflega við egypiícá ráðáníenh, éh á morgun mun hann halda til New York með viðfconiu í Róm. EF Atlantshafsbandalagið missir stöðvar sínar á tslandi, mun það stórlega veikja varnarmátt þess, — sagði Grunther yfir- hershöfðingi Atlantshafsbandalagsins á fundi með fréttamönnum i aðalstöðvum bandalagsins í París fyrir skömmu. Fréttamaður frá Ríkisútvarpinu sat þann fund, og skýrði hann frá þessum ummælum yfirhershöfðingjans i útvarpinu í gærkvöldi. HERSTYRKUR LINA TRYGGIXGIN FYRIR FRIÐI Á fundinum gerði Grunther grein fyrir varnarmætti Atl- antshafsbandalagsins, og sagði hann, að höfuðáherzlu bæri að leggja á nauðsyn þess að bandalagið héldi afram að efla styrk sinn. Verkefni þess væri að koma í veg fyrir styrjöld, og einungis herstyrk- ur þess gæti tryggt Dandalags- þjóðunum öryggi cg frið. ÍSLAND ÓMISSANDI BÆKISTÖÐ Sagði yfirhershöfoingirin, að ísland væri mikilvægur hlekk Ur í varnarkerfi bandalagsins. Ef til styrjaldar kæmi væri ísland ófriissahdi bækistöð fyrir birgðaflutning yfir N.- Atlantshafið — og skipalestir í þeim flutningum. Einnig væri ísland mikilvægur htnti af j loftvarnarkerf i Atlants- . hafsbandalag* .ins — og ef bandalagið ir.^,i.i stöðvar sín- ar þar, muwíi það stórlega veikja varnaimátt þess ÚRSÖGN ÍSLANDS ÚR BANDALAGINU MIKIÐ ÁFALL FYRiR ÞAÐ Sömuleiðfs væri ísland mjög mikilvæg stöð, ef árás væri gerð, og frá hernaðar- legu sjónarmiði væri það mikill hnekkxr fyrir banda- lagið að missa ísland. Og þó væri hitt sínu alvarlegra — og mikið áfall fyrir einingu og samhug Atlantshafsbanða- lagsrikjanna, ef ísland gengi úr bandalaginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.